Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson „Komdu mér upp í Krummahóla" LHandi kafli úr sögu Austurríkis — Bruno Kreisky, fy irum kanslari, er orðinn 74 ára en á stöðugum þeytingi um allar jarðir í meðalgöngu og fyrirlestrahaldi — bfltækninni f leygir f ram Helsta framþróunin ar í gerð öryggistækja. Loftpúðarnir hafa löngum verið umdeildir. I Japan er nú verið aö vinna aö rannsóknum á tækjum sem eiga að gera bíla svo fullkomna að vart þurfi að keyra þá. Mörg þessara tækja eiga að auka þægindi í akstri, en með öðrum er leitast við aö bæta öryggi. Og af því að Japan ber ægishjálm yfir aörar bifreiöaframleiðsluþjóðir, skipta slíkar rannsóknir miklu máli í bíla- heiminum. „Við erum að koma að öld bílsins sem hefur fullt af öryggisútbúnaði sem í raun hefur umsjón með öku- manninum,” segir Hiroshi Tsuda, verkfræðingur hjá Nissan verk- smiðjunum. Lítum á fjarlægðarnemann til dæmis. „Við munum geta látið hann vara við yfirvofandi ákeyrslu, segja öku- manninum hvenær hann er um það bil að keyra á lágan vegg eða vara hann við því aö hann sé of nálægt bílnum fyrir framan, ” sagði Tsuda. „Og hvað um sjónvarpsmyndavél í mælaborðinu sem fylgist með and- liti ökumannsins og gefur frá sér sírenuvæl ef hann tapar einbeitninni. Tsuda telur að á næstu 15 árum muni aöallega verða framfarir í öryggistækni. Hann hefur þegar lok- ið prófunum á tæki sem vekur syfj- aða ökumenn. Ef stýrið er ekki hreyft í 15 sekúndur eða bílinn byrjar að rása þá heyrist sírenuvælið. Bílar munu geta brugðist rétt við vindhviðum og komið sér áfram í þoku, nokkuð sem kannski á eftir að þynna óendanlega langar raðir bif- reiða á hraðbrautum í þoku. „Eg vil líka losna við ökuljósin,” sagði Tsuda. „Þau valda ljósbrotum á rigningarnóttum sem getur verið hættulegt. Kannski gætum við haft sterk götuljós sem kviknar bara á þegar bíll keyrir f ramhjá. Tölvumar sem gera allt þetta mögulegt geta þegar borið kennsl á rödd bíleiganda, sem getur varnaö þjófnuðum, og ökumenn geta sett út- varpið í samband eða opnað glugga með því einu að gefa munnlega fyrir- skipunumþað. Rafeindabyltingin mun gera öku- mönnum kleift að breyta bílum sín- um til að þeir hæfi betur skapi þeirra eða persónueiginleikum. Með takka geta þeir stiilt hávaða vélarinnar eða látið birtast alls kon- ar flott stjórntæki í mælaborðinu eða stillt höggdeyfana þannig að þeir geta verið mjúkir eða stífir. Þurrkurnar fara að sjáifsögðu af stað sjálfkrafa um leið og byrjar að rigna eða snjóa og á nákvæmlega réttum hraða. Þær eru þegar komn- ar á suma bíla, þessar galdraþurrk- ur. En þær eru húmbúkk miðað við plastrúðurnar sem hrista af sér vatniö þannig aö þurrkur verða al- gerlega óþarfar. „Fólk vill keyra þægilega og auð- veldlega þessa dagana,” segir Hiroyuki Shimojima, yfirmaður rannsóknardeildar Honda-fyrirtæk- isins. „Rétt eins og það vill eiga myndavélar sem myndir eru teknar á meö því einu að ýta á einn takka og annars konar rafeindabúnað þá er eftirspumin komin á það stig að við munum framleiða fyrir það bíla sem auðvelt er að keyra.” Shimojima spáir því að sjálfvirk- ar gíraskiptingar verði æ vinsælli, og að sjálfvirkir hitarar og loftræsti- kerfi muni viðhalda stööugum hita í bílnum svo fólk þurfi ekki að vera sífellt að fikta í hitastillingartökkum. Menn munu ekki heldur þurfa aö fletta upp í kortum og reyna að sjá götunöfn á skiltum sem alltaf eru of UtiL Mörg japönsk bílaframleiðslu- fyrirtæki hafa hannaö kortaskjái, sem fiestir eru þó á tilraunastigi. En nú er Nissan búið að búa til ökufræði- kerfi — samanber siglingafræðikerfi — í útkeyrslubíla fyrir stórverslun. Með því að nota diskettu og mynd- skerm geta ökumenn athugað hvar í Tokýoborg þeir eru, staðina sem koma næst og hvernig best er að komastá þá. „I framtíðinni geturðu stimplað inn í tölvuna hvert þú ætlar að fara og síöan velur bíllinn fyrir þig hvem- ig best er að komast þangaö,” sagði TsudahjáNissan. „Komdu mér upp í Krumma- hóla,” ætti þá að vera nóg að segja og billinn sýnir þér hvemig best er að komast þangaö — vafalaust með tilliti til föstudagsumferðarinnar. Auk þess verður auðveldara að leggja bílunum. Honda vinnur nú að bíl á hverjum hægt er að snúa öllum hjólum. Þá er auðveldara að komast í þröng stæði. Auðvitaö kann að vera að sum tækjanna sem verið er að hanna komi aldrei inn fyrir bílhuröir al- mennings. Bílaframleiðendur eru ekki enn vissir um að fólk sé tilbúið að borga fyrir þessa fullkomnun. gnæfði yfir stjómmálavettvangi Austurríkis. Hann er sjötíu og fjögurra ára orðinn. Fyrirlestrahald og ýmis alþjóðleg tengsl halda hon- um svo önnum köfnum að mörgum helmingi yngri mundi þykja nóg á sig lagt. Kreisky var meðal heiðursgesta við hátiðarhöldin, sem efnt var tU í Vínarborg vegna afmælisins 15. maí. Á stöðugum þeytingi Einn af fréttamönnum Reuters náði taU af Kreisky, sem hann var á þeytingi frá fyrirlestrahaldi í Banda- rDcjunum tU annars fyrirlestrahalds í Svíþjóð. Kanslarinn fyrrverandi rifjaði upp í viötalinu við frétta- manninn þá tíma þegar stiginn var viösjáll Unudans tU þess að losna við hemámsUð bandamanna, sem sest hafði að i AusturrUci eftir stríðið. Eina dæmið Eftir að Austurriki hafði verið frelsað undan Þýskalandi, sem lagði undir sig nágrannann 1938, var land- inu skipt í f jögur hernámssvæði mUU BandarUcjamanna, Breta, Frakka og Rússa. „Það horföi ekki vænlega,” sagði Kreisky, sem var fulltrúi í utanrUcisráöuneytmu 1954 og sat í nefndinni sem kom þvi í kring að Sovétmenn yfirgæfu hemámið. Er það eina dæmið um, að Sovétríkin af- léttu hemámi sínu úr síðari heim- styrjöldinni eða sem sé flyttu her sinn burt. Samningaþófið 1954 A BerUnarfundi utanríkisráð- herra 1954 hafnaði Austurríki tilboði Sovébmanna um aö verða á burt með meginhluta hemámsUðsins en skUja eftir fámenni sem tákn „vamarUðs" þar tU saminn hefði verið friður við Þýskaland. Kreisky segir að lagt hafi verið að austurrísku sendinefndinni að ganga að þessu tUboðl ,Jín ég vissi að við urðum að hafna. EUa hefðu aðrir bandamenn haft her áfram í landinu og við hefðum áfram verið hernumin þjóð," bætti hann við. „Þettasann- aðist rétt vera því að skömmu eftir aö sUtnaði upp úr BerUnarfundinum vorum við boðaðir til Moskvu þar sem okkur var sagt að góðar vonir væru á mUUríkjasamnUigi.” Krúsjeff taldi hag að hlutlausu Austurríki Kreisky sagði að síðar hefði Nikita Krúsjeff, sem þá var orðinn leiötogi Sovétríkjanna, sagt honum að ákvörðunin um að hverfa frá Austurríki hefði verið tekin tU þess að sannfæra vesturveldin um vUja Moskvustjórnarinnar tU þíðu, eftir að kalda stríðið var orðið að vem- leika. — „Auk þess gerði Krúsjeff sér ljóst að með þessum hætti hlytu þeir að neyða bandamenn aUa út úr AusturrUci og hlutlaust AusturrOci gæti verið hagstæðara Sovétmönn- um.” Kanslarinn fyrrverandi segir að Sovétmenn hafi ávallt síðan breytt rétt gagnvart Austurriki. — Jafnvel 1956 í Ungverjalandsuppreisninni og 1968 eftir vorið í Prag, þegar flótta- fólk streymdi yfir landamærin tU Austurríkis og sovéskt herlið safn- aðist við landamærin þá var austur- rísku yfirráðasvæði aldrei ógnað. Meiriþrýstingur frá Bandaríkjunum Kreisky sem er gagnrýninn á Reaganstjómina i Bandaríkjunum bætti við: „Við fundum mikið síður fyrir þrýstingi frá Moskvu heldur en Bandaríkjunum.” — Þar vísar hann til viðleitni BandarUcjastjórnar til þess að fá Austurríki ofan af því að flytja hátækni út tU SovétrUcjanna en þær deilur leystust ekki fyrr en eftir langt samningaþóf. Hann státar af því að hafa náð flestum þeim markmiðum sem hann hafi sett sér sem kanslari: „Uppbygg- ing Austurríkis hefur verið krafta- verk. Upp úr rústunum hefur risið nútímaþjóðfélag. Efnahagslega get- um við keppt við önnur Evrópuríki. Við höfum nútima iðnrekstur, lítið atvinnuleysi, lága verðbólgu og ágæt tengsl bæði við austur og vestur.” í góðum samböndum Aðspurður hvaö veki honum ánægjulegastar minningar af ferli hans, segir Kreisky: „Það starf sem ég unni mest var utanrUcisráðherra- embættiö (1959 tU 1966). MUdlvægast var auðvitaö kanslarastarf ið. En þaö sem veitir mér mesta ánægju er það sem ég starfa að núna.” — Hann lýsir störfum sínum þessa dagana sem blendingi af fyrirlestrahaldi og meöalgöngu, „sem mér finnst veita tækifæri tU þess að koma í veg fyrir styrjaldir”. Kreisky sem er í góöum sambönd- um við arabalöndin og þar á meöal Muammar Gaddafi, ofursta í Líbýu , hafði hönd í bagga meö því að sam- komulag náðist mUU Libýu og Frakklands í fyrra um brottflutning herja þessara rikja frá Chad. Hann er gyöingaættar en eindreg- inn talsmaður gegn sionisma. 1 augum AusturrOcismanna, sem í fyrradag héldu hátíðlegan þrjátíu ára afmælisdag sjálfstæðis Austur- rUcis, er Bruno Kreisky, fyrrum kanslari, lifandi mannkynssaga, beint tengdur þeim kafla hennar sem sjálfstæði þeirra valt á. Meistari úr diplómataskákinni frá þeim tímum þegar mest þótti í húfi, sem var á eftirstríðsárunum. 74 áraení fullum færum Það eru tvö ár síðan Kreisky sté úr kanslarasætinu, þaðan sem hann Bruno Kreisky, fyrrum kanslari Austurrikis, var i samningum um brott- för hernámslifia og stofnun sjálfstœðs Austurríkis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.