Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 7
VTSrR í MKviIdidagur 19. júlí 1967. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Dr. Kiesinger fer í fyrstu heimsókn sina til Washington í ágúst Þag var opinberlega tilkynnt í Bonn í gær, að dr. Kiesinger kansl- ari V-Þýzkalands fari til Washing- ton og dveljist þar dagana 15. og 16. ágúst til viðræðna við Johnson forseta. Þetta er í fyrsta skipti, sem dr. Kiesinger fer í heimsókn til Bandaríkjanna. Karl Gunther von Hase, talsmað- ur stjómarinnar, skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum í gær og kvað hann Willy Brandt utan- ríkisráðherra og varakanslara taka þátt í heimsókninni. Upphaflega var heimsóknin á- kveðin í byrjun þessa mánaöar, en var frestað sem kunnugt er, vegna sparnaðarráðstafananna, sem þá voru á dagskrá í þinginu, og tekin ákvörðun um. — Á fundi von Hase með fréttamönnum kom fram,: aö heimsóknin hafði verið ákvehin fyrri hluta september, en dr. Kies- inger fallizt á tillögu Johnsons for- seta, að hún yröi 15. og 16. ág- úst. Fundum dr. Kiesingers og John- sons forseta hefir borið saman aö- eins einu sinni, eöa við útför dr. Konrads Adenauers, fyrrverandi kanslara. Sprengjuárásum á N-Viet- nam haldið áfram Tilkynnt var í gær í Washington, að sprengjuárásum yrði haldið á- fram á Norður-Vietnam, en John- son forseti sagði á fundi með frétta mönnum í gær, að stjómin hefði óbreyttan áhuga á friðsamlegri lausn í Vietnam, en ekkert hefði komið fram um það frá mótaðil- anum, að hann væri fús til sam- komulags. í NTB-skeyti frá Washington segir, að þag hefði fiogið fyrir, aö Bandaríkjastjórn myndi stööva loft árásirnar á N. V. um tíma, en í til- kynningu landvarnaráðiineytisins, sem að ofan getur, segir,' aö stefna stjórnarinnar að því er varðar sprengjuárásir á Norður-Vietnam sé öbreytt. Tilkynningin var birt sem svar við fyrirspurnum, sem fram voru bornar vegna þess, sem flogið hafði fyrir um þessi mál. Branco fyrrv. Braziliu forseti fórst í gær í flugslysi Humberto Castello Branco fyrr- verandi forseti Braziliu fórst í gær Vonlaust um sambund við Surveyor IV Pasadena, Bandarikjunum: Banda- ríska geimferöastofnunin hefir að kalla má gefið upp alla von um aö samband náist við Surveyor þriðja, sem ekki hefur heyrzt í síöan rétt áður en hann átti að lenda mjúkri lendingu á tunglinu. í flugslysi. Varð árekstur milli fiug- vélarinnar, sem hann var í og einn- ar flugvélar braziliska flughersins, um þag bil 2500 km norðaustur af Rio, yfir sambandsríkinu Rio Grande del Norte. Meðal farþega var bróðir hans, Castello, sem var ríkisstjóri í sam- bandsríkinu Ciera og kvenrithöfund ur að nafni Maura Frota. Branco var forseti Braziliu frá því í apríl 1964 þar til í marz sl. 1 Hann var 67 ára. Hann var 24. for-1 seti landsins og hinn fjórði, sem vann embættiseiö í Brazilia, hin- um nýja höfuðstað landsins. Branco vann sér frægðarorð í síðari heimsstyrjöld, er hann var yfirmaðúr brazilisku hersveitanna, sem sendar voru til Ítalíu. JOHNSON SVARAR FYRIRSPURNUM. Forsetinn svaraöi fyrirspurn um það, hvort fundur æðstu manna samherjanna í Vietnam yrði hald- af mikig upp úr blaöafréttum í inn í Bangkok í næsta mánuði, og sagði hann, að fundur yrði haldinn á næstu vikum eða mánuðum, en ekki ákveðið hvenær eða hvar hann yrði haldinn. Forsetinn vildi ekkert segja um hve mikiö viöbótarlig yröi sent til Vietnam og varaöi við að leggja of mikið upp úr blaðafréttum í Washington um að á seinustu 2—3 mánuöum hefði manntjón Banda- ríkjanna verið meira en Suður-Viet- nam í fyrsta sinn. I-Iann játaöi að fréttirnar væru réttá’r, en þaö;heft5j engari tilgáng að tala um að ann- að landið biði mei.ra . tap ánnan daginn en hinn — og hann kvaðst ætla, að manntjón Suður-Vietama ! hefði stundum verið meira. Dr. Kiesinger lan Smith hlakkar yfir auðmýkjandi ósigri Breta Saiisbury: Ian Smith forsætis- ráðherra Rhodesiu lýst því í gær sem auðmýkjandi ósigri brezku stjórnarinnar, að Rhodesiu-seðla- bankinn (Rhodesian Reserve Bank) hefði látið prenta og gefa út nýja pundsseðla. Prentun seðlanna væri nýr sigur fyrir Rhodesiu, sagði hann, og mundi þetta vafaiaust vera hryggðarefni fyrir suma á Bretlandi. Hann minntist ekkert á það, aö brezka stjórnin neitaöi aö viðurkenna gildi Rhodesiu-punds- seðlanna. BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI 'f'ZVj m--’" Ian Smith Skoðið bilana, gerit góð liuup —■ Óveniu glæsilegf úrval Vel meS farnir bilar í rúmgóðum sýningarsal. UniboSssala ViS iökum velúilífandi bílct í umboðssölu. : í Höfum bilana fryggða i gegn þjófnaði og bruna. J SYNINGARSALUfílNN SVEINN E6ILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Sovéskt geimfar @n ekki fljúgandi diskar? í frönsku stjömuathugunarstöð- inni í Meudon, Frakklandi, hallast menn aö þvi, aö hinir annarlegu hlutir, sem menn þóttust sjá á iofti í Frakklandi, Ítalíu og víðar, hafi verig nýr sovézkur könnunar- gervihnöttur, sem skotið var á loft á mánudag, og fer kringum jörðu í aðeins 100 km fjarlægð. Baktjaldaviðræður úrangurslausar Að undanförnu hefir ver ið kappsamlega unnið að því að tjaldabaki á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna í New York, að ná sam- komulagi um málamiðlun- artillögu, er fengi nægi- legt fylgi á Allsherjarþing- inu, eða % atkvæða. Mikið hefur verið rætt um til- iögu, sem hnígur í þá átt, aö ísraels stjórn afturkalli sínar gerðir varö- andi þá ákvörðun, aö sameina gamla borgarhlutann hinum nýja og setja báða undir sömu stjóm. Tillaga sú um Jerúsalem, sem reynt er að afla fylgis um, og nú þykir ólíklegt að fái nægilegt fylgi, er borin fram af Pakistan. Margir fulitrúar eru nú sagðir farnir aö hallast ag því, að það kunni að reyn ast vel að hafa það fyrirkomulag, sem ísrael hefir komið á, með frjálsri aðgöngu að öllum helgi- stööum og viö nokkurt alþjóölegt kirkjulegt eftirlit varðandi þá. Arabískir flóttamenn hverfa heim. Yfir 150 arabískir flóttamenn fóru í gær yfir Allenbybrúna á Jórd anfljóti á leið til heimila sinna, sem þeir yfirgáfu, er ísraelskar hersveitir hófu sókn inn á jórd- anskt landsvæöi í styrjöldinni. Að- allega var hér um að ræða konur og börn úr 52 fjölskyldum. Það er búizt við, að mörg þúsund arabísk- ar fjölskyldur þiggi tilboð Israels- stjórnar um aö koma heim aftur, en menn verða aö senda um- sókn ' um það. Flóttafólkiö var fyrst sent í flóttamannabúöir, þar sem því var gefinn matur, áður en það hélt til sinna gömlu heimkjmna. Eftirlit með kaupgjaldi og verðlagi í Bretlandi. Neöri málstofan samþykkti f fyrradag heimildina til framleng- ingar á eftirlitinu, og var aðeins rúmlega helmingur þingmanna á fundi. Meö greiddu 202 atkvæði, en 146 á móti. Sókn gegn Katanga í undirbúningi ? I NTB-frétt frá Brussel í gær segir, að belgíski ofurstinn Jeane Schramme og hinir hvítu málaliðar hans undirbúi nú leiftursókn til þess aö hertaka Katanga-fylki, sem er námuauðugasti hluti Kongo. Fyr- ir þessu er bbrinn belgískur flug- virki, sem var einn gíslanna í haldi hjá málaliðunum. — Málaliöarnir hafa nú komið sér fyrir á hinni miklu plantekru Schramme, sem er 150 km fyrir sunnan Kisangani. Flugvirkinn segir þúsundir upp- reisnarmanna flykkjast til plant- ekrunnar. — Schramme var eitt sinn náinn samstarfsmaður Tsjom- bes. Fljúgandi diskar? I fyrrinótt og gærmorgun sáust víða í Frakklandi (Paris, Strass- bourg, Dieppe o. fl.) kynlegir hlut- ir svífa í lofti. Ekki virðast menn hafa getaö áttað sig á hvað þetta var. Siðar voru birtar fréttir frá Svisslandi og Ítalíu um að hinir kynlégu hlutir hefðu einnig sézt þar. Á Italíu segjast sumir hafa séð „logandi fótbolta“ á lofti. Sovétsjóliðar áhorfendur. I Dagblaði alþýöunnar í Peking var sagt í gær, að yfirmaður so- vézku flotadeildarinnar í Egypta- landi hafi talaö drýgindalega við komuna þangaö, um að herskipin væru reiöubúin að hrinda ofbeldis- árás, en meðal herskipanna eru tvö eldflaugaskip’ Þegar svo ísra- elskar flugvélar hafi gert árásir á egypzk fallbyssustæði f 8 km fjar- lægð frá sovézku skipunum hafi Egyptar varizt vasklega, en sovézku sjóliðamir verið „áhorfendur". Bretar yfirgefa Singapore 1975. Brezka stjómin hefir birt grein- argerö fyrir samdrætti í brezkum vömum austan Suez af spamaöar- ástæðum. Flotastöðina f Singapore og vamarstöövar í Malajsíu ætla þeir að vera búnir að yfirgefa 1975. Fækkað verður mönnum í öllum greinum landvama og mest í land- hersveitum, samtals svo nemur 1/5 f vamarstöðvum austan Suez. Á- ætlaður sparnaður er 300 milljón- ir punda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.