Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍRSLUNIN SntOrf Gfímsbæ v/Bústaðaveg Sími 588 8488 Útsala - útsala 30-50% | afsláttur í PAG VELVAKANDI Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-15 Hagamelur — 2ja Til sölu mjög góð ca 70 fm 2ja herbergja kjallaraíbúð við Hagamel. Húsið er allt í ágætu standi. Ekkert húsbréfamat. Upplýsingar gefur Viggó Jörgensson, lögg. fasteignasali, í síma 895 5600. Lokað á morgun, mánudag Útsalan hefst þriðjudaginn 2. febrúar kl. 8.00 oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212 SKOGARHLIÐ r' Erum með þetta virðulega hús til sölu sem er samtals 510 fm. Húsið er í dag nýtt undir skrifstofur og þar er auk þess glæsileg íbúð. Góð bílastæði. Þessi virðulega fasteign getur hentað undir ýmis skonar starfsemi. * —-........ MGNAMIÐIIMN J Svantr KfWnwon lögg. FASTEIGNA MARKAÐURINN MlNSGÖTU 47 SÍmÁR 551 -1540, 552-1700, FAX 562-0540 <n éj 1. Vallarbraut í Hafnarfirði - glæsiíbúðir vorum að fá vandaðar 2ja herb. 67 fm íb. og 4ra herbergja 110 fm íb. í nýju glæsil. 7 íb. húsi á gamla Haukavellinum í Hf. íb. afh. fullb. með vönduðum innrétt. og flísal. baðherb. en án gólfefna í haust. Innb. bílskúr fylgir þremur 4ra herb. íb. Verð 2ja herb. 6,9 m. Verð 4ra án bílskúrs 9,8 m. Verð 4ra m. bílskúr 10,8 millj. Nú er eins gott að vera fljót/ur! 2. Ljósalind - glæsil. 4ra herb. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér vandaðar 120 fm 4ra herb. íb. í nýju húsi á fráb. stað í Lindahverfinu. íbúðirnar afh. um næstu áramót, fullfrág. að innan, án gólfefna og flísal. Stórar vestursvalir. Möguleiki á bílskúr. Aðeins 3 íbúðir eftir. Verð 10,4 millj. 3. Bæjargil - parhús Vorum að fá í einkasölu fallegt parhús á 2 hæðum m. góðum bílskúr samt. 165 fm. 3 góð svefnherb. Vandaðar innréttingar. Parket. Suðurgarður og sólar- verönd Áhv. 6,3 m. húsbr. og byggsj. Verð 15,5 millj. . Álftahólar - lyftuhús Vorum að fá í einkasölu mjög góða ca 110 fm íbúð á 3. hæð í góðu lyftuhúsi. Glæsil. útsýni. 3 góð svefnherb. Parket. Áhv. 5,5 m. húsbréf. Verð 7,9 millj. Valhöll fasteignasala sími 588 4477 Opið í dag, sunnudag, frá 12-14 Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Götugögn án fíkniefna ÞAÐ hafa líklega ekki far- ið fram hjá neinum þær miklu „úrbætur" sem orðið hafa á strætisvagnakerfi borgarinnar að undan- fórnu. Hér er ég að tala um hin nýju og glæsilegu götugögn, sem prýða nú ailflestar götur borgarinn- ar. Oneitanlega er hér um fallega hönnun að ræða og ætti kannski heldur að kalla þau götuprýði en götugögn þar sem gagn- semi þeirra er sorglega lít- il. Það er reyndar ekki ætl- un mín hér að fara út í alla hönnunargalla þessara skýla því slíkt tæki allt of mikinn tíma og pláss. Hins vegar langar mig að koma á framfæri tillögu sem gæti gert viðveru í um- ræddum götugögnum að- eins þolanlegri en nú er. Þannig er nefnilega mál með vexti að enn er stór hluti fólks hér í borg sem ekki stundar löglega eitur- lyfjaneyslu eða reykingar eins og það kallast á dul- málinu. Fyrir mörg okkar er þvi fátt eins ömurlegt, þar sem maður hírist í því horni skýlisins þar sem minnsta rokið er, þegar til- litslaus reykingamaður ryðst inn og kveikir sér í sígarettu. í raun er verið að setja manni afarkosti. Annaðhvort verður maður að yfirgefa skýlið og standa úti i kuldanum eða leyfa hinum ólánsama reykfíkli að spúa ofan í mann ógeðslegum krabba- meinsvaldandi reyk. Eg veit ekki með ykkur hin en ég er orðinn lang- þreyttur á þessum stöðuga flótta til að halda lungun- um mínum hreinum. Það er því tillaga mín að gera götugögnin að reyklausum stað og líma þar til gerða límmiða á hvert einasta biðskýli borgarinnar. Reykingafólk getur bara stundað neyslu sína undir berum himni þar sem það veldur öðram sem minnst- um skaða. Nú má svo bú- ast við að margur fíkillinn fari að hljóða og bendi á það að einnig beri að virða rétt reykingamanna en málið er bara svo einfalt - enginn hefur rétt á að valda öðrum tjóni. Þetta er í raun líkt og að ganga að næsta manni og spúa framan í hann sinnepsgasi, eða til að líkja þessu við tó- baksreyk, einhverju hæg- drepandi efni. Auðvitað er leiðinlegt að þurfa að setja upp bönn og boð þegar almenn tillits- semi ætti að geta leyst vandann en raunin er bara sú að tillitssemin er sjald- séð fyrirbæri í hinu ís- lenska þjóðfélagi nú til dags. Þar sem biðin eftir strætó er nær undantekn- ingarlaust allt of löng og ég sætti mig ekki við að láta drepa mig hægt og ró- lega þá legg ég til að bið- skýli borgarinnar verði gerð reyklaus hið snarasta. Freyr. Er prófkjörið ástæðan? HVAÐA erindi á beiðni Guðmundai' Árna Stefáns- sonar til Alþingis um mál- efni Heilsuverndarstöðvar Hafnarfjarðar til utamdag- ski'árumræðu? Er væntan- legt prófkjör á Reykjanesi ástæðan? Lesandi. Konan sem stoppaði á Amarneshæðinni KONAN sem stoppaði bíl sinn sunnudaginn 24. jan. á Reykjanesbraut, rétt fyrir neðan Arnarneshæð- ina, og leyfði mér að hringja úr farsíma sínum er vinsamlegast beðin að hringja í Unni í síma 561 5045. Nýtum sjúkrarúmin hérlendis í SJÓNVARPINU í síð- ustu viku var frétt um sjúkrarúm sem höfðu lent á haugunum. Vil ég koma þeirri tillögu á ft'amfæri að bjóða fólki afnot af þessum rúmum t.d. fyrir heimaliggjandi sjúklinga og aldraða. Það þai'f ekki að flytja þessi rúm úr landi, það mætti vel nýta þau hér. Borgari. Tapað/fundið Úr í óskilum UR fannst á bílastæðinu við Furugerði 1. Upplýs- ingar í síma 553 6040. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst í Hljómskálagarði sl. sunnu- dag. Upplýsingar í síma 5511210. Hringur týndist í Njörvasundi HRINGUR, úr hvítagulli með litlum demanti, týnd- ist milli jóla og nýárs inni í Njörvasundi. Hringurinn hefui' mikið tilfinningagildi fyrir eiganda. Skilvís finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 564 1143 eða 554 6466. Bók týndist TÝNST heffur bók sem heitir Mind food and smart pills. Finnandi vinsamleg- ast hringið í síma 552 4889. Fundarlaun. SKAK IJinsjón Margcir l'éturs.von STAÐAN kom upp á alþjóðlega mót- inu á Bermúda sem nú stendur yfir. Enski stórmeistarinn Murray Chandler (2.520) hafði hvítt og átti leik gegn Richard Forster (2.475), Sviss. 23. Hxd5+! _ Ke7 (Svartur verður mát ef hann þiggur hróksfórnina: 23. exd5 24. Dxd5+ Ke7 25. Dc5+ Kd7 26. Dd6+ _ Kc8 27. Dc6+ og mátar) 24. Hxb5! _ Dxa2 (Eða 24. _ Dxb5 25. Da3+ Kd6 24. Dd6+ _ Kc8 25. Dc7 mát) 25. Dc3! og svartur gafst upp. Auk þess sem kóngur hans er í mikilli hættu hótar hvítur að fanga svörtu drottninguna með 26. Ha5. Eftir sjö umferðir á mótinu hafa þeir Bacrot, Frakklandi og Helgi Áss Grétarsson báðir hlotið fimm vinn- inga, en Frakkinn hefur aðeins teflt sex skákir en Helgi sjö. Þröstur Þór- hallsson er í miðjum hópi keppenda með 3V4 v. Þi-ettán skákmenn tefla á mótinu. HVITUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... ALLT frá því Víkverji var í sveit í gamla daga hafa hundar verið í miklu uppáhaldi hjá honum. En öllu má nú ofgera. Þegar leit að lít- illi tík í blárri kápu og með rúllur í hárinu er orðin ein af helstu fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva lands- ins dag eftir dag finnst Víkverja einhvem veginn eins og fréttamenn þurfi að fara að hugsa sinn gang. í inngangi hádegisfrétta ríkisút- varpsins á miðvikudaginn var meira að segja greint frá því að miðill hefði verið fenginn til að aðstoða við leitina, og teldi sig hafa skynjað að Tínu litlu væri að finna í brúnum skúr! Er ekki eitthvað orðið bogið við fréttamatið? XXX SAMEINING fyrirtækja er orðin algeng, hérlendis eins og víða annars staðar í heiminum, og er auðvitað sjálfsögð, enda getur það stuðlað að verulegri hagræðingu. Hún virðist þó ekki ætíð skila því sem reiknað er með. Víkverji heyrði af konu sem kom í stórmarkað með matvöru strax eftir áramót og hugð- ist kaupa ákveðna vöru. Henni brá í brún því það sem hún þarfnaðist hafði hækkað um 20% frá því milli jóla og nýárs. Skýring starfsmanns var sú að eitt fyrirtæki hefði keypt annað um áramót og ódýra varan sem var á boðstólum fáeinum dög- um áður hefði verið frá því sem ekki væri lengur til. Þetta bendir til þess að samkeppni komi neytandanum tii góða, en einokun - sem nánast má fullyrða að eigi við í umræddu tilfelli - komi almenningi í koll. xxx VÍKVERJA finnst þreytandi að heyra suma íþróttafréttamenn ljósvakamiðlanna tala um langa bolta, stutta bolta, fasta bolta, lausa bolta og þar fram eftir götun- um í lýsingum frá knattspyrnu- leikjum. Víkverji hefur aldrei séð langan bolta, hvað þá stuttan. Þeir eru allir hnöttóttir, a.m.k. þeir sem notaðir eru við knattspyrnuiðkun. Því hljómar betur að tala um lang- ar sendingar, stuttar, fastar eða lausar. í handboltaleikjum kemur það stundum fyrir að markverðir kasta knettinum yfir endilangan völlinn, jafnvel í mark andstæðing- anna, en þá er stundum tekið svo til orða að hann hafi kastað yfir þveran völlinn! Og meira að segja skorað. Það er ógerlegt. XXX VÍKVERJI er á þeirri skoðun að blaðamenn eigi að lagfæra um- mæli fólks, áður en þau era sett á prent, ef þau era svo vitlaus að venjulegt fólk skilur þau ekki. Atli Hilmarsson, þjálfari handboltaliðs KA, var í viðtali við DV eftir sigur- leik á FH í vikunni og sagði þar með- al annars: „Þetta var frábært og við gerðum þetta með stæl. Ég var mjög ánægður með að við kláraðum leik- inn alveg í sextíu mínútur og að klára hann með tíu mörkum.“ Hvað er maðurinn að meina? Er ekki alltaf markmiðið að klára leikina? FJALLAÐ er um Magnús Bergs- son, sem fer allra sinna ferða á reiðhjóli, í nýjasta hefti tímaritsins Ský, sem Víkverji las í einni Fokker-véla Flugfélags íslands á dögunum. Þar kemur fram að Magnús, sem býr greinilega á Reykjavíkursvæðinu þótt þess sé ekki getið - hefur ekki bílpróf og á ekki bíl - hjóli 12 til 15 þúsund kíló- metra ári, eða 30 til 40 kílómetra að meðaltali á hverjum einasta degi! Magnús ber bflum og bílstjórum ekki vel söguna. Hann segir: „Það má segja að bílar séu óvinir okkar hjólreiðamanna. Loftmeng- unin gerir okkur afar erfitt fyrir og hún fer svo sannarlega ekki skán- andi. Umferðarmenningin hérlendis er líka með eindæmum villt og til- litslaus - það vita allir - og erum við hjólreiðamenn síður en svo hátt skrifaðir í því sambýli. Það er eins og sumt fólk verði galið þegar það sest undir stýri. Enginn fer eftir einu né neinu og allir trana sér áfram án þess að leiða hugann að öðrum. „Hér er ég og farðu frá!“ virðist reglan vera. En við reynum að lifa með þessu og látum okkur hafa það. Maður þarf nú samt að vera hálfgerður masókisti til að standa í þessu og stundum taka mikia áhættu til að lafa á þeim litla rétti sem við þó höfum.“ Svo mörg voru þau orð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.