Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 5
V1 SIR . Miðvikudagur 19. júlí 1967. 5 „Mér til skelfingar urðu styttumar minni og minni...“ GIACOMETTI jþað er staðsett eins og klaust- ur meðal runna eöa öllu fremur eins of Austurlanda hof. Maeght-menningarmiðstöðin í Saint-Paul-de-Vence í Frakk- landi er eitt glæsilegasta safn nútímalistar í Evrópu: Braque, Miró, Chagall, Kandinsky, Cald- er og mörg helztu verka Giacom etti er þar aö finna. Hin nýtízkulega safnbygging er umkringd fögrum göröum og héraðið sjálft eitt hið fegursta í Frakklandi. Hugmyndin aö stofnuninni virðist vera sú aö skapa nokk- urs konar vé listarinnar og um leið, aö fólk sæki þangað til aö njóta hennar. Sambúö listanna er hpfð i huga. Þar eru haldnir tónleikar, ljóðakvöld auk tíðra myndlista- sýninga. Til Maeght-stofnunarinnar streymir fólk hvaðanæva að. Fimm til sex hundruð manns eða meir, daglega, að jafnaði frá því, að hún var opnuð vorið 1964. Sumarleyfisstemning margs áhyggjulauss ferðalangsins yfir- gefur hann, þegar hann stendur andspænis listsköpun vorra tíma, — einkum í sal Giacom- etti. Kraftur verka hans er slíkur, / að handan yfir sólskinið garð- ana, gosbrunnana, ærsl barn- anna, varöveita þau ádrepu sína og hinn upprunalega boðskap sinn og fá okkur til þess að leggja fyrir okkur hinar alvar- legustu og kvíðvænlegustu spurningar, sem maðurinn hlýt- ur að halda áfram að leggja fyrir sig, ef hann vill vera vök ull gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Sfinxinn er vissu- lega þar, mitt á meðal brosandi garöa. JJolst.ebro á Jótlandi byggja 23 þúsund íbúar. Það er ekki stór bær jafnvel á ís- lenzkan mælikvarða. Fyrir tveim árum réöist bæjarfélagið í það aö kaupa eitt verka Giacometti, á eina og hálfa milljón ísl. króna. Á sínum tíma vöktu þessi kaup mikla athygli og deilur. Nú er þessi stytta Giacometti virðingartákn litla bæjarins. Og bæjarfélagið heldur ó- trautt áfram þeirri viðleitni sinni að gera Holstebro að menningarmiðstöð. Alberto Giacometti fæddist árið 1901 í'Stampa, litlu þorpi, í ítalska hluta Sviss. Þrettán ára gamall gerði hann afbragðsgóö málverk og högg- myndir í hefðbundnum stíl. Eftir að hafa stundað nám í höggmyndalist skamman tíma ferðaðist hann til ftalíu þar sem hann hreifst af egypzkri list og renaissancemálurunum Giotto og Cimabue. Árið 1922 settist hann að í París og bjó þar til æviloka, en heimsótti fæðingarbæ sinn einu sinni eða tvisvar á ári hverju og þar lézt hann í janúar mánuði í fyrra — aöeins 64 ára gamall. Nokkru eftir komuna til Par- ísar tekur að gæta áhrifa frá Kúbismanum í verkum hans. Þannig vinnur hann, þar til i kringum 1930, að breyting verð- ur á. Um svipað leyti kynn- ist hann Súrrealistunum og ger ist þátttakandi í hreyfingu þeirra. Þeir litu á hann sem helzta myndhöggvara sinn og frægð og frami fylgdu í kjölfar þeirra sýninga, sem hann tók þátt i með þeim. Verk hans frá þeim tíma höfðu og hafa fram á þennan dag mikil áhrif. IPnn koma kaflaskil í lífi Giacometti. Hann fer að vinna eftir fyrirsætum. Fyrir þessa „afturhaldssemi" sína var hann útilokaður frá Súrrealista- hreyfingunni. Fram til ársins 1948 eða í fimmtán ár gerði hann enga tilraun til að sýna verk sín opinberlega. Á þessu tímabili hverfur hann frá því að vinna eftir fyrir- sætum og vinnur eftir minni í þess staö. „Mér til skelfingar urðu stytt- urnar minni og minni. Stór stytta fannst mér vera fölsk og lítil óþolandi, og þá urðu þær svo örlitlar, að þær urðu að dufti við síðasta hnífsbragð- ið. En stytturnar virtust þá að- eins sannar, að þær væru smá- ar.“ Þannig vann Giacometti sleitulaust til ársins 1945. Upp frá því verða stytturnar stærri. „Mér til mikillar undrunar komst ég aö því, að aðeins háar og grannar voru þær rétt- ar.“ Tjetta varð upphafið að per- sónulegasta og veigamesta þættinum í listsköpun Giacom- etti. Um svipað leyti byrjar hann einnig að mála eftir margra ára hlé. Þrjú tilbrigði eru mest ein- kennandi fyrir þetta tímabil: konan, sem stendur kyrr, gang- andi maður og höfuð eða brjóst- myndir. Þrátt fyrir allmargar sýningar á verkum hans bæði austanhafs og vestan, og öll meiri háttar listasöfn eigi verk eftir hann, var Giacometti þó aðeins þekkt- um meðal fámenns hóps listunn- enda, allt fram á síðustu árin, sem hann lifði. Þeir Picasso voru um langt skeið nánir vinir. Sagt er, að Picasso hafi metið gagnrýni hans meir en nokkurs annars og jafnvel óttazt hana. Frönsku rithöfundarnir Jean Genet og Jean-Paul Sartre voru einlægir aödáendur Giacometti og skrif- uðu margt um hann. Ekki hvað sízt hafa hinar stóru vfirlits- sýningar á verkum hans und- anfarin ár stuðlað að því, að Giacometti er álitinn, af stöð- ugt vaxandi aödáendahópi, skipa öndvegissessinn í mynd- list á okkar tímum Um hann sagði Sartre áriö 1948. „T-Tann skapar styttu sína í Atíu skrefa fjarlægð, í tutt- ugu skrefa fjarlægö og hvað sem þið gerið, hún er þarna ... Klassískri styttu kynnist mað ur með því að nálgast hana. Með hverju anda?i.aki sjást ný smáatriði. þau einangrast, síðan smáatriði smáatriðanna, endir- inn verður sá, að maður týn- ist í þeim. Styttu eftir Giacom- etti er ekki hægt að nálgast. Geriö ykkur ekki vonir um, að þetta brjóst víkki út eftir því sem þið komiö nær: það breyt- ist ekki og þið hafið þá ein- kennilegu tilfinningu að ganga í sömu sporum ... Hin upprunalega hreyfing sköpunarinnar ‘, þessi stanz lausa hreyfing, ósundurhlutuð, sem hann túlkar svo vel með mýkt hinna löngu lima, fara í gegnum líkami E1 Greco... þær eru betri en íþróttamaður Praxitelesar .. Giacometti gef- ur efni sínu þá einu sann- mannlegu heild: sameiningu at- hafnanna... Við fyrsta augnakast getum ‘við haldið, aö um hina horuðu píslarvotta Buchenwald væri að ræða, en andartaki síðar skipt um viö um skoðun: hiö fínlega eðli þeirra stígur til himins, við skynjum allsherjarflug Upp- stigningarþinar. Meðan við erum enn að skoða þessa dularfullu i ;iÍ! . ! m j’iiÍnÍPa® ir "i,J í Giacometti-sal Maeghtstofnunarinnar. . aðeins háar og grannar voru þær réttar“. rás, þá opnast augu okkar fyr- ir því, að þessir skinhoruðu líkamir eru jarðarinnar blóm ... ^ banabeöinu vildi Kafka, að bækur sínar yrðu brenndar og Dostojevsky dreymdi um það allt lokaskeið ævinnar að bæta við köflum í Karamazov- bræðuma. Ef til vill var báð- um órótt innanbrjósts, þegar þeir létust. Þeim fyrrnefnda af því að honum fannst hann ekk- 'ert hafa gert sem neins viröi væri og þeim síðamefnda Vegna þess að hann hvrfi úr veröldinni án þess að hafa sett mark sitt á hana. Samt sem áður hafa báð ir náö takmarki sínu. Giacom- etti einnig, og hann veit það vel. Það er ekki til neins að hattn liggi á verkum sínum eins og ormur á gulli. Þýðinga-rlaust að hann biðji um frest og komi með allskyns undanbrögð ta að stela sér smátíma: Manneskj- urnar munu koma inn tií hans, ýta honum frá og fara burt með öll háns verk, aöeins gifs duftiö á gólfinu veröur eftir. Hann veit það, óróiim i svipn- um ber það með sér. Hann veit, að hann hefur sigrað hvað sem hann segir og hann tShegBCÍr okkur,“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.