Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 5
5 DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Útvarpslagafrumvarpið: Eiður Guðnason: Leggur áherslu á eignarhald á boðveitunum. Menntamálaráðherra lagði fram nýtt frumvarp til útvarpslaga í októ- ber sl. Frumvarpið um afnám einka- réttar Ríkisútvarpsins hefur frá fyrstu dögum þessa þings verið mik- ið deilumál. Fæðing þess eða keisaraskurðurinn átti sér stað á rósturtimum er verkfall opinberra starfsmanna stóðyfir. A milli manna hefur frumvarpið farið, umsagna leitað og reynt að betrumbæta, en að margra mati var unginn aöeins „tanndreginn”. Það sem átti að vera frelsi til útvarps- rekstrar, samkvæmt upphaflegum hugmyndum, var sett i „ramma” og oröið bitlaust og heft. Andstæðingar þessara sjónarmiöa hafa sagt þetta frumvarp með viðbótum og plástr- um betra og veiti meira frelsi en fyrii er í útvarpsrekstri. „Nú opnast dyrnar í hálfa gátt, alveg upp síðar.” Deildar meiningar og margar um blessað útvarpslagafrumvarpið hafa verið utan þings sem innan. I þessarí viku tókst, eftir sögulegar atkvæða- greiðslur, að koma „þessum bitlausa unga” úr neðri deild eftir um sjö mánaða þjark. Stuttur meðgöngutími, miðaö við þessa venjulegu níu mánuði, og því er ástand þessa frumvarps, þegar það loksins kemst til efri deild- ar, eins og ástand fyrirburðar. Venja er að setja fyrirburði í súrefnisgjöf og fara um þá nærfærnum höndum. Það verða efri deildar menn líkleg- ast að gera ef „fjöregg fyrirburðar- ins” á að halda lífi í þeirra höndum. Öljós staða Síðasta mánudag, þegar útvarps- lagafrumvarpið í heild var borið upp til atkvæðagreiöslu i neðrí deild, hlaut það aðeins 16 atkvæði. Fjörutíu þingmenn eiga sæti í neðri deild. 12 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. I þeim hópi voru þrír framsóknarmenn, þeir Halldór As- grímsson sjávarútvegsráðherra, Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Stefán Valgeirsson, þriðji þingmaður Norðurlands eystra. Forsætisráð- herra sat hjá, einnig Ingvar Gísia- son, Alexander Stefánsson, Guð- mundur Bjarnason, Olafur Þ. Þórð- arson, Stefán Guðmundsson og Þórarinn Sigurjónsson. Fjórir al- þýöuflokksmenn sátu hjá, þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sig- urðardóttir, Karvel Pálmason og Kristín Tryggvadóttir (varamaður Kjartans Jóhannssonar). Alls sátu 11 þingmenn hjá við þessa atkvæöa- greiðslu. Þingmenn Kvennalista og Alþýðubandalagsins, alls níu, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu ásamt framsóknarmönnunum þrem- ur sem áður er getið. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 14 að tölu og 2 þingmenn Bandalags jafnaðar- manna greiddu atkvæði með frum- varpinu. Einn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Gunnar G. Schram, var fjarstaddur. — Hvaðgerðist? Það sem setti framsóknarmenn út af ritúalinu við þessa atkvæða- greiðslu var áður samþykkt breyt- ingartillaga frá Kristínu S. Kvaran og Guðmundi Einarssyni, Bandalagi jafnaðarmanna, um auglýsingar og afnotagjöld. Einnig breytingartil- laga við frumvarpið frá Jóni Baldvini Hannibalssyni Alþýðu- flokki sem var samþykkt. Sú tillaga er um að gjald auglýsinga skuli vera undir samþykki útvarpsréttarnefnd- ar komið. Þegar sú tillaga var sam- þykkt, sem var hin sjötta í röðinni af þrjátíu og átta breytingartillögum, reis viðreisnarandinn upp frá hvilu sinni og framsóknarmenn „fóru í hnút”. Formaöur þingflokksins bað um fundarhlé og hóaði sínum mönn- um á þingflokksfund. í efri deild Sá fundur lagði iínurnar um hver j- ir greiddu atkvæði gegn frumvarp- inu í neðri deildinni og hverjir sætu hjá og hverjir hleyptu því á skeið í því efra. Með hjásetunni var frum- varpinu sleppt lausu um tíma. Fjögur atkvæði alþýðuflokks- manna í deildinni hefðu fellt frum- varpið á jöfnu en þeir kusu að sitja hjá líka ásamt framsóknarmönnun- um sjö. Meirihlutafylgi útvarpslaga frumvarpsins, með 16 atkvæöi af 40 mögulegum, er því tæpt. Staða þess í efri deildinni er afar óljós. Gárungar í þeirri deild segja að örlög frumvarpsins í deildinni, hvort það verður fellt eða samþykkt, velti á því hvort Eiður verði leiður eðareiður?.. . Á einu atkvæði veltur allt Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason, alþýöuflokksþingmenn- imir tveir í efri deild, geta ráðið úr- slitum, annar dugar. Sjálfstæöis- menn eru 8 í efri deild. 2 frá Banda- lagi jafnaðarmanna og 4 fram- sóknarmenn, 3 alþýðubandalags- menn og einn frá Kvennalista. Haraldur Olafsson framsóknar- maður er formaður nefndarinnar sem mun hafa frumvarpið til um- fjöllunar og eini framsóknarmaður- inn í þeirri nefnd. Hann hefur sagt í viðtali við DV að hann hafi ekki í hyggju að hindra framgang málsins. En margir segja að hér sé tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn — einfald- lega aö salta máliö í nef ndinni. Það er vitað að einn framsóknar- maður mun greiða atkvæði gegn frumvarpinu í efri deild í þeirri mynd sem það er nú frá neðri deild- inni. Hinir þrír eru líklegir til hins sama. Framsóknarmennirnir í efri deild eru Jón Helgason, Jón Kristjánsson Davíð Aöalsteinsson aukHaralds. Framsóknarmenn eru með breyt- ingartillögu i erminni um að frum- varpinu verði breytt aftur í það horf er meirihluti menntamálanefndar neðri deildar afgreiddi það fyrir skömmu. Boðveitur kvæðamikill í umræðunni um út- varpslagafrumvarpið. Hann sagði í umræðu í efri deild í fyrradag: „Þetta frumvarp var kannski ekki mjög gott í upphafi en það hefur ekki sætt góðri meðferð.” Lagöi hann áherslu á aö viötæk samstaða næðist um frumvarpið í efri deildinni — hann skyldi gera sitt til að svo mætti verða. Hann hefur hug á aö betrum- bæta „fyrirburðinn”, líklega að gefa honum aukinn súref nisskammt. Boðveituatriðiö er lykilatriði að mati þingmanna Alþýðuf lokksins og því víst að þeir munu leggja mikla áherslu á það atriði í menntamála- nefndinni og deildinni. En boð- veiturnar tilheyra fjarskiptum og eiga því ekki heima í þessari um- ræðu, segja þeir sem ekki styöja kratanaíþessumáli. Eiöur segir að boðveiturnar séu lykilatriði. Hann sjálfur og einnig Karl Steinar eru báðir lykilmenn. Næstu viku verður Eiður fjarver- andi vegna fundahalda á Norður- löndum sem eflaust seinkar af- greiðslu málsins eitthvaö. Með hjá- setu geta þeir félagar Eiður og Kari Steinar afgreitt útvarpslagafrum- varpið úr efri deild þegar þar að kemur. Nú, þeir geta líka greitt frumvarpinu atkvæði og veitt þvi brautargengi út í tilveruna og sam- keppni fjölmiðlaheimsins með já- yrðL Ösáttir framsóknarmenn Þeir geta líka sameinast „fram- sóknarmönnum allra flokka” og greitt atkvæði gegn frumvarpinu og þá félli frumvarpið á jöfiiu. Það er að segja þá er gengið út frá þeirri for- sendu aö sjálfstæöismenn og banda- lagsmenn standi saman og framsókn- armennimir fjórir greiöi atkvæði gegn frumvarpinu ásamt alþýðu- bandalagsmönnum og kvennalista- þingmanni. Það er sama mynstrið og var við atkvæðagreiðslu frumvarps- ins í neðri deild. Eitt enn. Verði einhverjar breyt- ingar á útvarpslagafrumvarpinu í efri deild eru líkur á að það fari aftur til umfjöllunar í neöri deild. Páll Pétursson hefur sagt að útvarps- lagafrumvarpið muni koma aftur til neðri deildar. Víst er að framsóknarmenn í báð- um deildum vinna aö því, þá fáu daga sem eftir eru af þessu þingi, að færa þetta frumvarp aftur í þaö horf sem þaö var á mánudag fyrir at- kvæðagreiðsluna. Þar rofnuöu flokksbönd og stjóm- artengsl slitnuðu. Framsóknarmenn sætta sig ekki við orðinn hlut þó að þeim tækist aö koma fram smá- hefndum í þeirri atkvæðagreiðslu. Þeir samþykktu tillögu Hjörleifs Guttormssonar um gildistöku frum- varpsins. Upphaflega átti frumvarp- ið að taka gildi strax er það yröi sam- þykkt sem lög en tillaga Hjörleifs um frestun gildistöku var samþykkt. Frestur var gefinn til 1. janúar 1986. Bláþráður Arið 1934 fékk ríkið einkarétt á út- varpsrekstri. Fyrir átta árum var fyrsta frumvarp til breytinga á út- varpslögum flutt á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður þess var Guðmundur H. Garðarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Síðan þá hefur fjölmiðlaheimur- inn breyst eins og allt annað. Hlutirnir hafa færst í f rjálsræðisátt. Nýtt útvarpslagafrumvarp, sem á að vera breyting í frjálsræðisátt, er búið að vera í sjö mánuði að velkjast í þingsölum. Menn héldu að stóri sigurinn væri unninn siðastliðinn mánudag eftir atkvæðagreiösluna í .neðri deild. En frumvarpið hangir á blá- þræði. (Og það vantar súrefni.) -ÞG Eiður Guðnason hefur verið at- Jón Halgason, Haraldur Ólafsson, Jón Kristjónsson, — framsóknarmennirnir i efri deild. Mikil óvissa rikir enn um það hver afstaða þeirra verður. Davið Aðalsteinsson, Texti: Þórunn Gestsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.