Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 41 + Óskar Þórðarson var fæddur á ísa- fírði 2. maí 1915. Hann lést á Landspít- alanum 12. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Dýrunn Jónsdóttir, f. á Ögmundarstöðum í Skagafírði 3. septem- ber 1884, og Þórður Kristinsson, f. á Isa- firði 1. ^ nóvember 1885. Óskar átti þijár systur, sem all- ar létust á barns- aldri. Óskar kvæntist 18. október 1941 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ing- unni Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 27. nóvember 1919. Foreldrar hennar voru Anna Árnadóttir, f. 11. október 1884, og Eyjólfur Guðmundsson, f. 4. júní 1887. Börn Óskars og Ingunnar eru: 1) Bryndís læknaritari, búsett í Reykjavík. Maki: Bjarni Stein- grímsson leikari. Þau slitu sam- vistir. Eiga þau þijú börn: Elísa- betu, Ingunni Ásu og Steingrím. 2) Krislján rafeindavirkjameist- ari, búsettur í Iteykjavík. Kona hans var Hulda Bjarnadóttir og er hún látin. Börn þeirra: Bjarni Ingi og Örn Óskar. 3) Svandfs hjúkrunarfræðingur, búsett í Flórída. Maki: Sigurður Jó- hannsson. Börn: Sonja Ósk og Góður vinur og frændi, Óskar Þórðarson, hefur kvatt þennan heim. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka eftir margra áratuga vináttu við Óskar og fjölskyldu hans. Óskar var af skagfírsku bergi brotinn í móðurætt og átti stóran frændgarð og fjölda vina í Skaga- firði. Sem barn og unglingur dvald- ist hann á sumrin hjá frændfólki sínu í Skagafirði og tengdist því sterkum tryggðarböndum, sem héldust til æviloka. Hann kom á hverju sumri og heimsótti vini sína og frændfólk fyrir norðan. Frænd- rækni hans og tryggð var viðbrugð- ið og alls staðar og ávallt var Óskar aufúsugestur sökum glaðværðar og glæsimennsku og þess andblæs, sem hann bar með sér. Eftir að Óskar kvæntist sinni góðu konu, Ingunni, og fjölskyldan stækkaði komu börn þeirra í sum- ardvöl í Skagafjörðinn og þannig tengdist næsta kynslóð í frændsemi og vináttu. Óskar hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum, og á yngri árum ferð- aðist hann mikið um óbyggðir landsins og bjó yfir mikilli þekk- ingu á landinu og sögu þjóðarinnar. Starfsferill Óskars var á sviði skrifstofustarfa og voru honum fal- in mikil ábyrgðarstörf á þeim vett- vangi. Hann varð fyrsti forstöðu- maður nýstofnaðrar Byggingar- deildar Reykjavíkurborgar og átti þannig þátt í byggingarfram- kvæmdum margra stofnana í borg- inni, þar á meðal Borgarspítalan- um. Aður hafði hann verið skrif- stofustjóri hjá Byggingafélaginu Stoð, sem var m.a. byggingarverk- taki Laxárvirkjunar, sem var gríð- arlegt verkefni eins og nærri má geta. Aðalsmerki Óskars í öllum störf- um,sem hann tók að sér, var fram- úrskarandi dugnaður, vandvirkni og pákvæmni. Á efri árum, þegar starfsferli var lokið, gerðist Óskar góður liðsmað- ur hjá Blindrafélagi Islands, en þar tók hann sæti í stjórn og naut félag- ið góðs af yfirgripsmikilli þekkingu hans í bókhaldsmálum, auk þess sem hann las inn nokkrar hljóð- bækur. Óskar hafði mikla ánægju af starfinu með Blindrafélaginu og eignaðist þar góða vini. Óskar var mikill unnandi góðra bókmennta og átti vandað bóka- safn. Áhugi hans á lestri góðra bóka hélst fram til hinstu stundar. Margar skemmtilegar stundir átt- Anna Kristín. 4) Dýrunn Anna flug- freyja, búsett í Reykjavík. Dóttir hennar: Margrét Högna. 5) Gylfí vél- fræðingur, búsettur í Reykjavík. Maki: Guðlaug Árnmars- dóttir. Þeirra börn: Una Sigríður, Óm- ar Ingi og Iðunn Dögg. 6) Þórður Snorri, sálfræðing- ur og fram- kvæmdasljóri, bú- settur á Seltjarnar- nesi. Maki: Hanna Dóra Birgis- dóttir. Börn þeirra: Hildur og Óskar. 7) Eyjólfur rafveituvirki. Maki: Guðbjörg Jörgensen. Barn þeirra: Ingunn. Óskar iauk námi frá Verslunar- skóla íslands árið 1933. Að námi loknu stundaði hann fyrst ýmis verslunarstörf, en réðst síðan til Reykjavíkurborgar. Þá var hann um skeið skrifstofustjóri hjá Byggingarfélaginu Stoð í Reykjavík. Árið 1961 réðst hann til Byggingardeildar Reykjavík- urborgar og var þar forstöðu- maður að undanteknum sfðustu starfsárum sfnum sem hann var skrifstofusljóri. Útför Óskars Þórðarsonar fór fram frá Fossvogskapellu 22. janúar. um við hjónin með Óskari þar sem bækur voru til umræðu. Nú þegar Óskar er allur koma í hugann margar minningar. Þar á meðal fyrstu tvö búskaparár okkar hjóna í húsinu á Laugateignum hjá Oskari og Ingunni. Einnig var ógleymanleg heimsókn þeirra Óskars og Ingunnar til Kaup- mannahafnar á dvalarárum okkar þar. Nutum við þess þá að taka á móti þeim og samvista við þau. Og þá var ómetanlegt að eiga þau Ósk- ar og Ingunni að þegar við flutt- umst heim frá Danmörku á sínum tíma. Fyrir þessa góðu samfylgd og minningarnar flytjum við einlægar þakkir, þegar lífsleið er lokið. Við sendum Ingunni, börnum og öllum aðstandendum Óskars inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Margrét Margeirsdóttir og Siguijón Björnsson. I byrjun nýs árs hefur Óskar Þórðarson, frændi minn, kvatt þetta líf og haldið á vit æðri heims. Hann hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, sem reyndi mjög á þolin- mæði og þrautseigju eins og hann sagði við mig í símann skömmu fyr- ir jól. Fyrsta endurminning mín um Óskar, frænda minn, er frá fyrri hluta fjórða áratugs þessarar aldar. Hann er þá nýkominn úr miklu ferðalagi, sem hann fór á hjóli frá Reykjavík norður og austur um land. Það er fagur sumardagur, logn og sólskin. Við sitjum saman á grasbala sunnan við bæinn í blíð- unni ásamt föður mínum og hann er að segja okkur ferðasöguna. Eg hef verið á áttunda ári, en ðskar var tíu árum eldri. Þá var það mikið ævin- týri og sjaldgæft að slíkar ferðir væru farnar á hjóli og ég hlustaði hugfanginn á frásögnina. Oskar missti föður sinn ungur að árum og ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni, Dýi’unni, sem stóð þá ein uppi með drenginn sinn. Samt tókst Óskari að afla sér góðrar menntunar og starfaði hann hjá Reykjavíkurborg mestallan sinn starfsaldur sem skrifstofumaður. Með föður mínum og systur hans, Dýi’unni, var mjög kært og var Ósk- ar hér í sumardvöl fyrstu árin eftir föðurmissinn. Dýrunn frænka kom líka norður á hverju sumri og var það ávallt tilhlökkunarefni að fá hana í heimsókn. Hún flutti með sér blæ glaðværðar. Eftir að Óskar fór að vinna í bænum notaði hann sum- arfríin sín til að ferðast um landið og fór vítt og breitt á hjóli ásamt fé- laga sínum. Varð hann vel kunnug- ur landinu bæði byggðum og óbyggðum og jafnframt sögu þess. En varla leið svo nokkurt sumar að hann kæmi ekki í Skagafjörð og eft- ir að bflar urðu algengir kom hann stundum oftar en einu sinni á ári. Hér eignaðist hann marga vini og kunningja, sem hann heimsótti ár- lega. Var þá lagið tekið með Skag- firðingum og fátt mun honum hafa þótt skemmtilegra. Hann hafði afar næmt tóneyra og ágæta bariton- rödd og gat hvenær sem var tekið undir í rödduðum söng. Þegar ég var kominn á þann ald- ur að þurfa að afla mér menntunar lá leiðin til Reykjavíkur. Það var á stríðsárunum síðari. Fékk ég þá leigt herbergi hjá Dýrunni frænku. Þá hafði Óskar stofnað heimili og var orðinn fjölskyldufaðir. Öll þau ár sem ég dvaldi í Reykjavík stóð heimili þeirra hjóna Óskars og Ing- unnar mér opið hvenær sem var. Þau voru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja. Fyrstu jólin sem ég var í Reykjavík var ég á aðfanga- dagskvöld hjá þeim. Við Dýrunn frænka gengum neðan úr bæ upp á Þórsgötu, þar sem þau Óskar og Ingunn bjuggu, og dvöldum þar í góðum fagnaði framyfir miðnætti, en héldum síðan sömu leið til baka gangandi. Logn og heiðrík kyrrð ríkti yfir borginni. Óskar var glaðvær maður, en afar orðvar og mátti ekki vamm sitt vita í nokkrum hlut. Frændrækinn var hann svo af bar og hafði ánægju af að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Það munu fleiri hafa reynt en frændfólk hans. Að leiðarlokum færi ég honum bestu þakkir og bið honum blessun- ar guðs. Ingunni, börnum þeirra og fjölskyldum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Hróðmar Margeirsson. Frændur eru margs konar, sumir nálægir, aðrir fjarlægir, sumir hlýir, aðrir kaldir o.s.frv. Oskar var einn af þessum frændum sem eru alltaf svo nærri og hann virtist hafa það sem eitt helsta markmið sitt í lífinu að lifa fyrir frændfólkið, hafa sam- band við það, láta það vita að hjá honum ætti það vísa uppörvun hvenær sem væri. Engin ástæða væri til að gefa neitt upp á bátinn. Óskar frændi mundi sjá einhver ráð. Og Ingunn stóð honum ekki að baki. Óteljandi eru þær máltíðir sem hún eldaði ofan í svanga maga frænd- fólksins. Og jafn óþreytandi voru þau að skjóta skjólshúsi yfir skyld- menni sem komu langt að og þurftu húsaskjól í Reykjavík. Ef hægt er að eignast fjársjóði á himni með því að seðja og hýsa svanga frændur og frænkur hlýtur það að vera fjallhá innstæða sem hann getur gengið að hinum megin landamæranna þegar jarðvist hans hérna megin er lokið. Hjá honum var það hugsjón að vera góður frændi og gleyma engum, láta engan verða útundan. Og allt sem hann tók að sér að annast, leysti hann vel af hendi, því að hann var afar samviskusamur og traustur. Þegar ég fór að kynnast þessum frænda er mér það minnisstætt að hann virtist hafa hið fullkomna um- burðarlyndi fyrir skoðunum ann- arra. Lífsviska hans virtist vera að ekki ætti að meiða aðra með því að OSKAR ÞÓRÐARSON sýna þeim fram á að skoðun þeirra væri röng. Ekki efa ég það að hann hafi oft hugsað sitt þegar einhver var að viðra sína sérstöku tegund af sannleika, en það virtist liggja í hon- um að taka slíku eins og sjálfsögðum hlut. Kannski var honum það ljósara en mörgum öðrum að skoðanir koma og fara. Ég var lítil, 8-9 ára hnáta, þegar ég sá þennan stóra og myndarlega frænda fyrst á æskuheimili mínu norður í Skagafirði og ég minnist þess að ævinlega þegar Óskar kom norður i átthaga frændfólks síns og móður sinnar, sem honum vöru svo kærir, þá gleymdi hann aldrei að heilsa þessari litlu frænku sinni, sem var nú ósköp feimin við fullorðið fólk. Þá sagði þessi fallegi og glað- væri frændi alltaf: „Nei, komdu nú blessuð og sæl, frænka mín, það er langt síðan að við höfum sést.“ Þetta er mér einhvern veginn svo minnis- stætt úr bemsku minni því að ég var kannski ekld vön svona hoffmann- legum kveðjum. Þetta staðfesti líka að hann gleymdi engum. Óskar var hinn dæmigerði fyrir- myndarfjölskyldufaðir og hann átti mjög góða konu sem var örugglega hans stærsta gæfa í lífinu. Þau eign- uðust saman sjö böm, sem öll hafa reynst hinir nýtustu borgarar og standa nú við hlið móður sinnar og styðja hana í hinum mikla missi hennar. Langri og farsælli samfylgd er lokið. Að leiðarlokum sendum við konu hans og börnum einlægar sam- úðarkveðjur. Jón og Sigríður Margeirsbörn. Óskar Þórðarson er látinn. Okkur langar til að minnast Óskars frænda okkar í fáum orðum. Óskar var mik- ill Skagfirðingur í sér alla tíð, enda af Skagfirðingum kominn í móður- ætt. Óskar var duglegur að hafa samband við skyldfólk sitt, sérstak- lega ættrækinn og artargóður mað- ur. Venjulega kom hann í Skaga- fjörðinn tvisar til þrisvar á ári og heimsótti ættingja sína og vini, átti hann marga vini norðan heiða. Óskar var mjög gestrisinn, stóð heimili þeirra hjóna opið öllum ætt- ingjum, og voru þau hjón samhent í því. Óskar hafði mikla ánægju af hrossum, átti um árabil nokkur fal- leg hross sem gengu norður í Skaga- firði. Hann hafði orð á því að hrossin veittu sálu sinni gleði. Óskar Þórðarson komst ekki áfallalaust í gegnum lífið. Þegar hann missti máttinn öðrum megin í líkamanum fyrir tíu árum var það mikið áfall. Hann var afar duglegur og ákveðinn að ná bata á ný, og tókst það að verulegu leyti. Nú í eitt ár hefur Óskar átt við erfið veikindi að stríða, leið miklar þjáningar, en bar höfuðið hátt. Nú er hann leystur frá þrautunum og biðjum við honum blessunar Guðs á ókunnum stigum. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öUum oss faðminn breiðir. (E.Ben.) Innilegai- þakkir og kveðjur frá Æju fyrir alla aðstoð og hjálp í veik- indum fyrr á árum. Einnig sérstak- ar þakkir og kveðjur frá Halldóri frænda hans, Ástu og börnum þeirra. Þakklæti og kveðjur frá bömum Lovísu. Eiginkonu, börnum og fjölskyld- um þeirra sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Systkinin frá Stóru-Seylu. íinningarkort Slysavarnafélags íslands fást á skrifitofu félagsins. 'Kortin eru send bœði innan- og utanlands. Hagt er að styrkja ákveðna björgunarsveit eða slysavamadeild innan félagsins. Gíró- og greiðslukortapjónusta. Slysavamafélag íslands, Grandagarði 14, sími 562 7000 — fax 562 7027 Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoöar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til tandsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.