Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 3
V1SIR . Miðvikudagur 19. iúlí 1967. I i |7nn komum vér meö annál mánaðarins 1 blaöinu, að þessu sinni annál júnímánaðar. Að venju var mánuöurinn frem ur rólegur eins og lögreglan mundi orða það, að undanskild- um ólátunum vegna ákvöröunar þjóðhátíöarnefndarinnar um að flytja hátíðahöldin neðan af Lækjartorgi inn í Laugardal. Þaö er annars undarlegt hvað íslendingar eru fastheldnir á sumar gamlar venjur sérstakl. ef breytingar koma fram til bóta. Því miður voru veöurguðirnir óhliðhollir fólkinu f Reykjavík á þjóðhátíðardaginn og reyndar • víðar um land. Mikil væta var í lofti og á láði og á legi og alt þar í milli. Að venju skulum vér tína saman nokkur fréttnæm atriði frá mánuöinum til að þátturinn kafni ekki undir nafni. Fyrirsögn í einu dagblaðanna hefur án efa vakið mikla at- hygli veika kynsins en fyrir sögnin var á þessa leið: KONLfR EINS OG HÚSDÝR. Þegar nánar var að gáð var hér átt við konur f vissu aust- rænu ríki og byrjaði greinin á þessa leið: „Það er biðröö til þess aö komast á klósettið. Fyrst fer afinn, svo pabbinn, þannig koll af kolli. Þegar all- ir karlmennirnir f húsinu eru búnir að ljúka sér af kemur röðin að kvenfólkinu og einnig bar er farið eftir mannvirðing- um. . " Tá hérna ekki nema það þó. Oss kom til hugar að fjölskyld- ur austur þar hlytu að vera mjög samtaka. ★---- ★--- Sú frétt birtist á síðum dag- blaðanna að æskilegt væri að stofna hvildarheimili fyrir Is- lendinga í Kaupmannahöfn. Satt að segja héldum vér að Kaupmannahöfn sjálf væri, heföi verið og yrði eitt allsherj- ar hvíldarheimili fyrir íslend- inga. ★--- Islenzkir ferðalangar voru staddir í Jerúsalem þegar styrj- öld milli Araba og ísraelsmanna brauzt úr. Þeir komust þar lega til Amman og lentu þar meðal annars í því ævintýri að vera vitni að loftárás, en sem betur fer er það óalgengt um íslendinga. Ekki brást kjarkur- inn íslendingunum, enda svo heppnir að hafa með sér prest til að hugga sig í raununum. Það sem mesta athygli vakti var framkoma jórdönsku her- mannanna, en þeir báðu fólkið að leggjast niöur með orðum sem hljóðuöu eitthvað á þessa leið: Mættum við biðja ykkur að leggjast á magann og hafa okk- ur afsakaða, það er nefnilega aö koma loftárás. ★------- „ÞAÐ ER ENGINN FÆDDUR FLUGMAÐUR", segir í viðtals- fyrirsögn eins af dagblöðum borgarinnar. Það er eins gott að fólk viti þetta fyrir. ★--- Nú hefur verið fundið eitt allsherjar nafn á sumarhótel Ferðaskrifstofu ríkisins og finnst sumum vel til fundið. Hótelin bera öll nafnið EDDA og eru staðsett í heimfvistar- skólum víðs vegar um landið. Þá höfum við Hótel Sögu, Hótel Eddu og nú má væntan- lega búast við að einhverjir skíri hótel sín Hótel Sturlungu, Hótel Gráskinnu Hótel Gerplu eða jafnvel Hötel Símaskrá. RITHÖFUNDAR METNIR IL 10 KR. HÆKKUNAR. Þann : hljóðaði ein fyrirsögnin og ótti sumum nóg um. i ★----- l sama blaði var önnur fyr- ögn á þessa leið: 25 TN. Dj .ÍRANI 1 FERJUKOTSSÍKIÐ, 7 héldu sumir að loksins hefði Vegageröin:» hugkvæmzt ráð til að stemma stigu við vætunni þar efra. En þegar betur var að gáð var hér um kranabíl að ræða, og hafði stjómanda hans ekki hugkvæmzt það snjall ræði að hafa vegarkantana sitt hvorum megin við birfeiðina. ★---- í einhverju dagblaði var eftir farandi fyrirsögn: GÖTUSÓPAR AR AF FAGRA KYNINU. 1 fréttinni sem fylgir fyrirsögn- inni er sagt frá yfirvöldum í einhverju landi sem hafa tekiö upp þann ósið að láta konur sópa götumar og fylgdi mynd með greininni af ungri stúlku við götusópun. Nú er ekki á- stæöa til að hneykslast á því í sjálfu sér að konur sópi götur, fremur en ástæða er til að hneykslast á þvi að þær sópi heima hjá sér. En vér vildum vara reykvísk yfirvöld við að taka þennan sið upp, þar eð oss finnst umferðin ganga nógu seint i borginni þó ekki bætist þetta við. ★-------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.