Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 19.07.1967, Blaðsíða 12
12 y 4 Astarsaga úr sjóferð MARV BURCHELL: Jm aldur og æ ivi trúandi til slíkra hrekkjabragða, var ekki trúandi ti'l þess aö gera Claire hamingjusama. Jenny afréð að athuga þetta úrræði vel, áöur en hún tæki á- kvörðun. En rás viöburðanna varð of hröð til þess, að hún kæmi því við. Þegar hún skildi viö Edmonds og gekk upp á þilfarið í heitu Miö- jarðarhafsloftinu, kom aðstoðar- læknirinn til hennar og var svo innilega alúðlegur á svipinn, að Jenny datt í hug, að annað hvort gerði hún honum rangt til eða hann hefði átt að verða leikari. — Jenny, ég verð að fá aö tala við yður... — J.. .já? Hún nam staðar, var í vafa í hvaða tðn hún ætti aö svara eftir allt þetta tal um að spila póker. — Ég get ekki lýst því, hve leitt mér þykir þetta. Hann tók f hönd- ina á henni, og Jenny leyfði hon um það, þó henni væri það þvert um geð. Það er ekki aðeins þetta hræðilega atvik, sem hlauzt af athugunarleysi mínu. En Claire seg ir, að þér ímyndið yður, að ég hafi gert þetta viljandi. Að ég hefði ætlað að reyna að iáta yður verða eftir í Napoli. Hvemig getur yður dottið það í hug? Hana langaði til að segja honum hvers vegna hún héldi það. En ef hún átti að taka nokkurt tillit til ráðlegginga Nicholas Edmonds var einmitt núna tækifærið til að byrja sóknina. — Ég ... fyrirgefið þér mér... Hún leit niður á tærnar á sér og gekk vel að sýnast skömmustuleg. — Kannski... kannski hef ég ver- ið of fljót á mér að dæma. En þetta var eins og martröð, og ég var svo hrædd — og mér fannst þetta allt vera of óhugsanlegt til þess að vera eintóm óheppni. Ég var ekki farin að róast, þegar ég talaði við Claire, svo að ég vissi varla, hvað ég sagði. — Það skil ég vel. Hann þrýsti fastar hönd hennar. — Þér megið ekki halda, að ég áfellist yður fyr- ir það. Þér hafiö verið svo hrædd að þér höfðuð ástæðu til að gruna allt og alla. En þér megið ekki halda, að það hafi verið annað en athugunarleysi af minni hálfu, að ég gekk ekki úr skugga um hvort þér væruð komin í bilinn. Það var erfitt að fallast á svona staðhæfingu, en Jenny kvaldi sig til þess að brosa og segja: — Æ, þetta er allt í lagi núna. Ég er búin að jafna mig eftir áfallið. Mér féil ekki að halda þetta um yður.... Og nú varð svipurinn á henni eins og á iðrandi syndara. — Skiljanlega ekki. Hann gerði röddina innilegri og ríghélt enn í höndina á henni. — Yður getur ekki verið alvara að trúa svo illu um mig, Jenny? Á þessu augnabliki afréð hún að fara að ráðum Nicholas Edmonds. — Ég veit ekki hvað ég á aö halda, andvarpaöi hún. Svo starði hún út á sjóinn með dreym andi augnaráði, eins og hún væri að glíma viö dularfulla gátu, og sagði: — Ég vildi óska að ég gæti haldið það. — Jenny. Hann var hrærður. Eiginlega hrærðari en orðin gáfu ástæðu til, þvi að þau voru tvíræð. — Er það þá alvara að yður sé svolítið vel til mín? Þrátt fyrir allt. Hún sneri sér aö honum meö broshýrum augum og sagði: — Ég hef aldrei átt erfitt með að láta mér geðjast að fólki, Kingsley. En þegar maður er ung stúlka og á ferðalagi út í heiminn, upp á eigin spýtur, þá er þaö enn meir áríðandi að ráða við sig, hverjum maður megi treysta. — En þér verðið að treýsta mér. Þér getið ekki annaö. Hann dró hana varlega nær sér. — Annars afber ég þetta ekki, Jenny. — Æ, þetta getur varla verið svo alvarlegt Hún hló lágt og góðlát- lega — Jú þaö er svona alvarlegt sagði hann. Og svo kyssti hann hana. Og nú fannst Jenny nóg kom- ið að sinni. Hún losaði sig úr faðmlögunum — hægt og bítandi — og sagði: — Þér ættuð heldur að fara til Claire og segja henni, að ég hafi fallizt á að telja þetta sem geröist í dag óheppni. Ég gruna engan um að hafa gert þetta viljandi, skuluð þér segja. Ég býst við að það gleðji hana að heyra yður segja það. Hann hélt það líka. Eða kannski minnti nafn Claire hann á, að hann hagaði sér ekki jafngætilega og hann var vanur. Að minnsta kosti fór hann undir eins, og Jenny gekk 1 hægðum sínum I hina áttina, og rakst áður en hana varði á Pem- bridge yfirlækni. Hann hallaði sér út á borðstokk- inn og var að reykja vindling og leit kankvíslega til hennar, þegar hann sá hana koma. — Halló! sagði Jenny í hálfkær- ingi. — Haltó. Þér hafið toikið öþægi- legum degi á ánægftðe®an hátt, sé ég... Hún hafði vonað, að hann hefði ekki verið vottur að því, sem gerðist milli hennar og Kingsleys Carr. Nú vissi hún betur, og henni var meinilla viö þetta. — Háttvísir menn gera ekki at- hugasemdir um hvern smákoss, sem þeir sjá hér um borö, sagöi hún napurlega. Ekki þaö? Honum virtist vera V í SIR . Miðvikudagur 19. júlí 1967. hvers vegna þér kysstuð Renée Ar- mand fyrsta kvöldiö héma um borð, sagði hún kaldranalega. Hún var upp með sér af svarinu rétt í svip, en svo iðraðist hún og óskaði innilega, að hún hefði aldrei sagt þetta. Því aö hvernig sem á var litið þá kom henni ekkert við tsamband hans við Renée Armand — eða neina aðra —, þó honum fyndist hann hafa leyfi til að erta hana. Hann var auðsjáanlega á sömu skoðun, því að hann sagði þurr- lega: — Nú látið þér ímyndunina hlaupa með yður í gönur. — Það geri ég alls ekki! Það fauk i hana í svipinn. — Ég sá sjálf, aö þér kysstuð hana. — Það held ég varla. Það var helzt á Pembridge að sjá, að hon- um leiddist þetta. — Ef til vill haf- ið þér séð hana kyssa mig. En við höfum líka þekkzt lengi, óg hún er gjöful á atlot, eins og flest lista- ’ fólk. ; Munurinn á að kyssa og vera' kysstur er einstaklega fróölegt við- Hún hafði hagað sér eins og kjáni — að- stökkva upp á nef sér, þegar hann erti hana með Kings- ley Carr og kossinum. Og nú hélt Pembridge vitanlega, að þama byggi eitthvaö meira undir, úr því að hún haföi reiðzt. Og þessi ónærgætna athugasemd. hennar um Renée Armand hlaut að gefa honum í skyn, að jenny vaeri ekki sama um hans einkamál. En henni var meinilla við; að hann héldi þaö. Loks fór Jenny niður í klefa, gröm sjálfri sér og í slæmu skapi eftir dag, sem alls ekki hafði verið skemmtilegur. skemmt. — Ekki einu sinni, þegar • fangsefni, og Jenny hefði langað þá langar til aö vita, hvað bak við j til að rökræða það við hann. En kossana felst? ' henni skildist á honum, að hann — Néi, jafnvel ekki, þó svo sé.; teldi málið útrætt, og allt í einu — Ég mun eiga að skilja þetta j fannst henni, að hún hefði gert of svo, sem ég skuli ekki sletta mér; mikið úr smámunum, sem ekki fram í það, sem mér kemur ekki j voru umtalsveröir. við? sagöi hann og brosti enn, eins í — Jæja, sagði hún og reyndi að og hann ætti kröfu á að vita, hvað bjarga sér úr klípunni. — Hvað í SL hún gerði — og hvers vegna. Hún þagði og gramdist þetta hús- bóndavald, sem hann hafði tekiö sér fyrir henni. Hana sárlangaði til að segja eitthvað, sem gæti komið honum úr jafnvægi. Það gat verið tilbreyting í því. — Þér ætliö þá ekki að segja mér, hvers vegna þér kysstuð Kinj^ ley Carr? Hún heyrði hæðnihreim- inn í röddinni gegnum hlýtt myrkr- ið. En nú datt henni nokkuð í hug. — Ekki nema þér segiö mér, sem öðru líöur, þá ætti þaö að vera augljóst mál, að maöur á ekki að skipta sér of mikið af því, sem manni kemur ekki við. — Það kann að vera, að þér hafið rétt fyrir yður, sagði dr. Pembridge. Svo kinkaði hann kolli, — ergilega kæruleysislega — og fór burt, en hún stóð eftir og nag- aði sig í handarbökin. Henni hafði tekizt klaufalega — hún gæti gert það miklu betur, ef hún fengi að gera það upp aftur. !' U " ■ býorrAsro'ÐiM SUDlJKtANDSBRAUr SIMI o?123 OPID_.il,-22 30 SUNNun^y ^22-;n. HÚSNÆÐI ÓSKAST Viljum taka á leigu rúmgott húsnæði fyrir afgreiðslu blaðsins á góðum stað í miðborg- inni. Tilboð óskast send Auglýsingadeild Vísis sem fyrst VÍSIR Ráðið hifanum sjálf með ... Með BRftUKMANN hitastilli á hvcrjum ofrri getiS þér sjátf ákveð- 18 hifoslig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hifaslilli er hægt oð setja beinf á ofninn eða hvar scm er á vegg í 2ja m. fjarlægS frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vel- liðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega henf- ugur á hifaveitusvæði SiGHVATUR EINARSSON&CO SÍM! 24133 SKIPHOLT 15 „Hvað ertu aö flýta þér, gamli minn? Hef- arðu eitthvaö aö dylja, karlimii?“ „Hvemig lízt þér á hina talandi smyglara- górillu?"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.