Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 6
útlönd í Tnprgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI ► Mn Smith virðist hvergi smeykur, þðtt Sir Roy Welensky fyrrv. forsætisráðherra (stjóm ar Mið-Afrikusambandsins sálaða) bjðði sig nú fram til þings í auka- kosningu og ætli að sameina and- stæðinga núverandi stjðmar í sókn gegn henni. Sir Roy er mðtfailinn einhliða yfirlýsingu um sjálfstæði. Iain sagði um áform Sir Roy: Við munum fást við hvern sem er, sem steridur f vegi fyrir okkur, jafnvel ffl, sem allt í einu kemur út. úr frumskóginum. (Sir Roy er mikilí. vexti og filsterkur og er fyrrverandi hnefaleikakappi). *► Piltur í Rómaborg var sektaOur um- 2500 kr. — fýrir að kyssa stúlkuna sfna f almenningsgarði í borginni. ► Herbert Hoover fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð 90 ára 10. þ.m. ► Bandarískur Iandkönnuður hefir fundið týndan Inka-bæ með ó- skemmdum musterum og skipa- skurðum. Bærinn Vilcabamba La Grand e'r langt inn f fmmskógin- um. ► Éina hjálpin, sem vitað er, að Norður-Vietnam hafi fengið frá Kína vegna Loftárásar Bandaríkja- manna, eru nokkrar úreltar orrustu j>otur, en þær eru sovézkár og af gerðinni MIG-15. ► Fréttir frá Kongó í gær herma, að uppreistarmenn séu á undanhajdi í Norður-Katanga. ► Mikil leit er hafin að einum lestarránsmannanna brezku, en hann var í fangelsi í Birmingham, og var honum komið undan á flótta. Þrír menn komu í fangelsið og börðu fangavörðinn f rot. Þar næst opnuðu þeir klefa lestarræn- ingjans með fölskum lykli og hurfu á brott sfðan og tóku hann með sér. Lestarræninginn, Williams að nafni, er talinn hafa verið einn hinn helzti ræningjanna. Hann hefir alltaf neitað allri vitn- eskju og þótzt vera alsaldaus. ★ öldungadeild þjóðþingsins het ir samþykkt lögin um baráttu gegn fátæktinni og er það talinn mikill sigur fyrir Johnson. Barry var á mðti frumvarpinu. ★ í Russlandi á nú að leyía vörubílstjórum að stunda akstur til flutninga úpp á eigin spýtur. ■á-f Jackson í Mississippi hafa þrír hvítir menn verið handteknir og sakaðir um morð á blökkukonu í marz síðastl., en hins fjórða er leitað. ■Ar Kýpurstjórn vísaði úr landi s. 1. fimmtudag brezkum fréttaritara, Jack Williams. Hann starfaði fyrir brezka útvarpið. ★ Iain Smith forsætisráðherra Suður-Rhodesiu kemur til London 6. sept. til viðræðna við Sir Alec Douglas-Home forsætisráðherra um sjálfstæði Suður-Rhodesiu. jr Ákveðið hefir verið að koma upp loftvarnabyrgjum fyrir alla íbúa Saigon í Suður-Vietnam — bæði fyrir almenning í hinum þétt- byggðari hverfum og „fjölskyldu- byrgi“ í húsagörðum. ► Brezka stjórnin hefir boðið sovétstjórninni að taka þátt I viðræðum um framtíðargæzlulið Sameinuðu þjóðanna, sem Rúss- ► ar m.a. hafa gert állögur um. Ágreiningur er. um hvort sllkt gæzlulið skuli hlfta fyrirmælum Öryggisráðs eða Allsherjar- þings. Rússar vilja yfirráðin hjá öryggisráði, þar sem þeir geta beitt þar neitunarvaldi. — Leidd er athygli að þvf, að Rússar gætu misst atkvæðis- rétt sinn í Allsherjarþinginu á næsta hausti þar sem þeir hafa þverskallazt við að greiða sinn hluta kostnaðar af gæzluliðinu í Kongó og á Ghazasvæðinu. En það hafa fleiri þjóðir gert, og vitanlega ðvíst enn, að nokk urri þjðð verði hegnt fyrir að neita að taka þátt í slfkum kost. ði, þótt heimildarákvæði séu fyrir að hegna þannig fyrir vanskil. ► Fjórir Bretar hafa verið gerð ir landrækir í Kenya fyrir að vinna gegn hagsmunum ríkis- ins. Beðið var um sólarhrings- frest fyrir 2 þeirra, en því var neitað, og urðu þeir að fara þegar útrunninn var sólarhrings frestur, sem gefinn var um leið og brottvísanin var tilkynnt þeim. Þrír fóru til Englands og einn til Suður-Afríku. U Thant ræðir við Johnson forseta U Thant fer fram á liðsauka handa gæzluliðinu á Kýpur U Thant framkvæmdastjóri Sam e'irtuðu þjóðanna telur nauðsyn- legt, að fjölgað verði þegar f gæzluliðinu á Kýpur og hefir hann farið fram á það við þær þjóðir sem þegar hafa þar hermenn, að senda fleiri til viðbótar. Samtímis fréttist, að Thimaya hefði farið hinum hörðustu orðum um afstöðu Grivasar ofursta, sem nú hefir verið skipaður stjórnandi þjóðvarnarliðsins á Kýpur, eftir að fyr'irrennari hans fór til Aþenu, en milli hans og Grivasar hafði verið ágreiningur um aðgerðir þjóðvarr- arliðsins, og sóknina t'il þess að hertaka tyrknesku bæina á strand- lengjunni norðvestar. til á eynni, en fyrirrennarinn var henni mót- fallinn. Thimaya sagði, að það væri greinilegt, að Grivas vildi gæzlu- liðið burt frá eynni, og hafði eftir honum að honum væri bölvanlega Við þau óþægindi. sem af bvi stöfuðu. Hann kvað það hafa ver- ið rætt á fundi með Makariosi erkibiskupi og innanríkisráðherra Kýpur í fyrradag, að Grivas færi t'il norðvesturs-átakasvæðisins með Thimaya, og hefð’i hann komizt í mikla æsingu, er um þetta var rætt. Þeir fóru þó þangað saman í gær. Thimaya fór ekki dult með að núverandi hlé gæti reynzt aðeins stundarhlé meðan menn væru að kasta mæðinni, cg væri mikið undir því komið að gæzluliðið gæti komið sér örugglega fyrir til þess að h'indra átök á spildunni, og þyrfti að ná samkomulagi Jrn fasta varnarlínu. Pappandreu forsætisráðherra Grikklands hefir tjáð Inonu Tyrk- landsforseta á ný, að hann geti ekki fallizt á beinar viðræður milli þeirra nú, þær mundu ekki gagna, en hann kveðst munu styðja mála- miðlara Sameinuðu þjóðanna að því að finna lausn. Ef starf hans mistækist þrátt fyrir þetta væri ekki nema ein leið eftir, sem hægt væri að fara, og hún væri að Ieggja málið fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inonu forsætisráðherra Tyrk- lands hefir svarað Krúsév og beð- ið hann að beita áhrifum sínum til þess, að Grikkir á Kýpur láti ekki stjórnast áfram af ábyrgðar- leysi eins og nú, en það komi fram í þvi að þeir hindri matvæla- flutninga til heilla bæja (Kokkina) og skrúfi fyrir vatnið (Paphos). Þess er að geta, að gríski for- sætisráðherrann hefir skorað á Makarios forseta að sjá um, að íbúar Paphos fái vatn á ný. Meðal þeirra þjóðaleiðtoga, sem leggja mikið kapp á að deílan leysist friðsamlega, er Johnson Bandaríkjaforseti, og hafa þeir ræðzt við um Kýpur hann og U Thant. Öllum fréttum ber saman um, að mikið sé reynt nú til þess að koma samkomulagsumleitunum á skrið, og þeir, sem tala af á- byrgðarleysi um að synja öllum samkomulagsumleitunum, þótt það kosti að þriðja heimsstjTjöldin brjótist út, sæta harðri gagnrýni þeirra meðal fulltrúi Kýpur f Lon- don. Þingmenn frá 60 löndum á ráðstefnu í Kaupmannahöfn Thimaya hershöfðingi Um 700 stjórnmálamenn frá 60 löndum koma ti! Kaupmannahafnar um helgina til þess að taka þátt í ráðstefnu Alþjóðaþingmannasam- brndsins, en 73 lönd eru aðilar að því Auk þess koma sendinefndir frá Suður-Vietnam og Suður- Kóreu, en þeir, sem í þeim eru hafa aðeins réttindi sem áheyrnar fulltrúar. Leiðtogi Dana á ráðstefnunni er Poul Hansen fólksþingmaður, en Norðmanna Finn Moe Fjörutíu ár eru liðin síðan slík ráðstefna var haldin í Khöfn. Mörg mál verða á dagskrá, efna hagsmál, friðarmál, mannréttinda- mál o. s. frv. Poul Hansen segir jum sambandið og störf þess: MikiII og vaxandi áhugi er á sambahdinu og störfum þess og æ fleiri lönd gerast þátttakendur. Mörg máí, sem Sameinuðu þjóðirn ar hafa tekið fyrir, voru fyrst rædd á vettvangi sambandsins, þar sem hægt var að ræða þau frjálslega. hiuuimiim ininn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.