Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 27 niður með Jackie í fanginu. Móðirin beið agndofa eftir að Jackie yrði brjáluð. En svo fór ekki; öllum á óvart hló hún að öllu saman. Þama hefur hún líklega áttað sig á því að Kiffer var ekki sleginn í stafí vegna hennar, og gleymdi því ekki. Jackie óttaðist að verða einmana, eftir að Hilary giftist Kiffer, í sept- ember 1961. Eftir það bjuggu þau nefnilega á heimili hans, í As- hmansworth í Hampshire í Suður Englandi, ásamt Joy, móður Kiffers, en fjölskyldan bjó í London. Jackie var mjög þunglynd þann tíma sem þau voru i tilhugalífinu og mánuðina eftir tónleikana í Wigmore átti hún reyndar í mikilli innri baráttu. Henni féll ekki sem best að vera orðinn þekktur sellóleikari, þrátt fyrir allt. Að leika á hljóðfærið var yndislegt, en henni líkaði ekki að vera allt í einu eins umtöluð og raun bar vitni og að farið var að gera kröfur til hennar. Jackie var algjörlega kraft- laus, sem rekja má til þunglyndisins, sem snemma gerði vart við sig - en á þessuro árum vissi fólk lítið sem ekk- ert um sjúkdóminn. Svaf mikið og gaf sellóinu oft engan gaum. Móðir hennar óttaðist að vegna hæfileik- anna yfirgæfi Jackie heimilið fljót- lega, en þar hafði hún haldið vernd- arhendi yfir dóttur sinni alla tíð. Jackie líkaði illa í skóla, eins og áður kom fram, og entist t.d. aðeins tvo mánuði í framhaldsskóla. Fékk eftir það einkatíma í ensku og sögu. Dótt- ir kennarans í þeim fögum varð góð- ur vinur Jackie og það kom þeirri stúlku, Joan, satt að segja spánskt fyrir sjónir að Jackie hefði aldrei far- ið ein í neðanjarðarlest! Hún komst hins vegar að því að Jackie var mjög greind, óeigingjörn, og ótrúlega heiðarleg. Jackie greindi Joan frá því að henni litist ekki á þær breyt- ingar sem óhjákvæmiiegar væru, færi hún þann veg sem virtist framundan. Hún var óörugg og nið- urdregin og sagðist alls ekki viss um að hún vildi verða atvinnusellóleik- ari. Hún var að mörgu leyti ósjálf- stæð og ósjálfbjarga - nema þegar kom að því að leika á sellóið. Jackie kom í fyrsta sinn fram með SYSTURNAR Jacqueline og Hilary. Jackie kenndi steralyfjum, sem hún tók vegna veikindanna, um það hve mjög hún fitnaði. SÍÐASTA myndin sem tekin var af allri fjölskyldunni saman, frá vinstri: Piers, faðirinn Derek, móðirin Iris, Hilary og Jacqueline. Sinfóníuhljómsveit 17 ára að aldri. Það var í Royal Festival Hall í London, 21. mars 1962, með hljóm- sveit BBC undir stjóm Rudolf Schwarz. Þar lék hún m.a. hinn fræga konsert landa síns, Elgars, sem hún átti eftir að leika oft síðar og bast raunar órjúfanlegum bönd- um. Túlkun hennar á verkinu þótti einstök. Hvemig svo ungur hljóð- færaleikari túlkaði tilfinningar gam- als manns varð í raun ekki skýrt Hún fangaði viðstadda með undurfögrum leik. Ekki leið á löngu þar til fjöldi fólks þurfti að grípa til vasaklúta sinna. Systrunum líkaði ekki skólaganga þegar þær voru að vaxa úr grasi og Jacqueline komst margoft upp með að neita að fara. Móðirin ætlaði aldrei að gefa eftir, en eitt ráð dugði alltaf. „Ég vil læra nýju lögin og leika þau með þér". Hún fékk því ósjaldan að sitja heima en Piers og Hilary voru send í skólann, eins og vera bar. nema þannig að hún byggi yfir ein- stökum hæfileikum. Þess má geta að hún lék umrædd- an konsert Elgars fyrst aðeins þrett- án ára að aldri. Pleeth, sem var kennari hennar, taldi Jackie þá reiðubúna að takast á við þetta flókna og stórbrotna verk. Elgar var 62 ára þegar hann samdi konsertinn, sem var með síðustu verkum hans. Tæknilega er erfitt að leika það en mikilvægt þykir einnig að skynja verkið tilfinningalega. Bill taldi Jackie það efnilega að hún hefði gott af því að reyna sig á þessu; hann taldi að með svo krefjandi verkefni gæti hann vel gert sér grein fyrir möguleikum hennai’. Móðir Jacqueline keypti nótna- bækur með Elgar konsertinum og öðru erfiðu verki að beiðni Pleeths, og stúlkan fékk þær í hendur síðari hluta fimmtudags. Kennarinn hafði beðið hana að gefa sér góðan tíma en á þegar hún mætti í spilatíma á laug- ardegi lék hún fyrst hitt verkið í heild eftir minni; verk sem hann hugðist þá líta örlítið á með henni. Pleeth reyndi að sýnast ekki undr- andi og spurði Jackie si sona hvort hún hefði haft einhvem tíma til að kíkja líka á Elgar-verldð. Hún gerði sér þá lítið fyrir og lék fyrsta kaflann og helming þess næsta eftir minni. Kennarinn var orðlaus. Það kom Jackie stundum í bobba hve ótrúlega þroskuð hún var tilfinn- ingalega sem bam. Hún var eins og á annarri plánetu borin saman við fé- laga sína í bamaskóla og aðra jafn- aldra og var strítt fyrir vikið. Hún var öðravísi, hvað svo sem kennslu- konan sagði um árið. Segja má að sellóið hafi bjargað henni; með hjálp „sellóraddar“ sinnar tókst henni að losa þær tilfinningar sem bjuggu innra með henni. Sú „rödd“ skildist og margir nutu. Jackie flutti að heiman 19 ára að aldri. Leigði sér þá íbúð annars stað- ar í London, en varð fljótlega ein- mana og ekki leið á löngu að hún þáði boð vinkonu sinnar um að þær leigðu saman í borginni. Stórkostleg Fyrstu tónleikar Jackie erlendis vom í apríl 1965. Henni var þá boðið með Sinfóníuhljómsveit BBC í fyrstu ferð hennar til Bandaríkjanna og fyrstu tónleikamir vom í Camegie Hall í New York, þar sem hún lék Elgar konsertinn. Um leið og Jackie strauk boganum um strengina hafði HREINTfrábcert! Vernharð Þorleifsson gullverðlaunahafi í júdó hefur náð glæsilegum árangri. • Gullverðlaun á Opna Skandinaviska meistaramótinu i júdó 1998 • Silfurverðlaun á Opna Skandinavíska meistaramótinu i júdó 1998 • Silfurverðlaun á Norðurlandamótinu i júdó 1998 • Bronsverðlaun á Opna Bandariska meistaramótinu i júdó 1998 • Valinn iþróttamaður Akureyrar 1998 • Valinn iþróttamaður KA1998 Hann borðar verðlaunaskyrið frá Mjólkursamlagi KEA. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.