Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. m TÓNLISTARKENNARAR Tónlistarskóli Dalvíkur óskar eftir að ráða kennara við skólann frá 1. sept. nk. Æskilegar kennslugreinar eru píanó- og söngkennsla, en aðrar kennslugreinar koma þó einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Colin P. Virr, í síma 96-61647 og 96-61493. Tónlistarskóli Dalvíkur. FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOUI FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti fer fram í Mið- bæjarskólanum í Reykjavík dagana 3. og 4. júní næst- komandi kl. 9.00—18.00 svo og í húsakynnum skólans við Austurberg dagana 5.-7. júní á sama tíma. Fer þá fram innritun í dagskóla og öldungadeild. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa borist skrifstofu stofnun- arinnar fyrir 10. júní. Þeir sem senda umsókn síðar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býð- ur fram nám á sjö námssviðum og eru nokkrar náms- brautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssvið: (menntaskólasvið). Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlisfræðibraut, félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut, tónlistarbraut, tungumálabraut og tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsu- gæslubraut (til sjúkraliðaréttinda) og hjúkrunarbraut, en hin síðari býður upp á aðfaranám að hjúkrunarskólanum. Þá eru framhaldsbrautir til stúdentsprófs. Hússtjórnarsvið: Þrjár brautir verða starfræktar: Mat- vælabraut I er býður fram aðfaranám að Hótel- og veitingaskóla Íslands og matvælabraut II er veitir réttindi til starfa á mötuneytum sjúkrastofnana (matartækna- nám) og matarfræðingabraut. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða: Myndlistar- braut, bæði grunnám og framhaldsnám, svo og hand- menntabraut er veitir undirbúning fyrir Kennaraháskóla íslands. Tæknisvið: (Iðnfræðslusvið.) Iðnfræðsubrautir Fjöl- brautaskólans í Breiðholti eru þrjár: Málmiðnabraut, rafiðnabraut og tréiðnabraut. Boðið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúningsmenntun að tækni- námi og þríggja ára braut að tæknifræðinámi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs í fjórum iðngreinum: Húsasmíði, rafvirkjun, rennismiði og vélvirkjun. Loks geta nemendur einnig tekið stúdentspróf á þessum námsbrautum sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, að boðið verði fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviði næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá námsbraut. Uppeldissvið: Á uppeldissviði eru þrjár námsbrautir í boði: Fósturfræðabraut, íþrótta- og félagsbraut og fjöl- miðlabraut. Það er sameiginlegt brautum sviðsins að taka mið af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undirbún- ings kennslustörfum, félagslegri þjónustu, sálfræði og fjölmiðlafræðum. Viðskipasvið: Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Sam- skipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræðabraut og loks læknaritarabraut. Af þrem fyrrnefndum brautum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir tveggja ára nám. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til að Ijúka sérhæfðu verslunar- prófi í tölvufræði, markaðsfræðum og reikningshaldi. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viðskiptasviðs. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, sími 75600. Er þar er hægt aðfá bæklinga um skólann og Námsvísi F.B. Skólameistari. < Sviðsljósið Collins- systur Systurnar Jackie og Joan Collins hafa sannarlega vakið á sér athygli á síöustuárum. Joan varð fyrst fræg fyrir alvöru í Dynasty þáttunum frægu, svo fræg að stúlkan mátti ekki snúa sér við eða líta á annan karlmann ef sagan átti ekki aö vera orðin fyrirsögn daginn eftir. / Jackie, yngri systirin, er ekki þekkt fyrir leik sinn á hvíta tjaldinu né fyrir jjað eitt að vera systir Dynasty stjöm- unnar. Jackie er frambærilegur rit- höfundur, hefur a.m.k. selt grimmt þær niu bækur sem hún hefur skrifað. Nýjasta bókin, kallast á frummálinu Hollywood Wives, dramatískar lýs- ingar á rómantík, ástum og framhjá- haldi í kvikmyndaborginni frægu. Þær systur eru að sögn mjög góðar vinkon- ur og sambandið alla tið verið náið, þó auðvitaö séu þær ekki alltaf sammála umallt. „Það kemur oft fyrir að ég gagnrýni systur mína,” segir Jackie,” en guð hjálpi þeim sem dregur hana ofan í svaðið ef ég heyri til. ” Joan er talin sæmilega pennafær líka, hefur a.m.k. sent frá sér bók, Past Imperfect, um svipað þema og bækur yngri systurinnar, sem selst hefurágætlega. „Ég er nú enginn sérstakur rithöf- undur," segir Joan. „Ég skrifaði bók mína undir hárþurrkunni, í flugvélum eða sitjandi á rúminu mínu umvafin litlum krökkum." Jackie Collins er hinn frambærileg- asti rithöfundur, sórstaklega hafa menn vel kunnað að meta opinská- ar lýsingar á ástarsenum söguper- sóna. f Carmen i klippingu. Nú gefst hundaeigendum kostur á að koma með hvutta sina i böðun og klippingu til Sonju Felton og Kristjönu Einarsdóttur, sú til hægri, sérfræðinga f hundasnyrtingu. Það er tikin Carmen sem hér er fagmannlega klippt og pússuð af þeim stallsystrum. Ljósm. KAE. Snyrti- sérfræö- ingarí hundana Nýlega var opnuð sérstök snyrtistofa fyrir hunda að Reynilundi 2 í Garðabæ. Stefnumót sf. heitir hið nýja fýrir- tæki og er rekið af Kristjönu Einars- dóttur og Sonju Felton. Að sögn Kristjönu er hér um fyrstu snyrtistofu sinnar tegundar að ræða á Islandi en sambærilegur at- vinnurekstur hefur lengi verið við lýði erlendis. Elísabet Taylor er tíður gestur í sviðsljósi, heimsfræg leikkona og kona ekki einsömul er karlpeningur er í grenndinni. Eftir að Richard Burton og Beta hættu samskiptum 1975 byrjaði Beta að sjást með engum öðrum en sjálfum sendiherra Irana í Bandaríkjunum hér á árunum áður, Ardeshir Zahedi. Zahedi þessi var víst kunnari í diplómataborginni Washington fyrir uppákom- ur í virðulegum veislum og að sjást í fylgd fagurra meyja en fyrir stjórnar- erindrekstur í þágu heimalandsins. Sambandið gekk svo langt að Beta flutti m.a. til vinarins í sendiráðið. Þjónustufóikið í sendiráðinu kunni sérstaklega vel að meta Betu vegna þess hve örlát hún var á þjórféð, enda auðvitað stjanað við hana nótt sem nýtan dag. Ekki stóð sælan lengi, eftir nokkurra mánaöa ástarævintýri var sælan úti og Elísabet flutti út. A myndinni sjáum við Betu og sendiherrann á meðan allt lék í lyndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.