Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 8
8 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR17. MAI1985. Utlönd Skildireftir í björgunarbáti Sex tansaniskir s jómenn seg ja að þeir hafi veriö skildir eftir í björgunarbáti á miðju Eystrasalti eftir launadeilu við skipstjóra skipsins Santa Sofie sem er skráð í Grikklandi. Skipið var í höfn á Finnlandi þegar f innska s jómannasambandið lét kyrrsetja þaö vegna lágra launa sjómanna. Skipstjórinn náöi aö koma skipinu úr höfn í skjóli nætur, án leiðsagnar hafnsögumanns, og skipaði síðan tansanísku sjómönn- unum að koma sér burt þá eöa á út- höfum. Ofbeldi íUganda Okunnir árasarmenn myrtu sjö manns í Uganda, austur af höfuð- borginni Kampala, að sögn kaþólsks dagblaðs. Líkin voru skil- in eftir við vegarbrún. Ofbeldi hefur verið nokkurt í kringum Kampala í fjögur ár síðan kosningar komu Milton Obote í for- setastól. Skæruliöar segja að kosningaúrslit hafi verið fölsuð. Nasistaveiðarí íOsló Nasistaveiðarinn Simon Wiesent- hal fundaði leyniiega í Osló með Norðmanni sem sagðist vita hvar nasistalæknirinn Josef Mengele heldursig. Mengele er talinn hafa átt mikinn þátt í dauöa 400.000 manns í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Wiesenthal segist síðast hafa vitað af honum í september í Suður- Ameríku. Aður en hann sneri aftur til Vínarborgar ræddi Wiesenthal viö Káre Willoch forsætisráðherra. Cannes á allra vöiwn Frá Arna Snœvarr, fréttaritara DV í Frakklandi: Það er sama hvert litiö er í Frakk- landi þessa dagana, allstaðar er Cann- es. Ekki er til sá armi sveitasnepill að ekki séu í honum heilu síðurnar frá þessari vinsælu kvikmyndahátíö. Virt blað eins og Liberation birtir fréttir og dóma á átta síðum. Og í hverjum ein- asta fréttatíma í sjónvarpinu eru beinar fréttasendingar frá Cannes og ein stöðin er með tveggja tima útsend- ingu á hverju kvöldi. I kvikmyndahúsi í París eru allir blaðamannafundir á Cannes í beinni útsendingu. Nánast hvert einasta blað í Frakk- landi birti mynd af Godard er hann fékk rjómatertu i andlitið. Og ein sjón- varpsstöðin gekk svo langt að hún sýndi kastiö hægt. Þær myndir sem mesta athygli hafa vakið eru Detective, mynd Godards, Pale Rider eftir Clint Eastwood, og Birdie eftir Alan Parker. Enda þótt ekki sé búiö að frumsýna allar myndirnar eru menn þegar farnir að spá um hvaða mynd hljóti gullpálmann, rétt eins og um hesta- hlaup væri að ræöa. Margir veðja á Birdie og Detective, en Claus Maria Brandauer og aðalleik- arinn í Birdie, sem heitir Modine, eru taldir liklegir til að fá verðlaunin fyrir bestan leik. Sfyrinn um Mask ýfist upp í Cannes Frá Árna Snævarr, fréttaritara DV i Frakklandi: Striðinu á milli Universal kvik- myndafyrirtækisins og leikstjórans Peter Bogdanovich er ekki lokið þó búið sé að sýna myndina Mask, sem styrinn stendur um á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Universal fyrirtækið hafði klippt um 10 mínútur úr mynd- inni, „lykilatriði” að sögn leikstjórans og sett tónlist Bob Segers í myndina í stað tónlistar Bruce Springsteen, sem Bogdanovich hafði valið. Tveir blaðamannafundir voru haldn- ir þegar myndinni var fylgt úr hlaði í Cannes. Annars vegar fundur hjá Uni- versal og svo hjá Bogdanovich, sem hélt eigin fund. „Bogdanovich hugsar bara um eigin hag en ekki um myndina,” sagði Cher, aðalleikkonan í myndinni, í herbúöum Universal. Leikstjórinn segir Universal hafa reynt að gera allt til að gera myndina auðmeltari og Universal skaðað hana meö því að hafna tónUst Springsteens, sem hefði blásið „byltingarkrafti verkalýðsins” í myndina. Myndin var frumsýnd í Bandaríkj- unum en áður hafði Bogdanovich reynt aö fá dómstóla tU aö stöðva sýningu hennar. Þar fékk myndin bara ágæta dóma. En eftir frumsýninguna á Cannes hreinlega tættu sumir franskir gagn- rýnendur hana niður. Myndin er fuU- trúi Bandaríkjanna í keppninni um guUpálmann. Stjómmálaarmur Irska lýðveldis- hersins, Sinn Fein, vann að minnsta kosti 26 sæti í hreppsnefndum á Norður-Irlandi í kosningum í gær. AUs erkosiðum566 sæti. Þegar síðast var vitað haföi Sinn Fein fengið um 13 prósent atkvæða sem er það sama og í undangengnum almennum kosningum og kosningum til Evrópuþingsins og mun gefa flokkn- um miUi 50 og 60 sæti í hreppsnefndun- um. Sinn Fein mun hafa fulltrúa á yfir helmingi hinna 26 hreppsnefnda á Norður-Irlandi, sem lýtur yfirráðum Breta. Sinn Fein styður baráttu IRA, Irska lýðveldishersins, við að koma Bretum úr Irlandi öUu meö valdi. Helstu flokkar mótmælendatrúar- manna, sem vúja viöhalda tengslum Norður-Irlands og Bretlands, hafa lýst yfir að þeir muni ekki hafa samvinnu viö Sinn Fein í hreppsnef ndunum. LokaúrsUt í kosningunum veröa kunn síðar í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Sinn Fein býður fram tU hrepps- nefnda um allt Norður-Iríand. Ræningjamir slepptu íran- um strax Þeir höfðu haldið hann annarrar þjóðar Aidan Walsh, hinn írski aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem rænt var í Beirút, var látinn laus í gærkvöldi eftir hálf s annars sólarhrings prísund. En tveir Frakkar og fjórir Banda- ríkjamenn, sem rænt hefur verið í Líbanon á síöustu 14 mánuðum, eru enn fangar einhvers staöar í leynum. Skuggasamtök öfgafuUra múslima, sem kaUa sig „Heilagt stríð”, hóta því að eitthvað „hræðUegt” geti hent þá. — Samtökin vUja aö Frakkland og Bandarikin beiti sér fyrir því að sex félögum þeirra verði sleppt úr fangels- um í Kuwait, en þar sitja þeir inni fyrir sprengitilræði. Aidan Walsh sagði fréttamönnum í nótt að honum hefði skiUst að ræn- ingjamir hefðu haldiö hann annarrar þjóðar og sleppt honum þegar þeir átt- uðu sig á því að hann er írskur. Ekki var uppi látið hvers lenskur þeir vUdu aðhann væri. Walsh sakaöi ekki þegar tveir bUar hlaðnir vopnuðum mönnum stöðvuðu bifreið hans á ferð við sjávarsiöuna i Beirút á miðvikudaginn. Bilstjóra hans var leyft að fara en Walsh num- inn á brott. Níu útlendingum hefur verið rænt í Líbanon síðan í mars og þar af hefur fjórum verið sleppt aftur en einn hinna, hoUenskur jesúitaprestur, fannst myrtur. Umsjón: Guömundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Önnur stúka eldiaðbráö — sígaretta kveikti í áhorfendastukunni íBradford, segirvitni sem brann tú kaldra kola. Tugir slökkvUiðsmanna börðust viö eldinn snemma í dag. Lögregla segir að eng- inn hafi verið í stúkunni þegar eldurinn braust út. Lögreglan segir að ekkert sem hún hafi fundið ennþá bendi til að kveikt hafi verið í stúkunni. En þaö var sígaretta sem oUi eldin- um í Bradford, að sögn vitnis. Czes Pachela segist hafa séð áhorfanda setja logandi sígarettu í plastglas und- ir sæti sínu í stúkunni. Brátt fór aö loga undir sæti mannsins og hann fór á hné við að reyna aö slökkva eldinn. Margaret Thatcher forsætisráö- herra hefur skipað vinnunefnd tU að kanna öryggisþarfir allra áhorfenda- stúka á knattspymuvöUum. Yfir- maður nefndarinnar er NeU MacFar- lane iþróttaráðherra. önnur áhorfendastúka á breskum knattspyrnuleikvangi varð eldi að bráð, aöeins sex dögum eftir slysið hörmulega í Bradford. I þetta sinn var það stúka í Torquay á Suöur-Englandi SKEMMTISTAÐUR Sinn Fein vann sæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.