Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 13
VISIR . Miðvikudagur 19. júlí 1967. 13 FULLKOMIN ÞJÓNUSTA Látið okkar hraðvirku vél, með sínum undra- verða hraða, sjá um viðgerðir á ykkar sprungnu hjólbörðum. JEPPA-, WEAPON- og SENDIBÍLAEIG- ENDUR. Extra transport METZELER. Mjúk og endingar- góð. Stærðir: 600 x 16“ 6 pl. 650 x 16“ 6 pl. 700 x 16“ 6 pl. 750 x 16“ 8 pl. 900 x 16“ 10 pl. Höfum fyrirliggjandi allar stærðir af METZELER hjólbörðum, sem eru sér- staklega mjúkir og sterkir. Þá útvegum við með stuttum fyr- irvara allar stærðir af öllum öðr- um hjólbarðategundum, sem seld- ar eru hérlendis. i i Sendum út á land, hvert sem er, hvenær sem er BENZÍN- OG HJÓLBARÐA- ÞJÓNUSTAN V/VITATORG Sími: 14113 Opið daglega frá kl. 8.00—24.00 laugard. frá kl. 8.00—00.01 sunnud. frá kl. 10.00—24.00 Daf 1963 til sölu. Uppl. í síma 35952 e. kl. 7 á kvöldin. Skólasldp — Framh. at bls. 1 undanfömum árum, og gefum við honum orðið: — Smíði skipsins var hafin í Englandi árið 1944 og var því hleypt af stokkunum árið 1946. Það var sérstaklega smíðað með það fyrir augum að sigla um norðurhöfin, eða frá Englandi til Rússlands. Skipið er m. a. búið nokkrum 104 mm failbyss- um sem draga 10 til 15 km vegalengd. Einnig er þaö búið smærri byssum og djúpsprengju vörpum. Stærðin er 1500 tonn. Árið 1962 var það keypt til Finnlands og hefur verið notað sem æfingaskip fyrir finnska sjóheHíin síðan. Venjulega eru 160 sjóliðar um borð, en nú eru þeir 169. Það er ekkert leyndar- mál, hvað þessi gamla dama getur komizt hratt, en gang- hraðinn er mestur 19 hnútar. Ef ég á að segja frá gangi þeirrar ferðar sem við erum nú í, þá fórum við frá Finnlandi þann 30. maí sl, og fórum fyrst til Cornwall í Englandi, þar sem við tókum olíu og vistir áður en við lögðum yfir Atlantshafið. — Frá Cornwall fórum við til Mont real, þar sem við tókum þátt i Norrænu vikunni á heimssýn- ingunni Expó 67. Við vorum í samfioti með tveim öðrum nor- rænum herskipum, eða ,,Hal- landi“ frá Svíþjóð og „Ingólfi" frá Danmörku. Við dvöldum í eina viku í Montreal og fórum þaðan til Halifax til að taka þátt í flotahátíð ásamt 40 skip- um frá ýmsum þjóðum. Frá Hali fax fórum við til Washington D. C. í opinbera heimsókn. Frá Washington fórum við til Nor- folk, þar sem við stönzuöum í nokkrar klukkustundir til að taka vistir. Frá Norfolk komum við svo til íslands, en héðan munum við svo fara til Frede- rikshavn í Danmörku til að taka þátt í norrænu sjóliðamóti, en þar verður keppt í ýmsum í- þróttum og leikjum o. fl. o. fl. Við munum koma aftur heim til Finniands þann 4. ágúst nk. Við höfum verið sérlega heppnir með veður hérna í Reykjavík. Borgin finnst mér mjög faileg og norræn á svipinn. Mörg húsin hér gætu t. d. verið í Finnlandi. Svo finnst mér borg in vera áberandi hreinleg. í gær fór hluti skipshafnarinn ar í skemmtiferð til Þingvalla og í dag fer hinn hlutinn. Ég hlakka til aö koma þangað í i dag. Þetta er í fyrsta sinn sem | ég kem til íslands en ég vona að það sé ekki í þaö síöasta. Það e. ekki hægt að telja sig Skandinava fyrr en maður hefur heimsótt öll Norðurlöndin, en nú á ég ekki annað land eftir en Noreg. Þið sögðust vera frá Vísi, ég heyrði einmitt til blaðsölustrák- anna í gærdag, þegar þeir hróp- uðu VÍSIR, VÍSIR, VÍSIR. Að svo mæltu kveðjum viö þennan ágæta Finna og þökk- um honum ieiðsögnina og frá- sögnir.a með óskum um góöa heimkomu. Drykkjulæti — FrainhalG -u síöv l Flugmaðurinn tók þá stefnuna á Sandskeið og á leiðinni þangað tókst honum eftir miklar fortölur að róa manninn nægilegt til þess að hann gæti lent vélinni þar, án þess að maðurinn gripi fram fyrir hendurnar á honum. Þeir hjá Þyt höföu þá fengið íeskju um. hvernig ástatt var í flugvélinni og sendu aðra upp á Sandskeið. Þá haföi sá ölvaði . eyðilagt talstöðvartækin í hinni vélinni, en það kom honum að eíngu haldi, þar sem hinn flugmaðurinn lét, gegnum sín talstöðvartæki, gera lögreglunni viðvart. Kom hún svo skömmu síðar og hirti mann- inn. Var hánn hafður i haldi í Síðu- múla í nótt. Skúk — Sumarhiti — Framhald a! bls 16. voru 15 stig, en ekki nema 8 stig á Akureyri. Nú hefur verið þurrk- ur hér sunnanlands samfleytt á aðra viku, en bað hefur verið sjald- gæft undanfarin ár. Spáð er bjartviðri áfram hér á Suðurlandi, en þokulofti norðan- lands. Framh. af bls. 16 ingarnir aftur á móti illa gegn Rúmenum, úrslitin urðu 31/—V2. Trausti tapaði fyrir Ghergoiu, Guðm. Sigurjónsson tapaði einn- ig fyrir Sagel, Jón Þ. Þór tapaði fyrir Tantazy, en Bragi Kristjáns son gerði jafntefli við andstæð- ing sinn á 4. borði. I þessari umferð unnu Bandaríkjamenn Kúbumenn með 3% vinning gegn V2. Staðan í riðli Islands er nú þessi eftir tvær umferðir: Bandaríkin 5 y2 vinning. Rúmenía 5 y2 vinning. ísland 3y2 vinning. Kúba li/2. Samkvæmt þessum úrslitum má telja útilokaö aö íslendingar komist í A-riðil úrslitakeppn- innar, en tvö efstu liðin í hverj- um riðli undankeppninnar kom- ast þangað. Má telja fullvíst, að það verði Bandaríkin og Rúmen- ía. Islendingar tefla i næstu umferð við Bandaríkjamenn og verða að vinna þá 3—1 til að eiga einhverja möguleika á að komast í A-riöil. Úrslit í öðrum riðlum undan- keppninnar urðu: A-riðill: Sovétríkin—irland 4—0. A.-Þýzkaland—Holland 3—1. B-riðill: Tékkósl.—Búlgaria 2y2—\l/2. Belgí'a—Finnland 2y2—iy2. C-riðill: Júgósl.—Ungverj. 3y2—1/2. Svíþjóð sat yfir. D-riðill: Danir—Austurríki 3—1. England—Skotland 21/—1 y2. Þess má geta að lokum, að aðeins 19 þjóðir taka þátt í þessu móti, þar sem ísraels- mönnum var meinað um vega- bréfsáritun til Tékkóslóvakiu, vegna deilu ísraels og Araba (100 milljónir gegn 3 milljón- um), og munu israelsmenn hafa kært atferli þeirra Tékka fyrir alþjóðaskáksambandinu. Auglýsið í Vísi íþróttir — Framh. at bls. 2 hlaupinu, hijóp á 13.0, en með- vindurinn hjálpaði nokkuð. Vann hún með yfirburðum. Guðný Eiríksdóttir, sem var næst var á 13.6 sek. Hástökk vann Fríða Proppé, ÍR, stökk 1.43 og hafði yfirburði, í kúlu- varpi var keppnin jöfn, en ár- angur slakur Frfður Guðmunds- dóttir vann með 8.61, spjótkast vann Evgló Hauksd., Ármanni, kastaði 24.55 metra. ÍR vann 4x100 metra boðhlaup á 58.9 en sveit Kópavogs, sem hljóp utan keppninnar fékk betri tíma 57.6 sek. í kvöld er keppt í 9 greinum karla og 4 greinum kvenna. Er greinilegt að keppni IR og I<R verður ægihörð, en kemur þó ekki tii með að breyta neinu um það hvaða lið fara í úrslitin úr riðlinum, Farsetinn — Framh. af bts. 1 sterku vináttubönd milli íslands og Bandarikjanna, sem hafizt hefðu með fundi Leifs heppna, sem fund- ið hefði Vínland. En síðan hefðu vináttubönd Islands og Bandaríkj- anna styrkzt mjög á margan hátt með breyttum tímum, sérstaklegá hefði síðari heimsstyrjöldin fært hinar tvær vinaþjóðir nær hvor annarri. Að lokinni móttökuathöfninni í Hvíta húsinu fór forseti Islands m. a. í Arlington kirkjugarðinn, þar sem hann skoðaði m. a. gröf ó- þekkta hermannsins og ieiði Kennedys heitins Bandaríkjafor- seta. Þá heimsótti forsetinn einn- ig forseta Bandaríkjaþings. Síðar í heimsókninni heldur for setinn til New York, þar sem hann hittir m. a. að máli U Thant, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna og Lindsey, borgarstjóra New Yorkborgar. Að lokinni heim sókninni til Bandaríkjarina heldur forsetinn aftur áleiðis til Kanada, þar sem hann heimsækir m. a. byggðir íslendinga. Raðhús — tækifærisverb Af sérstökum ástæðum er til sölu á tækifærís- verði, ef samið er strax, raðhús á fallegum stað á Seltjarnamesi. Upplýsingar í síma 3-33-74 og 1-07-33. Willys-jeppi árgerð 1946 til sölu að Hraunbæ 21. Sími 82667. Sanngjarnt verð. Sumarbústaður til sölu Veiðiréttindi. — Upplýsingar í síma 13036.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.