Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verðii í Htidum og Holtum fimmtaviku- legaverð- könnuniná matvöru Verslanir: Tómat- sósa Smjörvi Mola- sykur Appei- sínur Bananar Kjöt- fars jKóte- lettur Nauta- hakk Maís- korn Fljót- andi Ajax Kaffi Herjólfur ekki til 97,50 21,40 59,50 73,00 Kjötvara ekki seld á staönum 46,25 ekki tU 191,50 Kjöthöllin X ekki X seltá X staðnum 57,00 73,00 135,00 255,00 295,00 46,30 X ekki selt á staðnum Sunnukjör ekki til 92,70 20,05 74,00 75,60 135,00 245,20 295,00 37,70 74,60 ekki tU Austurborg ekkl tU 97,80 21,00 49,00 68,00 129,00 265,00 279,00 43,50 ekki tU ekkitU SS, Laugavegi ekki tU 92,75 22,40 54,50 75,60 135,10 251,90 298,00 40,20 69,20 182,40 Þá er komið að fimmtu vikulegu verðkönnun DV á matvöru og farið var í verslanir í Hlíðum og Holtum, noröan Miklubrautar. SS á Lauga- vegi — við Hlemm — flýtur reyndar meö enda skammt yfir í Austurborg í Skipholtinu. Siðarnefnda verslunin er reyndar framarlega í flokki hvaö snertir lágt vöruverö, einungis Kjöt- borg er ódýrari ef undan eru skildir stórmarkaðirnir. Þetta bendir til að kaupmaðurinn á hominu geti veitt þeim stóru samkeppni með réttum aöferðum. Sem áður voru teknar fyrir ellefu vörutegundir og sjö eru inni í heildartölunni. Þaö eru þær tegundir sem fengist hafa alls staöar í fyrri könnunum, eða smjörvi, molasykur, appelsínur, bananar, kjötfars, kótelettur og nautahakk. Molasykur- inn er mokkamolar, tómatsósan Valssósa í smærri brúsunum, maís- kom frá Ora í minnstu dósunum, Ajaxið í 1,25 1 brúsum og kaffið kíló- pakkar frá Braga i gula litnum. EGILL VILHJÁLMSSON HF. 'i.. . ; ..... •7^0...... j j ■10425 :y. ZZl Sí:;* —, Roikningurinn hljóðaði upp ó 766 krónur. „Hvort sem þú vilt eða ekki!” Oftar er kvartaö yfir þjónustuleysi hérna á neytendasíöum fremur en andstæðunni — þegar þjónustu er þröngvað upp á neytendur. Engin regla er án undantekningar og víst er að mönnum á að vera í sjálfsvald sett hvort þeir notfæra sér þjónustu fyrirtækja eða ekki. Fíateigandi hafði samband viö DV eftir að hafa farið með nýjan bil sinn í 1000 kílómetra skoöun: „Þegar ég keypti bílinn var tekið fram aö þessi skoðun væri mér aö kostnaðarlausu en aö yfirferðmni lok- inni var lagður fram reikningur — 766 krónur! þegar ég spurði hvort Rangtkjúkl- ingaverð Sl. föstudag ræddum við um „freistingar á föstudegi”, þ.e. grill- aða kjúklinga í stórmörkuðum. Einnig var getið um verð á frosn- um kjúklingum. Misskilningur var að kjúklingur í JL-húsinu kostaði 290kr. (frosinn).Hiðrétta er 238,80 kr. A.Bj. Verslanirnar Herjólfur og Kjöt- höllin standa hliö við hlið, önnur er á nýlenduvörulínunni og hin selur kjöt- vöru mestmegnis. Samt þótti rétt að taka þær með og geta lesendur þá miðað vöruverð þeirra við aðrar verslanir á sama svæöi. Að sjálf- sögðu var þó ekki hægt að taka þær inn í myndina þegar heildarútkoman var reiknuð út og því eru þær ekki á listanum yfir allar verslanimar sem raöaö er eftir niðurstöðum. Verslanir meö samnefnara annars staðar í bænum virðast hafa svipað vöruverð eins og áður hefur komið fram — að undanteknum SS-búðun- um. Þar kemur í Ijós að SS á Lauga- vegi heldur sig nær lægrí kantinum á meöan SS í Austurveri er frekar meö þeim dýrari. Og er það þeim mun at- hyglisveröara þegar tekið er miö af kjötverðinu sem stýrir nokkuð röð Útkoman úr unnum verðkönnun- um er eftirfarandi: JL-húsið: 858,15 Hagabúðin: 928.20 Víðir, Austurstrœti: 862,30 SS, Laugavegi: 930,25 Viðir, Starmýri: 867,80 Grenséskjör: 935,60 Vörumarkaðurinn, Sunnukjör: 937,55 Eiðistorgi: 878,20 Matardeild SS: 941,45 Kjötborg: 895,70 Bústaðabúðin: 941,50 Kron, Tunguvegi: 948,20 Vörumarkaðurinn, SS, Austurveri: 952,20 Armúla 896,70 Kron, Dunhaga: 952,70 Austurborg: 908,80 Melabúðin: 972,70 Múlakjör: 913,00 Kjöthöllin: 974,00 Askjör: 914,60 Kjötbúð Vesturbæjar: 975,95 Verslun M. Gilsfjörð: 922,75 Réttarholt: 997,00 verslananna. SS-búðimar hafa nokk- uö boröleggjandi á boöstólum kjöt,- vöru frá sama aðila — eöa hvað? Verðmunur er því þar á kjötvöru frá sama fyrirtækinu — SS! baj þetta væri ekki innifalið í ársábyrgð- inni var mér sagt að skipt hefði verið um olíu og olíusíu sem ekki væri inni- falið, en þetta hafði ég alls ekkert beöið um. Það getur vel verið að nýir bílar þurfi olíuskipti strax en ég vil ráða því sjálf hvort sett er olía eða annað á bílinn minn eða ekki. Og ef það er minn vilji þá er allt eins lík- legt að næsta bensínstöð yrði fyrir valinu eins og aö vera að láta gera það í umboðinu. Þegar ég kom með bilinn um morguninn var honum lof- aö um ellefu en þegar ég kom að sækja hann — klukkan eitt— var ekki byrjað að eiga við bílinn. Eg er ekki ánægð með þetta og ekki heldur að þeir skuli ekki hafa haft fyrir því að hringja í mig og spyrja hvort ætti að skipta um olíuna hjá þeim eða ekki. Reyndar var sama sagan þegar ég keypti bílinn. Þá var sagt að hann yrði tilbúinn eftir tíu daga. Þegar ég svo kom að sækja hann var mér sagt að þetta tæki hálfan mánuð til þrjár vikur. Fékk hann svo að lokum eftir 28 daga. Þetta er nú einu sinni þjónustufyrirtæki og mun betra að segja rétt frá í upphafi, því þá geta viðskiptavinir gert ráðstafanir samkvæmt því. baj Kælivörur og frystí- vörur eiga aö geymast sem slíkar Vegna fyrirspurnar um hver væri munurinn á frystivörum og kælivörum ætla ég að f jalla stutt- lega um þessar vörur. Hvaö er frystivara? Hvað er kælivara? Hvemig er best að geyma þessar vörur (hitastig, pakkningar)? Hvernig á að merkja vöruna? Hvað er frystivara? Frystivara er sú vara sem á að geyma í frysti þangaö til á að mat- búa hana. Matvara er sett í frysti til þess að auka geymsluþol hennar. Mikil- vægt er gæöanna vegna að láta vöruna ekki þiðna og frjósa aftur vegna þess að þá er líklegt að var- an tapi miklu vatni. Viö það verður hún þurr og seig eftir matreiðslu. Auk þess minnkar geymsluþolið. Hvað er kælivara? Kælivara er sú vara sem hefur í flestum tilfellum verið látin þiðna fyrir pökkun í umbúðir. Geymslu- þol þessarar matvöru er miklu minna, í flestum tilfellum mun minna en frystivöru. Ekki má flytja kælivöru eftir að síðasti sölu- dagur vörunnar er útrunninn yfir í frysti vegna þess að geymsluþolið verður ekki meira við það. Ef kælivara er látin frjósa er hætt við því að hún tapi vatni við þiðnun og rými þannig gæðalega séð. Við hvaða hitastig er best að geyma frysti- og kælivöru? Samkvæmt reglugerð á ekki að geyma frystivöru í verslunum og vinnslustöðvum undir — 20°C. Við þetta hitastig er enginn gerlavöxt- ur, auk þess sem ýmsar eðlisbreyt- ingar í matvörunni (kjöti, fiski) Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar eru mjög hægar. Þessar breytingar eru t.d. eölissviptingar próteina. Eftir því sem eðlissvipting próteina er meiri því minni er vatnsheldni matvörunnar og þeim mun meira tapast af vatni þegar varan er þídd. Afleiöingin er minni gæði vegna þess að varan verður þurr og seig. Kælivöru á að geyma við 0°C — 4°C. Við þetta hitastig er litill gerlavöxtur. Kælivörur eru mjög viðkvæmar fyrir hitastigsbreyting- um og minnkar geymsluþolið mikið ef hitastigiö fer eitthvað upp fyrir þetta geymsluhitastig. Á þetta sér- staklega við um fars- og hakkvörur ýmiss konar. Hvernig eiga umbúðir utan um frysti- og kælivöru að vera? 1 verslunum er mjög algengt aö nota svokallaða plastfilmu utan um kælivöru. Einnig er nokkuð um það aö notuð sé plastfilma utan um frystivörur. Þessi plastfilma er mjög léleg sem pökkunarefni vegna þess að hún tapar raka í gegnum sig. Plast- filman er mjög viðkvæm fyrir hnjaski. Oftar en ekki má sjá göt á umbúðum utan um viðkvæma mat- vöru í kælum og frystum. Það gefur því augaleiö að mat- vara, sem pökkuð er í plastfilmur hefur að jafnaði minna geymsluþol en gera má ráð fyrir ef henni væri pakkað í plast sem væri gert úr tvöföldu plastlagi. Þannig væri nokkuð tryggt að lítill raki tapaðist úr matvörunni auk þess sem minni hætta væri á því aö gat kæmi á um- búðimar viðhnjask. Hvernig á að merkja frysti- og kælivöru? Samkvæmt reglum um vöru- merkingar á að taka fram um geymslumeðferð matvara. Sú matvara sem geymast á í frysti á að merkjast sem slík. Hana á hvergi aö geyma annars staðar. Matvara sem geyma á í kæli á að merkjast sem slík. Hana má ekki geyma annars staðar. Ekki er leyfilegt að flytja hana yfir í frysti eftir að síöasti söludagur er runn- inn út eins og mörgum hættir til að gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.