Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Friflur og föngulegur hópur þátttakenda f keppninni ungfrú og herra Útsýn. r r ISLENDINGAR SOLARMEGIN í TILVERUNNI í 30 ÁR Ferðaskrifstofan Utsýn á 30 ára starfsafmæli á þessu ári og minntist tímamötanna með fjölmennu hófi á veitingahúsinu Broadway nýlega. Það er óliætt að seg ja að vandað hafi verið til veislu, veislusalir blómum sktýddir og vönduö skemmtidagskrá á boðstólum. „I30 ár hefur f erðaskrifstofan Utsýn boðið Islendingum að vera sólarmegin í tilverunni,” sagði Ingólfur Guð- brandsson Utsýnarforstjóri í hófinu og getur verið stoltur af, því frá upphafi er tala viðskiptavina orðin talsvert á þriðja hundrað þúsund manns eöa nálægt samanlögðum fjölda allrar þjóðarinnar. Boðið var upp á margs konar skemmtiatriði að venju. Dans- og tískusýningar auk þess sem nýjasta iínan í hártískunni var kynnt. Eitt atriði bar þó af, Carol Nielson og söngur á heimsmælikvarða. Carol er Islendingum að góðu kunn í gegnum árin. Bjó hérlendis í tuttugu ár en hef- ur síöustu ár gert það gott í London, m.a. í söngleiknum Cats, einum best sótta söngleik er upp hefur verið færð- ur. Carol Nielson hefur síðustu ár sungið sig inn í hug og hjörtu Englendinga en á Utsýnargleðinni voru það Islending- ar sem lágu kylliflatir fyrir ensku stór- söngkonunni. Er leiö á kvöldið kom að krýningu herra og ungfrú Utsýn 1985. Föngulegur hópur sveina og meyja hafði sprangað um sviðið í sundfötum og samkvæmisgalla, meyjarnar þó í nokkrum meirihluta. Þátttakendur stóðu sperrtir á sviðinu, spenningurinn var í algleymingi, loftið var rafmagn- að. „Ungfrú Utsýn er Ingunn Helga- dóttir, herra Utsýn er Friðrik Weisshappel,” tilkynnti fonnaður dómnefndar. Hjörtu hinna útvöldu tóku kipp, fagnaðarlæti brutust út í salnum. Eftir fjölbreytta skemmtidagskrá dönsuðu gestir síðan út þrítugsafmæl- iðframárauðanótt. Harra Útsýn, Friðrik Weisshappel fré Akureyri, Ingólfur Útsýnarforstjóri og Ingunn Helgadóttir, ungfrú Útsýn 1985. Hann var heppinn hann Stefón Sigurvaldason, vinningshafinn i happdrætti kvöldins. Stefón vann ævintýraferfl ó ensku rívíeruna og Hermann Gunnarsson kynnir afhenti Stefóni farseðilinn. Ljósm. KAE. Enska söngkonan Carol Nielson söng sig inn i hug og hjörtu gesta i Broadway. Carol er landanum afl góflu kunn, bjó hór m.a. í 20 ór. r Gregory Harrison og Cybill Sheperd eru bæði kunnir amerískir leikarar. I marsmánuöi var frum- sýnd glæný sjónvarpsmynd meö þeim skötuhjúum í aöalhlutverkum er nefnist á frummólinu Seduced og fjallar um vinsæl dægurmál á sjón- varpsskerminum, ástir, ríkidæmi, hættur í f jármálabraski og auðvitað' framhjáhald. Þaö er með ólíkindum hvað hið hefðbundna Dallas og Dynasty þema selst vel vestanhafs. Ef söguþráð- urinn er réttur þá seljast þættirnir eins og heitar lummur og framleiö- endur þurfa ekki að kvarta yfir rangri fjárfestingu. Annars segir sagan að ýmsir mikilsmetandi menn í amerísku kvikmyndalifí séu famir aö hafa áhyggjur af þessari þróun mála, gæöin eru stundum látin sitja ó hakanum, eftir því sem þáttaröð- unum fjölgar verður efnið sífellt út- þynntara. Ekki þurftu Gregory og Cybill að kvarta yfir móttökunum, sjónvarpsmyndin varö vlnsæl og náði mikilli útbreiðslu. ur. Silfurgráhærða kvennagullið er vel gift sinni fimmtu konu, Barböru, og eiga þau vel saman þrátt fyrir nokkum aldursmun eða 40 ár. Þaö eru 19 ór síð- an Cary sást í kvikmynd síðast, enda kannski skiljanlegt, kappinn upptekinn bisnessmaöur, stjómarformaður í fyrirtadkjum eins og Faberge, MGM kvik- myndaverinu og kappaksursbraut einni í Hollywood. „Eg er orðinn of gamall til að eltast við kvenfólk lengur, nú eru það bara fjármálin sem hafa verður stjóm ó,” segir kappinn. Bestu myndir sinar segir Cary aö gerðar hafi verið í samvinnu viö snillinginn Alfred Hitchcock. „Sá maður var snillingur,” segir Cary. Á myndinni sjáum við bjöminn silfurgráa með konunni Barböra. euNgfr VERKTAKAR - SVEITARFÉLÖG GÖTUSÖPARI sem tengja má við flestar gerðir dráttarvóla. Fáanlegur með 200 lítra vatnstank og safnara. Til af- greiðslu með stuttum fyrirvara, sýnishorn á staðn- um. IVI MSRKÚtt HE Sundaborg7. Sími 82530. Islenskir dagar í versl. Hagkaupi, Skeifunni. Við höldum kynn- ingu á fatnaði okkar í versluninni Hagkaupi: Föstudaginn 17. maí kl. 16.00—20.00. Laugardaginn 18. maíkl. 12.00—15.00. Happamiðar með vinningsmöguleikum á ýmsum gerðum sport- og regnfata verða í gangi báða dagana. Freistið gæfunnar um leið og þið gerið góð kaup á íslenskum úrvalsfatnaði. Sjóklædagerðin hf Skúlagata 51, sími 11520.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.