Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR17. MAI1985. Menning Menning Menning Menning Viðlíka tilburði mátti sjá skamma stund hjá Margréti Olafsdóttur í hlutverki móður Hermanns, þegar hún sá hringinn góða. Aftur á móti eru meginstoðir þessa leiks óskýrar: Hermann sjálfur og Nói. Þeir Kjartan Bjargmundsson og Gísli Halldórsson eru báðir gaman- leikarar af Guðs náö og geta komið dauðum manni til að hlseja með tO- burðum sínum, jafnvel þótt þeir til- burðir komi kunnuglega fyrir sjónir, lítill munur er á Guðmundi, sem Kjartan lék í fyrra hjá Stúdentaleik- húsinu, og Hermanni, fas, kækir og tónninn sá sami. Gísla tekst heldur ekki að gera úr Nóa eftirminnilega persónu.Og í báöum tilvikum er sökin ekki þeirra, heldur fyrst og fremst höfundar og svo leikstjóra. Mórallinn Það togast á í leiknum tveir pólar, annar frá höfundi sem skopast mest með tilsvör, tilfinningar og uppátæki persónanna, hinn frá leikstjóra sem klæðir leikinn í ýkjur og látalæti. Báðar hafa erindi sem erfiði, sum uppátæki í líkamsbeitingu og leik með leikmuni eru stórskemmtileg og vöktu mikla kátinu, en þegar á heild- ina er litið er þessi sýning ósamstæð og leiöir varla tii nokkurrar niður- stööu, hvorki sem siðagamanleikur né farsi af gamla skólanum. Niðurstaða kvöldsins er þannig þokkaleg dægrastytting, ánægja að Olafur skuli sækja inn á nýjar lendur þar sem hann verður trúi ég fengsæll í næstu ferð, því hann er fiskinn hvar sem hann dorgar og skyggn á fáfengileikann i samtíma okkar. Sýningin vekur iika spurningar um hvaöa stefnu hefðbundið leikhús eins og Leikfélag Reykjavíkur vill taka í túlkun gleðileiksins. A enn að halda sig við grófieikann, sem vissulega er arfur frá fyrri tíð, eða taka upp hóf- Stilltari og fágaðri vinnubrögð? Leikfélag Reykjavíkur. Ástln sigrar, eftirOlafHaukSimonarson. Leikstjéri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd: Jön Þðrisson. Lýsing: Daniel Williamsson. Gaman- og gleðileikir eftir okkar menn eru heldur fátiöir á íslenskum leiksviðum. Sú tegund leikritunar hefur lengi verið iðkuð hér, en fá þeirra verka koma oftar en einu sinni fyrir almenningssjónir, þótt þeim sé flestum vel tekið í upphafi, skortir þau þokka, snilld og gaman- semi, til að tryggja sér langlífi á leik- sviðum Iandsins. Aftur á móti er til nokkuö af þýddum gamanleikjum sem notið hafa langlífis á leiksviöum um allt land. Og þegar leikhús lands- ins þurfa á velsmíðuðum kassa- stykkjum að halda er árangursrík- ara að leita nýrra gamanleikja er- lendis frá en leita uppi nýsmíðar og koma þeim á svið. Ástin sigrar Sigurinn sæti Sannast sagna sýnist mér gleði- leikur Olafs vera flýtisverk, sem þyrfti ekki að vera slæmt ef höfund- urinn kæmist örugga leið að settu marki. En leikritið sjálft er ærið losaralegt og lengi framan af veit áhorfandinn ekki hvert stefnir.Er skopspónninn opið samband Her- manns og Dóru? Hermanns og Kristínar? hver verður hlutur Nóa, miöaldra tannlæknis, í þessum leik? Lengi vel er það Hermann sem á alla athygli höfundarins, fráskilinn, kenjóttur og ftrllur af sjálsvoikurm í getuleysi sínu og mærð. Dóra hefur gefist uppá sambúö við hann eftir að Kristín, ungur heimspekinemi, flyst inn á þau hjónin með tilheyrandi tál- snörum fyrir ístöðulítinn karlmann á fertugsaldri. Þegar svo Dóra flyst á brott og tekur saman við Hall vaxta- tröll, sér Hermann að sér og neytir allra bragða til að ná sinni konu aftur. Sér til fulltingis hefur hann Nóa vin sinn. Ástin sigrar svo í lokin þegar allir ná saman, ekki aðeins á sviöi tilfinninganna, heldur líka á sviði frændsemi og tengda í nýskrif- uðum endi fy rir þessa sýningu. Gaman, gaman Þrátt fyrir stefnuleysi, útúrdúra, mælgi og mælsku, liggur gamansemi þessa leikrits og sýningarinnar fyrst og fremst í hljóðlátum tilsvörum, athugasemdum og viðbrögðum við þeim. Perrsónusköpun er óskýr, nema í tveim tilfellum. Jón Hjartarson dregur upp ýkta mynd af Halli og heldur henni til streitu allt til enda. Asa Svavarsdóttir skapar úr Kristínu holdi klætt jákvæðiö. Báðar þessar persónur jaðra við hreina skopstídingu og samsvara sér vel, bæði af hálfu höfundar og leikenda. Gamanleikurinn er erfitt form, ekki aðeins þeim sem á pennanum heldur, hinum líka sem standa á sviði kvöld eftir kvöld og halda fjör- inu uppi. Ahorfendum og leikurum hér á landi virðist lika tamari sá stíll sem er grófur og ýktur, en hinn sem byggir á fágaðri og fínlegri brögð- um. Þetta má sannreyna á sýningu Leikfélagsins á Ástinni hans Olafs Hauks sem var frumsýnd í gær- kveldi. Orsökin fyrir þessum stilblæ, sem er orðinn leikurum okkar svo tamur, leikstjórum okkar svo eðlis- lægur, liggur ekki síst hjá áhorfend- um. Vaninn er fyrir öllu, listamenn- imir vita sem er að grófleikinn er örugg leiö að settu marki, áhorf- endur ýta undir slíkan stíl með hlátr- um sín um og f ögn uði. Leiklist Páll Baldvinsson KYNNINGARFUNDUR í Islensku óperunni laugardaginn 18. maí kl. 13.30. DAGSKRÁ: Öldutúnsskólakórinn: Stjórnandi: Egill Friðleifsson. Ávarp: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings. Einsöngur: Elín Sigurvinsdóttir, undirleikari: Sigfús Halldórsson Ávarp: Guðjón Guðnason, yfirlæknir. Ávarp: Kristín Kvaran, alþingismaður Þjóðdansafélag Reykjavíkur: Stjórnandi: Kolfinna Sigurvinsdóttir. Ávarp: Ávarp: Einsöngur: Kynnir: Katrín Fjelsted, læknir. Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Þorvaldur Halldórsson. Hulda Jensdóttir. Hvammstangi: Ekki slíkur vetur síðan árið 1929 Frá séra Róbert Jack, Hvammstanga: Nú er veturinn liðinn í Húnavatns- sýslu og vorið komið í ailri sinni dýrð. Hér var þó aðeins vetur að nafninu til og var hann með afbrigðum mildur. Hér um slóöir segja menn aö ekki hafi komið svo mildur vetur síðan 1929. Þegar vegirnir eru færir og lítið frost er meiri hreyfing á fólki og meira um að vera. Fundahöld hafa getaö farið fram ótruflaö á þessum vetri. Samsöngur kirkjukóra frá þremur stöðum var haldinn fyrir skömmu við góða aðsókn. Vorvakan á Hvamms- tanga var vel sótt um páskana og árs- hátíð Lionsklúbbsins B jarma var hald- in á dögunum með „pomp og prakt”. Bátar á Hvammstanga hafa fengið vel af rækju og nú er 300 tonna bátur væntanlegur í kaupstaöinn. Mim hann veiða úthafsrækju og frysta um borð. Steypustöðin er að undirbúa sumar- starfið og alltaf aukast myndbandavið- skiptin hér um slóðir. LÍFSYON Landssamtök til verndar ófæddum börnum. Mikill samdráttur er í byggingariðn- aði í sýslunni. Á Hvammstanga og i sveitunum í kring hefur verið mikið byggt af íbúðarhúsum og gripahúsum á undanförnum árum. Nú hafa þessar framkvæmdir dregist verulega saman og horfir til vandræða og atvinnuleysis fyrir iðnaðarmenn. Hef ég heyrt því fleygt að sumir hafi í huga að flytjast á brott í leit að atvinnu. Annan í hvitasunnu verður vígt í Hvammstangakirkju glæsilegt nýtt pípuorgel sem danskt fyrirtæki hefur séð um að setja upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.