Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 59 DIÖITAL MAGNM) I DIQÍTAI *| Jill.lA KoBLKí'. 'RIbAN bAILANnON . I En J J Ai‘j\ib * /DD/ Ar ■«;. a má ★★,★ iynoir.is S l jnPMAMMA Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20. ... HEI íHt WATERBOY Sýnd kl. 3, 5, 7. 9 og 11 hmhh Sýnd kl. 2.45. Isl. tal. Piakat fylgir hverjum miða /n r, mm&=s=7S ALVORllBIO! ™Pplby _ -- ■ 1 STAFRffWT STffRSTA TJALDH) MEÐ ==ál == = HLJÓÐKERFI í I UV — ~= ÖLLUM SÖLUIVH L1 V?.; oi tiiii vænlunltioui inyndíi '99 ú wv/vj.voittjx.ii/iljoinuljio/ Sýnd kl. 4.30,6.45,9 og 11.20. www.theroxbury.com CHRfS tUCKEft RUSHHOUR Einar og Eiður Snorri í Los Angeles Heimur ævintýranna Einar og Eiður Snorri eru með puttana í öllu. Þeir hafa ljósmyndað hljómsveitir á borð við Green Day og Portishead, unnið iyr- ir tímarit á borð við Spin og Interview og gert myndband við fyrsta smáskífulas R.E.M. í fleiri ár, Pétur Blöndal talaði við þá félaga um vökunætur, dagdrauma og R.E.M. s FF,“ stynur Einar Snorri í símann. „Ég var að vakna.“ Eigi að síður er komið há- degi að staðartíma í New York. Við frestum viðtalinu. Tveimur dögum síðar hringir síminn aftur hjá Ein- ari um hádegið. svarar hann. .,Ég var að vakna.“ Einar og Eiður Snorri tóku sig upp frá íslandi fyrir þremur árum og festu rætur í New York. Þeir höfðu brallað ýmislegt saman síðan árið 1990 og unnu þá aðallega við Ijósmyndun og gerð sjónvarpsaug- lýsinga, heimildarmynda og stutt- mynda. Einnig tóku þeir þátt í að stofna tölvufyrirtækið Oz. „Við unn- um við tölvugrafík fyrir sjónvarp og sitthvað fleira,“ segir Einar. „Síðan fórum við til Bandaríkjanna og lét- um Guðjón sjá um restina af því æv- intýri," bætir hann við, hlær og er greinilega vaknaður. En hvað dró þá út fyrir landstein- ana? „Við fórum fyrst út árið 1993 og vorum þar til 1994. Eftir það snerum við heim, gáfum út ljós- myndabók og stofnuðum tímaritið Extrablaðið. En markaðurinn var of lítill heima. Þar eru engir peningar °g ljósmyndun nýtur ekki eins mik- illar virðingar og erlendis. Svo eru öll tímaritin hérna og þetta er aðal- staðurinn ef maður ætlar að vera í þessu fyrir alvöru." AÐ hljóp á snærið hjá Einari og Eiði Snorra þegar þeim var boðið að vinna myndband við fyrsta smáskífulagið, „Days- leeper“, af nýrri breiðskífu rokksveitarinnar R.E.M. „Við höf- um gert nokkuð af myndböndum, aðallega prívat. Pað eru litlar stutt- myndir í teiknimyndastíl með myndum úr ljósmyndum. Við höfum þróað þessa aðferð í nokkur ár og nokkrum sinnum spreytt okkur á lögum frá tónlistarfyrirtækjum sem okkur hafa boðist í gegnum um- boðsmanninn okkar,“ segir Einar Snorri. „Okkur hefur lítið gengið enda er kynningarspólan okkar ekkert sér- lega auglýsingavæn. Það er frekar furðulegt efni á henni sem hefur sjálfsagt skotið mörgum skelk í bringu. Michael Stipe hreifst hins vegar af henni og fékk okkur til að búa til hugmynd að rnyndbandi við lagið „Daysleeper". Áður hafði ver- ið haft samband við nokkra leik- stjóra og þeir fengnir til að skrifa fyrir sama lagið. Hljómsveitinni leist best á okkar hugmynd og hreifst af þessum teiknimyndastíl sem við höfðum þróað.“ UNDANFARIN þrjú ár hafa Einar og Eiður Snorri helst unnið við að mynda fyrir tískutímarit, tónlistarblöð, hljóm- sveitir og plötufyrirtæki. Þeir áttu mynd framan á plötuumslagi Green Day og hafa myndað hljómsveitir á borð við Chemical Brothers, Sound- garden, Portishead og No Doubt. Af þeim tímaritum sem þeir hafa unnið fyrir má nefna Spin, Intervi- ew, Details og Dazed & Confused. „í fyiTa tókum við okkur hlé frá ljósmyndun til að útbúa alls kyns einkamyndbönd og til að bæta kynningarefnið fyrir myndböndin. Við gerðum meðal annars mynd- band við lagið Aiíella með Maríu Björk og Subterranian. Allt virkaði þetta sem langur undirbúningur fyrir myndbandið með R.E.M. og má segja að þá hafí allt smollið sam- an.“ HEITI lagsins Daysleeper á ágætlega við um Einar og Eið Snoira því þeir hafa sjálfir unnið eftir einskonar vakta- skipulagi þar sem þeir skiptast á um að vaka á daginn og nóttunni. Þetta gera þeir til að nýta útbúnað- inn sem þeir hafa komið sér upp sem best. En hvemig myndband er þetta eiginlega? „Það er tekið í Tókýó en við mynduðum hljómsveitina í stúdíói í New York,“ svarar Einar Snorri. „í myndbandinu vinnur Michael á ópersónulegri og kaldri skrifstofu, örlítið í framtíðinni og alltaf að næt- urlagi. Hann hefur ekkert að gera nema pikka á tölvu, ljósrita og faxa. Hinir meðlimir sveitarinnar era uppi í rúmi í herberginu sínu annars staðar á hnettinum og eiga erfitt með að sofna fyrir sólinni. Við erum sem sagt að elta sólina og draga fram hvað hún er mikill áhrifavald- ur í lífi okkar.“ Þeir segja að myndbandavinnan hafí auðvitað verið mikið ævintýri og aðspurðir um kostnaðinn við myndbandið segja þeir að hann hafi verið 300 þúsund dollarar [rúmar 20 milljónir króna] sem sé miðlungs- kostnaður við myndband hljóm- sveitar „af þessu kalíberi" eins og þeir orða það. í framtíðinni segjast þeir ætla að hella sér af fullum krafti út í gerð fleiri myndbanda. „Annars veit maður aldrei hvað maður gerir í næstu viku,“ heldur Einar Snorri áfram. „Oft kemur eitthvað upp á og allt fer á hvolf í vinnu. En svo virðist sem við getum áætlað meira fram í tímann núna en áður. Þá vissi maður aldrei hvað stæði til morgun- inn eftir.“ EN NÚ er Eiður Snorri kom- inn í símann og er spurður hvemig viðtökur á mynd- bandinu „Daysleeper“ hafí ver- ið.“Alveg rosalega góðar,“ svarar hann. „Betri heldur en maður bjóst við. Það hefur haft miklu þýðingu og opnað margar dyr fyrir okkur. Nú fáum við meira frelsi við úrvinnslu verkefna enda hefur fólk áhuga á þeim stíl sem við höfum mótað.“ Aðspurður um hvort meðlimir R.E.M. hafí verið ánægðir með myndbandið svarar Eiður: „Þeir voru mjög sáttir. Michael [Stipe] hringdi í okkur og þakkaði okkur persónulega. í flestum viðtölum sem hann hefur farið í síðustu mánuði hefur hann verið að auglýsa okkur sem er náttúrlega ómetanlegt. Á CNN og í flestum blaðaviðtölum er hann að tala um myndbandið. Svo var gerð heimildarmynd um R.E.M. og þar er fjallað um okkur í tíu mín- ~ útur þannig að þetta var nú bara guðs gjöf.“ En hvemig er að vinna með svona þekktum prímadonnum? „Það er mjög misjafnt frá hljómsveit til hljómsveitar,“ svarar Eiður. „Það var stórkostlegt að vinna með R.E.M. og kom okkur svolítið á óvart hversu mikið traust þeir sýndu okkur og að þeir skyldu gefa okkur fullkomið frelsi. Þeir voru ekkert stressaðir yfir því hvernig myndbandið liti út eins og svo oft ^ þegar hljómsveitir eru fastar í ímyndum. Þeir virðast hugsa meira um tónlistina en ímynd; að vera sannir laginu.“ ER EKKI harka í þessum iðn- aði? „Eflaust," svarar Eiður Snorri. „En við erum ekkert að stilla okkur inn á það. Við reyn- um að gera okkar og svo gerist það sem gerast vill. Við spáum aldrei í samkeppnina heldur reynum bara að gera okkar besta.“ Eiður og Einar Snorri hafa unnið mikið hvor í sínu lagi upp á síðkast- ið. „Það er aðallega út af því að við erum að fá svo mörg verkefni sem við viljum taka að okkur,“ segir Eið- ur Snorri. „Og það er líka kominn tími á það. Við erum búnir að byggja upp ákveðið orðspor og erum famir að treysta hvor öðrum fullkomlega. Svo það skiptir ekki máli hvor gerir hvað. Ég treysti honum alveg til að gera eitthvað einn og setja mitt nafn undir og það er gagnkvæmt." EIÐUR hefur unnið að stutt- myndinni fyrir Camel undan- farið. Þetta verður 10 mín- útna opnunarmynd kvikmyndahá- tíða Camel sem haldnar eru um gjörvöll Bandaríkin og er vettvang- ur fyrir kvikmyndagerðarmenn sem eru að koma sér á framfæri. „Hún* er mitt á milli þess að vera stutt- mynd og auglýsing en ég hef algjör- lega frjálsar hendur,“ segir Eiður. „í fyrstu var ég ekki spenntur yfir að gera sígarettuauglýsingu. En ég er mjög ánægður með útkomuna enda er ég alls ekld að dásama reyk- ingar heldur þvert á móti. Myndin fjallar um íslenskan bónda og einn dag í lífí hans sem er mitt á milli draums og veruleika. Þennan dag er allt vitlaust. Það kemur jarðskjálfti, eldgos og það rignir eldi og brenni- steini og öll náttúruöflin ganga af göflunum. Með þessu er ég að sýna orkuna í náttúrunni, að hún geti þurrkað mann út á hverri stundu. Hið sama gildir um sígarettuna. Maður getur misst stjóm á þessu afli. Segja má að myndin sé dálítið kaldhæðnisleg því bóndinn lifir daginn af og fær sér sígarettu í lokin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.