Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 8
oo S V í SI R . Miðvikudagur 19, júlí 1967. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjðri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsiniðje Vísis — Edda h.f. Sjónleikur á Egilsstöðum í gamla daga gripu konungar oft, þegar þeim var fjár vant, til þess ráðs að blanda ódýrum málmum í góðmálmana í gjaldmiðlinum til þess að geta gefið út fleiri peninga. Allar götur fram til okkartiaga hafa menn leiðzt til að beita þessu einfalda en gagnslausa ráði til fjáröflunar. Afleiðingin hefur orðið minnkun verðgildis peninganna og margs konar vandræði í efnahagsmálum. Fjármagn verður ekki búið til með því að prenta fleiri peningaseðla. Egilsstaðafundurinn í fyrradag minnti á þessa gam- alkunnu sögu. Fundarmenn töldu, að dregið hefði úr lánafyrirgreiðslu bankanna til fyrirtækja og stofn- ana á Austfjörðum og bæri nú að bæta úr því með myndarlegum lánveitingum. Fundarmenn hirtu ekki um þá staðreynd, að smæð lánveitinga stafar af því, að nýtt lánsfé minnkar í svipuðum mæli og nýmynd- un sparifjár minnkar. Þegar sparifjáraukning er lítil eins og verið hefur undanfarið, verður útlánaaukn- ingin einnig lítil. Bankakerfið leysir ekki málið með útgáfu fleiri peningaseðla til útlána. Slíkt væri ævin- týramennska. En Egilsstaðafundurinn ályktaði í mörgum liðum, að fé yrði mokað í Austfirðina. Var ekki annað að heyra en peninga mætti búa til alveg samkvæmt pönt- un Austfirðinga. Þeir samþykktu kröfu um, að allar eignir í atvinnutækjum sjávarútvegs, fiskiðnaðar og þjónustugreina þeirra á Austfjörðum yrðu metnar og síðan yrði fyrirtækjunum lánað andvirði tveggja þriðju hluta þessara eigna. Slíkt væri að sjálfsögðu frá leitt ævintýri, þótt mun meira framboð væri á lánsfé en nú er. Einhvern grun hefur Egilsstaðafundurinn haft um þessar staðreyndir, því samþykkt var að benda sér- staklega á Atvinnuleysistryggingasjóð sem eins kon- ar Móses til að leiða austfirzk fyrirtæki yfir eyðimörk lánsfjárskorts. Þessi sjóður er eins og allir vita vara- sjóður, sem ætlað er að efla atvinnulíf þar sem at- vinnuleysi ríkir. Nú er hvergi fjær því, að atvinnu- leysi ríki, en einmitt á Austfjörðum. Svona sjóði er ekki sóað, þegar nóg atvinna er, því þá kemur hann ekki að gagni, þegar atvinna bregzt. Væntanlega verða Norðlendingar, sem nú búa við minnstu at- vinnu, hvumsa við þessari frekju Egilsstaðafundar- ins. Hvergi á landinu hefur verið meiri og glæsilegri uppbygging í atvinnutækjum og húsum undanfarin ár en einmitt á Austfjörðum. Fyrirtæki þar mættu vel gæta þess að fjárfesta minna og hafa meira fé í rekst- urinn, þegar lánsfé er torfengnara, í stað þess að láta eins og vesalingar eftir alla uppbygginguna. Ef til vill hentaði bezt, að Austfirðingar prentuðu eigin seðla að vild og mætti þá hafa mynd af Lúðvík á ann- arri hliðinni og af Eysteini á hinni, svo greina mætti hugsuðina á bak við Egilsstaðaályktunina !. SOVÉZKIR HERSHÖFÐINGJAR URÐU FYRIR ÁLITSHNEKKI VEGNA ÓSIGURS EGYPTA Calisbury vikur aö því í grein sinni, að ýmsir sovézkir her- leiðtogar hafi fljótt orðig þess varir, að ósigur Egypta hafði þau áhrif, að þeim varð til álits- hnekkis'— og þeir vildu rétta hiut Egypta og hressa þar með upp á eigið álit, — ekki aðeins með því að bæta Egyptalandi og öðrum Arabaríkjum upp her- gagnatjón, heldur lögðu þeir ein dregið til, að gripið yrði til rót- tækari aðgerða — til þess „að aftur næðist jafnvægi". Þeir héldu því líka fram, að Bandaríkjastjóm reyndi að raska jafnvæginu á alþjóðavett- vapgi sér í hag um leið og hún þættist vera vinsamleg í garð Sovétríkjanna. Studdu þeir það með því hve Bandarlkjamenn væru erfiðir viöfangs, að því er Vietnam varðaði og nefndu m. a. afstöðu þeirra, eftir að gríska hernaöarlega stjómin komst til valda og eftir að Israel lét til skarar skríða gegn Egyptalandi. Þá héldu þeir því fram, að Bandaríkjastjóm reyndi aö nota deilu sovézkra og kínverskra Ieiðtoga sér og stefnu sinni til framdráttar, með tilslökunum við Pekingstjómina um leið og hún jafnframt reyndi að koma . sovétstjóminni í aukinn vanda. Bentu þeir m. a. á, hve mikið hefði verið gumað af samkomu- laginu um „beint samband milli Kreml og Hvíta hússins“. Á þessu heföi verið alig í útvarpi í þeim tilgangi að Kína gæti not að sér það í áróöursskyni. — Með þessu hafi Peking-stjóm- inni verið lögð gögn í hendur til staðfestingar á samstarfi milli Moskvu og Washington, en jr.fnframt héldu hinir „sov- ézku haukar“ því fram, að Bandaríkjamenn hefðu raun- verulega reynt að koma á stjóm málasambandi milli Washington og Peking. „BORIN KLÆÐI Á VOPNIN" I þessum innri átökum á vett- vangi ráðamanna í Moskvu var mikið gert til þess að reyna að ,,bera klæði á vopnin'* í þeim tilgangi að eining og samstaða gæti náöst um utanríkisstefn- una f heild — til þess að svo liti út að alger eining rikti á 50 ára afmæli byltingarinnar 1917. Afstaða flokksins hefur verið sú, að ekki mætti setja neitt opinbert deilumál á odd- inn fyrr en eftir 7. nóvember — svo að út í frá gæti virzt sem um algera einingu væri að ræöa varðandi utanríkisstefnuna. — Þessa yröi framar öllu að gæta. Stöku stjórnmálamenn sov- ézkir leiddu athygli að því — í deilunni milli „hauka" og „dúfna“ — hve viðkvæm og vandmeðfarin vandamálin væru fyrir Sovétríkin að því er tæki til hinna nálægari Austurlanda, og annars staöar áknýjandi vandamál, og það svo mjög, að til þess gæti komiö að í odda skærist á ný meö enn meiri ofsa. Ein ásökunin í garð Banda- ríkjamanna er sú, segir Salis- bury ritstj. i grein sinni, aö Bandaríkjastjórn reyni af ásettu ráði aö valda sem mestum trufl- unum á „byltingarafmælis-ár- inu“, þótt þeir viti vel í Was- hington, að „hvað sem þaö kosti“ vilji Sovétríkin að góð skilyröi haldist til vinsamlegs samstarfs. Og sömu menn halda fram, að birtingin á endurminn- ingum Svjetlönu Stalin sé einn þáttur áróðursbaráttu Banda- ríkjamanna gegn Sovétríkjun- um. Og loks létu sumir í ljós, að með þvi að halda deilum niðri fram til 7/11 sé boöið heim þeirri hættu, að deilurnar blossi upp af enn meiri krafti eftir aðaldag byltingarafmælisins 7. nóvember. SPRENGJUÁRÁSIR — FRIÐUR Enn hefur skotiö á loft ýms- um fréttum, sem gætu þent til að „eitthvað sé að gerast“, sem gæti leitt til að setzt verði að samningaborði. I Peking eru valdhafarnir greinilega orönir smeykir um, að stjórn Norður- Vietnam fallist á að setjast að samningaborði með Bandaríkja- mönnum“ og vara Hanoi-stjóm- ina við að ganga í þessa ,,gildru“ Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. FRÉTTIN I THE GUARDIAN Margt fleira mætti nefna, auk þess sem áöur var getiö, en lát- ið nægja að birta NTB-frétt, sem ekki komst að í blaðinu fyrr en nú og er svohljóðandi: ★ Hiö heimskunna brezka blað THE GUARDIAN heldur þvf fram í morgun, aö ástæða sé til að ætla, að Bandaríkja- stjóm hafi ákveðið stöðvun sprengjuárása á Norður-Vi- etnam. Kosygin Sá, sem birtir þessa frétt í blaðinu er Victor Zorza, sem er kunnastur starfs- manna blaðsins, sem skrifa um utanrfkismál. Zorza ræðir um sambúð- ina milli Bandaríkjanna og Sovétrikjanna og kveðst hafa borið upp fyrirspumir í Washington varðandi þau vandamál, og hafi stöku em bættismenn þar svaraö þeim og m. a. sagt, að því er varð- aði vamir gegn kjamorku- vopnum og loftárásimar á Norður-Vietnam hefði Banda ríkjastjóm teygt sig eins langt til samkomulags og gerlegt var, en að því er varðaði sprengjuárásimar yrði ef til vill gengið dálít- ið lengra en orðið væri til þess að sýna samstarfsvilja gagnvart Sovétríkjunum. ir Zorba segir, að svo langt sé komið að því er tekið sé fram af mönnum í ábyrgðar- stöðum af ofangreindri á- stæðu, að ákvörðunin (um stöövun) kunni þegar að hafa verið tekin. Ef til vill er það engin tilvilj- un, segir Zorza ennfremur, að þetta kemur fram nú, stuttu eftir að Johnson for- seti tilkynnti að sent yrði meira iið til Vietnam, eða til þess að kommúnistar fái ekki ástæðu til að ætla, að það sé neitt veikleikamerki hjá Bandarfkjastjórn að á- kvörðunin var tekin. Það er vegna hins mikla álits sem The Guardian nýtur, og ritstjórinn, sem fregnina birti, að hennar er hér sérstaklega getið, en annars má sennilega vænta þess, að málin yfirleitt skýrist eitthvað, eftir aö lýkur hinni nýju heimsókn Boumedi- enne f Moskvu, ekki aðeins að því er varðar Austurlönd nær, heldur og styrjöldina í Vietnam. A. Th. n Héraðsmót á Austfjörðum Héraðsmót Sjálfstæðisflokks- ins verða um næstu helgi á Seyðisfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Um næstu helgi verða þrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokksins sem hér segir: Seyðisfirði, föstudaginn 21. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Jónas Pétursson, alþingismað- ur og Theodór Blöndal tækni- fræðinemi. Neskaupstað, laugardaginn 22. júli kl. 21. Ræðumenn veröa Jóna., Pétursson alþingismaður og Kristófer Þorleifsson, lækna- nemi. Reyðarfirði, sunnudaginn 23. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Jónas Pétursson alþingismaður og Sölvi Kjerúlf, verzlunarmað- ur. Skemmtiatriði annast Ómar Ragnarsson og hljómsveit Magn úsar Ingimarssonar. Hljómsveit- ina skipa Magnús Ingimarsson, Alfreg Alfreðsson, Birgir Karls- son og Vilhjálmur Vilhjálms- son, söngvarar með hljómsveit- inni eru Þuríður Sigurðardóttir og Vilhjálmur Viihjálmsson. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar Ieikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.