Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 10
f 0 VÍSIR . Miðvikudagur 19, júlí 1967. Viðtal dagsins — Framhald af bls. 9 gangi og hlutir miklu hærri. — Hvenær fórst þú að fást við fræðimennsku, Jóhann. Ég man eftir því, að þegar þú varst strákur heima i Kaldrananesi var á orði haft hve mikið af bókum þú fengir frá lestrarfé- laginu? — Já, það mun vera rétt. Frá því ég var stráklingur innan viö tvítugt hef ég verið ákaflega elskur aö bókum og alltaf verið lesandi, þó það kannski hafi nú ekki borið mikinn árangur. En á þessari fræöasöfnun get ég ekki sagt að ég byrjaði neitt fyrr en fyrstu árin, sem ég var á Snæfjallaströndinni farkenn- ari. Þá hafði ég ákaflega lítið að gera eftir aö kennsla var búin á hverjum degi. Ég hafði kynnst inni í Vatnsfirði mjög fróöum gömlum manni, Þorkeli Guðmundssyni, sem hafði sagt mér ýmislegt bæði frá fyrri tím- um og ýmsum einkennilegum persónum, sem höfðu verið þar í Djúpinu á hans dögum. Ég fór að skrifa þætti um þetta og hafði gaman af 'því. Það var náttúrulega erfitt með heimilda söfnun, svo maður varð að taka trúanlegt það sem manni var sagt. — Sem sagt, þjóðsagan varð að vera hin trúa heimild? — Já, það má segja þaö. Þessi ár sem ég var á Súðavík hafði ég svo mikið aö gera, við ýmis konar félagsstörf, að enda þótt þar hefði átt aö vera betri að- staða en heima í Bæjum, þá varð ekki úr neinu grúski. — Svo aftur þegar þú komst hingað, þá hefur þú hafizt handa á nýjan leik? — Já, já, ég gerði það og það var nú líka meö tilliti til þess sem ég hætti að kenna þeg ar ég var sextíu og sjö ára, að hugmyndin var sú, að þessi ár sem maður ætti eftir, að geta þá loksins snúið sér af alhug að því, sem mann hefur langað til alla ævina, lesa bækur og skrifa eitthvað sér til gamans. — Þetta er árátta sem ég held að sé þjóðholl? — Viö skulum vona það. — Finnst þér ekki nauðsyn- legt að nútíðin og framtíðin viti eitthvað um það sem að baki liggur? — Mér finnst aö ef þessu er enginn gaumur gefinn, að þá sé maður alveg slitinn úr sam- bandi við fortíðina og það hljóti að valda töluverðu rót- leysi I lífinu og það einkenni- lega er, að fjöldi manns, miklu fleiri heldur en maður gerir sér í hugarlund hefur áhuga á þessu, sem bezt má sjá á því, hvað allar bækur um þjóðlegan fróöleik seljast vel. Mér er sagt af öllum, að það sé alveg örugg sala í þess konar bókum jafnvel þó að góður skáldskapur selj- ist ekki vel. — Er það ekki einmitt vegna þess, að þetta er sá lífsþráður sem spunninn hefur verið og fólkinu finnst ennþá, að það sé ekki slitið frá. Hver kynslóð man nokkuö aftur til þeirrar kynslóðar sem gengin er á und an, þykir vænt um þær minning ar og vill ekki týna þeim? — Jú, jú, það er alveg rétt. — Það sem þú hefur starfað að er aðallega heimildasöfnun um það sem hefur skeð fyrir vestan? — Jú, ég hef hugsað mér aö binda mig eingöngu við þessar tvær sýslur sem ég þekki bezt, Norður — Isafjarðarsýslu og Strandasýslu. Ég byrjaði þetta nú eiginlega á því að ferðast I LjHBIMB um og safna örnefnum. Til þess fékk ég örlítinn styrk strax. — Og hefur þú örnefnin úr þeim sýslum báðum? — Já ég hef þau þó vantar einstaka bæi inn í. Ég hef nú oftar en einu sinni farið gangandi inn alla Stranda- sýslu og gist þar á ýmsum bæj- um, en ég gat ekki tekið alit á bæjunum sjálfur og fékk ýmsa kunningja mína til að skrifa þetta og þeir sendu mér svo bréf og þar er nokkuð annað form á því en ég hef tamið mér, þeir senda mér aðeins nöfnin án þess að tilfæra þær sagnir, sem við þau eru bundin, en það geri ég eftir því, sem mér er unnt. — Hefurðu ekki einnig lagt þig eftir þjóðsögum úr þessum sömu héruðum ? — Ekki nema það, sem er í sambandi við ömefnin. — Og ekki skrásett, ef þú hef ur heyrt á ferðum þínum ein- hverjar slíkar sagnir? — Jú, ég hef nú gert það, en ég man nú ekki eftir nema tveim draugasögum og önnur þeirra birtist í Grímu fyrir mörg um árum. Hún er um svokallað- an Kálfavíkur-Móra. Hin sagan hefur nú aldrei birzt í því formi sem ég skrifaði hana, heldur miklu ýtarlegri og miklu ná- kvæmari rannsókn á öllum hlíð- um hennar — það er sagan um Bæjadrauginn — en á flestum bæjum eru ýmgar sagnir kring- um ömefnin. — Ertu með nokkurt sérstakt verkefni núna, sem þú geng- ur að sem aðalverki ? — Ég get ekki sagt það. Þetta eru mest svona smáþættir. — Það getur nú oft verið tals- verð vinna bak við það. sem menn kalla smáþátt ? ' — Já, það er alveg rétt, mað- ur getur orðið að fletta mörg- um bókum, bæði prentuðum og óprentuðum og fundið — kannski ekki neitt. En það sem mig hefði langað að vinna núna á næstunni er heimildasöfnun um Heydalsárskólann og starf hans, af því ég var þar sem ung- lingur og einnig um upphaf og þróun Reykjaness við ísafjarð- ardjúp, sem sundstaðar. Um það er mjög lftið vitað og ýmsar heimildir þar að lútandi munu með öllu glataðar. — Fannst þú þig strax heima á þessum slóðum, fyrir vestan ? — Ekki get ég sagt að ég kynni vel við mig í Vatnsfirði, þegar ég kom þangað fyrst, en ég hef sennilega ekki verig bú- inn að vera þar nema ár, þegar mér fór aö finnast þar hlýlegt og skemmtilegt, en á Snæfjalla- ströndinni kunni ég strax vel við mig og ég held að hvergi hafi mér fundizt umhverfið fall- egra en þar eða betra að vera. — Já, það er nú eins og þeir sem verið hafa á þessum út- kjálkaslóðum, sem nú eru að fara í auðn, eigi sterkastar heimataugar, ef þeir hverfa það- an. — Ég var nú hvergi verulega rótfastur, eins og þú munt nú hafa hugmynd um, því foreldrar mínir voru víða á mínum upp- vaxtarárum. Ég fæddist inni á Gilsstöðum í Selárdal, flutti svo 6 ára út að Kálfanesi, síðan 5 árum síöar út að Bæ á Sel- strönd, svo að Kaldrananesi, síðan suður yfir Steingrímsfjörð aftur að Vatnshorni í Þiðriks- valladal, þar átti ég heima nokk- uð lengi, en þá var ég orðinn svo vaxinn, að ég fór að vera langdvölum burtu frá heimilinu. — Þegar þú lítur til baka. finnst þér þá ekki sem kennslu- starfið sé að mörgu leyti frjótt starf, þótt það sé oft mjög erf- itt? — Jú, og ég hefði aldrei lagt út í þaö annars, og þó mér núna þegar ég er oröinn svona gam- all, finnist það þreytandi, þá fannst mér það alls ekki áður fyrr. — Ég hef aldrei komið þarna vestur i Djúpiö, þannig að ég hafi haft tækifæri til að skoða mig neitt um. Mér er sagt, að t. d. í Kaldalóni sé mjög fallegt og mikill gróður ? — Já, hann er þaö, sérstak- lega að vestanverðu í Lóninu, í hlíö, sem heitir Þverárhlíö. Þar er mikill birkiskógur, mannhæð- arhár eða meira, mikið af smá- lækjum sem fossa niður. Hlíðin er dálítiö brött. Fyrir innan jök- ulgarðinn er bara brunasandur og þar fellur skriðjökullinn nið- ur. Einu sinni, meðan ég var í Bæjum, fylgdi ég inn í Kalda- lón dönskum grasafræðingi og íslenzkum skordýrafræðingi, og skordýrafræöingurinn, Geir Gýgja, sagði við mig, aö hann hefði hvergi séð eins sviplíkt landslag og þarna i Lóninu og Skaftafellssýslu. Hvítur jökull- inu, kolsvartur sandurinn, lón- botninn iðjagrænn, hlíðin með fossandi smálækjum og falleg- um birkiskógi. Og ég hygg að Kaldalón sé sérkennilegasti stað urinn í Norður-Isafjarðarsýslu og Strandasýslu, en á þeim slóð- um er ég mjög kunnugur. — Hvað heldur þú um þessar byggöir vestra, sem nú eru komnar í eyði ? Byggist ekki aft ur þarna ? — Ég heí trú á að Snæfjalla- strönd byggist öll aftur, og nú er þróttmikil byggð um miðja Ströndina, þar sem þéttbýlis- kjarninn var á þeim árum, sem ég dvaldi þar. — Hvernig er veðráttan þarna úti á Snærjallaströndinni? — Veðráttan þar er hvorki harðari né verri en í Þiöriks- valladalnum, sízt svartari byljir, og þó er Steingrímsfjörður tal- inn meö veöursælli byggðum í landinu. Á Snæfjallaströndinni er snjóþungt, en snjóa leysir fljótt á vorin og jöröin kemur hvanngræn undan snjónum. — Segj má að Æðey sé perla Isa- fjarðardjúps og þá ekki síður Snæfjallastrandar. — Jæja, Jóhann, ég þakka þér fyrir þetta rabb og vona að þér vinnist sem lengstur tími til, að sinna þínum hugðarefnum, þeim að rekja lífsþræði þjóðarinnar aftur í aldir og tengja þá sen bezt líðandi stund. Bækur þær, sem þú hefur látiö frá þér fara — frá Djúpi og Ströndum og Árbók Ferðafélagsins um Strandasýslu, hafa veriö mörg- um þar vestra og víðar kær- komnar sendingar. Þ. M. h vert viljið þér fara / y Nefnið staðinn. Við jlytjum yður, fljótast og þœgilegast. Hufíð samband við fcrðaskrifstofurnar cða jSISwft PA.W AtVÍERrCAM Hafnarstræti 19 — sími 10275 Minningarspj'óld Minningarspjöld Flugbjörgun- arsveitarinnar fást á eftirtöldum stöðum : Bókabúö Braga Brynj- ólfssonar, hjá Siguröi Þorsteinss., Goðheimum 22, sími 32060, hjá Sigurði Waage, Laugarásvegi 73, sími 34527 hjá Magnúsi Þórarins syni. Álfheimum 48 simi 37407. Minningarspjöld Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins fást á eftirtöldum stöðum: Thorvald- sensbazar, Austurstræti 4 Guð- Minningarspjöld Rauöa kross tslands eru afgreidd í Reykjavík- urapóteki og á skrifstofu R. K. I. Öldugötu 4, sími 14658. Bílakaup 1-58-12 - 23-900 Aldrei meira bifreiðaúrval en nú Aldrei lægra verö en nú. Aldrei betri kjör en nú. Viö seljum: LANGFERÐABIFREIÐIR VÖRUFLUTNINGABIFREIÐIR VÖRUBIFREIÐIR SENDIBIFREHJIR FÓLKSBIFREIÐIR ÞUNGAVINNSLUTÆKI SVO SEM YTUSKÓFLUR, LOFTPRESSUR O. FL. Bílar við allra hæfi Kjör vil allra hæfi Bifreiðaeigendur: Viö höfum kaupendur að nýjum og nýlegum bifreiðum. Miklar útborganir. Sökum óvenjumikill- ar sölu undanfarið, vantar okk- ur nýrri árgerðir af VOLVO og VOLKSWAGEN. Komið og látið skrá bifreiðina sem fyrst. Kaupum gamlar bifreiðir til niðurrifs. j Höfum varahluti í flestar eldri jj árgerðir. Verzlið þar sem úrvalið er mest og þjónustan bezt. Hringið Komiö — Sk^ðið. Opið í hádeginu Opið á hverju kvöldi til kl. 9. Notfæriö yður símaþjónustu Síminn er: 15812 og 23900. Bílakaup Skúlag'ótu 55 V/Rauðarárstíg. Viðskiptafræðingur óskast til starfa viö endurskoðun hjá stóru fyrirtæki. Umsóknir með uppl. um aldur og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 25. þ. m., merkt „ENDURSKOÐUN“ BORGIN BELLA Þá er það fast álcveðið. Við hittumst á slaginu sex. En bless- aður vertu ekki alltof stundvís. Bíiaskoðun í dag I dag veröa skoðaðir bílar nr R-10801— R-10950. Veðrið i dag Norðan gola kaldi, bjartviðri. Hiti 8—14 stig. Leiðrétfing Nafn mannsins, sem lézt af voða- skotinu vestur í Tálknafirði á sunnudagsmorgun misritaðist í blaðinu í fyrradag. Nafn hans er Sigurður Kristján Jóhannesson. heiila | Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Ester B. Valtýsdóttir Sól- bakka við Breiðholtsveg og Hörð- ur B. Kristjánsson iðnnemi, Tjam argötu lOa, Reykjavík. -K Varúð á vegum Við verðum aö sera okkur ljóst, að akbrautin er fyrir akandi um- ferð, en gangstéttirnar eða gang- vegir meðfram akbrautum, fyrir gangandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.