Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. Eru auðir seð/ar greidd atkvæði: c Tveir lögfræðingar segjaiá, tveirnei Ursögn Kennarasambands Islands fellur og stendur meö því hvort auðir seölar veröa taldir meö eöa ekki. Leitaö hefur veriö til fjögurra lög- læröra manna umálit. Þeim ber ekki saman. Tveir þeirra segja aö þaö eigi að telja auöa seöla meö og hinir tveirekki. Greiddatkvæði: bæði auðir og ógildir seðlar Lögfræðingamir Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Gestur Jónsson telja báðir aö auð atkvæöi gildi sem greidd atkvæöi og því beri að telja þau meö. Báðir þessir lögfræðingar eru lögfræöingar BSRB. Guðmundur Ingvi segir í sínu áliti að samkvæmt málvenju þýöi — „greitt atkvæði” — sama og atkvæöi sem hefur veriö skilað í kjörkassa. Þaö skipti ekki máli hvort seöillinn er auöur, ógildur eöa gildur í þessu sambandi. Hann bendir einnig á aö í lögum um þingsköp BSRB sé þaö sér- staklega tekið fram að auðir seðlar teljist ekki til greiddra atkvæöa. Ef svo ætti einnig aö vera í kosningalög- unum heföi átt aö taka þaö sér- staklega fram. Gestur Jónsson segir aö telja eigi auöa og ógilda atkvæöaseðla til greiddra atkvæða. Han vitnar til laga BSRB þar sem kveöiö er á um úrsögn. Þar segir: 1 allsherjar- atkvæðagreiðslu þarf a.m.k. 2/3 greiddra atkvæða til þess aö úrsögn teljlstsamþykkt. Gestur segir því viðfangsefni sitt vera aö skilgreina hvaö sé átt viö með „greiddu atkvæði”. Engin skil- greining sé á því í lögum BSRB og því verði aö styöjast við almenna málnotkun og venjur i sambærileg- um tilvikum. „Ekki er vafi á því að einstakl- ingur sem mætir á kjörstaö, tekur viö atkvæðaseðli og skilar honum í atkvæðakassa hefur greitt atkvæöi,” segir í áliti Gests og hann telur aö það gildi einu hver ráöstöfun hans hafi verið á atkvæðisréttinum. Ef greidd atkvæöi ættu aöeins aö teljast tiljgildra atkvæða heföi veriö einfalt mál að segja í lögum aö þaö þyrfti samþykki 2/3 gildra atkvæða. Fyrir miflri mynd sést svœðifl sem Húsatækni hf. mun bráðlega hefja byggingarframkvæmdir á. Eitt hús- anna verflur byggt yfir gjána. Mynd-GV A. LEKUSTARSKOL- INN í KÓPAVOG? Húsatækni byggir 14.700 fermetra stórhýsi í miðbænum Nú standa yfir viöræöur um hvort flytja skuli Leiklistarskóla Islands í hinn nýja miöbæ Kópavogs sem reistur veröurá næstu sjöárum. Samningar hafa verið undirritaöir milli bæjaryíuvalda í Kópavogi og byggingafyrirtækisins Húsatækni hf. um byggingu mannvirkja upp á 14.700 fermetra í miðbæKópavogs. Lóðirnar, sem úthlutaö hefur verið fyrir fram- kvæmdimar, eru aUar austan gjár. Verðureitthúsanna byggtyfir hana. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagöi aö til marks um um- fang bygginganna mætti nefna aö þær yröu samtals um 60.000 rúmmetrar aö stærð. Væri gert ráö fyrir 420 bUa- stæðumásvæðinu. Fyrirhugaö er aö í húsnæðinu veröi einkum skrifstofu- og verslunar- rekstur. Einnig á að rísa þar hótel meö 40 herbergjum svo og veitingaaðstaða. Kristján sagði að ekki heföi enn verið ákveöiö endanlega hvaöa þjónusta yröi til staöar í einstökum byggingum. Ljóst væri þó að bærinn tæki eitt húsanna undir eigin starf- semi. Þá sagöi hann aö viðræöur hefðu farið fram mUU bæjaryfirvalda og menntamálaráðuneytisins um að Leik- listarskóli Islands yröi í hinum nýja miðbæ. Ekkert heföi þó enn veriö fast- mælum bundiö í þeim efnum. -JSS. Auða seðla á ekki að telja með PáU Líndal og Jón Steinar Gunn- laugsson lögfræöingar telja aö ekki eigi aö telja meö auöa og ógilda seöla. Jón Steinar bendir á í sinu áliti aö þeir sem ekki vUji taka afstöðu hafi um tvo kosti aö ræöa. Annað- hvort skila þeir engu atkvæöi eöa þeir skUa auöu. Þaö að senda út atkvæöaseðla gæti veriö hvatning tU aö skila atkvæöi. Einnig væri ekki ósennUegt aö þeir sem ekki vildu taka afstööu hefðu beinlínis veriö hvattir tU aö skila atkvæöi af öðrum félagsmönnum. Ef þessir auöu seðlar væru síðan taldir með væru þeir í reynd taldir meö þeim atkvæðum sem greidd heföu verið á móti úrsögninni. Olíklegt væri aö þeir sem skUuöu auöum seðlum heföu viljaö aö þeir heföu þessi áhrif og því ekki gert sér grein fyrir mun- inum á að skila auöu og hreinlega að láta það vera aö skUa seöU. Hann bendir einnig á að ekki sé venja aö taka tiUit tU þeirra sem greiöa atkvæöi á fundum með t.d. handauppréttingu. Jón Steinar kemst aö þeirri niöurstöðu aö nauðsy nlegt sé aö taka þaö fram sér- staklega ef taka á tiUit tU auðra seöla. Síðastur í þessum hópi er PáU LíndaL Hann er á sama máli og Jón Steinar. Páll vitnar tU breytinga sem gerðar voru á þingsköpum Alþingis. A sínum tíma var 53. grein breytt þar á þann veg að tekið var sérstaklega fram aö þeir sem ekki tækju þátt i atkvæðagreiöslu meö þvi að vera meö eða á móti væru samt sem áöur þátttakendur. Þetta þýöir meö öðrum orðum að rétt þótti að taka fram sérstaklega að „auðir seölar” ættu að gilda. Þessi lagabreyting þýöir að áöur hafi verið Utið svo á að ekki ætti aö telja meö auð atkvæöi annars heföi þessi breyting ekki verið gerð. Hann dregur því þá ályktun að auðir seölar eigi ekki aö teljast meö greiddum atkvæðum. -APH. Fulltrúaráð kennara: Enn er óljóst hvort Kennara- samband Islands gengur úr BSRB. A morgun kemur fulltrúaráð Kennara- sambandsins saman og tekur liklega afstöðu til kosningaúrsUtanna. Lfklegt þykir aö niöurstaöan verði á þá lund að fulltrúaráðiö telji aö ekki eigi að telja með auð atkvæði og að úrsögn Kl veröi því staöreynd. Hins vegar er óvíst hvemig forysta BSRB metur niöurstöðu fuUtrúaráðsíns. Einar Olafsson, í stjórn BSRB, er ekki í neinum vaf a um aö niðurstaða kosninganna að þessu sinni sé sú aö Kennarasambandiö eigi aö vera áfram í BSRB. „Hins vegar tel ég að ekki eigi aö pína menn til aö vera í samtökum sem þeir vilja ekki vera i. Þess vegna geta þeir sem vilja einfaldlega sagt sig úr BSRB," segir Einar. Um niöurstööu kosninganna sé hins vegar engínn vafi. Kári Amórsson, sem er dyggur talsmaður úrsagnar, segir aö eðlilegt hefði veriö að kjörstjóm hefði tekið afstöðu til málsins strax. Siöan heföi BSRB getaö tekið afstöðu tU úrskurðar hennar. Aður hefur verið gengiö til kosninga um úrsögn úr BSRB. Það var hjá hjúkrunarfræðingum og i morgun stjórnarráösmönnum. I báðum tU- feUunum voru auöir seölar taldir meö. En þar vom úrsUt það ljós aö ekki skipti neinu máli hvort auðir seölar vom taldir meö eða ekki. Kári segir að ekkert fordæmi Uggi fyrir um það aö auöir seðlar ráöi úrslitum eins og f þessari kosningu. Hann bendir á að úrsögn hefði eins getaö átt sér stað á þingi Kennara- sambandsins. Ef það hefði veriö heföu ógreidd atkvæði í handa- uppréttingu ekki skipt máli. Hann er hins vegar ekki ósammála þvi aö auðir seölar eigi aö teljast greidd atkvæði. En þeir eigi ekki aö geta ráðið úrslitum. „Undir öllum kringumstæöum finnst mér ákaflega óeðUlegt, hvemig sem menn túlka lögin, að þeir sem skila auöum atkvæöaseöli geti ákveðiö niðurstöður ákveðins máls, eins og nú hefur gerst,” segir Kári. Hann bendir einnig á að þaö sé óeðUlegt aö ekki gUdi sömu reglurá þingum BSE7< og í almennri atkvæöagreiöslu. En í lögum um atkvæðagreiðslu á þingum er skýrt tekið fram að auöir seölar eigi ekki að gUda i atkvasða- greiðslu. -APH. i 'S'tyý, '.*<‘ ogmed f ullriábyrgð 35.900 ÉHi m^mmm \ ■ % :/ j, ^^fl|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.