Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 7
V í SIR . Föstudagur 14. ágúst 1964. -K jprændur okkar á Norðurlönd- um hafa fengið að kynnast náið þv( vandamáli, sem við er að stríða austur á eyjunni Kýp- ur. Fulltrúar þeirra hafa komið þar mjög við sögu og horft á síðustu stórviðburði, sem menn óttuðust að gætu haft í för með sér harðvítuga styrjöld milli tveggja þjóða Atlantshafsbanda- lagsins og ef Rússar hefðu þá fengið tækifæri til að skerast í leikinn, var ömögulegt að segja fyrir um, hver ósköp og hðrm- ungar það hefði getað kostað. Flnnskur maður hefur nú um margra mánaða skeið gegnt starfi sem sáttasemjari S.Þ. á Kýpur. Hann heitir Sakari Tuomioja, og var fyrir nokkrum án»n forsætisráðherra Finn- lands. Og Hans Hækkerup dóms máiaráðherra Dana gerði sér ferð til Kýpur, þar sem hann ræddi við Makarios erkibiskup, bað hann að lægja ofsann og hét á hann að stöðva hernaðar- aðgerðir á eynni. Þá hefur það komið í hlut norska fulltrúans hjá Sameinuðu þjóðunum, að kalla Öryggisráðið saman til skyndifundar, þegar allt virtist vera að fara í bál og brand, en hótanir verði framkvæmdar eða ekki. Fn oft hafa þeir verið svo fá- liðaðir, að árásarmenn hafa engu skeytt nærveru þeirra, en haldið áfram bardögum. Þess eru mýmörg dæmi, að hinir grísku herir hafi haldið áfram árásum á tyrknesk þorp, lagt þau í eyði, hrakið íbúana burt fyrir augunum á gæzluliði S.Þ. Fulltrúar S.Þ. hafa þá ekkert getað aðhafzt annað en að lfkna særðu fólki og vernda flótta- fólk, sem flýr ofsóknir. TTm helgina létu Tyrkir tii skarar skríða og hófu harðn eskjulegar loftárásir á bæi og stöðvar grískra manna á norð- urströnd eyjarinnar. Þessar fréttir voru sannarlega ógnar- legar, því að eftir fregnunum að dæma, voru árásirnar ekki gerðar einungis á hersveitir og herstöðvar, heldur á almenn íbúðahverfi, híbýl'i manna. Það má að vísu búast við því að hinir grísku Kýpurbúar hafi ýkt eitthvað afleiðingar árás- anna. Þeir segja að um 300 manns, aðallega konur og börn, hafi látið lífið fyrir benzfn- sprengjum Tyrkja. Tala hinna látnu er e. t. v. ekki alveg svo há, um það er ekki hægt að fá nákvæmar fréttir. En þrátt fyrir það að Kýpurmenn notuðu Hér sést Makarios erkibiskup í sjúkravitjun hjá einum þeirra, er særflist í loftárás Tyrkjs. Erkibiskup méð rýting í stað kross hann gegnir störfum þennan mánuð sem formaður Öryggis- ráðsins. Þá skipa danskir og sænskir hermenn meginhluta þess gæzluliðs, sem sent var s.l. vor tS Kýpur á vegum S.Þ. til þess aið vernda friðinn þar. ■Y7"opnaviðskiptin á Kýpur hafa því snert menn mjög á Norðurlöndum. Þau hafa fyllt marga þar kvíða og ótta við að danskir og sænskir piltar í gæzluliðinu myndu lenda milli tveggja elda og falla í gæzlu- starfi, er þeir verða að inna af I hendi f landi, sem er fullt af hatri og stríðsæsing, þar sem þeir hafa stöðugt þurft að glíma við mótþróa, sviksemi og þræða stigu innan um bæli launsáturs- manna. Hlutverk hinna norrænu manna á Kýpur hefur verið að reyna á öllum sviðum að sætta deiluaðilja og kasta klæðum á sverðin. Aðstaða gæzluliðsins hefur þó verið ákaflega veik. Það er svo fámennt, að það hef- ur ekkert bolmagn gegn herliði hinna fjandsamlegu deiluaðilja. Oft hefur það komið fyrir, þeg- ar sænskir gæzlumenn Samein- uðu þjóðanna komu á vettvang og gengu á milli á vígvellinum, að til þeirra var aðeins hreytt hótunum og úrslitakostum. Þeim hefur verið sagt að hafa sig á brott, ella skyldi skotið á þá. Þrátt fyrir það hafa hinir Ijóshærðu norrænu menn stað- ið áfram f stöðvum sínum og svarað því einu til, að þeir fram- kvæmi skyldu sfna, hvort sem þessar hörmungar til áróðurs fyrir sínum málstað og draga ekki úr hinum hörmulegu af- leiðingum, er það víst, að oað er hryggilegt, að Tyrkir, sem eiga sæti í Atlantshafsbandalag inu, er við viljum álíta banda- lag menningarþjóða, skuli hafa talið sig knúða til slíkra ógn- araðgerða. JJins vegar er það undarlegt að Norðurlandaþjóðirnar sem hafa haft nánust kynni allra af deilunum á Kýpur, hafa ekk; ámælt Tyrkjum harðlega fyrir þetta framferði. Slíkt er hvergi að finna í yfirlýs'ingum nr>r rænna fulltrúa í sambandi við Kýpur-málið og fordæming vfir árásum Tyrkja sést ekki t. d. í blöðum Norðurlanda. Þetta kemur í fyrstu einkenni lega fyrir sjónir, þegar líka er tekið tillit til þess, hve Norð- urlandamenn eru feikilega við- kvæmir vegna íhlutunar sinnar fyrir öllu því sem er að ger ast á Kýpur og þegar það er virt, að blöðin á Norðurlöndum hafa slegið fréttum af Kýpur- atburðunum upp yfir þverar for sfður og með stærsta letri. Hér hlýtur því einhver fiskur að liggja undir steini. Og ástæðunnar er að leita í forsögunn'i, þeim atburðum sem hafa verið að gerast á Kýp ur síðustu mánuði. Þeir sem fylgzt hafa með fréttum og frá sögnum Norðurlandablaðanna, hafa komizt að því, að þar er einum manni fyrst og fremst kennt um, hvernig nú er komið á Kýpur. Þessi seki maður er enginn annar en hans heilag- leiki Makarios erkibiskup, for- seti Kýpur. jpramkoma Makariosar, ofbeid ishneigð hans, svik og prett ir eru slík, að Norðurlandamönn um ofbýður slíkt athæfi hjá guðsmanni. Þessi svartklæddi preláti með krossinn á bring unni hefur fengið á sig svip hins svarta galdurs og biskups kross hans mynd rýtings Iaun- vígamannsins. Þannig hefur hann m. a. birzt í teikn’ingura í blöðum Norðurlanda. Jafn framt því sem menn harma það að Tyrkir skyldu grípa til slíkra óyndisúrræða sem loftárásanria um helgina, er því bætt við, að þeim sé nokkur vorkunn, þeir hafi neyðzt til þessa, þar sem her Makariosar hafi byrjað at- lögu að síðasta virki tyrkneskra manna á eynni. Þannig hafi nú verið komið, að þrátt fyrir samninga og þrátt fyrir vopna- hlé og gæzlu Sameinuðu þjóð- anna, hafi Makarios verið langt kominn með svikum og lygum að undiroka og útrýma hinum tyrkneska þjóðernisminnihluta á eynni. Hann og hinir grísku fylgismenn hans hafa e'inskis svifizt. Þeir hafa t. d. staðið algerlega í vegi fyrir þvf að gæzlulið S. Þ. fengi að fram- kvæma eftirlit með ýmsum hern aðarlega m’ikilvægum stöðvum. þar sem Makarios var að koma sér upp öflugum herjum í skjól vopnahlés í þeim tilgangi að geta látið kné fylgja kviði og gersigra hina tyrknesku fbúa. Gæzlumenn S. Þ. hafa t. d. alis ekki fengið að koma til hafnar- borgarinnar Limasol, þar seni menn Makariosar hafa verið önn um kafnir við að skipa hergögn um o' herliði á land. Síðan átti lokasóknin að nefj ast gegn stöðvum Tyrkja og mun það hafa verið ætlun Mak Fös a rvuntn ariosar að taka ekkert tillit til hins veika Iiðs S. Þ., fram- kvæma ofbeldisárás sína eins og S. Þ. væru ekki til. j^orðurlandamönnum hef'ir gramizt öll þessi framkoma Makariosar, þar sem hann ætl- aði að koma ofbeldi sínu fram með sVikum og í skjóli varð gæzlu S. Þ. Hafa fulltrúar Norðurlanda stundum lýst því yfir, að þess- um skrípaleik væri ekki hægt að halda áfram, þeir sæju ekki ástæðu t'il að Iáta norræna her menn eyða tíma sfnum á Kýp- ur, þegar her S. Þ. væri svo máttlaus og valdvana, að hann gæti með engu móti unnið skyldustörf sín og væri svo lít ilsvirtur, að Makarios hefði fyr irmæli hans að engu. Hefir hvað eft'ir annað iegið við borð að Norðurlandamenn kveddu herlið sitt heim aftur, en þó ekki orðið af því, þar sem her S. Þ. gæti þó að minnsta kosti unnið líknarstörf, til að bjarga særðu fólki og forða tyrknesku flóttafólk'i frá misþyrmingum Hefur þetta orðið eitt aðal- hlutverk þeirra, að halda vernd arhendi yfir smælingjunum, sem verst verða úti í stríðshörmung unum. Þannig virðast Norðurlanda- búar almennt líta á þessi mál Eftir hin nánu kynni af Kýpur, er Ijóst að þeir kenna Makario.n erkibiskupi um þær hörmungar sem skollið hafa yfir. Með þréa sínum og ofbeldishneigð tókst honum fyrst að sundra þeim samstarfsanda þjóðabrotanna. sem menn vonuðu að halda<U mundi eftir að Kýpur varð sjálfstætt ríki. Síðan hefur hann gert illt verra með ofbeldi og stríðsæsingum. Jafnvel þeg ar grískar áróðursmyndir birt ast í norrænum blöðum af Mak ariosi, þar sem hann er að hugga fólk, sem særzt hefur og orðið fyrir ástvinamissi í loft- árásum Tyrkja, missa þær marks, vegna þess að menn sjá að þarna mætir hinn skugga legi erkibiskup fyrst og fremst afleiðingum eigm glæpsamlegra verka. TTin hliðin á þessu máli er, að baráttan á Kýpur er f augum grískra .manna lokaþátt- urinn í harðri og miskunnar- lausri frelsisbaráttu Gríkkja undan aldalangri tyrkneskri i- þján. Þjóða og trúarbragðahatr ið í þessari ’ baráttu ól af sér blóðugar styrjaldir og þar logar enn v'issulega í glæðunum. Fyrir aðeins 40 árum gerðist atburQur sem enn fæddi af sér nýtt hat- ursbál. Þá hertóku Tyrkir land- svæði, sem Grikkir höföu feng ið í sinn hlut við ,lok fyrri heimsstyrjaldar, og hröktu þá um 300 þúsund gríska menn burt úr Litlu-Asíu, ráku þá upp frá landi sínu og húsum. Þetta flóttafólk varð að snúa alls- laust til Grikklands. Grískum mönnum finnst það því engin goðgá þó tyrkneskir menn á Kýpur verði að sæta sömu af- arkostum. Þrátt fyrir það höfðu sarnr,- ingar verið gerðir fyrir nokkr- um árum um réttarstöðu tyrkn- eskra manna á Kýpur. Makari- osi og öðrum öfgafullum grfsk- um þjóðernissinnum á eynni finnst víst f sínu ofstæk'i sjálf- sagt að svíkja þá samninga, en til þess eru alþjóðasamningar að h’alda þá, ekki sízt þegar stríð vofir yfir, og það á kjarn- orkuöld. Að minnsta kosti yær: reynandi að leysa enn vanda- mál með samkomulagi fremur en svikum. Tjað álit sem menn hafa á svartklædda .erkibiskupnum í Nikosia sést enn af sfðustu fréttum, þess efnis að stjórn Grikklands hafi nú ámælt Mak ariosi fyrir það að hann hafi algerlega í blóra við hana haf ð lokasókn gegn virkjum Tyrkja. Gríska stjórnin telur sig hafa talsverðra hagsmuna að gæta, því að hún á á hættu styrjöld við Tyrkland og er ekki hrifin af ofstæki erkibiskupsina. Þorsteiaa Thoraremen. na

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.