Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 11 inn og bókin Innri hringurínn eftir Fannar og Ivar Jónssyni. Einnig fékk ég líka miklar upplýsingar úr tímaritunum Frjáls verslun, ís- lenskt atvinnulíf og fleira af því tagi. Skýrslur forseta ASÍ voru líka mjög mikilvægar fyrir mig og loks sendi ASÍ mér alltaf tímarit sitt Vinnuna og gerir enn í dag. Og að hverju komst Herdís eftir öllum þessum leiðum? „Fyrst skal þess getið að ég notaði við úr- vinnslu upplýsinganna kenningar sem ég þróaði svo áfram og hafa ekki verið notaðar áður við slíkt verkefni. Þetta kerfl kallast Networks Approach. Nánar til tek- ið er þarna skoðað tengslanet - hvemig einn maður tengist öðrum í gegnum stjórnir ýmissa félaga, líf- eyrissjóða, nefndarstörf og margt fleira, inn í þetta koma breytur eins og tækni, peningar o.s.frv. Það sem ég þurfti að gera var að taka fyrir alla stjómarmeðlimi einstakra fé- laga innan ASI og tengsl þeirra inn í önnur fjárhagsleg valdakerfí, svo sem lífeyrissjóði, banka og fleira. Sama gegndi um þá atvinnurekend- ur sem sátu í stjómum lífeyrissjóða og banka, þeirra tengsl rakti ég inn í hin ýmsu fyrirtæki. Þetta var mik- il og seinleg vinna, ég þurfti að vera viss um að ég væri að fjalla um rétta einstaklinga - ekki mgla sam- an nöfnum sem stundum var góður möguleiki á. Þetta var því ná- kvæmnisvinna. Þess ber að geta að ég einbeitti mér að tímanum eftir 1960 en hef auðvitað sögulega sýn til fyrri tíma. Einnig er vert að geta þess að ég skoðaði eingöngu bein tengsl - það er ef sami aðili á sæti í stjóm fleiri en eins fyrirtækis eða sjóðs. En hverjar voru niðurstöðumar? „Síðan 1960 hefur samvinna milli leiðtoga ASI og atvinnurekenda farið stöðugt vaxandi. Þetta endur- speglast meðal annars í samvinnu þeirra í hinum margvíslegustu nefndum. Þess má geta að nefndir á Islandi eru óvenjulega margar - að ég ekki vilji segja óeðlilega margar - miðað það sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Það er líka greinilega mjög óvenjulegt að verkalýðsfélög og atvinnurekendur reki í raun saman banka - mér er minnisstætt að þegar atvinnurek- endur og verkalýðsforingjar skrif- uðu undir samningana um Islands- banka þá gerðu þeir það undir slag- orðinu: Við eigum samleið. Þetta hef ég ekki rekist á áður í athugun- um mínum á vinnumarkaði og efn- hagstengslum hjá öðrum þjóðum. Hins vegar fann ég ýmis fordæmi Stjórnunartengsl fyrirtækja fyrir því að þeir sitji saman í stjóm líf- eyrissjóða. Lífeyrissj óðimir stækka - meira vald Eg komst einnig að þeirri niðurstöðu að stöðugt er að verða meiri sam- þjöppun í almenna lífeyrissjóðakerfinu, sjóðimir em að verða færri og stærri. Menn sjá þetta fyrst og fremst sem hagræð- ingu og vissulega er það svo en á hinn bóginn verður þetta til þess að æ meira fjármálalegt vald færist á færri hend- ur. Eg sá að í stjómum almennu lífeyrissjóðanna sitja menn sem einnig sitja í stjóm- um stærstu fyrir- tækja landsins. Vert er að hafa í huga að Morgunblaðið/Kristinn HERDÍS Dröfn Baldvinsdóttir. Rannsóknir hennar á tengslaneti milli verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda á íslandi hafa vakið athygli þar sem þær hafa verið kynntar á ráðstefnum í Bret- landi og hefur hún fengið tilboð um að gera svipaðar rannsóknir á Bretlandi og f Japan. eignir lífeyrissjóða hafa vaxið gífur- lega á þessum áratug, en ég skoð- aði þessi mál alveg fram til ársins 1998. Lífeyrissjóðirnir 'era að verða stærstu íjárfestar á hlutabréfa- markaði Islands en skýrar reglur frá opinberam aðilum um hvemig þeir eigi að fjárfesta era ekki fyrir hendi. Þeir sem eiga sæti í stjórn sjóðanna hafa því mjög frjálsar hendur hvað fjárfestingar snertir. Sömu mennimir eiga oft sæti í stjórn sjóðanna, í stjórn hlutabréfa- fyrirtækja og í stjórnum atvinnu- fyrirtækja. Mér sýnist því að þama geti verið um margvísleg bein tengsl að ræða sem jafnvel geti ráð- ið úrslitum um afkomu ýmissa fyr- iriækja, einkum smærri fyrirtækja. Eg sá að innan fyrirtækja á hluta- bréfamai'kaði er einnig að aukast miðstýring eignarhalds og stjóm- unar, sem leiðir til þess að meira vald færist á færri hendm’. Ég skoðaði bæði bein eignatengsl á milli hlutabréfafyrirtækjanna, eignatengsl á milli hluthafanna í þeim og loks stjórnunartengsl. Arðsemissjónarmið ýta undir láglaunastefnu? Mér sýnist að þessi þróun tengist láglaunastefnunni margumtöluðu. Til þess að fá sem mestan arð af fyrirtækjum sem lífeyrissjóðir hafa fjárfest í þá er algeng leið að halda kaupgjaldi niðri. Eignarhald hinna almennu lífeyrissjóða í fyrirtækjum gæti því leitt óbeint til þess að ASÍ sé tilleiðanlegra til þess að halda launum niðri til þess að sjóðir geti vaxið þeim mun meira. Þetta er hin eiginlega þversögn. Félögin eru stofnuð til þess að vinna að sem bestum hag félagsmanna en eiga vegna fjármálatengsla við atvinnu- rekendur erfitt um vik. Vissulega bætir góður lífeyrissjóður hag þeirra félagsmanna sem lifa það að njóta hans, en stundum heyrist manni að hag þeirra lægst launuðu sé svo illa komið að tvísýnt virðist jafnvel um líf þein-a - að minnsta kosti ef miðað er við þær kröfur sem Islendingar gera til lífskjara almennt. An gamans finnst vafa- laust mörgum félagsmönnum í ASI það álitamál hvort góðan lífeyris- sjóð eigi að kaupa því verði sem láglaunastefnan er fyrir marga. Það getui' líka hugsanlega verið álitamál hvort það sé rétt stefna hjá hinum almennu lífeyrissjóðum að fjárfesta mest í stóram „öraggum" fyrirtækjum, eins og stefnan hefur verið í stað þess að styðja við bakið við smærri fyrirtækjum og þannig auka nýsköpun - síðamefnda stefn- an kynni að vera að minnsta kosti allt eins álitleg fyrir hinna almenna félagsmann í ASI. Valdakjarninn og tengsl hans Hvað snertir uppbyggingu fjár- hagslegs valdakerfis á íslandi þá er niðurstaða mín sú að valda- kjaminn liggi í stóra fyrirtækjun- um og fjárhagsstofnunum. Einkum era það átta fyrirtæki sem mynda þennan kjarna, þau era samkvæmt mínum rannsóknum Eimskip, Flugleiðir, íslandsbanki, Grandi, Sjóvá-Almennar, Tryggingamið- stöðin, Skeljungur og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þessi átta fyrir- tæki eiga bein tengsl inn í níutíu og þrjú fyrirtæki. Fjöratíu og tvö af þessum níutíu og þrem fyrirtækum era meðal þehTa tvöhundrað stærstu á landinu. Stærð fyrirtæk- is segir þó ekki alla sögu, ekki síð- ur er nauðsynlegt að skoða mikil- vægi þess fyrir byggðina þar sem það er staðsett, ekki síst er þetta nauðsynlegt hér á landi þar sem sjávarútvegur er mikilvægasta út- flutningsgreinin. Oft era sjávarút- vegsfyrirtækin langstærstu at- vinnurekendur byggðarlags. Fyrir- tækin átta eiga bein tengsl, hvað snertir eignarhald og stjómun, inn í tíu af stærstu fyrirtækjum lands- byggðarinnar, níu þeirra era sjáv- arútvegsfyrirtæki. Þetta kemur heim og saman við þá staðreynd að valdakjaminn í fyrirtækjunum átta hefur verið að auka fjárfestingar sínar í fiskiðnaði jafnt og þétt á undanfómum áram. Þetta er einnig tengt þeirri staðreynd að stærstu sjávarútvegsfyrirtækin eru að eignast æ stærri hluta af kvótanum. Mér finnst og athyglis- vert að á síðustu áram hefur æ stærri hluti hagnaðar þessara átta fyrirtækja stafað frá fjárfestingum þeirra í öðrum fyrirtækjum frekar en frá eigin starfsemi. Almenn niðurstaða mín er sú að fjármálaleg og raunveralega póli- tísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameigin- lega hafa þessi samtök verið ríkj- andi í hagstjóm Islands síðast lið- inn áratug á meðan áhrif stjóm- málaflokkanna hafa minnkað að sama skapi. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjóma almenna lífeyrissjóðskerfis- ins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASI sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir fé- lagsmenn sína. HÆTTIR Iþróttagallar, barna+fullorð. . . . Verð áður J&&30 Verð nú 1.990 Nike-skór.........................Verð áður 10^900 Verð nú 3.990 Úlpur.............................Verð áður jSr990 Verð nú 1.990 íþróttaskór.................... Verð áður ^4r990 Verð nú 990 og margt fleira - ótrúlega ódýrt ALLT Á AÐ SELJAST SPORTHUS Laugavegi 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.