Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Mikilvægt að konur rann- saki það sem snýr að konum RANNSÓKNIR á ralox- ifeni, sem er nýtt lyfja- efni skylt östrogeni, hafa sýnt fram á, að það hefur svipuð áhrif á beinþynningu og ös- trogenið sjálft, en hefur færri aukaverkanir. Rannsóknir á 8.000 kon- um sýna, að miðað við tveggja ára inntöku minnki lyfið líkurnar á bijóstakrabbameini um 70%. Þó þurfa að fara fram frekari rannsóknir áður en fyllilega er hægt að fullyrða um það. Jafnframt eru bundnar miklar vonir við, að raloxifen dragi úr æðakölkun og lækki kólesterólmagn í blóði, að sögn Ninu Hannover Bjarnason. Nina er yfirmaður Miðstöðvar klínískra rannsókna og frumu- rannsókna í Danmörku (Den danske Forskningsfund) og hefur stýrt rannsókn- unum undanfarin fimm ár. í visindaheiminum hefur vakið athygli að ung kona stýri svo viða- miklum rannsóknum, en Nina var aðeins 29 ára þegar hún kom að þeim í upphafi. Til gamans má geta þess að Bjarnason-nafn- ið er íslenskt, en Nina var gift Katli Bjarna- syni lækni og eiga þau tvo drengi, Sejr og Nina Hannover Bjarnason Tore, sem eru nöfn úr íslensku goðafræðinni. Nina var stödd hér á landi fyrir skömmu, þar sem hún fiutti erindi á fræðsludögum Lækna- félags íslands. Hún kveðst alltaf hafa haft áhuga á rann- sóknum en það hafi verið fyrir tilviljun að hún komst inn í þennan rannsóknarhóp. „Mér finnst þetta mjög spennandi vettvangur og tel mikilvægt að konur rannsaki hluti sem snúa að konum. Rannsóknarvinna virð- ist vera yfirgnæfandi í höndum karla og þá ekki síst á læknasvið- inu. Konur ættu betur að vita hvernig aðrar konur hafa það og þess vegna er mikilvægt að þær taki þátt í rann- sóknum sem einkum snúa að konum,“ segir Nina. Ekki fá allar konur óþægindi Hormónalyf hafa til margra ára verið notuð til að sporna við bein- þynningu og er talinn góður kostur fyrir þær konur, sem hafa einnig ýmis einkenni af völd- um breytingaskeiðs. Hins vegar eru til kon- ur sem eru í áhættu- hópi varðandi bein- þynningu en hafa h'til sem engin óþægindi. Þær hafa tekið ös- trogen til að hægja á beinþynningu, en marg- ar hveijar hafa ekki verið fyllilega sáttar við það, þar sem grunur hefur beinst að því, að langtíma inntaka öströgenhormóns valdi auknum líkum á krabbameini, einkum hjá eldri konum. Nina sagði í samtali við Morgunblaðið, að rannsóknunum, sem eru margþættar, sé ekki lokið, en niður- stöðurnar Iofi góðu. Til að kanna hvort ralox- ifen dragi úr áhættu til lengri tíma litið er nú hafin rannsókn á 22.000 konum í Bandaríkjun- um, sem eru í áhættu- hópi varðandi brjóstakrabbamein. Einnig er nýhafin rann- sókn meðal 10.000 kvenna, sem eru í áhættuhópi varðandi kransæðasjúkdóma, til að kanna hvort ralox- ifen dragi einnig úr þeim. Laus við blæðingar Þá nefnir Nina að konur, sem taka ralox- ifen, fái ekki blæðingar. „Reynsla mín eftir að hafa unnið á þessu sviði er sú, að konur sem eru komnar á breytinga- skeiðið fagni því að vera lausar við blæð- ingarnar.“ Hún segir að ekki sé tímabært fyrir konur að taka raloxifen fyrr en eftir tíðahvörf, þar sem lyfið hafi ekki nein áhrif á skapsveiflur, hitakóf, þurrk í leggöngum né önnur óþægindi, sem oft fylgja breytingaskeið- inu. Aukaverkanir vegna raloxifens eru þær að sumar konur fá væg hitaköst en það hefur ekki leitt til þess að þær hafi viljað hætta á lyfinu. Hjá 50 konum af þeim 8.000 sem tóku þátt í rannsókninni kom fram aukin hætta á blóðtappa í fótum eða sambærileg áhætta og með hormónameðferð. Útsala Allar vörur á útsölu Allt að 60% afsláttur SILFURBÚÐIN Kringlunni, sími 568 9066. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is mbl.is __/kLLTSk/= eiTTH\SA£> tJÝTT Afcrane'SÍl Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Akranesi þriðjudaginn 2. febrúar kl. 10-18, ( Safnaðarheimilinu Vinaminni, Skólabraut 13. Virkir og nýir blóðgjafar velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf. QDblóðbankinn ^ - geföu meö hjartanu! Samanburður á heildarbeinmagni og líkamsáreynslu í aldurshópum 16-20 ára þar sem leiðrétt hefur veriö fyrir fjölda ára frá upphafi tíða Heildarbeinmagn (g/cm2) Líkamsáreynsla, klst. á viku Heimild: ©Læknablaðið 1998; 84:96-105. Birt með leyfi Læknablaðsins meira en þrjá til sex mánuði flokk- ast stúlkumar í sama áhættuhóp varðandi beinþynningu og konur eftir tíðahvörf. Helsta ráðið hefur verið að setja stúlkumar á pilluna." Spurður hvort þær stúlkur sem höfðu hætt á blæðingum hafi verið athugaðar sérstaklega segir hann svo ekki vera. „Innan við tíu stúlkur höfðu haft blæðinga- stopp í þrjá mánuði eða meira og þeim var sleppt úr rann- sókninni til þess að ekki niðurstöðunum." Örnólfur segir nauðsynlegt að op- in umræða eigi sér stað innan íþróttahreyfingarinnar um þessi mál og leggur áherslu á að íþrótta- þjálfarar og stúlkurnar sjálfar séu á varðbergi, ef truflun verður á blæð- ingum. Kalk og D-vítamín Ömólfur bendir einnig á að í sam- bandi við næringuna skipti miklu máli að neyta nægilega af kalki og D-vitamíni. Aðspurður hvort ekki séu skiptar skoðanir um mikilvægi þessara þátta í beinþéttni svarar hann, að flestar rannsóknir bendi til að visst magn þurfi af þessum efnum. „D- vítamín stuðlar að frá- sogi kalks frá melting- arveginum og það virkar því mjög rök- rétt að þessi efni séu nauðsynleg. Sam- kvæmt okkar rann- sókn virðist ekki þurfa mjög mikið af kalki, eða um 800-1.000 mg á dag. Það samsvarar til dæmis einu mjólkur- glasi og einni brauðsneið með osti. Með því að borða fjölbreytta fæðu og miðað við neyslu Islendinga þá borða langflestir nóg af kalki.“ Örnólfur reiknar með að úr- vinnslu rannsóknarinnar verði lokið í vor eða fyrri hluta sumars. Hann segir að ekki hafi verið ákveðið um áframhaldandi rannsóknir á þessum hópi, en alla vega verði niðurstöð- umar til forvama. Rannsókn á handboltastúikum 20-30 ára bendir til að þær hafi 10-12% meiri beinþéttni en aðrar stúikur á þeirra reki. þær breyttu Beinbrot vaxandi vandamál ÁÆTLAÐ er að á hveiju ári megi tengja um 1.000 beinbrot á íslandi beinþynningu. Konur eru í miklum meiri- hluta, því þeir karlar sem beinbrotna eru aðeins þriðjungur af þeim fjölda kvenna sem verða fyrir því óhappi. Aðallega er um að ræða þrenns konar brot; framhand- leggsbrot, sem eru aigeng hjá konum um og upp úr fimm- tugu, samfallsbrot á hryggjarliðum, sem eru algeng eftir sex- tugt og svo mjaðm- arbrot, sem eru al- geng eftir sjötugt. Með vaxandi fjölda aldraðra mun bein- brotum fara fjölg- andi og hefur því jafnvel verið haldið fram í læknavísind- unum, að beinþynn- ing og afleiðingar beinbrota geti orðið eitt af aðal vanda- málum aldraðra á næstu öld. Mjaðmarbrot kostar 1,5 m.kr. Ef hægt væri að koma í veg fyrir hluta þessara brota væri til mikils unnið, því hvert mjaðmar- brot kostar 1,5 millj- ónir króna, en áætl- að er að kostnaður heilbrigðiskerfisins samfara beinbrotum af völdum beinþynn- ingar séu að minnsta kosti 500-700 millj- ónir króna. Gunnar Sigurðs- son læknir hefur að undanförnu staðið Gunnar Sigurðsson fyrir rannsókn á sjö- tugum konum á Reykjavikursvæðinu og er úrvinnslan langt komin, en nið- urstöður verða ekki birtar fyrr en eftir nokkra mánuði. Um er að ræða saman- burðarrannsókn við Svíþjóð og Noreg. I (jós liefur komið, að þær konur sem stunduðu íþróttir eða leikfimi komu betur út en þær sem fóru eingöngu í gönguferðir. Gunnar segir of snemmt að draga miklar álykt,- anir af niðurstöðun- um ennþá. Þó bendi þær vissulega til, að á þessum aldri skipti hreyfing og líkamsá- reynsla máli bæði upp á beinin en einnig til að liindra að konurnar detti. 50-80% taka lýsi eða fjölvítamín Gunnar kveðst í heildina hafa trú á því, að konurnar komi vel út varðandi næringu. „Það sem kom okkur á óvart er að 50-80% taka lýsi eða fjölvítamín, sem skiptir máli fyr- ir beinin. Mikill meirihluti kvenn- anna stóð því vel að vígi varðandi D- vi'tami'nbúskap. Kalkneyslan er einnig há meðal sjö- tugra kvenna, eða 1.200 mg. Einnig kom í ljós að 10-12% kvenn- anna taka hormón, sem hægir á bein- þynningunni. Sú pró- senta mun væntan- lega fara vaxandi á næstu árum. Þó er- um við ekki að segja að allar konur þurfi að fara á hormón beinanna vegna eftir tíðahvörf. Meirihluti þeirra er það vel undirbúinn, að þótt þær verði fyrir bein- tapi með aldrinum þurfa þær enga sér- staka meðferð. Hins vegar er mikilvægt að finna þann hóp, sem þarf á sértækari meðferð að halda. Hjá sumum þarf að bæta næringuna, hjá öðrum hreyfinguna og þar sem hvorugt dugar til koma lyfin til,“ segir Gunnar. „Það er einmitt með þeim beinþéttni- mælingum sem við höfum rekið hér á Sjúkrahúsi Reykja- víkur undanfarin ár sem við reynum að finna þennan hóp. Konur geta leitað beint til spítalans, en flestar eru sendar hingað af öðrum læknum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.