Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 4
FiMMTÍU GAMLIR STRÍÐSDALLAR X- BJÖRGUÐU HEIMINUM >f nnnnanannncönDnnnnnnnnn^riannnnnnnnrannnnonnnnnnrjnnpnnnnrjnnannnnnnanQn Hinum úreltu tundurspillum var safnað saman, 4 og 4 í einu, í Boston og þaðan siglt til Halifax. Hér sést USS Buchanan yfirgefa ameríska höfn í síðasta sinn. i □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Sumarið 1940, eftir að Þjóð- verjar höfðu hernumið Noreg og Danmörku og gjörsigrað Holland, Belgíu os Frakkland stóðu Bret- ar einir upp gegn Hitler. Lögðu peir sig þá alla fram við að efla varnir sínar gegn imyndaðri inn- rásartilraun Þjóðverja, sem allír áttu von á að gerð yrði, en höfðu úr litlu að spila til styrktar vörn um sínum. Þeir höfðu goldið margvíslegt afhroö í styrjöldinni. Við fail Frakklands hafði þeim að vísu tekizt aö koma mestum mannafla sínum þaðan og heim yfir sundið, en Tirðu að skilia megnið af her- gögnum sínum þar eftir. Það var því hörgull á hergögn- um og eiginlega flestu öðru lika. Það skorti byssur. Það skorti stríðsvagna, flugmenn og það allra þýðingarmesta, flotann vant aði skip, því þá þegar höfðu þeir beðið mikið tjón í viðureign við kafbáta. UMDEILD ÚRLAUSN VANDRÆÐANNA Eitt aivarlegasta vandamálið, sem Churchill og meðstjómar- ráðherrar hans áttu við að etja, var því hinn skyndilegi skortur tlotans á tundurspillum. Tækist þeim ekki að verða sér hið snar- asta úti um tundurspilla til varn- ar gegn kafbátum var voðinn vís. Yfirráðin á sjónum, hin aldagamla brjóstvörn Bretlandseyja, væri þá úr sögunni. Churchill hafði ekki nema í eitt hús að venda með þessi vand- ræði sín. I amerískum höfnum lá fjöldi tundurspilla frá fyrri heimsstyrjöldinni. Hafði þeim ver- tð lagt fyrir fullt og allt, en Churchill fannst þeir vera tilvald- ir til þess hlutverks, sem hann ætlaði þeim. Bað hann því Frank- lin Roosvelt um 50 þeirra. Um pær mundir skiptust skoðanir manna í USA um styrjöldina og aðila hennar, eins og nærri má geta. Hópar manna kröfðust þess, að USA tæki þátt í styrjöldinni með Bretum, aðrir hópar vildu styðja Þjóðverja, og enn aðrir studdu áframhaldandi hlutleysis- stefnu. Bandaríkiaforseti átti því erfitt um vik, hafandi næstu for- setakosningar í huga. Eftir tals- verðar umræður var þó orðið við beiðni Churchills og tundurspill- arnir voru sendir í „Orrustuna um Atlantshafið". Churchill sagði um þessi skip, en hann var aldrei vanur að skafa utan af því: „Þessi 50 skip björguðu heiminum". f ritum þeirra, sem um þessa tíma hafa skrifað, hafa samt kom ið fram skiptar skoðanir um þau. Sir James Somerville, aðmíráll, skrifaði, að án þeirra hefði ekki verið hægt að hrinda í fram- kvæmd hugmyndinni um skipa- lestirnar og þá hefði að líkind- um endirinn á styrjöldinni orðið annar. Annar aðmíráll, Tovey lá- varður, var þó á annarri skoðun. „Lélegri kláfa hef ég aldrei séð, afleit sjóskip með úreltum vopn um og útbúnaði, og verðið, sem greiða þurfti fyrir þau, var svíviröilegt." Það var ekki á ailra vitoröi hvernig um pottinn var búið i verzlun þessara 50 úreltu her- skipa. Fréttir á Noröurlöndum, sem ritskoðaðar voru af ^ðverj um, gerðu þó mikið úr nokkrum herbækistöðvum á karabíska haf- inu, sem komust í hendur USA um þessar mundir. Átti þaö að hafa verið veröið, sem greitt var fyrir 50 ára og úrelta tundur- spilla. STJÓRNMÁLAMENN OG GÓÐ TROMP Það hefur aldrei komið skýrt fram, eða aö minnsta kosti ekki svo allur vafi væri tekinn, hvert hafi verið „hið svívirðilega verð“, sem greitt var fyrir tundurspill- ana. En hins vegar hefur blaða- maður brezkur, sem um skeið átti sæti á þingi þeirra Breta, skrifað bók, þar sem hann varpar að ein- hverju leyti ljósi á allt vafstrið, sem átti sér stað bak við tjöld- in, og framan við þau 1 USA, áð- ur en Roosevelt gat orðið við beiðni Chulchills. Bókina nefnir hann, eins og af Breta mátti búast: „Fimmtiu skip sem björg- uðu heiminum“. í þessari bók er lýst hvernig Roosevelt hafi verið hlynntur, að Bretar fengju tundurspillana og þeim krókaleiðum, sem hann hafði orðið að fara til þess að unnt yrði aö koma því í kring. Fékk hann komið í gegn „lána- og leigulagafrumvarpinu“, eins og sumir hafa nefnt það, en sam- kvæmt þeim lögum studdu USA Bretland á ýmsan máta, án þess þó að rjúfa hlutleysi sitt. Bret- ar skvldu fá vopn, skotfæri og flugvélar, en enga tundurspilla. Churchill lét sér það ekki nægja, þó vopnabirgðir tækju nú að streyma frá USA, en nauðaði jafnan á Roosevelt að koma þessu í kring með tundurspillana. Ein- angrunarsinnar, eins og þeir voru kallaðir, sem gegn því lögðust, að USA aðhefðist nokkuð I styrj öldinni, , þeir lögðust jafn fast í móti því, að Churchill fengi þessa gömlu kláfa. Um þessar mundir hertu Þjóð- verjar kafbátahernaðinn og af því leiddi aukna flutninga frá Am- eríku, en af því leiddi svo aftur, að USA tók að herða strand- gæzluna, fyrst að austanverðu og svo síðar að vestanverðunni. Þeim þóttu því tillögur Lothian lávarðar, sem var sendimaður Churchills þar vestra, girnilegar þegar hann stakk upp á því, að Bretar eftirlétu USA rétt til af- nota á herbækistöðvum á Trini- dad, Bermuda og Nýfundnalandi. Eftir að það hafði verið samþykkt í brezka þinginu, sat Roosevelt með svo góð tromp á hendi, að hann lét skeika að sköpuðu og ákvað, að Bretum væru tundur- spillamir heimilir. Þeir erfiðleik- ar sem eftir var að yfirstíga, voru svo smámunir einir. Eins og t. d., aö allir tundurspill- arnir báru nöfn löngu látinna þingmanna og sjóliðsforingja, sem fyrr í sögunni, höfðu veriö bitrir fjandmenn Breta. Philip Godhart segir á einum stað í bók sinni, að afhending skipanna 50 hafi aðeins verið at- vik i styrjöldinni. En hitt, þeg- ar tókst að yfirvinna erfiðleikana á báða bóga, sem leiddi til þess að af afhendingunni varð. Það hafi lagt grundvöllinn að ensk- ameríska bandal. sem í dag sé langtum víðtækara, segir hann. I s \ I \ ) i \ \ \ \ Laugarvatn. Einn eftirsóttasti ferðamanni staður hér sunnanlands er án efa Laugarvatn, enda þykir fólki gott að geta synt og fariö í gufuböð á milli þess, sem það sólar sig. Fjöldi fjölskyldna hef- ur dvalið þarna fyrir austan nú góðviörisdagana, sérstaklega um helgarnar, en þá er þarna múgur og margmenni. En rólegheita- fólklð sem vanið hefur þarna komur sínar kvartar nú um, að meiri óróleikl sé að færast yfir staðinn, því að ungiingar vaði um að næturþeli í drykkjulátum og geri ónæði, m. a. hefir kom- ið fyrlr aö hleypt hefur veriö úr dekkjum bifreiöa. Er augljóst aö það nær ekkl nokkurri átt að friðsamt fólk fái ekki frið á tjaldstöðum sínum, en hins veg- ar er það Ijóst, að löggæzlu- menn geta ekki verið alls staðar nærtækir úti um byggðir lands- ins. Þess ætti þó að gæta nú um hásutnarið að hafa löggæzlu eftir því sem tök eru á, á þeim stöðum, sem ágangur er mestur, t. d. á Laugarvatni og Þingvöll- um, þannig að friðarspillar verði teknir úr umferð, ef þörf kref- ur. Bakpoka-ferðamenn. Þess mun nokkuð vera fariö að gæta um byggðir landsins, að erlendir ferðamenn ferðist fótgangandi um landið, þvert og endilangt. Flestir bessara ferða- manna er ungt fólk, sem vill skoða sig um í heiminum á ó- dýran hátt, og ber því föggur sínar á bakinu. Þó að stærstur hluti þessa fólks sé ágætis fólk, ber þó nokkuð á því, sem og undanfarin ár, að fólk þetta hef- ir ekki peninga til að borga með mat sinn og þarfir. Kemur það jafnvel á bændabýli og biður um mjólk og mat án þess að geta innt af höndum greiðslur, eins og vera ber. íslenzkt bændafólk er gestrisið og hjálpsamt, og vorkennir þessum flækingum og gefur, því mat, jafnvel þó að búið sé að vaða yfir ræktar- lönd þeirra og girðingar. En hins vegar er það athugandi, hvort þessi ferðaháttur útlend- inga sé ekki farinn að verða of algengur hérlendis, að tímabært sé að stemma stigu fyrir að al- gjörlega peningalaust fólk komi inn i landið. Væri ekki hrein- lega hægt að meina fólki land- vist hér, ef það getur ekki sann- að, að það hafi peninga til að borga með beina, hvort sem er á veitingahúsum eða annarS staðar? Þetta allslausa fólk gengur um fiallaskála og ruplar þar varaforða af algjöru tillits- leysi. Ferðamenn, hvernig sem þeir ferðast eiga að vera velkomnir, en þeir eiga að geta greitt þá þjónustu sem þeir fá, hvort sem hún er mikil eða lítll. Æskilegt væri að stemma stigu viö þesum fólksstraumi hingaö ef fyrirfram er ásetningur að sníkja mat sinn. Það hlýtur að vera ástæðu* laust að opna landiö fyrir slík- um ferðamönnum. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.