Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 2
V í SIR . Miðvikudagur 19. júlí 1967. .v.v.v.v.v.v.v.v.%v.v-v.v.v-%v.v.v.v-v.v.v.vBv.v.v.v.v.,.,.%v.,.,.,.,.v.,.v.v.,.v.B.,.B.v,.v.,.,.,.vi,ivv Tveir yfir 7 metra í langstökki í gær Jón Þ. kom á óvart og vann Valbjörn með 7.02 — Guðmundur Hermannsson 17,62 — Þorsteinn L55.1 J6n Þ. Ólafsson viröist sífellt vera að mlða að tugþrautar- þátttöku með góöum árangri. 1 gær bætti hann sig stórlega í langstökki, — stökk 7.02 metra en Valbjöm Þorláksson bætti sig einnig, stökk 7.00 metra, en nokkur meðvindur var aö visu í þessari grein, þó ekki mikill. Þetta gerðist í Bikarkeppni FRÍ, Reykjavíkurriðlinum, en tvö fé- lög, sem flest stig hljóta fara í úrslitin 19. og 20. ágúst n. k. Eins og staðan er eftir fyrri dag er greinilegt aö KR og ÍR munu fara í úrslitin úr þessum riðli, en ÍR leiðir keppnina eft- ir fyrri dag meö 70 stig, KR er með 65 stig og Ármann með 44 stig. Af ýmsum afrekum mótsins í gær má nefna kúluvarp Guð- mundar Hermannssonar, sem varpaði þrisvar yfir 17 metrana, lengst 17.62 metra og var þó aldrei fyllilega ánægður. náði,» kúlunni ekki nægilega vel fram »■ á fingurna. Erlendur Valdimars||. son varpaði 14.89 metra og .J Amar Guðmundsson 14.77. I> í 200 metra hlaupinu vakti V Jón Þ. Ólafsson einnig athygli, .J varð annar á 23.9 sek. á eftirj. Ólafi Guðmundssyni, sem fékk «J 23.0 sek. meðan Erlendur Valdi marsson sigraði í hástökki í fjarveru Jóns og færði iR stig- in. Erlendur stökk 1.80, Val- björn og Sigurður Lárusson 1.75 metra. Þorsteinn Þorsteinsson vann 800 metra hlaupiö á 1.55.1, en Halldór Guðbjörnsson, sem keppti sem gestur (aðeins einn þátttakandi frá hverju félagi), fékk 1.56.2 og Þórarinn Amórs- son 1.59.9. Sveit KR vann örugg an sigur í 4x100 metra hlaupi 3. deildar keppnin: á 45.8 sek. en enginn þátttak- andi var í 3000 metra hlaupinu. Spjótkastið vann Valbjöm Þor- láksson á 55.06 metrum, Sig- mundur Hermundsson kastaði 52.58 en Skúli Ámason, sem var gestur, kastaöi 49.11 metra, sem mun vera sveinamet með karla- spjóti og mjög góöur árangur hjá svo ungum manni. í kvennagreinunum náði Krist in Jónsdóttir úr Kópavogi at- hyglisverðum tíma í 100 metra Framh á bls. 13 Tekst FH að sigra Dómarinn fœrði punktinn fram á — og sýndi svo ekki varb um villzt oð enn einu sinni í útihandholta ? íslandsmótið í handknattleik kvenna og karla hefst í Hafnar- firði n. k. föstudagskvöld og verð- ur nú í fyrsta sinn leiklð hér á landi á asfaltvelli, en þaö er mjög algengt erlendis. Mótið mun fara fram fyrir framan Lækjarskólann í Hafnarfirði, en þar hefur völlur verið settur upp á hinni svokölluðu skólamöl. Þátttaka er með mesta móti aö þessu sinni bæöi i karla og kvenna- flokki. Öll 1. deildarliöin í karla- flokki hafa tilkynnt þátttöku í mót- inu og auk þess ÍR, sem leikur í 2. deild. í kvennaflokki keppa Ármann, Breiðablik, iBK, Valur, Fram, ÍBV og KR. Eru því sjö lið í kvenna- flokki og jafnmörg í karlaflokki. Vegna hinnar miklu þátttöku hefur veriö ákveöið að keppt verði í tveim riðlum I hvorum flokki og hefur verið dregið í riðla. I karlaflokki leika saman í A- j riðli: FH, ÍR, KR og Víkingur. — í I B-riðli: Valur, Haukar og Fram. ; I kvennaflokki í A-riðli: Ármann, Breiðablik, ÍBK og Valur. — I B-riöli: Fram, ÍBV og KR. Fyrstu leikirnir verða n.k. föstu- ; dag, sem fyrr segir og hefst keppn- I in kl. 20. Þá fara fram þrír leikir í karlaflokki og keppa fyrst FH og ÍR og síðan Valur og Haukar, en j dómári leikjanna verður Karl Jóhannsson. Kvenfólkiö byrjar svo að keppa föstudaginn 28. júli en þá fara fram þrír leikir í þeim flokki óg einn i karlaflokki. Mótið stendur til 17. ágúst en þá verða leiknir úrslitaleikir í kvenna og karla- flokki. dómarar eru ekki óskeikulir S.l. sunnudag fór fram í Sand- gerði leikur i IH-deiId. Leiddu þar saman hesta sína Reynir frá Sand gerði og HSH (Snæfelllngar), og sigruðu hinir fyrmefndu með 2:0, sem gefur þó ekki fyllilega rétta j mynd af gangi leiksins. 4:0 væri nær sannl, en Reynismenn mis- notuðu mjög illa marktækifærin. HSH-ingar byrjuðu leikinn að vísu vel og þiörmuðu nokkuð að Reynis vörninni fyrstu fimm mínúturnar, en þar með var líka draumurinn búinn. Eftir bað réðu Reynismenn lögum og lofum á vellinum, allt þar til að vinstri bakvörður varð að yfirgefa völlinn vegna meiösla, í seinni hálfleik. Gegn tíu Reynis- mönnum tóku HSH-ingar svolítinn fjörkipp, en tókst ekki að rétta hlut sínn, en þá var staðan orðin 2:0. Reyni í vil. Fyrra markið skor aði Jonnart Vest um miðjan fyrri hálfleik, á snotran hátt. Hann vipp aði kncttinum laglega vfir varnar- ieikmann og skoraði með óverjandi skoti. Annað mark Reynis kom Iitlu síðar. I-Iöröur Jóhannsson útherji, gaf góða sendingu fyrtr markið, sem Halldór Aspar afgreiddi við- stöðulaust í netið. Reynismönnum tókst nú að hefna harma sinna frá fyrri viðureign þessara aðila, enda var allt annar og betri svipur yfir liðinu en ver- ið hefur í sumar. Vörnin var mjög traust og lokaði hverri smugu það vel að HSH-ingar fengu ekki eitt einasta gott marktækifæri allan leikinn. Sérstaka athygli vakti þar leikur Óskars Gunnarssonar, mið- varðar. Á honum brotnuðu öll upp- hlaup sem komu fram miðiuna og skallaöryggi hans er mikið. Framlínan var óheppin með skot- in og tvívegis mátti hinn efnilegi leikmaður, Róbert Magnússon, bíta 1 þaö súra epli, að brenna af á markteig. Jonnart Vest barðist eins og ljón allan leikinn og var óefað dugmesti 'maður liðsins. Halldór Aspar, nýgræðingurinn í framlínu Reynis, virðist betur eiga þar heima heldur en í vörninni. Með HSH-liðinu ieika þeir Hörð- ur Felixson, sem áður lék meö Tveir danskir fimleikaflokknr Tveir danskir fimleikaflokkar, kvennaflokkur og karlaflokkur, sýna listir sínar í Háskólabíói næstkomandi fimmtudag og föstudag. Hér er um að ræða tvo af beztu sýningarflokkum Dana í fimleikum, kvennafl. frá Frederiksborg, karlaflokk frá Præsto. I kvennaflokknum eru 16 stúlkur og í karlaflokknum 14 piltar. Stúlkurnar sýna jazz- ballett og rythmiska leikfimi og staðæfingar með boltum og stöfum. Piltarnir sýna bæði dýnu- stökk og áhaldaleikfimi, og er talið að þetta sé einn allra bezti sýningarflokkur, sem sézt hefur hérlendis. Sýningaratriði eru 6, og koma flokkarnir inn til skipt- is. Öll sýningaratriði fara fram við píanóundirleik, og eru tvelr píanóleikarar meö flokkunum. Þessir sýningarflokkar komu hingað til lands á vegum Ung- mennasambands Eyjafjaröar og hafa sýnt á Norðurlandi undan- farið viö geysilega hrifningu. Forystumenn í íþróttamálum nyrðra telja þetta einhverjar fjölbreyttustu og glæsilegustu fimleikasýningar, sem sézt hafa hér á landi. Hér gefst sem sagt kostur á að sjá úrvals fimleika, og er þess að vænta, að borgarbúar látl þetta tækifærl ekkl ónotaö tll að sjá það bezta af þessari fögru og skemmtilegu íþrótt. Hér í Reykjavík sýna flokk- arnir á vegum Glímufélagsins Ármanns, og lýkur heimsókn þeirra hér á Iandi með þessum sýningum. Sýningin á fimmtudag hefst kl. 9 síðdegis, en á föstudag kl. 23.15. Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverzlunum Lárusar Blönd- dal og í Háskólabíói. víta- völlinn Val og nafni hans Guðmundsson, sem var í eina tíð miðvörður Þrótt- ar. Þótt mesti Ijóminn sé nú farinn af þessum leikmönnum, þá sýndu þeir að lengi getur lifað í gömlum glæðum og eru þeir liðinu mikill styrkur. Traustasti leikmaður liðs- ins er hins vegar miðvörðurinn Guömundur Bjarnason. Dómari var Ragnar Magnússon og slapp hann sæmilega frá leikn- um, en framkoma hans fyrir leik vakti mikla fúrðu. Ekki er nema góðra gjalda vert og skylda hvers dómara að athuga knött, mörk og markalínur Ieikvallar, en krefjist hann einhverra brevtinga, verður dómari að vera viss um réttmæti þeirra. Ekki er nóg að ,,klofa“ um völlinn og segja aö eitt og annað sé ranglega mælt og rjúka til og færa vítapunkt fram á völlinn, eins og Ragnar gerði. Ef hann er svo tortrygginn á mæl- ingakunnáttu þeirra Sandgerðinga ætti hann að hafa með sér mæl- ingamann næst, því að í ljós kom, viö nánari mælingu eftir leikinn að „klofi“ Ragnars er ekki áð treysta. Vítapunkturinn var upphaflega á réttum stað eða 11 metra frá marki, en 12 þegar Ragnar var búinn að færa hann. — emm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.