Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ hún heillað áhorfendur og gagn- rýnendur hlóðu hana lofí. „Ungfrú du Pré og konsertinn virtust sköpuð hvort fyrir annað ..." sagði gagnrýn- andi New York Times, og starfsbróð- ir hans hjá New York Herald Tribu- ne komst svo að orði: „Hún ræðst á hljóðfærið eins og ákafur elskhugi og laðar fram tilfínningaþrungin við- brögð. Mikið væri dregið úr sannleik- anum með því að halda fram að tækni hennar væri gallalaus; hún er stór- kostleg.“ Og sá þriðji sagði, í Com- ing: „Svona á að leika. Við höfum séð of marga nútíma listamenn sem flytja verk sín af áhugaleysi, þurr- lega, sem þora ekki að sökkva sér niður I tónlistina af ótta við að vera taldir bamalegir. Hér er hins vegar kominn fram á sjónarsviðið ungur snillingur, frá landi þar sem tónlist- armenn eru þekktir fyrir að halda aftur af sér, sem sýnir okkur á nýjan leik að tónlist er tjáning tilfinninga." Jacqueline var einmitt þekkt fyrir að lifa sig gjörsamlega inn í tónlistina þegar hún lék. Hvarf inn í eigin heim á meðan, einbeitingin var einstök - og mörgum líkaði raunar illa hvernig hún lét á sviði; var mikið á hreyfingu, sveiflaði gjaman höfðinu þannig að hárið lék um andlitið meðan hún hamaðist með bogann á strengjun- um. En hún hafði einstakan hæfi- leika til að hrífa fjöldann með sér og var ófeimin við það. Jackie lifði alltaf fyrir augnablikið og átti erfitt með að sætta sig við að vera bókuð á tónleika allt að þrjú ár fram í tímann. Henni mislíkuðu slík- ar skuldbindingar og fyrir kom að hún aflýsti tónleikum með stuttum fyrirvara ef henni datt í hug að gera eitthvað annað. Þetta kom sér auð- vitað illa fyrir umboðsmenn hennar og tónleikahaldara. Henni var einnig illa við að ferðast úr landi, en slíkt var vitaskuld nauðsynlegt alþjóðleg- um listamanni. Hún þoldi ekki ein- manaleikann í erlendum borgum eða að hanga á hótelherbergi án þess að hafa nokkuð fyrir stafni. Oft hringdi hún í móður sína og bað um að fá að koma heim. Oft var hún ringluð og stundum virtist hún varla vita ná- kvæmlega hvar hún var stödd, þannig að móðir hennar stökk frá hverju sem var til að geta farið til dótturinnar. Jackie fór til Moskvu 1966 til að læra hjá Rostropovieh. Hún bar mikla virðingu fyrir honum. Sovésku nemendurnir voru óhemju agaðir og Jackie varð orðlaus af undrun þegar hún komst að því að hún ætti að æfa sig á sellóið í sex klukkustundir á dag, eins og þeir. Hún sem aldrei hafði æft mikið; þurfti þess hreinlega ekki með. En Rostropovich fyllti hana sjálfstrausti. Þrátt fyrir mikinn æfingatíma lagði hann ekki áherslu á tæknina heldur á tilfinninguna fyrir tónlistinni, svipað og William Pleeth á sínum tíma. Eitt bréfanna frá Jackie til móður hennar í Englandi byrjaði svona: „Elsku mamma. Þetta er bara smá einkanóta til þín til að tilkynna, að ég hef, loksins, ákveðið að verða selló- leikari.“ Móðirin tárfelldi, segir Hil- ary. Annars er rétt að taka fram að Jackie var mikill grínisti, að sögn systur sinnar og bera mörg bréfa hennar þess merki. Daniel Um jólin 1966 hitti Jacqueline pí- anistann og hljómsveitarstjórann Daniel Barenboim í boði hjá píanó- leikaranum Fou Tsong í London. Þau höfðu hist stuttlega bakatil á tónleikum áríð áður og talast við í síma skömmu fyrir jólaboðið. Daniel var seinn í boðið. Fólk sat að kaffi- drykkju, en þegar hann strunsaði í salinn varð Jackie þannig við að hún þreif þegar í stað sellóið. Hann sett- ist við píanóið og saman léku þau sónötu í F dúr eftir Brahms. Sam- skipti þeirra voru óvenjuleg og þráð- urinn milli þeirra í músíkinni svo sterkur að samræður voru algjörlega óþarfar. Samband þeiira varð þegar í stað rafmagnað og eftir því sem leið á kvöldið var Ijóst að eitthvað óvenjulegt var að gerast. Jackie hringdi í systur sína morg- uninn eftir: „Hfl, ég er ástfangin. Eg er ástfangin.“ Daniel er fæddur í Argentínu, son- ur rússneskra gyðinga. Hann hafði einnig verið undrabarn í tónlist. For- eldrar hans voru báðir píanistar. Eftir að Ísraelsríki var stofnað 1948 ákvað Barenboim fjölskyldan að Arena Images JACQUELINE du Pré eins og hún naut sín best. Einbeitt og öguð með sellóið á sviðinu. Hún var einmitt þekkt fyrir að lifa sig svo mjög inn í tónlistina þegar hún lék, að hún virtist allt að því í öðrum heimi. flytja þangað og fór frá Argentínu þegar Daniel var níu ára. Fljótlega eftir að þau hittust urðu Jackie og Daniel óaðskiljanleg. Hún hafði ekki tíma fyrir gömlu vinina lengur. En ekki voru þau þó alltaf saman því bæði þeyttust um heim- inn, líka sitt í hvoru lagi, á tónleika- ferðalögum. Vert er að geta að þau léku til að mynda á fyrstu Listahátíð í Reykjavík, sumarið 1970. Jackie var innilega hamingjusöm. Þegar þarna var komið sögu var þó sumum gagnrýnendum farið að mislíka framkoma hennar á sviðinu; hún gat varla setið kyrr, réðst á sellóið með látum og sveiflaðist til og frá. Astandið í Miðausturlöndum var orðið mjög eldfimt vorið 1967. Daniel vildi ólmur fara þangað til að vera hjá ættingjum sínum og Jackie - sem lifði fyrir augnablikið, eins og venjulega - ákvað strax að fara með. Þau ætluðu sér að halda tónleika fyr- ir ísraelsku hermennina við víglín- una - og gerðu það. Þau héldu til ísrael 31. maí og skömmu síðar var stríði lýst yfir. Sex dögum síðar lauk því hins vegar, eins og frægt er orðið og fljótlega barst skeyti frá turtil- dúfunum í ísrael þess efnis að þau hefðu ákveðið að giftast í Jerúsalem. Þegar þarna var komið sögu hafði hún snúist til gyðingatrúar. Jackie og Daniel voru mjög ólík; hún var hin dæmigerða enska sveita- stúlka og naut þess best að vera í ró- legheitum úti í náttúrunni. Hún var klaufsk og fjarri því veraldarvön. Þrátt fyrir allt var hún feimin og var illa við frægðina. Árin eftir gifting- una voru þau á eilífum þönum um heiminn á tónleikaferðalögum, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Innst inni hafði Jackie ekki gaman af þessu; henni fannst yndislegt að spila, en þar fyrir utan naut hún ekki umstangsins. Best leið henni heima. Hún gat reitt sig á Kiffer, leið vel í návíst hans og fannst hún örugg. Það var karlmaður sem krafðist einskis af henni, átti auðvelt með að hlusta á hana og skildi. „Þú verður að koma" Vorið 1971 fór að bera á undar- legri hegðun Jacqueline en áður. Dag einn hringdi hún í Hilary frá Ameríku og krafðist þess að hún kæmi þegar í stað að sækja sig. Systirin spurði undir eins hvað um væri að vera og hvar hún væri. „A hótelinu, ég man ekki hvað það heit- ir. Þú verður að koma,“ sagði Jackie. Hún hágrét, sagði að loka ætti hana inni á geðveikrahæli. Þau Daniel hefðu deilt harkalega og hún væri nú á lyfjum til að róa sig. Hilary bókaði þegar í stað flug vestur um haf daginn eftir en innan nokkurra mínútna hringdi Daniel. Spurði hvemig Hilary dirfðist að skipta sér af hjónabandi hans. Ekkert varð úr ferðinni vestur um haf, vegna þess að Jackie kom heim til Eng- lands. Hún leit illa út, að sögn systur sinnar, og var mjög niðurdregin. Næstu daga sveiflaðist andleg heilsa hennar reyndar ótrúlega; eitt augna- blik hljóp hún um garðinn með krökkunum en það næsta grét hún í rúmi sínu. Þegar hún brotnaði saman Jackie lifði alltaf fyrir augnablikið og átti erfitt með að sætta sig við að vera bókuð á tónleika allt að þrjú ár fram í tímann. Það kom Jackie stund- um í bobba hve ótrúlega þroskuð hún var tilfinningalega sem barn. „Að segja [hana] efnilega jaðraði við móðgun, vegna þess að hún hefur náð slíku valdi á hljóðfærinu að undra- vert má teljast miðað við aldur." lokaði hún sig annað hvort inni eða fór í göngutúr með Kiffer. Hún tók lyf til að halda jafnvægi en sveiflaðist engu að síðui- milli lægstu dælda og óskiljanlegra hæða, andlega. Gjai'nan þurfti nánast að draga hana fram úr rúmi að morgni dags og beita fortöl- um til að ná henni út úr húsi. Hún virtist alltaf þreytt. En hún var örugg í nálægð Kiffers. Hann var mikið heima við á þessum tíma, vegna þess að rekstur kjúklingabús sem þau Hil- ary höfðu rekið, fór í þrot. Smitsjúk- dómur komst í kjúklingahópinn og því fór sem fór. Hilary og Kiffer fóru fljótlega í sumarfrí til Suðm'-Frakklands, þæ' sem þau höfðu skömmu áður keypt sér gamalt hús. Afarnir og ömmurn- ar ætluðu að gæta barnanna heima á Englandi, en þar sem Jackie var al- gjörlega upp á þau hjón komin á þessum tíma fannst þeim eðlilegast að hún kæmi með. Barenboim féllst á það og kvaðst myndu koma líka, skömmu síðar, í þeirri von að geta hjálpað konu sinni. Sú síðastnefnda virtist mjög ánægð með það að fara til Frakklands, en á þessum tíma vildi hún ekkert af foreldrum sínum vita; talaði mjög illa um þau, ekki síður en eiginmanninn. Hjónin lifðu í þeirri von að líðan Jackie breyttist til batnaðar í róleg- heitunum suður þar - en draumur Hilaiy breyttist í martröð eina nóttr ina, þegar hún vaknaði við það að Jacqueline var komin upp í mm þeirra hjóna og var farin að gæla við kynfæri Kiffers! Hún trúði ekki sín- um eigin augum; lét þó ekki á því bera að hún væri vakandi, heldur færði sig til í rúminu og kom þannig í veg fyrir að Jackie gæti haldið áfram. Ekki var minnst á atvikið, en ljóst var að vonin um að Jacqueline næði sér aftur á strik í túrnum varð að engu. Daniel kom og staldraði við í nokkra daga en Jackie yiti varla á eiginmanninn. Hann var miður sín. Eftir heimkomuna fóru þremenn- ingarnir til Ashmansworth en að nokkrum dögum liðnum hélt Jackie heim til London. Strax eftii' komuna þangað hringdi hún og bað Kiffer að koma. Hann fór, Hilary kveðst hafa verið í öngum sínum en engu að síð- ur verið viss um að hann hefði breytt rétt. Þegar heim kom um kvöldið sagði Kiffer eiginkonunni frá því, sem hún segir sig þegar hafa grunað, að Jackie hefði beðið hann að koma með sér í rúmið, og hann hefði látið undan. Og þó hjónin hefðu bæði bú- ist við því að þróunin yrði þessi, seg- ir Hilary að þetta hafi orðið sér mik- ið áfall. En eina leiðin til að Jackie liði betur vai' að láta henni eftir það sem hún vildi, segir Hilary. Það hafði alltaf verið gert. Og nú vildi hún Kif- fer. Fljótlega eftir þetta atvik flutti Jackie tO systur sinnar og mágs í As- hmansworth. Tilkynnt var opinber- lega að hún hygðist draga sig í hlé frá spilamennsku um tíma vegna veikinda; hún hygðist hvfla sig í um það bil ár, þar til í aprfl 1972. Auk þremenninganna voru fjögur börn þeirra Hilary og Kiffers í húsinu og Joy, móðir húsbóndans. Hilary kveðst í bókinni hafa óttast að missa Kiffer, en hann fullvissaði hana ætíð um að engin hætta væri á því. Hann færi aldrei frá henni. „Eg veit að Jackie þarfnast þess að vera hér, en það verður agalegt fyi'ir mig að vita af ykkur saman, „ segir Hil- ary á einum stað. „Hvað sem gerist er það markmið okkai' að hjálpa Jackie. Hún þarfnast okkar beggja," svarar Kiffer. Andleg líðan Jacqueline hélst óbreytt. Sveiflaðist upp og niður. Hún hafði herbergi, þar sem hún gat lokað sig af þegar á þurfti að halda. Yfir sumartímann, þegai' hún þurfti að vera ein með Kiffer á daginn, eins og Hilary orðar það, hurfu þau ein- faldlega eitthvað burt gangandi. Þær gönguferðir, yfir hæðir og engi, tóku mislangan tíma, en Jackie kom alltaf í betra skapi til baka. Vítiskvalir Hilary segir svo frá að Kiffer hafi alltaf farið með henni í rúmið á kvöldin, en horfið á braut ef Jackie þurfti á honum að halda. Hilary fannst Jackie í raun ætíð hafa verið fyi'ir sér; fyrst í æsku þeg- ar allt snérist um hana. Síðan hefði hún tapað öllu sjálfstrausti sem tón- listarmaður vegna snilli þessa undra- bams, systui'innar. Henni hefði síðan tekist að „flýja“ og í nánast hafið nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.