Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN JÓNSSON + Guðjón Jónsson fæddist á Aðal- bóli í Lokinhamra- dal í Arnarfirði 27. júní 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- ríður Guðjónsdótt- ir, f. 15. júní 1894, d. 7. júní 1962, og Jón Sigurðsson, f. Tr 14. júní 1893, d. 8. febrúar 1925. Systkini Guðjóns eru Sigurður Guðni Jónsson, f. 21. október 1918, d. 5. janúar 1952, Jóna Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 5. júní 1933 og I fáum og fátæklegum orðum langar mig til að minnast tengda- fóður míns, Guðjóns Jónssonar frá Þingeyri. Ég vel þann kost að beina máli mínu til hans, enda kenna okk- ur góðir menn og heilög bók, að líf er eftir þetta líf og því viljum við trúa. Þar sem ég sit við skrifborðið Jóhann Guðmunds- son, f. 4. ágúst 1934. Guðjón kvæntist 23. október 1943 Krist- jönu Guðsteinsdótt- ur, f. 31. júlí 1918 í Bolungarvík. Börn þeirra hjóna eru: 1) Margrét Guðjóns- dóttir, f. 19. apríl 1950, maki Sigurður Þ. Gunnarsson, f. 12. mars 1945, börn þeirra: Kristjana Guðrún, f. 17. janúar 1969, barn hennar Daníel Már Vil- hjálmsson; Líney Björg, f. 4. nóv- ember 1972, sambýlismaður Atli Már Jóhannesson, f. 20. maí 1973; Gunnar Borgþór, f. 23. jan- heima hjá mér í Lækjarásnum með mynd af þér og Kristjönu þinni fyr- ir framan mig rifjast upp margar góðar minningar. Mér finnst reynd- ar ótrúlega stutt síðan ég kom fyrst á notalegt heimili ykkar við Brekkugötu á Þingeyri. Samt eru þetta orðin hartnær sautján ár. Þar naut ég ríkulega þeirrar gestrisni, + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGI ÞÓRARINSSON, Löngubrekku 27, Kópavogi, er lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur föstudaginn 22. janúar síðastiiðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. febrúarkl. 13.30. Helga Þórðardóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson, Guðmunda Ingimundardóttir, Björgvin Már Guðmundsson, Ásrún Þóra Sigurðardóttir og barnabörn. + Hjartkæri maðurinn minn, faðir okkar, afi, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, JÓN ÁRNASON rafeindavirkjameistari, Réttarholtsvegi 51, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 2. febrúar kl. 15.00. Guðrún Harðardóttir, Árni Jónsson, Hörður Jónsson, Salka Ósk Árnadóttir, Gísela Schulze, Árni Jónsson, Björn Árnason, Guðrún Haraldsdóttir, Ingunn Guðrún Árnadóttir, Stefán Pétursson, Jórunn Erla Bjarnadóttir, Hörður Valdimarsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, INGÓLFUR GUÐJÓNSSON, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fíladelfíu, Hátúni 2, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á trúboðastarf Fíladelfíusafnaðarins. Hjörtur Á. Ingólfsson, Margrét Helgadóttir, Jóhannes Esra Ingólfsson, Guðný A. Thórshamar, barnabörn og barnabarnabörn. úar 1974, sambýliskona Fríða Kristjánsdóttir, f. 29. mars 1973; Þórey Sjöfn, f. 24. desem- ber 1979, og Sigríður Agnes, f. 13. febrúar 1982. 2) Sigurður Guðni Guðjónsson, f. 8. nóvem- ber 1951, maki Lára Lúðvígs- dóttir, f. 12. júní 1958, börn þeirra: Edda Sif, f. 19. október 1985, og Sandra Rún, f. 22. maí 1989. Guðjón gerðist vélstjóri og vann við vélgæslu hjá Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga og Rafveitu Þing- eyrar. Þá lærði hann rafvirkjun og vann hjá Rafmagnsveitu rík- isins frá 1958 til 1979. Þá fór hann að vinna hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga en lét af störfum 75 ára. Þau hjón fluttust til Þing- eyrar 1943 og þar bjuggu þau þar til í ágúst 1998 er þau fiutt- ust að Hlíf á ísafirði. Utför Guðjóns fer fram í Þing- eyrarkirkju á morgun, mánu- daginn 1. febrúar, og hefst at- höfnin klukkan 14. sem allir nutu er þangað komu. Þar kynntist ég einnig þeirri mann- gæsku, sem var aðalsmerki húsráð- enda. Alltaf var það besta tínt til svo gestum mætti líða sem best og húsbóndinn var ávallt tilbúinn að hlaupa eftir öllu, sem glatt gæti gesti. Af þessu fór ég ekki varhluta og heldur ekki dæturnar Edda Sif og Sandra Rún, sem nú sakna afans, sem allan vanda vildi leysa og allt fyrir þær gera. Já, á sækja minningar. Minnis- stæðar eru rökræðumar, sem við áttum oftlega um hin ólíkustu mál- efni. Við vorum ekki alltaf sammála í þeim orðaskiptum, kannski sjaldn- ast, eða þóttumst bara vera ósam- mála, til þess að fá líf í umræðuna. En það megum við bæði eiga, að við þrúkkuðum aldrei í illu, svo gripið sé til orðalags, sem aðrir fjölskyldu- meðlimir notuðu gjarnan um fjörleg orðaskipti okkar. Alltaf vorum við jafngóðir vinir. Á það bar aldrei skugga og notalegar voru þær stundir, sem við áttum tvö ein og töluðum um það sem okkur lá á hjarta. Margar ferðir gerðir þú þér til mín út í bílskúr, þegar ég var að „leira“. Hvatning þín skipti mig miklu, enda varstu völundur um- fram flesta og sýndir öllu handverki lifandi áhuga. Ékki þurfti að biðja þig oft um að rétta hjálparhönd, ef eitthvað þurfti að laga. Álltaf varstu tilbúinn að gera við eða betrumbæta, þegar þið Kristjana voruð í heimsókn hjá okkur. Við fundum bæði, að við vorum afar lík að svo mörgu leyti. Við þurftum þess vegna stundum ekki annað en að líta hvort á annað, þá vissum við og skildum. Orða var ekki þörf. I huga koma morgunstundir í Lækjarásnum. Víst áttir þú aðdáun allra fyrir dugnað þinn við líkams- rækt og útiveru. Það var oft, sem ég hálfskammaðist mín, þegar þið vor- Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. uð hjá okkur í heimsókn: Ég að drattast á fætur, en þú ekki bara búinn að ganga stífluhringinn, held- ur ilmaði eldhúsið af kaffi. Það var nefnilega enginn jafnmikill snilling- ur í að laga kaffi og þú. Ég þóttist nú ekki alltaf samþykkja, að það væri vel lagað, en það var bara til að fá fram blik úr augum þínum og bros á vör. Það þurfti nefnilega ekki annað til að öllum liði vel. Það er svo margt að þakka nú, þegar leiðir skilur um sinn. Um- hyggja þín fyrir þínu fólki og vænt- umþykja var okkur öllum ómetan- leg. Þú lifðir tvenna tíma og fékkst sjálfur drjúgan skerf af mótlæti í lífinu. Einmitt þess vegna máttirðu sjálfur ekkert aumt sjá. Minninga- brotin eru fjölmörg; fegurst allra finnst mér þó minningin um sam- band ykkar Kristjönu. Þar studdist hönd við hönd og einskis var vant. Engan hef ég þekkt sem var meiri Vestfirðingur en þú og engan sem var meiri Dýrfirðingur. Svo mjög unnir þú þínum heimahögum, og þótt þú dveldir í Reykjavík varðaði þig ósjálfrátt meira um veðrið á Þingeyri en veðrið í höfuðborginni. Það var sama hvar þú varst, ávallt féllu öll vötn til Dýrafjarðar. Þar er og verður fegurst og best. Ég trúi, að nú sértu kominn heim í tvennum skilningi og þér líði vel. Ég þakka þér fyrir allt. Þín tengdadóttir, Lára. Elsku pabbi. Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu stóra hjarta þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Með þessu ljóði langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Það er margt að segja en erfitt að skrifa. Guð geymi þig. Þín dóttir, Margrét. Kæri vinur, samstarfsmaður og tengdafaðir. Þá hefur þú kvatt þennan jarð- neska heim og langar mig til að rita hér nokkrar línur til að minnast þín og þakka, þó svo að fátækleg orð segi oft á tíðum harla lítið. Ég minn- ist oft og hugsa til þeirra ára sem ég vann með þér við rafvirkjastörf og hjá Rafmagnsveitum ríkisins þegar þú varst að kenna mér að vinna við raflagnir og rafveitustörf og þá áherslu sem þú ávallt lagðir á að vera samviskusamur og vandvirkur við þau störf sem maður legði fyrir sig, en samviskusemi og vandvirkni voru þeir eiginleikar sem þú varst ávallt ríkur af og miðlaðir gjarnan af til hinna yngri. Þú varst ávallt námfús sjálfur og hefðir án efa lært miklu meira ef þínir hagir hefðu verið aðrir í lífinu, en þér var ekki gjarnt að kvarta heldur reyndir að una við þitt. Mér er mjög í mun að minnast iðjusemi þinnar en þú gast helst aldrei verið án þess að hafa eitthvað fyrir stafni og má til dæmis sjá það á heimili þínu sem var í rúm 50 ár að Brekkugötu 2 á Þingeyri en í það Iagðir þú ómælda vinnu, fyrst að koma því upp og seinna að halda því við og hef ég oft dáðst að þeirri þrautseigju og vandvirkni sem þú lagðir í það. Þá vil ég minnast þeirr- ar ástúðar og umhyggju sem þú sýndir konunni þinni, henni Krist- jönu, og alls sem þú gerðir fyrir hana á þessum 55 árum sem þið eruð búin að vera í hjónabandi og megi sem flestir taka það sér til fyr- irmyndar. Eisku tengdapabbi, ég vil sér- staklega minnast og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, Möggu og bömin okkar, þau ár sem við nutum í gegnum árin sem þú varst með okkur. Þú hefur ávallt fylgst með börnunum þínum og bamabörnum og glaðst ef þeim hef- ur gengið vel í námi og starfi og einnig langafabarninu honum Daní- el sem þú spurðir oft um. Það var mjög leitt að þegar þú varst búinn að selja húsið þitt hérna á Þingeyri og búinn að kaupa íbúð á Hlíf á Isafirði að þið hjónin gátuð ekki notið vera ykkar þar vegna veikinda þinna en eins og þú sagðir mér ætlaðir þú að gera svo vel fyrir Jönu, að henni liði sem best sein- ustu árin ykkar og þið væruð ekki byrði á okkur og börnunum okkar og lýsir þetta þér svo vel, að mér finnst. Ég vil aðeins minnast á það tóm- stundagaman sem þú hafðir svo mikla ánægju af og snerir þér að seinustu árin, bókbandið, en það verk fórst þér einkar vel úr hendi eins og allt annað sem þú tókst þér fýrir hendur. Þetta eru ósköp fátækleg orð sem ég hef sett hér á blað, elskulegur tengdafaðir, en ég þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Megi guð styrkja elskulega tengdamóður mína, hana Kristjönu Guðrúnu, um ókomna framtíð svo og alla hennar aðstandendur og ættingja. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson) Þinn tengdasonur, Signrður Þ. Gunnarsson. Elsku afi, með þessum orðum viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Það er erfitt að kveðja þann sem okkur þykir svo vænt um og á stóran hluta af h'fi okkar og að hugsa til þess að við eigum ekki eft- ir að sjá þig aftur og fá að halda ut- an um þig. Þú verður alltaf hluti af lífi okkar og við trúum því að þú sért á góðum stað og að þér líði vel. Það er svo margt sem kemur upp í huga okkar þegar við rifjum upp þær minningar sem við eigum um þig - þig og ömmu, því þið eruð eitt í huga okkar. Það er eitt sem er of- arlega í minningunni, stundum fannst okkur þú hafa verið afi allra barna á Þingeyri, a.m.k. allra vina okkar og þeirra barna sem komu til Þingeyrar og áttu hvorki afa né ömmu á staðnum. Þá fundum við stundum til afbrýðisemi því VIÐ áttum ÞIG og ÞÚ varst OKKAR. Við voram fljót að átta okkur á því að það gat enginn tekið þig frá okk- ur og voram stolt þegar einhverjir aðrir kölluðu þið afa. Það var líka alveg ótrúlegt hvað þér datt í hug að framkvæma - þú fékkst einhverja hugmynd, spáðir í hvernig þú gætir framkvæmt hana og fannst svo lausn sem þú leystir fljótt og örugglega af hendi, hvort sem lausnin var einföld eða flókin. Þótt þú hafir alltaf haft mikið að gera gafstu þér tíma fyrir okkur, hlustaðir á sögurnar okkar og sagð- ir okkur aðrar. Húsið ykkar var líka á réttum stað, það var svo gott að koma við og fá orku áður en haldið var lengra inn götuna (upp brekkuna). En það var tómlegt að fara fram hjá húsinu í ágúst þegar þið voruð farin til Isa- fjarðar og hvíti bíllinn var ekki lengur íyrir utan, en þá höfðum við ykkur samt innan seilingar. Nú ert þú farinn og stórt er það skarð sem þú skilur eftir þig en stærra er það fyrir hana ömmu sem þú hugsaðir alltaf svo vel um. Við munum gera allt sem við getum til að láta henni líða sem best. Við eigum óteljandi minningar um þig, elsku afi sem ógerlegt er að tíunda hér en þær munu fylgja okk- ur alla tíð og við munum deila þeim með þeim sem okkur þykir vænt um - þú varst frábær afi. Kristjana, Líney, Gunnar, Þórey, Sigríður, Atli Már og Fríða. Láttu nú ljósið þitt, logaviðrúmiðmitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði jesús mæti. (Ók. höf.) Þinn langafadrengur, Daníel Már.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.