Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Föstudagur 14. ágúst 19M. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 Hnur) Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Hjaðnandi andstaða Noregs og íslands hafa um aldir legið bönd frændsemi og vináttu. Hin opinbera för utanrikisráð- herra íslands til Noregs er tákn um það nána sam- band. Á blaðamannafundi í Osló ræddi utanríkisráð- herra um mörg þau mál, sem efst eru á baugi um þess- ar mundir hér á landi. Einna mestan áhuga höfðu norsku blaðamennimir á þátttöku íslands í Atlants- hafsbandalaginu og afstöðu þjóðarinnar til vama landsins. Utanríkisráðherra gaf þau svör, að fyrir nokkram áram hefði verið allmikil andstaða gegn þátt- töku í Atlantshafsbandalaginu og dvöl varnarliðsins hér. Hins vegar hefði sú mótstaða nú hjaðnað. Kvað hann engin sérstök aðkallandi vandamál á sviði utan- ríkismála^ eins og sakir stæðu, enda landhelgisdeilan við Breta farsællega leyst. Hér drap utanríkisráðherra á staðreynd, sem varla verður á móti mælt. Síðustu árin hafa æ fleiri sannfærzt um nauðsyn varnarsam- vinnu þjóðarinnar við vestræn grannríki. Fyrr á ár- um voru ýmsir uggandi um að dvöl varnarliðsins myndi mjög spilla tungu þjóðarinnar, verða hættuleg menningarlegu sjálfstæði hennar og valda því að ís- lendingar tækju skjótt upp ameríska hætti. Tíminn hefir leitt í ljós, að þessi uggur reyndist ekki á rökum ■ eistur. Vamarsamvinnunni hafa ekki fylgt ókostir heldur ótvíræðir kostir fyrir land og þjóð. Vissulega er hlutleysið, hin gamla utanríkisstefna þjóðarinnar, æskilegt, jafnt og það er æskilegt að aldrei komi til ófriðar í veröldinni. En saga síðustu áratuga hefir leitt í Ijós, hve haldlítið það er smáþjóðunum. Formælend- ur hlutleysisins hér á landi hafa ekki getað fært nein haldbær rök fyrir gildi þess í veröjdinni í dag. Það er ástæðan til þess, að aðeins 130 gengu í Keflavíkur- göngunni. Og það er ástæða þess, að andstaðan gegn hinni vestrænu vamarsamvinnu er nú nær horfin úr landinu. Beð/ð um stöðvun happi er nú unnið víða um land að fjölmörgum opinberam framkvæmdum. Aldrei fyrr hefir jafn mik- ið fé verið lagt til vegalagningar og nú. Unnið er að byggingu sjúkrahúsa, félagsheimila, skóla og íþrótta- mannvirkja, auk margra atvinnustöðva, sem sveitar- félögin eiga að einhverju eða öllu leyti. Á miklu ríður að hið stutta sumar sé vel notað til þess að koma þessum framkvæmdum áleiðis. Tillögur Framsóknar- flokksins og Sósíalistaflokksins um frestun innheimtu opinberra gjalda myndi hafa það í för með sér, að hin mikla uppbygging mundi þegar í stað stöðvast. Ekki þarf að lýsa þeim vandkvæðum, sem af því myndi leiða. Gegnir furðu að stjórnmálaflokkar, sem telja vilja sig sæmilega ábyrga, skuli leggja slíka ó- svinnu til í alvöru, ekki sízt Framsóknarflokkurinn, sem vill kalla sig dreifbýlisflokk. Sem betur fer mun ekki farið að hans ráðum. Uppbyggingin mun halda áfram um land allt. ■: Nokkrir bilaðhugamenn skoða hina nýju stækkuðu gerð — Prinz 1000. NYJU BÍLAGERÐIRNAR: NSU kemur með stærrí gerð - PRINZ 1000 j^y Prinz bifreið frá NSU- verksmiðjunum er nýkomin á markaðinn. Almenn sala á henni hófst úti í Þýzkalandi í júní-. mánuði, en 20 bifreiðir af þess- ari tegund hafa begar verið seld ar hér innanlands, helmingurinn af þeim kominn til landsins. Prinz bíllinn hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi síðustu árin. Er það Fálkinn h.f. sem hefur umboð fyrir hann og viðgerðarþjónustu. Þá er það á almanna vitorði að einn af kunn ari mönnum hér á landi, gaman vísnasöngvarinn Omar Ragnars son hefur verið Prinz-aðdáandi og er hann einmitt nú kominn á nýjasta módelið, sem hér verð ur sagt frá. Cú gerð af Prinz, sem fram- leidd hefur verið fram að þessu og notuð hefur verið hér á landi kallast NSU-Prinz 4. Það er frekar lítill bíll með 600 kúb- ik-cm vél, fjögra manna, en þar sem hann hefur verið með tiltölulega sterka vél, 36 hestöfl hefur hann orðið sérstaklega vin sæll fyrir það, hvað hann drífur vel. En nú eru NSU-verksmiðjurn ar komnar fram með njja gerð, sem er stærri og ennþá aflmeiri. Þeir kalla hana Prinz 1000, sem er 1 sama stærðarflokki og Volkswagen 1200, Ford 12 M, Opel Kadett og Renault 8 R. Hann er með svipuðu lagi og fyrirrennari hans Prinz 4, en þetta lag kom einna fyrst fram á Chevrolet Corvair bílunum og er almennt kallað Corvair-lagið. Það er ferkantað og gefur þá kosti að það gefur bezt rúm og mjög gott útsýni. í þessum nýja bíl er t.d. sérlega gott pláss fyrir þrjá afturí og farangurs- geymsla veruleg. j^SU verksmiðjurnar hófu starf endur fyrir löngu sem reið hjólaverksmiðjur og er það upp haf margra bifreiðaverksmiðja. Síðan voru þær heimsþekktar mótorhjóla- og skellinöðruverk- smiðjur, en unnu einnig að því að framleiða frumgerðir af nýj- gerðinni Prinz-4, en nú þykir sýnilegt, að vinsældir þessara bifreiða séu orðnar slíkar, að rétt var talið að hefja smíði stærri bifreiðar. NSU-verksmiðj- urnar eru og um líkt leyti að vinna brautryðjendastarf í vél- tækni, sem talið er að muni inn- an skamms verða þýðingar- mesta breyting bílaiðnaðarins, það er framleiðsla Wanferf- Fyrir nokkrum árum voru nýir bílar næstum því bannvara hér á Iandi. Þá var ástandið þannig, að nær því einu bílamir, sem fluttust til landsins voru rússneskir fengnir í skiptum fyrir fisk. Síðan hefur orðið stórfelld breyting á þessu. Það er einn árangur viðreisnarstefnunnar, að bifreiðainnflutningur er frjáls og þessi nauðsynlegu tæki geta verið almenningseign. Hið mikla bíla- hungur sem hér var áður hefur verið læknað, en héðan í frá á viðbótarinnflutningur að geta orðið eðliiegur og fólk að geta valið sér sjálft í rólegheitum þær tegimdir, sem það telur sér bezt henta. Þannig á að geta skapazt hér á landi hið sama eðlilega ásand í þessum málum eins og er í öðrum löndum. Vísir mun nú taka upp þann hátt að skýra lesendum frá tilkomu nýrra bifreiða á markaðinn, benda þeim á þær nýjungar, sem helzt eru á döfinni. Verður hér byrjað á því að segja frá nýrri bifreið frá NSU-verksmiðjunum þýzku, en það fyrirtæki hefur á sfðustu árum aukið stórkostlega framleiðslu sína samfara vaxandi vin- sældum. um tegundum bíla fyrir aðrar verksmiðjur. Þannig var frum- gerðin af Volkswagen-Porsche gerð hjá NSU. Fyrirtækið hafði þannig mikla reynslu í bíla- smíði, svo að árið 1958 ákvað það að hefja fjöldaframleiðslu á Prinzinum. Sú ákvörðun hefur reynzt mjög happadrjúg og hef ur vöxtur og framleiðsluaukning verksmiðjanna verið undri nær t. d. var aukningin nú á síðasta ári um 70%. "ram að þessu hefur fram- leiðslan einungis verið í litlu mótorsins, sem sleppir með öllu strokkum og gerir smíði hreyf- ilsins ákaflega einfalda og sterka, en nokkur ár munu líða þar til sú nýjung kemst í al- menna notkun. Verksmiðjurnar hafa aðsetur í Neckarsulm, skammt frá Stuttgart. |,ó stærðin sé meiri en á Prinz 4 er útlit þeirra líkt. Þó eru nokkrar breytingar greinilegar, t. d. stærri og bjartari rúður og hin breiðu „broad-beam“ fram Framh á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.