Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 14.08.1964, Blaðsíða 9
\ í S 1 R . Föstudagur 14. ágúst 1964. 9 • AfmælisspjaH við skáldið, Lárus Sigur jónsson, cand. theol. * Ckáldið, sem er nírætt í dag, býr í húsi við öngstræti beint upp af hafnarbakkanum, þar sem skipin Iiggja, er sigla um úthöfin. „Hann hafði svo ljótan hósta f alla nótt“, sagði konan hans. Þó hélt hún, að óhætt væri að ónáða hann stundarkorn. „Lár- us, honey“, sagði hún, „there is a joumalist from „Vísir“ who wants to have chat with you“ (hún heitir Mabel Ayeres, am- erisk, getur ekki verið annað, 77 ára gömul, kvik eins og fkomi og hefur lifað og hrærzt f manni sínum, sfðan þau sá- ust fyrst í Chicago árið 1920, þá var hún gift söng- og tónlistinni (óperunni og píanó- leik, en hann að stunda mælsku og framsagnarlist þar við háskól Islands unga þjóð! land þitt elska öllu framar skaltu; upp á við að göfgu marki haltu, ættjörðinni fyrir fóstrið gjaltu, fjör þótt- kosti’ og blóð. Hún þig hefur borið sér á brjósti, blessað þig og skýlt í lífsins gjósti, fyigt þér, stutt þig farna ævislóð o. s. frv. jþégar öldungurinn birtist und arlega lítið breyttur frá myndinni af honum úr Unga íslandi, spurði blaðamaður: „Hafið þér verið bjartsýnn allt yðar líf?“ (Annaðhvort hljóta menn að halda sér vel • vegna rétts veðmáls í ástinni eða vegna trúar á lífið og áreið anlega ef hvorttveggja er fyrir hendi). Mabel og Lárus heima á Nýlendugötu 22. Skáldið blaðar í bók sinni „Stefjamál“. Myndina tók stgr. SVO SEM EKKERTAÐ VERÐA NÍRÆDUR ann). Annars vildi hún halda þvf fram, að Láms sinn hefði verið við framhaldsnám í guð fræði — hann er prestaskóla- kandídat frá 1906. „Hann hefði orðið framúrskarandi prestur'* sagði hún, „það sögðu Ifka pró fessorarnir hans, en hann gat ekki hugsað sér annað hlut- skipti en að vera skáld ... eins og vera bar ... þú veizt, hvað sagt var um hann, áður en hann fór til Ameríku: „He is the one and only“. Þetta hefur verið laust eftir aldamót, og þá var fjölskrúðugur skáldahópurinn 1 íslandi (Matthías, Einar Ben., Stgr. Thorst, Guðmundur Guð- mundsson, Jóhann Sigurjóns- son, Þorsteinn Erlingsson). T stól undir málverki af Mabe) sem Carmen í ópemnni, rifj- aðist upp minning frá þvf fyrir þrjátíu og tveim árum — um snáða, liggjandi á grúfu í gólf- inu með bók fyrir framan sig, sem hann undi sér við daginn út og daginn inn og var honum bmnnur fróðleiks og skemmt- unar. Þetta var heill árgangur af Unga íslandi frá 1905, bund- inn inn eins og sæmir góðri bók. í fyrsta tölublaðinu var mynd af manni með hárfax ítalsks tónsnillings og lonjettur á nefinu — hann studdi hönd undir kinn. Sfðan hefur verið erfitt að hugsa sér að skáld líti öðru vísi út. 'Um svipað leyti smaug inn f barnssálin-i sagan eftir H. C. Andersen um skáldið og litla drenginn með bogann (þokkastrákinn Amor), sem hæfði það í hjartað. Lýs- ing á skáldinu með hjartaþelið samtvinnaðist Ijósmyndinni i Unga Islandi, sem var af rit- stjóra þess, Lárusi Sigurjóns- synd, stud. theol. Hann var kynntur sem skáld og birt eftir hann ljóð, sem gaf tóninn blaðinu: „Bjartasti þráður í lífi mínu hefur verið sambandið við land ið sjálft. ísland hefur fylgt manni hvert sem er eins og leiðarljós: trúin á landið og frelsi þess og hamingju". Hann var tæp fjörutfu ár i Vesturheimi og dvaldist lengst í Chicago, þar sem kona hans og hann ráku tónlistarskóla. „The Orchard School of Music and Expression". Hún kenndi söng og píanólelk. en hann kenndi nemendum að skilja bókmenntalegt gildi söng leikjanna ... Og alltaf orti hann jafnt og þétt og birti nær ekk- ert eftir sig og aldrei kom út bók eftir hann önnur en smá- kver, sem hafði að geyma ljóða- Mabel og Lárus Sigurjónsson nýgift í Chicago. M——————8M !WÉ flokk, sem hann orti f tilefni af 100 ára afmæli Chicagoborg- ar árið 1933. „Þetta er ágætasta borg", sagði skáldið", með eilífa feg- urð á bökkum Michiganvatns- ins — aldrei varð ég var við ófriðinn, sem ríkti milli íranna og ítalanna þar á bannárunum — maður las bara um það í blöðunum". TVTabel gerði sér far um að A láta fara vel um manninn sinn og gaf honum Iakkrís-háls- töflur. „Ætli sé nokkurt gagn af þessu", sagði hann. Hann fékkst til að segja frá þvi, þegar hann brauzt til mennta, úr blá- skfnandi fátækt, pilturinn úr Borgarfirði eystra, stundaði vinnu til sjós og lands til þess að geta num'ið við lærða skól- ann. Foreldrar hans og syst- kini voru þá flutt til Ameríku, höfðu farið þangað „upp úr gosinu". „Ég var ákaflega lasinn frá þvi á ellefta árinu — ég vakn- aði þá eina nóttina með óþol- andi kval'ir og barðist síðan við þessar þrautir árum saman og það var ekki fyrr en '1906, sem ég sigldi til Hafnar, að það vitn aðist, hvað að mér amaði. Ég var með botnlangabólgu og skorinn upp. Meira að segja Guðm. Magnússon héitinn land læknir, sem skoðaði mig hér heima, gat ekki fundið sjúk dóminn''. Hann sagði af vináttu sinm við Jóhann heitinn Sigurjóns- son skáld. Þeir urðu samskipa á „Vestu“ á leið suður að norð- an og austan og báðir að fara skóla. Jóhann hafði komið um borð á Seyðisfirði. „Hann fó' að tala við mig um skáldskap' Hann lýsti Jóhanni sem lagleg- um fjörmanni, snarlegum hah sem var í þá daga svo bindind issamur, að það var með eins dæmum, forystumaður í stúku og flutti brennheitar ræður uai skaðsemi Bakkusar. Lárus sagði, að Ijóðin, sem hann orti þá hefðu ekki verið mikil, „hann var ekki mikið ljóðskáld að eðlisfari — en þroskaðist upp í að verða það — hann var aðallega leíkritaskáld, enda var hann farinn að hugsa um þá hluti, þegar ég hitti hann fyrst. Hann hafði greinilega hrifizt af Björnstjerne Björnson og Ibsen ... Já, hann Jóliann var glað- ur og elskulegur. Við bjuggum saman sfðasta vetur hans í skóla, leigðum í Mjóstræti, þar sem Fjalakötturinn var til húsa. Eftir tíma á daginn gengum við alltaf inn á Hlemm til þess að örva matarlystina og hrista af okkur skólarykið. Þá töluðum við gjarnan um skáldskap" Lárus gat fleiri skólabræðra, t. d. Jóns Stefánssonar, listmál- ara.....hann var ekki byrjaður að mála þá og leit ekki út fyrir að vera listrænn. Hann var greindur, en heldur ómannblend inn“. Þeir voru saman í fæði, Jón, Jóhann og Lárus. Á skólaárunum var Lárus far inn að yrkja — hann var einn af félögunum i skáldaklúbbnum „Stella Nova“ ásamt þeim Guð- mundi Guðmundssyni, skóla- skáldi, Sigurði Júl. Jóhannes- syni, Lárusi Halldórssyni a Breiðabólstað, Jóhanni Gunnari og Páli Jónssyni, lögfræðingi („hann varð ekki gamall") og síðast en ekki sízt Einari Arn- órssyni. Á fundunum lásu þeir ýmist ljóð eða ritgerðir eða efndu til umræðna. Prófessor Halldór heitinn Hermannsson bókavörð ur í Iþöku, við Cornell Univerri ty var dómari skáldanna. Han.n dæmdi Lárusi þriggja króna verðlaun fyrir eitt kvæði eftir hann og tvær krónur fyrir ann að ljóð. Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.