Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Af reyk og flugnaeitri Jafn sjáljsagt er ab benda reykingafólki á skaðsemi tóbaksnotkunar og það að reyna að koma í veg fyrir að ölvaður maður aki bifreið. Báðir stofna lífi sínu og annarra í hœttu. • • Omurlegt er til þess að vita að reykingar skuli enn vera að aukast meðal grunn- skólanemenda hér- lendis. Samkvæmt könnun sem gerð var á nýliðnu ári reykja til dæmis 19,4% allra sextán ára stúlkna á Islandi daglega. Nærri því tvær af hverjum tíu! Umrædd könnun var gerð á vegum héraðslækna og Krabba- meinsfélagsins. I henni kemur eftirfarandi m.a. fram um 16 ára drengi: Árið 1990 reyktu 11% þeirra daglega, 1994 hafði hlut- fallið stokkið upp í 19,3% en var í íyrra komið niður í 16,9%. Töl- fræðin varðandi 16 ára stúlkur var hins vegar VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson sú að árið 1990 reyktu 17,3% þein-a daglega, 14,2% fjórum árum síðar en í fyn-a 19,4% eins og áður kom fram. Pessi þróun er algjörlega óviðunandi og beinlínis skammarlegt fyrir siðað þjóðfé- lag undir lok tuttugnstu aldar að svo hátt hlutfall barna og ung- linga skuli reykja. Best væri auðvitað að enginn reykti. Pað kann að hljóma draumkennt, en takmarkið á auðvitað að vera að útrýma þessum fjanda. Stundum er haft á orði að íþróttir og áfengi fari ekki sam- an, en íþróttir og reykingar gera það ekki heldur. Reykingar fara reyndar varla saman við neitt. Skaðsemi þeirra er margsönnuð og því ástæða til að hafa af því verulegar áhyggjur hve margt ungt fólk reykir í dag. Skaðsemi tóbaks var ekki kunn þegar afar okkar og ömmur hófu reykingar fyrr á öldinni, en þegar ungt fólk ánetjast eitrinu á lokakafla tuttugustu aldarinnar getur það varla flokkast undir neitt annað en heimsku. Lífíð er stutt og meira virði en svo að borgi sig að leika sér að því að stytta það frekar. Eg sagði í grein hér í blaðinu fyrir einu og hálfu ári, í tilefni átaks Knattspymusambandsins gegn reykingum: „Róm var ekki byggð á einum degi og ekki þarf að búast við því að allir íslenskir íþróttamenn hætti að reykja eða neyta tóbaks á annan hátt á svipstundu. En fé því sem KSÍ fær til að sinna áróðri og for- varnarstarfi er vel varið. Tó- bakslaus íþróttahreyfmg er gott markmið - síðan tóbakslaust Is- land. Það er djarft markmið og erfitt gæti orðið að ná því, en nauðsynlegt er að reyna.“ I áðurnefndri könnun héraðs- lækna og Krabbameinsfélagsins kemur einnig fram að daglegar reykingar 12-16 ára barna eru að aukast. 1990 reyktu 5,6% þess hóps, 7,2% fyrir fjórum ár- um og í fyrra voru það 7,8% hópsins sem reyktu daglega. Hlutfallið er lægst á Austur- landi, 4,6%, en hæst á Reykja- nesi, 9,4% 12-16 ára barna á því svæði reykja daglega. Það er ekki auðvelt að vera unglingur. Margt glepur og oft heyrist sú röksemd að skiljan- legt sé að ýmsir telji farsælast að samlagast hópnum; vera eins og hinir, til að verða ekki fyrir aðkasti. Málið er bara ekki svo einfalt. Sá hópur sem ekki reyk- ir er nefnilega miklu stærri en hinn. Hvers vegna ekki að til- heyra honum áfram? Það er ekki flott að reykja. Aldeilis ekki. Dætur mínar eru á móti reyk- ingum enda aldar upp í reyk- lausu umhverfi. Þær vita að reykingar eru óhollar, þeim fylgir sóðaskapur og vond lykt. Dæturnar setja gjarnan upp vanþóknunarsvip sjái þær fólk reykja, jafnvel þó það sé aðeins að kaupa tóbak í verslun! Ekki neita ég því að hafa átt talsverð- an þátt í að móta þessa skoðun þeirra og vilji einhver kalla það uppeldis-fasisma er mér sama. Eg kalla það bara skynsemi. Fagna ber orðum forseta Is- lands, Olafs Ragnars Grímsson- ar, á ráðstefnu Tannlæknafélags Islands á dögunum, þar sem hann lýsti undrun á þeim friði sem tóbakið, sá mikli sjúkdóma- valdur, fengi til að vinna skemmdarverk sín í samfélag- inu. Dæmið sem forsetinn tók á ráðstefnunni var gott. Það er rétt hjá honum að auðvitað myndi samfélagið bregðast harkalega við því ef tvær far- þegaþotur frá Flugleiðum (eða hvaða flugfélagi sem er), full- skipaðar fólki, færust á tæpu ári á leiðinni Reykjavík-Kaup- mannahöfn. Auðvitað yrði málið rannsakað ofan í kjölinn. En þegar dauða ámóta fjölda fólks hérlendis má árlega rekja til reykinga er eins og mörgum ftnnist það einfaldlega sjálfsagt mál. Og reykingafólki, sumu hverju, virðist finnast að öðrum komi það varla við. Slíkt er auð- vitað ekkert annað en rugl. Tó- bak er eitur og eitur getur drep- ið. Sjúkdómar af völdum reyk- inga kosta þjóðfélagið gífurlegar fjárhæðir árlega, og ég sem skattgreiðandi vil draga úr þeim útlátum. Hverjum og einum ætti kannski að vera í sjálfsvald sett að stofna sér í hættu með reyk- ingum, en ekki öðrum, og hann ætti þá að greiða sjálfur fyrir þá þjónustu sem hann hugsanlega þarfnast af völdum þeirra. Það að reyna að leiða reyk- ingafólki fyrir sjónir að ekki borgi sig að reykja er jafn sjálf- sagt og reyna að koma í veg fyr- ir að ölvaður maður aki bifreið. Sá stofnar lífi sínu og annarra í hættu. Reykingamaðurinn líka. Það er mergurinn málsins. Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarnar- nefndar, segir hér í blaðinu síð- astliðinn miðvikudag að maður sem reykir innan um aðra valdi meiri skaða en sá sem myndi úða kringum sig með flugnaeitri. „Það eru færri eiturefni í flugna- eitri en sígarettureyk og samt sem áður er ég viss um að það myndu allir hörfa fyrir flugna- eitrinu og halda að viðkomandi maður væri bilaður. Of fáir kippa sér hins vegar mjög upp við tóbaksreyk." Þetta er vel mælt og verðskuldar athygli. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon MAGNUS bóndi Hafliðason á Hrauni í Þórkötlustaðahverfi með bjarghringinn af Hans Hedtoft í fjörunni þar sem bann gekk fram á hann. Fjörutíu «r fró því haf ið hirti Hans Hedtoft Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft rakst á ís- jaka suðaustur af Hvarfí. Um borð voru 40 manna áhöfn og 55 farþegar og fórust allir. Það eina sem hafíð skilaði var heillegur bjarghringur, merktur farinu, sem rak á fjöru í Grindavík snemma í október árið sem Hans Hedtoft fórst, 1959. HANS Hedtoft var 2.875 lesta skip og í jómfrúarferð sinni milli Danmerkur og Græn- lands þegar það fórst. Síðasta höfnin sem lagt var úr áður en forlögin gripu í taumana var Julianehaab, þar sem lestað var m.a. freðfiski sem flytja átti til Kaupmannahafnar. Menn sáu strax að sitthvað var líkt með Hans Hedtoft og skemmti- ferðaskipinu Titanic, sem fórst einnig í jómfrúarferð sinni fyrr á öldinni. Með Titanic fórust 1.515 manns, en skipið sigldi einnig á ís- jaka og eins og Hans Hedtoft átti skipið að vera ósökkvandi. Var danska skipið m.a. búið vatnsþéttum skilrúmum sem áttu að koma í veg fyrir að skipið sykki þótt gat kæmi. „Við erum að sökkva“ í Morgunblaðinu laugardaginn 31. janúar var fyrirsögnin: „Nýtt „Titanic-slys“ sunnan Grænlands." I fréttinni sem fyrirsögninni fylgdi stóð m.a. þetta: „í fregnum klukkan 10 af Hans Hedtoft segir að skipið hafi rekist á ís í vonskuveðri og búist væri við að það myndi sökkva. Þá hafði kanadísk flugvél flogið nokkra stund yfir slysstaðnum og þýskur togari, Johannes Kreuss, var 20 sjó- mílur frá honum. Hélt hann ferð sinni áfram á slysstaðinn, en að- stæður voru slæmar vegna stórsjóa og veðurs. Erfitt var að sjá skipið úr lofti vegna myrkviðris ...“ Þetta var forsíðufrétt og á sömu síðu var einnig önnur frétt, „síðustu fréttir", en fyrirsögn hennar var: „Við erum að sökkva“. I fréttinni stóð: „I nótt klukkan sjö mínútur yfir eitt fékk Mbl. eftirfarandi skeyti frá NTB- fréttastofunni: - Við erum að sökkva,- var síðasta kall sem heyrð- ist frá Hans Hedtoft, segh- lögreglan í Julianehaab. Loftskeytastöðin í Julianehaab heyrði þetta, en þá voru miklar truflanir og loftskeytamenn- irnir voru ekki alveg vissir um að þeir hefðu heyrt rétt.“ Fleiri skip, m.a. íslenskir togarar, stímdu í átt að slysstað, sem var ná- kvæmlega 59 gráður og 30 mínútur norðlægrar breiddar og 43 gráður vestlægrar lengdar. Þýski togarinn Johannes Kreuss var fýrstur á vett- vang, en gat ekkert aðhafst vegna óveðurs og ölduhæðar. Um borð í Grænlandsfarinu voru þrír björgunarbátar sem rúmuðu rúmlega þann fjölda manna sem um borð voru. Ekkert er vitað hvort fólkið komst nokkru sinni um borð í þá, en hvað sem því leið vom allir taldir af eftir nokkra daga leit úr lofti og á sjó. Vonskuveður var lengst af á með- an leitin stóð yfir og ísrek í sjónum var mikið. 95 manns fórast því með skipinu, þar af 19 konur og 5 börn. Meðal farþega voru tveir af helstu foi-ystumönnum Grænlendinga, þingmaður þeirra Linge og lands- ráðsmaðurinn Karl Egede, sem var einn helsti forvígismaður græn- lenska sjávarútvegsins. Skipstjór- inn, P.L. Rasmussen, var fimmtugur og margreyndur Grænlandsfari til tveggja áratuga. Slysið magnaði deilur sem verið höfðu um smíði skipsins sem reyndh’ sæfarendur í Danmörku töldu að hefði getað verið markvissari og ör- uggari og sama má segja um um- ræður í Danaveldi og víðar um skipaferðir á norðurhjara yfirleitt. M.a. var rifjað upp, að Linge, sá er fórst með Hans Hedtoft, hafði varað við farþegaflutningum til Grænlands að vetrarlagi. Minningarvottur Þegar leitað hafði verið að skip- brotsmönnum í nokkra daga þóttust menn heyra dauf morsmerki og gaf það um tíma veika von um að ein- hverjir kynnu að finnast á lífi. Síðan heyrðist ekki meir og vonirnar dofn- uðu á ný. Einn daginn þóttist leitai-flug- maður hafa komið auga á eitthvað sem flaut í sjónum og minnti einna helst á „björgunarbát á hvolfi“. Skip fóra þegar á staðinn, en urðu einskis vísari. Þá fann eitt leitarskipanna planka á floti en náði honum ekki inn fyrir borðstokkinn vegna slæmra að- stæðna. Lýsing á honum benti þó ekki til að hann væri úr danska Grænlandsfarinu. Ægir hafði gleypt skipið með manni og mús. Mánuðir liðu og loks skilaði hafið sönnunarvotti um ógnarmátt sinn. Frá því var greint í Morgunblaðinu föstudaginn 9. október 1959: - Aðfaranótt miðvikudags rak bjarghring úr danska Grænlands- farinu Hans Hedtoft á land í Grinda- vík. Mun ekkert annað hafa fundist svo öruggt sé úr Grænlandsfarinu sem fórst með allri áhöfn suðaustur af Hvarfi á Grænlandi 31. janúar síðast liðinn vetur. Er bjarghringur- inn óskemmdur og greinilega merktur Hans Hedtoft Köbenhavn. - Er Magnús Hafliðason bóndi á Hrauni sem er austasti bær í Þór- kötlustaðahverfi í Grindavík, kom út á miðvikudagsmorgun og niður á tún, sá hann hvar glampaði á eitt- hvað hvítt úti í fjörunni. Um nóttina hafði verið mikið rok á suðaustan og brim, en um morguninn var komið logn. Gekk hann út með fjörunni og fann óskemmdan bjarghring uppi í malarkambinum. Tók hann hringinn heim með sér og um kvöldið hafði hann orð á því við Arna Eiríksson, bílstjóra á áætlunarbíl Grindvíkinga, að hann hefði fundið hring merktan Köbenhavn. Arai athugaði hringinn nánar og sá að hann var af Hans Hedtoft. Er hann kom til Reykjavík- ur í gær, gerði hann Henrý Hálfdán- arsyni, framkvæmdastjóra Slysa- varnarfélagsins, aðvart. Hringdi Henrý til Magnúsar bónda og bað hann að halda á hringnum með sér næst er hann kæmi í bæinn.“ Síðar í fréttinni er leitt getum að því að vegna þess að kaðallinn á hringnum sé alveg heill, enginn spotti í hringnum og tóið hvergi slit- ið, sé engu líkara en að hringurinn hafi verið leystur af skipinu, en ekki slitnað frá því. Þótti og athyglisvert hversu heillegur hringurinn var miðað við mikið volk og langt í sjón- um. Olafur K. Magnússon ljósmyndari á Morgunblaðinu og Elín Pálma- dóttir blaðamaður hittu Magnús suður í Grindavík og tók Olafur þá myndina sem þessum línum fylgir. Myndin birtist á sínum tíma á for- síðum allra helstu dagblaða í Dan- mörku og einnig víðar á Norður- löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.