Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 19. júlí 1967. Gatnamálning Til mlkillár fyrirmyndar eru framkvaemdir borgarinnar við gatnamálningu og eyjagerð á'mestu umferðaræðunum um þessar mund- ir. Eru öli hraðvirkustu vinnubrögð notuð og hefur verkið nnnizt vel. Þessi mynd var tekin af njrri syju á Laugavegi, fyrir framan Laugaveg 178, en þessi kafli Lauga vegar mun hafa verið einhver mesti háskakafli í gatnakerfi Reykjavíkur og landsins í heiid. Vonandi verður nú breyting á, og eru menn hvattir til að notfæra sér vel merkta gangbrautina yfir götuna og „eyjuna“, sem er sann- arlega mikið öryggi fyrir gangandi fóik. Á sólheitum sumardegi jj Á sólheitum sumardegi 9 svamlaði ég i bæinn J og bunka af skrifuðum blöðum » bar ég í mínum höndum • ég gekk fram hjá glugga búðar J og gegnum hann sá ég • skínandi fallega skvísu J með skverlegum barmi • sem vantaðl vinstri hendi • og vantaði hægri arminn J að auki var telpan topplaus • í terylíns-buxum gulum 2 og ljóst var hárið á ijúfu • en logaði sól á skinni « og skómir með háum hælum 2 mitt hjarta sló örar og örar • ég agndofa á hana starði ! það ei skyldi verið hafa o því Magnús með vél á maga 2 mundaði hana á færi J svo skaut hann mig skatninn grái 2 og skellti mér svo í blaðið • sem heldur þú nú í höndum • og hamast við að Iesa. Þetta orti sá frægi Boggi blaða- maður. — Bogga er að finna dagiega á bls. 11. TAPAÐIILLA FYRIR ÍSLAND RÚMENÍU / 2. UMFERÐ en vann Kúbu íslendingar lentu í mjög sterkum riðli á Stúdentaskák mótinu í Tékkóslóvakíu, sem hófst á mánudaginn. Lentu þeir í riðli með Bandaríkja- mönnum, Rúmenum og Kúbu mönnum, og eru þessar þjóð- 1. umferð ir allar þekktar fyrir að eiga mjög sterka skákmenn, og hafa allar staðið sig vel á undanförnum stúdentamót- um. Bandaríkjamenn og Rúm enar hafa ávallt verið með fremstu þjóðum í A-riðli úr- slitakeppninnar, en Kúbu- menn urðu nr. 2 í síðasta móti í B-riðli. íslendingar byrjuðu samt sem áöur mjög vel í þetta sinn og unnu Kúbumenn í fyrstu um- ferð með 3 vinningum gegn 1, en til gamans má geta þess, að á síðasta stúdentamöti í Svíþjóð unnu Kúbamenn íslendinga 3—1. Úrslit í einstökum skák- um íslendinganna urðu sem hér segir: Trausti Björnsson og Garzia, gerðu jafntefli, Guð- mundur Sigurjónsson vann Budi, Jón Þ. Þór vann Gomez og Bragi Kristjánsson gerði jafn- tefli við Trujillo. I þessari um- ferð skildu Bandaríkjamenn og Rúmenar jafnir, 2—2. I annarri umferð sem tefld var í gærkveldi töpuðu íslend- Frh. á bls. 13. 3-1 í Síldarsamningar viS Rússa hófust í Moskvu í gær — BúiÖ oð semja um salts'ildarsölu til NorÖur- landanna og Bandarikjanna — Magnið • ekki endanlega ákveðið Söltunarstöðvar eru þó hvarvetna tilbúnar að taka á móti síld, þeg- ar hún kemur nær landi, en fiski- fræðingar búast við að hún muni slá sér upp að landinu í byrjun ág- úst eða svo. Heitasta sumar- veðrið í Keykjavík Heldur var sólarlítið um siðustu helgi, þó veðrið væri milt víðast hér sunnanlands. Ekki var fyrr koni inn mánudagur en tók að skína á ný og varð þá heitasti dagur sum- arsins í Reykjavík, 17 stig. Norð- austlæg átt hefur verið undanfar- ið og hefur hún bægt hafgolunni frá hér við sjávarhliðina. í gær var sólskin sunnanlands, en víðast skýjað fyrir norðan. Hiti á Suður- landi var yfirleitt 14—15 stig, he’* ast á Hellu, 17 stig. í Reykjaví’ Framh. á bls 13 íslenzk samninganefnd hélt út tii Moskvu fyrir heigina til þess að ræða við Rússa um kaup á ísienzkri saltsíld og hófust viöræðumar i gær. 1 nefndinni eru Gunnar Flóv- enz framkvæmdastjóri Síldarútvegs nefndar, Jón Skaftason hrl. og Ól- afur Jónsson. Á ýmsu hefur gengið með síldar- söiur til Rússa undanfarin ár og í fyrra var samið um talsvert magn af haustsíld. Samningar hafá þegar tekizt um saltsfldarsöJu til Bandaríkjanna, en ekki er ennþá endanlega ákveðið hversu mikið magnið verður. ,Þá > hafa samningar einnig tekizt við i Noröurlöndin, Svíþjóð, Finnland, Danmörku og Noreg, en magnið verður ekki ákveðið fyrr en seinna í mánuðinum. Þar er samið um samskonar salt- síld og seld hefur verið til Noröur- landa undanfarin ár. Síldin, sem veiðzt hefur að undan- förnu í hafinu milli Noregs og ís- lands, hefur fyrir alllöngu náð nægj anlegu fitumagni fyrir söltun, en síldin er hins vegar svo óralangt frá landi að ekki er viölit að salta, það sem að landi berst. Friðrik og Larsen með 3'/* vinning úr fjórum skákusr Togarinn fékk 430 ;e síld í Norðursjó ísí1 1b 4 r 3i Togarinn Jón Kjartansson, sem sá kunni síldarskipstjóri Þorsteinn Gíslaspn keypti í fyrra og lét gera upp fyrir síldarvertíðipa fékk í gær 430 lestir af síld í Norðursjónum, en þangað fóru nokkur íslenzku síldarskipanna í síldarleit. Reykja- borg fékk þar 170 lestir í fyrra- dag og í gær fékk þar enn- fremur afla Brettingur, 270 lestir. Aflann fá skipin suðaustur af Orkn wjum (Dungalshöfða). -- Skipin leggja sennilega upp i Færeyjum Annars var aflinn tregur í nótt og fengu aðeins þrjú skip afla norð- ur í íshafinu, Ingvar Guðjónsson 100 lestir, Biörgúlfur 150 lestir og Sólrún 190 lestir. — Állmörg skip eru nú á miðunum og Haförn er þar og lestar síld. ennfremur er von á Síldinni á miðin bráðlega, en síldin lætur ekki sjá sig að að sinni. Þeir Larsen og Friðrik eru nú efstir og jafnir á skákmótinu í Dun- H " í Skotlandi með 3>/2 vinnr • eftir fimm umferðir, og hafa báó ir setið hjá eina urnferð Jrriðr sat hjá í gær " Gligoric er’næst'- með 3 vinninga og biðskák. Per rose er í fjóröa sæti á mótinu me' 2]/2 vinning, O'KelIy hefur 2 vinn inga, Kottnauer iy2, Portchard og Davie hafa hálfan vinning hvor og Wade hefur engan vinning hreppt ennþá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.