Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Föstudagur 14. ágúst 1964. 5 Þessi mynd er tekin á fiugvellinum sl. sumar — daginn, sem hinn látni þreytti próf í einkaflugi ásamt tveim félögum sínum. Talið frá vinstri: Vignir Nordal (flugeftirlitsmaður, sem var prófdómari), Brynj- ólfur Guðbjartsson, prentnemi, Elmer Róbert Daníels, Ragnar Ragn- arsson (sonur Ragnars Jóhannessonar heildsala), Kristján Mikaelsson, flugmaður, sem kenndi þeim félögum solo eða öðru nafni einflug, Flugvélin í baksýn er af sömu gerð og sú, sem fórst. Flugslysií — Lík Elmcr Róbert Daníels borið af slysstaðnum. Maðurinn aftast við börurnar er Kjartán Magnússon, læknir. Framh. at bls l laugi Jónssyni vélskóflumanni eins og vélin hefði aukið við vélakraftinn og síðan heyrðist allmikill hávaði. Blaðamenn Vísis komu í Þrengslin um svipað leyti og fyrstu leitarflokkarnir, og dvöldust þar í alla nótt, eða þar til flugvélin fannst. Byrjað var að leita um sjöleytið og leituðu fyrst menn úr Flug- björgunarsveitinni og skátar ú- Hafnarfirði. Mjög mikil þoka var í Þrengslum og gekk leitin þvi erfiðlega. Fljótlega kom lög- reglan úr Reykjavík upp eftir, m.a. tveir bifhjólamenn og lokuðu þeir Þrengslaveginum Þyrilvængja frá Keflavíkurflug- velli kom á staðinn skömmui eftir kl. sjö og með henni Kjart- an Magnússon læknir. Stöðugt bættust fléiri og fleiri í hópinn og þegar leitarmenn voru flest- ir voru þeir um 300. Leitar- flokkarnir voru frá Flugbjörg- unarsveitinni, Hjálparsveit skátj í Hafnarfirði, Selfossi, Slysa- varnarfélaginu og Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Þá komu og margir flugmenn og aðrir sjálfboðaliðar. Margir leitai- flokkanna voru með talstöðvac og auðveldaði það starf þeirra mjög, sérstaklega þó vegna þokunnar. Var t.d. ekki nema 20 metra skyggni, mestallan tímann, á þeim slóðum sem mest var leitað. Sjö manna flokkur úr Flugbjörgunarsveit- inni var á Skálafelli og var Úlfar Þórðarson læknir með honum. Aðalleitarsvæðið var frá Sandskeiði, Bláfjöllum, Heiðinni háu og þaðan var farið niður á Þrengslaveginn. Þá fór leit- arflokkurinn frá Selfossi um Ölfusið. Mjög vel var Ieitaó meðfram Þrengslaveginum, að Sandfelli og éinnig á Lamba- felli og til Bláfjalla. Um miðnætti í nótt kom til- kynning frá konum, sem voru í berjaferð skammt frá Hlíðar- dalsskóla og sögðust þær nafa séð vélina og hefði þá ekkert verið athugavert við hana. Skömmu síðar, eða nánar til tekið kl. 1.30 bárust fregnir um brunalykt fyrir ofan Hlíð- ardalsskóla og var þá hafin Ieit á þeim slóðum. Þegar birta tók í morgun og þokunni var farið að létta, kom tilkynning frá Flugturninum til leitarmanna um að fara að skipuleggja leit yfir svæðið aft- ur. KI. 5.30 kemur svo tilkynn- ing til Flugumferðarstjórnarinn ar að leitarflökkur hefði fund- ið flak vélarinnar sunnan í Litla-Meitli í Þrengslum, en þangað er ca. 20 mín, gangur frá veginum. Það var leitar- flokkur sem skátar úr Hafnar- firði og menn úr Flugbjörgun- arsveitinni voru í. Flugvélin var á syllu sunnan í fjallinu, mikið tætt og brunnin. Var þá Elmer látinn og talið er að hann hafi beðið samstundis bana er vélin rakst á fjallið. Flugmaðurinn — Framh at bls 1 próf, og sýnir það óvenju mik- inn áhuga, því að 45 tímar eru nægilegir til þess að hljóta rétt indi til að þreyta betta próf. Kennararnir við „FIugsýn“ ljúka lofsorði á hinn látna. Hann þótti glæsilegt piannsefni og hafði flest tii að bera, sem einkennir góðan flugmann. Vísir spurði Kristján Mikaelsson, flug mann, sem bjó Elmer undir ein flug!ð (sóló), hvernig hann hafi dugað, Kristján kenndi í fyrra hjá Flugsýn. „Hann var mjög fljótur að taka við sér — hann var eiginlega sérsakur nemandi — og áhugasamur — auk þess prýðilegur piltur og mjög reglu samur“. Lundsveitu — Framh at bls 16 tveir aðrir verkfr.. Steingrimur Jónsson fyrrv. rafmagnsstjóri og Knútur yngri Otterstedt á Akureyri Hin nefndin starfar meira að athug un fjármálahliðar hugsanlegrar landsveitu, athugar um eignarform á henni og þann sparnað, sem yrði væntanlega með stofnún hennar. Formaður þeirrar nefndar er Gunn ar Thoroddsen, fjármálaráðherra, en auk þess eru fulltrúar í nefnd inni frá Reykjavíkurborg og Akur- eyrarbæ. Eiríkur Briem sagði að nefndin, sem hann veitir forstöðu, ætti einn ig að sjá um að ljúka tæknilegum undirbúningsrannsóknum við virkj- unarstaðinn Búrfell í Þjórsá. 6 maneia nefnd — Framhald at bls. 16. verð á kjötinu og verður það 85 kr. á hvert kg. af súpukjöti fyrstu 6 dagana en síðan Iækk ar verðið. Mun 6 manna nefndin leggja áherzlu á að hraða störf um til þéss að sumarverðið þurfi ekki að gilda of lengi. I fyrra var tæplega um nokkra sumarslátrun að ræða. Kjöt- { birgðir entust þá mun lengur en nú. En heita má, að allt dilka kjöt sé nú á þrotum og virðist svo sem of mikið hafi verið flutt út af kjöti. Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn óvenju snemma í ár og voru þar eins og venja er til gerðar ályktanir um verðlagsmál búvara. Kom þar fram, að bændur vilja fá mikla hækkun og má búast við, að fulltrúar þeirra f 6 manna nefndinni muni leggja fram mikl ar kröfur. í fyrra náðist ekki samkomulag í verðlagsnefnd- inni. Var málinu þá vísað til yfirnefndar, sem úrskurðaði verðið í sex manna nefndinni eru þessir menn: Af hálfu bænda Gunnar Guðbjartsson, Einar Ólafsson og Sveinn Tryggvason. Af hálfu neytenda: Sæmundur Ölafsson Eðvarð Sigurðsson og Einar Gíslason. Mikið tjón — Framh. af bls. 16. Slökkviliðið var kvatt þangað inneftir á fjórða tímanum í gær, en þá var talsverður eldur í kyndi- klefa hússins. Hafði olía flætt út á gólfið og síðan kviknað í henni. Eldurinn sjálfur var fljótlegr* kæfður, en mikill reykur hafði myndazt, sem fór um allt húsið meira,, eða minna og olli miklj tjóni á innbúinu. Þykir örðugt að ná olíusóti af húsgögnum og öðr- um munum, sem það sezt á. í húsinu að Efstasundi 58 bjuggu hjón með börnum sínum. Hsrðuró — tramti at bls 16 1237 Iaxar á land í fyrradag, en það er meiri veiði en var í allt fyrrasumar, t.d. veiddust 390 laxar vikuna 29.7 til 4.8 og síðan 109 laxar vikuna bar á eftir. Veiðimálastjóri sagði að um eitt þúsund laxar hefðu nú veiðzt í Miðfjarðará, og i Laxá í Ásum hefðu veiðzt á anntð þúsund laxar. 28. júlí voru veiddir 488 laxar í Blöndu. Þá hefur einnig verið allgóð veiði í Árnessýslu, en þar lýkur veiðitímabilinu ekki fyrr en um 20. septemberl KRR EVROPUBIKARKEPPNEK KSÍ K.R. - LIVERP00L íslandsmeistarar 1963 Englandsmeistarar 1964 fer fram á Laugardalsvellinum mánudaginn 17. ágúst ':I. 20.00. Dómari Johan Hjorth (Noregi) Línuverðir: Björn Borgesen og Káre Furuland (Noregi). Forsala aðgöngumiða við Útvegsbankann kl. 9-19. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 125,00 1 Stæði - 75,00 Börn — 15,09 ATH.: Börn fá EKKI aðgang í stúku miðalaust. Kaupið miða tímanlega — Forðizt óþörf þrengsli við völlinn. Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.