Skólablaðið - 01.05.1914, Qupperneq 13

Skólablaðið - 01.05.1914, Qupperneq 13
SKÓLABLAÐIÐ 77 En svo gott og nauðsynlegt n ál má ekki niður falla, þó að dauflega sé í það tekið í fyrstu. Bókasöfnum til sveita og lestrarfélögum hefur ekki oss vitan- lega fjölgað síðastliðin 2 ár, eða síðan það mál var síðast gert að umtalsefni hér í blaðinu. En minna hefur verið gert að því að bera á borð fyrir þjóðina hraklega illa samdar og siðspillandi bækur, og nokkuð hefur bætst af góðum bókum, sem hver maður ætti að lesa, t. d. »Bók æskunnar« og »Einfalt líf« og ýms- ar fleiri. Þetta er góðra gjalda vert; en það er ekki nóg. Svo er enn, og svo verður framvegis, að alþýðan á erfitt með að ná í bækur, einmitt góðar bækur, meö því fyriikomulagi sem nú er á bókasölu. Ruslið er aftur á móti auðfengið; jafn- vel erfitt að komast undan því. Það er borið inn á heimilin og fólkið gint til að kaupa. Verðið oftast lágt og gyllingar miklar. Fólkið narrast til að kaupa og hefur gert verra en að kasta pen- ingum í sjóinn. Svo mundi ekki fara, ef gott bókasafn væri í hreppnum og Iestrarfélag, seni vel væri stjórnað. Það er eitii vegurinn til að útvega almenningi góðar bœkur með hœgu móii og fyrir lít- ið gjald. Og til þessa ráðs verður að grípa, ef þjóðin á að mentast, ef hún á að verða frjáls í hugsun og sjátfstæð í skoðun, því fremur sem barnamentunin er svo ófullkomin og fáum kleift eftir það að ganga í fullkomnari skóla sér til gagns. Það má gera of mikið úr gagnsemi bókalesturs, en án hans er almenn mentun þó óhugsanleg. Og þrátt fyrir alt, verður ekki annað sagt, en að hér á landi séu allgóð tækifæri til að iðka hann að vetrinum, ef góðar bækur væru aðeins fyrir hendi. Wergeland sagði þegar hann var að berjast fyrir þessu máli í Noregi: »Lesið og lærið, og þið skuluð reyna, að þið sitjið ekki einmana í neinu skúmaskoti, þó að kotið liggi afskekt íafdölum. Þú ert líkamlega bundinn við kotið þitt, en andinn er skapaður til að fljúga um alla geima.« Því var honum svo mikið áhuga- mál að veit Ijósi inn í bændabýlin, andlegu Ijósi, og einhver hefur sagt að ekkert orð komi jafn oft fyrir í ritum hans eins og orðið »ljós«.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.