Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 10
10 V í S I R . Föstudagur 14. ágúst 1964. • / Sagt frá miðilsfundinum — Framh. af bls 3. skýr, kveðst ekki nú muna að segja frá atburðunum 1 réttri tímaröð. En það, sem gerðist, var í stuttu máli þetta: Stot'u- borðið hélt áfram að hreyfar.t, stundum oft á dag. Á skírdag fleygðist það fram á gólf kl. 10.30 f.h. og aftur kl. 1.30 og fór þá á hliðina og brotnaði ntrftkuð. Var þá það ráð tekið, að binda niður borðið, en þá var platan slitin af því. Og eft- ir að hún hafði verið bundin líka en hún var klofin í tvo hluta, þá var hún eigi að síður dreg- in undan böndunum og pörtun- um fleygt hvorum ofan á ann- an. Lítið útvarpstæki hafði ver- ið skilið eftir á borðinu. Þegar að var komið, lá það á gólfinu um 1 y2 metra í burtu, en var þó óbrotið. Á vestari hliðvegg baðstofu- hússins héngu ailmargar mynd- ir f römmum, aðallega ijós- myndir, og ennfremur lítill blómvasi. Allt þetta dót fleygð- ist fram af nöglum þeim, sem það hékk á, og niður á gólf oftar en einu sinni. Brotnuðu sum glerin. Var þá það ráð tekið, að láta myndirnar niður í kommóðuskúffu. Á veggnum gegnt voru einnig nokkrar myndir. Hreyfðust þær nokkuð og skekktúst á nöglum, þannig að þær hölluðust mjög. Og lít il klukka og loftvog á þeim vegg hrundu niður í rúmið, en brotnuðu ekki. Þegar mest gekk á um þetta, segir Björgvin að sér hafi fundizt sem bylgja rið'i að húsinu frá vestri til austurs, og brakaði nokkuð og brast í þakviðunum, en ekki fannst teljandi titringur á stofu gólfinu. I geymslukompu, sem áður er getið, og er vestan und- ir baðstofunni, varð einnig vart nokkurra hreyfinga, og hrundu þar blikkdunkar og fleira dót af hillu. 1 litlu stofunni norðan vjð baðstofuhúsið tók nú einnig að verða vart ókyrrleika. Lítill bollabakki úr blikki, sem hékk þar á suðurvegg, hægra megin dyra inn í baðstofuna, var sem þrifinn hvað eftir annað og hon um fleygt í rúmstæði við norð- urvegginn. Kom það meðal ann- ars fyrir, að ýmislegt dót, sem stóð á skápnum, sem þá var fjötraður við vegginn, fór allt af stað, ekki þó fram af skáon- um, heldur í austurátt og niður af enda hans og í bekk, sem þar stóð við norðurvegginn. Ennfremur varð vart hreyf- inga í búrinu, en í það er innan- gengt úr eldhúsinu. Norður veggur þess er hlaðinn úr torfi og grjóti, og innan á honum eru allmargar hillur úr tré. Ná- lægt miðium vegg er hilluröð, þar sem hillurnar eru hver upp af annarri, alldjúpar, en ekki lengri en sem svarar ca. 30 cin. f þessum hillum voru diskar og ýmis flát. Úr einni hillunni var öllu leirtaui hent í gólfið oftar en einu sinni, en það sem var í hinum hillunum, bæði ofar og neðar, haggaðist aldrei. 1 öðrum bæjarhúsum varð einskis ókyrrleika vart, og ekki heldur í peningshúsunum. Föstudaginn 3. apríl var Mar- grét húsfreyja á Saurum flutt í sjúkrahús á Blönduósi, en þangað er 50 km. vegalengd. Var hún þar í átta daga. Brá þá sVo við, að allur ókyrrleiki hætti á Saurum, og varð fólk- ið einskis vart á meðan hún var að heiman. Eftir að hún kom heim, var og allt/kyrrt í nokkra daga, en þá tók.aft- ur að bera lítilsháttar á hreyf- ingum hluta, sem þó bráðlega hættu með öllu. Hefur þar einsk is orðið vart frá því seint í apr ílmánuði, og er vonandi, sð þar með sé undrunum að Saurum að fullu lokið. É Vísindamaðurinn sannfærðist Snemma í apríl fóru sérfræð- ingar með jarðskjálftamæli og önnur mjög næm mælitæki að Saurum og dvöldu þar um hrfð. Þeir urðu engra hræringa varir, enda var þá öllum hreyfingum hluta hætt um skeið, eins og áður segir. Siðari hlutá maímánaðar kom hingað til lands amerfskur sál- fræðingur (parapsycholog), W. G. Roll að nafni, gagngert til þess að rannsaka þessi fyrir- bæri og safna skýrslum um þau. Mr. Rol! vann um skeið á tilraunastöð Duke háskólans að rannsóknum dulrænna fyrir- bæra undir handleiðslu hins heimskunna vísindamanns dr. J. B. Rhine. En síðan gerðist hann forstöðumaður sálarrann sóknarstofnunar í Caroline, er nefnist Psychical Research Foundation. Fór ég með hon- um tvær ferðir að Saurum. Safnaði hann öllum þeim upp- lýsingum, sem fáanlegar voru um þessi mál. Um niðurstöður þeirra at- hugana vil ég ekkert fullyrða að svo stöddu. En hinn erlendi vísindamaður mun hafa sann- færzt um, að þarna hafi duí- ræn fyrirbæri raunverulega átt sér stað. Hins vegar bentu athuganir hans ekki til þess, að þessir kraftar, sem þarna voru að verki, hafi beinzt að nokkr- um af heimilisfölkinu sérstak- lega, svo sem stundum á sér stað um hliðstæð fyrirbæri. Leirtau var brotið og hlutir færðir úr stað algjörlega án r'<\- lits til þess, hver var eigandi þeirra. Ekki var heldur unnt að ráða það af hreyfingum hlut- anna, að þeir hreyfðust fremnr í eina átt en aðra, enda þótt heimilisfólkinu oft fyndist, sem þessi kraftbylgja gengi yfir bæ- inn frá vestri til austurs. Ýmsir hlutanna höfðu færzt frá =uðri j til norðurs, aðrir frá norðri til suðurs, og enn aðrir frá austri til vesturs. Ef nokkuð mætti j marka af stefnu hreyfinga Dess- j ara, var það, að hún beindist einna mest a(> sem næst miðju eldhússins. Ekkert kom í ljós í framburði fólksins, sem benti til þess, að kraftar þessir væru ' neinu skyni eða skynsemi gædd ir, virtust hafa nokkurt mark- mið eða tilgang eða kæmu í ljós sem svar við ákveðinni ósk eða hugsun. En slíkt er engan veginn fátítt á þeim heimilum bæði hérlendis og erlendis, þar sem hreyfifyrirbæri hafa gerzt um Iengri eða skemmri tíma. Svo var til dæmis um sum fyrir bæranna í Hvammi í Þistilfirði. Og við Hjaltastaðafjandann var beinlfnis hægt að tala, að því er sagnir herma. Eitt af því, sem oftast ein- kennir fyrirbæri þessarar teg- undar er það, að þau virðast standa í einhverju dulrænu sambandi við einhverja sér- staka manneskju á heimilinu, án þess að hún sjálf viti af því eða eigi nokkurn viljandi þátt í að framkvæma þau, én krafturinn sé að einhverju leyti j til hennar sóttur, þótt enn hafi j ekk'i tekizt að skýra, með hverj i um hætti það verður. Ekkert sannað Að því er snertir fyrirbærin ■ á Saurum, hefur ekkert tekizt ' að sanna í því-Yefni. Hins vegar hefur það komið í ljós við at- hugun, að hreyfifyrirbærin hafa átt sér stað í fjarveru dóttur- innar, Sigurborgar, er hún dvaldi í Reykjavík, einnig á rneð an Guðmundur bóndi og Björg- vin sonur hans voru á sjó, og einnig á meðan Benedikt, sonur hjónanna var að heiman við fjárgeymslu. Sú eina manneskja sem jafnan var heima eða heimavið, þegar hlutir hreyfð- ust, var Margrét húsfreyja. Þetta ber þó ekki að skoða sem neina sönnun þess, að fyr- irbærin hafi staðið í sambandi við hana sérstaklega. Hún var af eðlilegum ástæðum sú, sem stöðu sinnar vegna var heima í bænum allan þann tíma, sem þessir atburðir áttu sér stað. Hins vegar verður það að teljast að minnsta kosti einkennileg tilviljun, að fyrirbærin skyldu hætta með öllu í þá rúmu viku sem hún var fjarverandi í sjúkrahúsinu á Blönduósi, og að þeirra skyldi verða lítilsháttar vart að nýju skömmu eftir að hún kom heim aftur. Nú hefur engra dulrænna fyrirbæra orðið vart á Saurum, svo vitað sé, síðan seint í april mánuði. Væntanlega er þessum ófögnuði þar að fullu hætt, enda hefur hann þegar valdið þessu heimili mörgum og marg háttuðum óþægindum og tjóni, bæði beint og óbeint. Slvsnvarðstofan Opið allan sólarhringinn Sim) 21230 Nætur og helgidagsiæknir í sama síma. Læknavakt í Hafnarfirði aðfara- r.ótt 15. ágúst: Eiríkur Björnsson, Austurgötu 41, sími 50235. Næturvakt i Reykjavík vikuni; 8.15. ágúst verður í Vesturbæjar- apóteki. Utvarpið Föstudagur 14. ágúst Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Síðdegisútvarp 18.30 Harmonikuiög 20.00 í Finnlandi i fyrrasumar, annað erindi. Sérá Gunnar Árnason talar um nútíma- viðhorf og nýja starfshætti 20.25 Atriði úr óperunni „Abu Hassan," eftir Carl Maria von Weber. 20.45 Á hestbaki: Steinþór Gests son bóndi á Hæli. 21.00 Schumann: Fantasía í C- dur op. 17. Geza Anda leik ur á píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Málsvari myrkrahöfðingjans," eftir Morris West 22.10 „Við bakdyrnar," smásaga eftir Þóri Bergsson. Helga Eggertsdóttir les. 22.30 Næturhljómleikar 23.20 Dagskrárlok Sjónvarpið Föstudagur 14. ágúst 18.00 Gamanþáttur Danny Thom- as 18.30 Þátturinn „Efst á baugi“ 19.00 Fréttir 19.15 Social Security in Action: Freeðsluþáttur 19.30 Sea Hunt: Mike Nelson að störfum neðansjávar. 20.00 Five Star Jubilee: Þeir er vjNNA NSU — BLÖÐUM FLETT Framh. af 8. sfðu Ijós. En breytingin að innan- verðu er fyrst og fremst sterk- ari vél og meira rými. Vélin er að aftanverðu og þversett, en það er talin þýðingarmikil tækni leg framför, þannig sparast drif skaftið og tenging í aflás verð | ur mjög einföld og sterkbyggð. , NSU-verksmiðjurnar leitast j við að smíða létta en sterk- byggða bíla með hlutfallslega stórri vél. Á þetta sérstaklega við um Prinz 1000. Hann vegur 640 kg. og hefur 51 hestafla vél. Er hlutfallið milli þyngdar og vélarorku þannig það hagstæð- asta, sem gerist í þessum stærð arflokki. Umsagni um Prinz 1000 í erlendum tímaritum eru sammála um að bíllinn liggi einkar vel á vegi, Iáti vel að stjórn, sé öruggur á beygjum og útsýni ökumanns sé sérlega gott. Vinnsla og gírskipting skarar fram úr. • Jpréttamaður Vísis ræddi stutt- lega við umboðsmennina ! hér í Fálkanum. Þeir gáfu upp | eftirfarandi tæknileg atriði: Prinz 1000 er 51 hestafl með 4 strokka fjórgengisvél loftkældri, fjórir samstilltir gírar áfram, grind og yfirbygging sambyggð, , sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli, vökvahemlar, hjólbarðastærð 5,50x12, meðalhæð undir bíl 19 cm, miðstöð og loftræstikerfi innbyggt, lengd 3,79 m. breidd l, 49, hæð 1,36, beygjuradius 9,5 m, geymslurými 250 lítrar, burð arþol 400 kg. meðaleyðsla um 8,1 lítri á 100 km. hámarkshraði 135 km. hraðaukning upp í 80 km. er 11,8 sek. Verð hér á landi er 147 þús. 1 kr. Minni Prinz-bifreiðin þ. e. Prinz 4 kostar hins vegar 124 þús. kr. Sigli ég áfram, sigli ég enn. — Sigrinum fáir hrósa. — Til eru höppin tvenn og þrenn, taka mun ég lending senn. — 1 djúpinu glitrar gullið rauða og ljósa. Árnl Pálsson. Kaffisopinn indæll er. í suðurferð minni um haustið kom ég að Skjöldólfsstöðum á Jðk- uldal og gisti þar. Bóndinn hét Jón, gestrisinn maður og allvel efn- aður. Hann tók mér vel, en sagði: „Ég get ekki gefið þér kaffi, því það er hvergi til það ég veit hérna í dalnum, nema í Hofteigi, hjá Ikhi- um Sigfúsi mínum“. Ég saknaði þá eigi kaffis, því að ég var þvf h’tt vanur. En svo kom ég aftur að Skjöldólfsstöðum um haustið 1833, þá sagði Jón bóndi við mig:,,Nú get ég gefið ykkur kaffi; því að nú er það komið á flesta bæi í dalnum. Þetta hafði kaffinautnin rutt sér til rúms á Jökuldal á þrem árum, og svipað þessu mun það víðar hafa verið. Endurminningar Páls Melsteð. STRÆT1S- VAGNSHNOÐ Að Surtur verði heimsfrægust sjónvarpsstjarna í ár, það sýnist ekki nokkrum vafa bundið. Og aftur vaknar spurningin hvort ekki væri skár, að annað nafn þeir „vísu“ hefðu fundið. Þeim skírnarfeðrum Heklu og Kötlu hefði rökvillt þótt og heimskuleg slík nafngipt allavega. En „nefndin" kvað það hálfa leið til helvítis sótt, og hæfa slíkum skratta prýðilega Nei, skírnarfeður Heklu og Kötlu vissu áþekkt allt með eðli þeirra og skapgerð glæstra kvenna. Að enginn skyldi treysta þar á yfirborðið kalt, sem undir niðri heitir logar brenna. Og þó að bjartur haddur um heiða falli brá, og hvelfdur barmur vefjist mjúku flosi, þá skyldi maður varlega í skotthúfuna spá. nær skapið útrás fær í trylltu gosi. Því hefði skírnarfeðrum Heklu og Kötlu rökvillt þótt og heimskuleg sú nafngipt. allavega. Ep hversvegna ekki Surtla — það vendist furðu fljótt og færi sjónvarpsstjörnu prýðilega... MÉR ER SAMA hvað hver segir fyrir öryggisráð- inu . .. Vestmannaeyingurinn í mér trúir öllu illu á bölvaðan Tyrkjann . . ERTU SOFNUÐ ELSKAN? Heyrðu ... það er sagt að Rússar ætli að skjóta á loft geimfari með þrem í innan skamms, þar sem nú sé meira en ár liðið frá geimferð þeirra hjúanna, sem giftust svo og áttu barn ... hvern ;g er það, skyldi ekki vera starf' andi nein ungbarnaverndarnefnd þarna í Sovét? '■*am

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.