Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 30
80 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTIR ÞAR SEM VIÐ ERUM Á ANNAÐ BORÐ VIÐSEOPn/JUVINNUUF Á SUNNUDEGI ► Á þorranum hugsa matmenn vísast fyrst og fremst til gamia góða súrmatarins. En sá tími er einn af helstu álagstímum þeirra sem framleiða flatbrauð, eða flatkökur, hvort heldur menn vilja kalla það. Stærsti framleiðandinn heitir því þjóðlega nafni Ömmubakstur og því fer Ijarri að þar fari eina framleiðsla fyrirtækisins, sem er einnig stærsti framleiðandi landsins í til- búnum pizzum, kleinum og, fyrir jólin, laufabrauði. Uppgangur er í fyrirtækinu, en fyrir því fer Haraldur Friðriksson bakara- meistari, en hann tók við stjórninni af foreldrum sínum sem stofnuðu fyrirtækið heima í eldhúsi árið 1952. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ÚR vinnslusal Ömmubaksturs. Eftir Guðmund Guðjónsson ARALDUR, sem er giftur Asrúnu ■ Davíðsdóttur söngkennara, er fæddur í Vestmannaeyjum 19. nóv- ember 1944. Hann lærði bakaraiðn- ina um leið og hann hafði aldur til, fetaði þar í fótspor fóður síns, og hefur starfað sem slíkur síðan. Fjöl- skyidan fluttist í Kópavoginn og ár- ið 1952 bar svo við að hart var í ári hjá bökurum. „Gott ef það var ekki verkfall," segir Haraldur, en allt um það, þá var það sjálfsbjargarvið- leitnin sem var fyrsti vísirinn að því umtalsverða fyrirtæki sem stendur nú traustum fótum. „Þetta var nú ekki mikið í byrjun. Pabbi og mamma voru bara með þetta heima í eldhúsi og pabbi hjólaði með flat- kökurnar í búðirnar á gömlu sendla- hjóii. Á þeim árum var ekki mikið um að flatkökur væru til í verslun- um. Vel þekkt var þó að húsmæður um land allt kynnu til verka og bök- uðu þær sjálfar. Þetta var því nokk- ur hýlunda og var henni vel tekið. Framleiðslan jókst síðan smám saman og senn fluttu þau fram- leiðsluna í kjallarann og því næst í bflskúrinn. I byrjun var þetta ekki framleitt undir nafninu Ömmu- bakstur, heldur Bakarí Friðriks Haraldssonar. Árið 1975 stigum við stórt skref, byggðum 800 fermetra húsnæði hér í Kópavoginum. Það var einn af helstu vendipunktunum í sögu fyrirtækisins, rétt eins og árið 1984, er við vélvæddum allt fyrir- tækið, í báðum tilvikum má segja að við höfum tekið „sjensinn" eins og ságt er og .við höfðum heppnina með okkur þar eð við reyndumst hafa gert það einmitt á réttum tíma,“ segir Haraldur. Allt til ársins 1984, er sérsmíðuð vélasamstæða var keypt frá hol- lensku fyrirtæki á „þrefóldu einbýl- ishúsaverði í þá daga“, eins og Har- aldur segir, var framleiðsla fyrir- tækisins meira og minna unnin í höndunum og bökuð á hellum. Har- aldur segir muninn hafa verið gífur- legan, enda hafí fyrirtækið ekki haft undan að framleiða vörur sínar með gamla hættinum. Hvað var það sem breyttist, þannig að fjöldafram- leiðsla á því sem áður var heima- bakstur gat staðið undir stóru fyrir- tæki? „Það má eiginlega segja að allt hafí breyst. Þjóðfélagið. Flatköku- gerð passar ekki inn í nútímaeld- húsið. Markaðurinn hefur breyst samkvæmt þessu, miklu fleiri vinna úti og vinnúdagurinn er langur. Kynslóðin sem bakaði flatkökur í eldhúsinu er að reskjast og siðurinn fer með þeim. Það er eins með þetta og svo margt annað sem breytist í tímans rás. Þá er um að gera að fylgjast með þróuninni og bregðast rétt við,“ segir Haraldur. Skósólar og tryggir kúnnar Hvað er að segja um uppskriftir, eru þetta hernaðarleyndarmál? „Nei, í sjálfu sér ekki, því það er stöðugt verið að prófa sig áfram og breyta og bæta. Flatkökumar sem við framleiðum í dag eru ólíkar þeim sem foreldrar mínir byrjuðu að baka í eldhúsinu forðum daga. Samt er ég ekki í vafa að gamla fólkinu líkar bragðið í dag. Við lent- um þó einu sinni í vandræðum. Það var þegar við fengum nýju vélamar og það sem kom úr þeim var eins og skósólar og bragðið eftir því. Þetta var voðalegt um tíma, en svo fór þetta að smá koma. Þetta var spuming um að læra almennilega á tækin. Það var samt alveg magnað meðan á þessu stóð hvað kúnnarnir héldu mikilli tryggð við okkur, því þeir era fljótir að finna ef eitthvað er ekki eins og það var í gær.“ En þið eruð ekki einungis með flatkökur, eða flatbrauð? „Nei, eitt og annað hefur bæst við línuna hjá okkur í tímans rás. Af- kastageta fyrirtækisins jókst stór- kostlega þegar við keyptum vélarn- ar. Við eram t.d. með fimm tegundir af pizzum í þremur stærðum, klein- ur og svo laufabrauð á jólum. Það má segja að þar sem við eram á annað borð þar eram við stærstir. Svo era álagspunktar í ýmsum af þessum vöruflokkum, t.d. era flat- kökurnar mjög mikið teknar yfír hátíðimar og svo núna á þorranum. Laufabrauðið er bundið jólamánuð- inum, en annars er álagið jafnt og dreift yfír árið. Hvað eruð þið að framleiða mikið magn? „Við erum t.d. með um 3.000 pizz- ur á dag og milli 15.000 til 20.000 flatkökur á dag. Algengt er að við bökum einnig 25.000 til 30.000 kleinur á degi hverjum. Þá erum við að tala um fimm daga vikunar og eina vakt. Það má geta þess að framleiðsluaukning í kleinum og flatkökum hafí verið 10-15% á milli ára og söluaukning í laufabrauði nú um jólin var 40% frá 1997. Þessar vörar era seldar um allt Stór- Reykjavíkursvæðið og víða á lands- byggðinni. Við höfum nú verið að skoða það að þétta netið, en á móti kemur að í mörgum bæjum úti á landi era kannski 3^4 ömmur eða húsmæður sem sjá bakaríunum þar fyrir flatkökum og við höfum ekki í hyggju að spilla fyrir slíkri heima- framleiðslu." Hvort heitir þetta flat- kaka eða flatbrauð? „Það fer bara eftir því hvaðan af landinu þú ert. Ef þú ert að norðan þá heitir þetta flatbrauð. Ég er hins vegar Sunnlendingur, nánar tiltekið úr Vestmannaeyjum, og hjá mér heitir þetta flatkaka.“ En á að færa út kvíarnar? „Hjá okkur er ör framþróun og eins og ég gat um áðan, þá hefur af- kastageta okkar stóraukist. Svo mjög að við höfum verið að leita leiða til að gjömýta búnaðinn, en nokkuð hefur vantað upp á það. Það má því vænta þess að við kynnum nýja vöruflokka á næstunni. Ég er ekki reiðubúinn að nefna allt sem í deiglunni er, en nefni þó, að í þessu skyni höfum við notið starfskrafta matvælafræðings og matreiðslu- manns til að kanna hvaða leiðir era færar. Fyrsta afurðin kemur á markað eftir nokkra daga, svokallað „quich“, sem er baka að fransk- þýskri fyrirmynd og á upprana sinn á sautjándu öld. Þetta er mjög vin- sæll skyndiréttur í þessum löndum og við sjáum nú hvernig landinn tekur nýjunginni. Þetta er brauð- skel og sú útgáfa sem við kynnum fyrst er fyllt með grænmeti, skinku, aspas og eggjahræru. Síðar koma fleiiá útgáfur. Annað sem ég get nefnt og er nýtt af nálinni er hvítlauksbrauð í pizzuh'nunni. Þetta eru hringlaga pizzabotnar með hvítlaukssmjöri og osti.“ Hvernig standast búðarpizzur samanburð við þær sem framleidd- ar eru á heimsendingarstöðum? „Þetta er nokkuð öðru vísi pizza, það þekkja menn sem hafa bragðað báðar tegundir. Okkar eru með for- bökuðum botnum þannig að þeir eru stökkari og þykkari. Við erum að vísu senn að fara að senda frá okkur pizzur með þynnri botnum sem svipa meira til heimsending- arpizzanna,“ segir Haraldm-. Sveiflur og hliðarspor Hafið þið ekki fundið vel fyrir uppsveiflunni síðustu árin, „góðær- inu“ svokallaða? „Síðasta ár kom sæmilega út, við veltum þá um 150 milljónum, en höfum séð það betra áður. Horfurn- ar á þessu ári era þær að við reikn- um með verulegri aukningu. Það er of snemmt að nefna spátölur í þeim efnum. Hins vegar er þetta ekki eingöngu dans á rósum. Þannig var 1997 slakt og það hafa komið mjög erfið tímabil, ekki aðeins hjá okkur, heldur hjá bakaríum yfirleitt.“ Hvað olli erfiðleikum íhittifyrra? „Ja, það er nú þannig í þessu þjóð- félagi, að ekkert má kosta nokkurn skapaðan hlut. Stefnan í þjóðfélag- inu hefur snúist um að pressa allt verð niður. Við höfum fundið fyrir því, t.d. 1997, en þá vai- bara að mæta því. Við tókum til hjá okkur, fórum í hagræðingar og þess háttar og breyttum fyrirtækinu úr fjöl- skyldufýrirtæki í ehf. Ráðinn var stjómaiformaður, Sigurður Guð- mundsson, í því skini að innleiða ný sjónarhorn og tryggja að fyrirtækið haldi sér í takt við tímann. Þessar breytingar era farnar að skila sér.“ Ommubakstur hefur fimm síð- ustu árin átt hlut í pizzugerð í Lett- landi, nánar tiltekið í höfuðborginni Riga. Þetta er ekki stórt fyrirtæki, heitir Eurofood, og framleiðir 1.500 pizzur á degi hverjum. Ömmubakst- ur á 30% í fyrirtækinu. „Þetta bar þannig að, að íslensk- ur maður sem vinnur í Finnlandi hefur þann starfa að koma saman íyrirtækjum úr austri og vestri þannig að fyrirtækin í vestri leggi fram þekkingu og eignaraðild, en þau í austri húsnæði, eignaraðild og mannafla. Talsvert mikið hefur ver- ið um slíkt samkrull eftir að austrið opnaðist og hefur gengið allavega,“ segir Haraldur. En íykkar tilfelli? „Þetta er svo sem í lagi. Það hef- ur að vísu ekki gengið alveg eins vel og við vonuðumst til, en við skuld- um engum neitt. Okkar hlutverk var að leggja til vélar og þekkingu og framan af vora tveir af starfs- mönnum mínum þarna úti að sýna heimamönnum hvemig málin ganga fyrir sig. En það stóð alltaf til að koma þessu á fót, ná einhverjum vexti og selja sig svo út úr því. En við erum þó þarna enn með annan fótinn. Pizzagerðin framleiðir íyrir Lettlandsmarkað, en við horfðum til vaxtarbrodds í Rússlandi sem hefur algerlega brugðist. Kreppan í Rúss- landi hefur alveg lokað á okkur. Við höfum aðeins verið að selja til Lit- háen, en það er lítið magn. Eigin- lega verður tíminn að skera úr um hvað verður með þetta strandhögg okkar, en í augnablikinu má segja að það bara gangi.“ Vélvæðingin mikla hefur ekki orðið til þess að þið hafíð fækkað starfsfólki? „Nei, hjá okkur starfa um 20 manns og hefur sú tala verið í jafn- vægi alllengi. Það er tilfellið að þrátt fyrir hina auknu vélvæðingu era enn hlutir sem verða ekki gerð- ir nema í höndunum, t.d. í tengslum við kleinur og laufabrauð. Þetta er líka hæft og gott starfsfólk eins og hjá öðram góðum fyrirtækjum. Og þó svo að ég hafi sagt áðan að efst á baugi hjá okkur sé að fylla í eyðurn- ar, þ.e.a.s. að nýta betur tækjakost- inn sé ég ekki að fjölgun í vöru- flokkum leiði af sér uppsagnir, öðru nær,“ segir Haraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.