Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 19. júlí 1967. >f 'C’g er staddur heima hjá þeim hjónum, Jóhanni Hjalta- syni, kennara og fræðimanni, og konu hans Guðjónu Guðjóns- dóttur, en þau hafa búið sér notalegt heimili að Kleppsvegi 54 hér í Reykjavík. Fyrr á ár- um tróðum við Jóhann sömu slóð, þá var hvorugur okkar fullkomlega úr grasi vaxinn, hann þó betur. Síðar lágu leiðir okkar saman vetrartíma á heim- ili séra Þorsteins Jóhannesson- ar, sem þá var prestur að Stad í SteingrímsfirÖi, en síöar lengi prófastur í Vatnsfiröi. Hér vor- um við herbergisfélagar og átt- um samleið á ýmsum sviðum, eftir það skildu aftur leiðir um langt skeið, en svo urðum við aftur samferða einn vetur í Kennaraskólanum og lukum þar prófi sama árið. — Þín ætt er af Ströndum, Jóhann? — Já, í báöar ættir. Móðir mín var Ingigerður Gróa Þor- kelsdóttir, komin af hinni fjöl- mennu Tröllatunguætt, sem annar hvor Strandamaður er af, runnin frá þeim Tröllatungu- feðgum, séra Birni og séra Hjálmari föður hans. Föðurætt mín er bændaætt úr Steingríms- firði, var hún lengi í Staðar- dalnum og kann ég hana ekki lengra aftur að rekja en til Hjalta gamla í Hólum, sem f. var 1798. — Þú varst búinn að fást nokkuð við kennslu áöur en þú fórst f Kennaraskólann, Jóhann? — Já, ég var búinn að kenna 4 eða 5 ár á Drangsnesi og þar áður marga vetur sem heimilis- kennari í Steingrímsfirðinum. Ég byrjaði á því mjög ungur, held helzt ég hafi ekki verið nema 17—18 ára, þegar ég byrjaði að segja til krökkum, eftir að hafa verið einn vetur þriggja mánaða tíma á Hey- dalsárskólanum. — Þú varst þar nemandi? — Já, og það hefur ifklega verið sfðasti veturinn, sem ungl- ingaskólinn starfaði. Þá var þar skólastjóri Kristmundur Jóns- son frá Kolbeinsá er sföar var kaupfélagsstjóri á Borðeyri. Þetta var veturinn 1916. Hey- dalsárskólinn var unglingaskóli. sem starfaði aðeins 3 mánuði hvert skólaár. — Fékkstu þá ekki aöra menntun áöur en þú fórst í Kennaraskólann? — Jú, svo fór ég haustið 1918 yfir á Hvammstanga á Alþýðuskóla Ásgeirs Magnús- sonar, sem haföi starfað þar frá 1913. Þar var ég veturinn 1918— 1919 í 6 mánuði eða allan starfs- tíma skólans. Þar ætlaði ég svo að vera veturinn -eftir, 1919— 1920, en þó ekki að fara fyrr en eftir áramót, en þá vildi svo óheppilega til, að á Hvamms- tanga kom upp taugaveiki og breiddist hún líka út í skólan- um og var ekki búin aö rasa út fyrr en um miðjan febrúar og þá fyrst komst ég til skó'ans Þaðan tók ég svo burtfararpróf vorið 1920, eftir það var ág við kennslu marga vetur og tók stundum börn heim til min Svo fór ég hingaö suöur i at- vinnuleit og.var hér fyrir sunn an á veturna við hina og þessa vinnu, en fór svo kaupavinnu á sumrin í ein þrjú ár. Þessi ár stundaði ég enga kennslu. Þeg- ar ég svo aftur kom heim í héraðið fékkst ég við kennslu. en þó aðallega eftir 1928, þá byrjaði ég á Drangsnesi og kenndi þar til 1932, að ég flutti vestur að ísafjarðardjúpi. — Veturinn 1933—1934 varstu svo í Kennaraskólanum. — Já, í þessari svokölluðu öld ungadeild. — Já, Cg minnist þess og frá henni hafa margir ágætis menn komið. — Og eins og þér er vel kunnugt gengum við undir sama próf um vorið og þe:- -em setið höfðu þrjá vetur í sk anum og það hefði auövitað verið óhugs- andi aö ná sæmilegu prófi eða jafnvel nokkru prófi, nema nem- endurnir hefðu einhvern allgóð- an undirbúning áður, enda höföu allir verið á einhverjum skóla sumir gagnfræöingar, aðrir bú- fræðingar o.s.frv. Allir voru nokkuð þjálfaðir í kennslu, enda skilyrði fyrir inntöku í deildina — Þetta álít ég réttu leiðina að gefa þv£ fólki, sem fengizt hefur við kennslu og vill halda því starfi áfram, kost á nám- skeiðum og að ganga undir próf; sem veiti því full réttindi en sé ekki að föndra við þetta árum saman án þess að vera fullgildur aöili. Hvað segir þú um þetta, Jóhann? — Þaö er mín skoðun líka og ég held að eitthvað hafi verið gert í þessu síðan, en ég fmynda mér, að eins og námiö er orðiö núna til kennaraprófs, þá mundi þurfa mjög góðan undirbúning til að ljúka því á skemmri tíma en tveim vetrum, og margir Jóhann Hjaltason — kennari og fræðimaður — meðal bóka sinna. — Já, hún var sú bezta sem ég hafði búið viö fram að þeim tíma. Svo var ég svo heppinn að þetta voru ágætis hjón. Ingv ar var smiður og bókbindari og kenndi piltunum handavinnu, en Salbjörg stúlkunum. Salbjörg er ljósmóöir þar fyrir vestan, en Ingvar er látinn. — Þaö hefur veriö talsvert fjölmenn byggð á Snæfjalla- ströndinn' á þessum árum? — Já, það var búið þar á ölum jörðum nema Hlíðarhús- um hjáleigu frá ÆÖey. — Voru nokkuð einangraðri lífshættir þarna, en þú hafðir áð ur þekkt t.d. heima í okkar sveit? — Nei, ekki get ég sagt það. Samgöngur við fjarlægari staði voru í raun og veru miklu betri póstsamgöngur t.d., það gerði Djúpbáturinn, hann kom við í Bæjum í hverri einustu ferð. Það hefur sennilega verið um 1934 sem mjólkursala byrjaði til Isa- fjarðar, og eftir það voru alltaf tvær ferðir f viku til allra við- komustaða. — Svo fluttist þú frá Bæjum til Súðavfkur. Var það ekki? — Jú, og það kom til af því, að um 1945-’46, var barnafjöldi á skólaskyldualdri kominn nið- ur f 10—12. Að vísu var mér gefinn kostur á föstu skóla- haldi áfram, en með styttum tíma niður í 4 mánuði, og það þýddi Iaunalækkun um þriðjung, því áður hafði verið 6 mánaða „ÉG HEF ALLTAF VERIÐ ÁKAFLEGA ELSKUR AÐ BÓKUM ✓ / þeirra, sem fengizt hafa við kennslu nokkuð lengi hafa ekki þá undirb.menntun, ag þeir treysti sér til þess, að setjast t.d. í 3. bekk, sem nú er. — Nei, þaö er sjálfsagt alveg rétt, en mér finnst í þessu efni úrbóta þörf. Þegar þú hafðir lok iö þínu námi í Kennaraskólanum hvert lá þá leiðin? — Aftur vestur f Vatnsfjörð, en þar haföi ég verið kennari veturinn áður, átti þar heima. Ég var þá giftur og búinn að eiga tvö börn og vorum við hjónin í húsmennsku hjá séra Þorsteini. Ég sótti svo um ein- hverjar kennarastöður, en fékk þær r.ú ekki. Hvar það var er ég búinn aö gleyma, en þá vant aði kennara á Snæfjallaströnd- inni og þaö gat ég fengið, þang- að fór ég og kenndi þar í tvo vetur sem farkennari, en átti heima inni i Vatnsfiröi og var þar í kaupavinnu á sumrin á- samt konu minni. Svo kom það til veturinn 1936, aö Kolbeinn Jakobsson, fyrrverandi bóndi í Unaösdal, hann bjó þá á litlum parti í Bæjum, vildi breyta til og hætta þessu enda oröinn gamall maður. Húsin þarna voru orðin láleg og þurftu endur bóta, svo hann var til með að selja þennan part. Ég var alinn upp við búskap og alvanur Iand búnaðarstörfum, þarna var snot urt tún og vel ræktað, þótt það væri ekki stórt. Bæjarhúsin voru léleg. gamall torfbær. Þá dettur mér það i hug að kaupa þetta af honum og flytja þangað úteftir, og það gerði ég snemma sumars 1936. En árið eftir, og það var nú fyrir atfylgi ýmissa góöra manna, þá var gerður þarna fastur skóli á Snæfjalla- ströndinni og það var mér mikils virði. Þessa tvo vetur, sem ég var þarna farkennari var kaupiö eitthvað kringum 50 kr. að vísu frítt fæði og húsnæði. VIÐTAL DAGSINS m við JOHANN HJALTASON En eftir aö þetta varð fastur skóli, sem mætti nú töluveröri andspyrnu hjá ýmsum þarna í hreppnum, sérstaklega þeim sem bjuggu á svokallaðri Ytri- Strönd, þá var nokkur byggð þar Fasti skólinn kostaði það að þaö þurfti aö kenna á einum stað í hreppnum, en þá þurfti að koma börnunum sem heima áttu úti á Ytri-Strönd og niöri í Æðey, fyrir á bæjunum, sem liggja nú ákaflega nálægt hver öðrum: Unaösdalur, Mýri, Lyngholt og Bæir. Þribýli var í Bæjum, eigin lega fjórbýli, því fjórða heim- ilið var húsmannsbýli og mjög barnmargt. Þá voru í hreppnum um 30 börn á skólaskyldualdri, enda hefði ekki fengizt fastur skóli nema vegna þess, að börn- in voru þaö mörg. En viö þetta breyttust launakjörin þannig að fyrsta árið, sem þetta var fastur skóli, voru mánaöarlaun- in 83 — áttatíu og þrjár krón- ur. Auðvitað voru um leið öll fríðindi niður fallin, ekki lengur frítt fæði eða húsnæði. Fyrir mig var þetta þö allt annað, ég var þarna komirin á mína eigin jörö, að vísu tar hún keypt í skuld, en ég ga? komiö mér upp dálitlum búskap, hafði þarna alltaf nokkrar kindur og kýr. Um það bil, sem ég fór þaðan, var bústofninn oröinn 4—5 kyr og um 30 kindur. Það skipti líka miklu máli að geta haft sitt heimili allt árið. Já, víst setur það annan svip á lífiö. — Já, já. En þetta heföi nú heldur ekki verið svona þægilegt nema vegna þess að einmitt um þetta leyti, þá var byggt nýbýli í Bæjalandi svona nokkuð mið- svæðis á þessu þéttbýlissvæöi, innan til við Unaðsdalsá — var það skirt Lyngholt. Þaö var Ingv ar Ásgeirsson smiður og kona hans Salbjörg Jóhannsdóttir, sem byggöu þetta býli, og þau leigðu stóra stofu í nýbyggöu húsi til skólahaldsins. — Aðstaðan hefur þá verið á þeirra tíma vísu mjög sóma- samleg? skóli. Ef ég ekki vildi þetta var mér gefinn kostur á annarri stööu og helzt bent á Reykjanes en á því var "á annmarki, að þá varð ég að dvelja fjarri heimili mínu og láta konuna og krakkana um að sinna búinu, sem þá var orðið töluvert, eins og ég hef áður sagt. En svo losnaöi Súðavík og þangað kaus ég heldur að fara. Þar var ég í átta ár frá 1947 og þangaö til ég flutti hingað, að vísu var ég í orlofi eitt ár og þá kenndi Finnbogi sonur minn fyrir mig, hann tók sitt kennarapróf 1952. í Súðavík flæktist ég strax í ýmisleg opinber störf bæði fyr- ir kaupfélagið og hreppinn og hafði eiginlega alveg nóg að gera. Bömin voru lika mun fleiri en innfrá, svo hafa þurfti þau í tveim deildum og ég var einn við bóklega kennslu til þess tíma að Finnbogi kom. — Hvemig var afkoma fólks ins í Súöavík á þeim tíma, sem þú dvaldist þar? — Hún var ágæt, að vísu fór að halla undan fæti síðustu dvalarár min vegna minnkandi fiskafla, en á honum byggðist að mestu afkoma fólksins. — Ég var um skeið framkvæmdar stjóri annars útgerðarfélagsins þar, sem nefndist Andvari hf.. Það var orðið mjög örðugt við það aö eiga sökum rýmandi afla bragða. Þetta varð líka til þess að ungu piltamir fluttu burt úr plássinu og þá helzt til Akra- ness, sem þá var í örum upp Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.