Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 13
13 Sigsirjónsson hMr;.'. • • n v ,,Hvaða skáld íslenzkt var yður hugleiknast á þessum ár- um?“ Ný komið fyrir bifreiðar Aurhlífar að framan Aurhlífar að aftan Loftnetsstangir Luktarhringir fyrir ameríska bíla Hleðslutæki Rúðusprautur Speglar Bamasæti Löftdælur Stuðaratjakkar Vökvatjakkar IV2—6 tonna Startkaplar Trefjaplast til ryðbætinga Redex sóteyðir. Garðar Gislason &ALIOGRAF epoca STELLA NOVA — skáldafélag Latínuskólans í Reykjavík 1897. Efsta röð (talið frá vinstri): Jó- hann Sigurjónsson, Lárus Sigurjónsson, Sig. Júl. Jóhannesson, Einar Arnórsson. Miðröð (frá vinstri): Guðm. Guðmiíndsson (skólaskáld), Lárus Halldórsson, Guðmundur Björnsson. Neðsta röð (frá vinstri): Valdimar Erlendsson, Bjöm Líndal, Páll Jónsson. |^árus rifjaði upp sitthvað fleira frá síðustu árunum hér heima, áður en hann sigidi utan. Þeir voru samrýmdir, Benedikt Sveinsson og hann. Lárus var svaramaður þegar Benedikt kvæntist Guðrúnu Pét ursdóttur ú* Engey. Þau voru gefin saman þar á eynni af séra Ólafi Ólafssyni, fríkirkjupresti Það, sem tengdi þá Benedikt saman, var sjálfstæðisbaráttan. „Við skólafélagarnir, yfir 100 manns, vorum allir skilnaðar- menn — öðru nafni landvarnar- menn“. Lárus freistaði gæfunnar í Amerfku árið 1907, fór fyrst til Winnipeg til þess að hitta foreldra og systkini. Fyrstu tólt árin stundaði hann skógarhögg og hirðingu á gripum hingað og þangað í Ameríku, og rvo lá leiðin t'il Chicago. Þar hitti hann Mabel, og nú hafði Amor haldið innreið sína í líf skálds- ins. Mabel er frönsk og þýzk að uppruna í móðurlegg, en föð urkyn hennar má rekja beint til lífgjafa Vilhjálms bastarðs, sem bjargaði lífi konungsins í orrustunni við Hastings. Ein- hver úr óvinahernum hafði sleg ið hjálm konungs fyrir vit hon- um, svo að hann var að kafna. Þá kom forfaðir Mabel, ungjr riddaral’iðsforingi, þeysandi, og hrifsaði burt hjálminn, sem ætl aði konung Iifandi að drepa. Faðir Mabel var prófessor í lífeðlisfræði við Harward. Mabel sagði: „Þegar hún amma mín sá afa fyrst, sagði hún: „What a god!“ “ Mabel talaði um fyrstu kynni hennar og Lárusar. „Hann sagði mér allar þessar gömlu sögur, talaði um Eddurnar ... já, meira að segja um Land- námubók", bætti hún við og horfði kóket-augum á mann sinn. Lárus sagði, að tvö lýðveldi hefðu mætzt, þegar þau sáust ... „Stórveldi", leiðrétti komu- maður. „Hvernig hafið þér kunnað við yður á íslandi, Mabel?“ „Ég hef elskað hvern einasti dag hér — það er alstaðar yndislegt að vera með Lárusi, ekk'i sízt á fslandi". A lltaf var haldið sig við sama heýgarðshornið í umræðun- um, skáldskapinn. Lárus sagði frá því þegar hann lenti með menntamönnum, sem fóru að ræða Ijóð skáldanna þriggja, Matthíasar, Einars Ben. og Kristjáns Fjallaskálds, um Detti foss. „Ég hélt því fram, að kvæði Kristjáns væri bezt og máli mínu til sönnunar benti ég þeim á þessar- ljóðlfnur: „Undir þér bergið sterkast stynur / sem strá í næturkulda blæ“.Þá sagði einn bókmenntafræðingurinn: „Það er alveg satt — þetta er hið bezta, sem sagt hefur verið um fossinn“. Ekki vil ég þó rýra hin skáldin eða gera lítið úr- kvæðum þeirra um fossinn" Lárus yrkir sjálfur jafnt og þétt. í fyrra komu loks út tvær bækur eftir hann á vegum fsa- foldarprentsm'iðju: Stefjamál, anþológía, og Einmunamál, sem er alþingiskvæði hans. Margir skálldbræður Lárusar hefðu ver ið orðnir óþolinmóðir f sporum hans. Um alþingislfóð'ið sagði hann: „Benedikt Sveinsson sagði við mig, þegar ég kom á hátíðina: „Það kom langt ljóð að vestan, en-ég held, að „þeir“ hafi ekki les'ið það mikið“" (hann átti við dómnefndina). Lárus kom hingað 1943 frá Ameríku og kona hans örfáum árum seinna. „Fyrst vorum við á hrakningi, en hér höfum við ver'ið á ellefta ár“. Þau eru vaf- in inn í geisla kvöldsólarinnar, og þegar þau tala um liðna daga, geta þau fyrst og fremst björtu hliðanna. „Hvernig lízt yðuf á nútlm- ann á íslandi, Lárus?“ „Ekki sem bezt — ég óttast afdrif tungunnar. Mér lízt held ur ekki á flokkaskipti hjá svona lítilli þjóð. Það er betra að hafa enga stjóm, heldur en flokka, sem ekki er hægt að sameina“. „Hvernig er að verða níræð- ur?“ „Svo sem ekkert — eins og hver annar dagur nema maður finnur, að maður er að fara“. —stgr. Sumarbústaður Til sölu rösklega 20 ferm. hús innréttað. Tilvalið sem sumarbústaður FLUGSÝN - Símar 18410 og 18823 Vélskornar túnbökur til sölu. Afgreiðsla alla daga. Sími 15434. „Stéingrimur Thorsteinsso i. hefur hrifið mig mest“, sagði Lárus. „He is one of the greatest ppets in the world“, sagði Mabel. „Hvers vegna átti Stgr. Thorst. þessi ítök í yður?“ „Hann var skáldspekingur þjóðarinnar — í ljóðum hans fara saman he'ilsteyptur per- sónuleiki og speki og lýrik. Enn þann dag í dag er ekki sungið eins mikið eftir nokkurt skáld á Islandi eins og hann“. Talið sveigðist á ný að Jó- hanni Sigurjónssyni. Lárus kvaðst aldrei hafa séð hann reiðan (Jóhann var af mörgurn talinn skapmaður, eins og hann átti kyn til). „Jóhann var af- skaplega Ijúfur. Einn sunnudags morgun á þorranum var honurn færður af póstinum §eglpoki með 400 krónum í gulli frá föð ur sínum. Jóhann virtist þurfa mikla peninga". „I hvað eyddi hann?“ „Hann var örlátari við aðra en sjálfa sig“. „Hvað fannst yður einketina karakterinn?" „Hann var ákaflega ákveðinn og gæddur siðferðiskennd. T d. sagði hann við rr>g, rfi mað- ur væri skyldugur að lívænast konu, ef maður hefði heitið henni eiginorði, enda þótt ástin væri farin að kulna. Ég var honum ekki sammála". „Var Jóhann fjölþreifinn í ástamálum?" „Hreint ekk'i. Hins veger heyrði ég ávæning af því, að hann hafi átt stúlku, svtt hann hefur verið hrifinn af og ætlað sér, en svo sigldi hann til Hafnar, sem gerði strik í reikn- inginn". Þessi kúlupenni er nýjung á heims- markaðinum Seldur um allt Iand

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.