Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. Fréttir Ný þjóðhagsspá sem birt verður í dag: Atta milljarða sam- dráttur þjóðarútgjalda og meira en 4 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Búist er viö aö ný spá Þjóðhags- stofnunar verði birt í dag. í henni er gert ráö fyrir aö samdráttur þjóðarútgjalda verði 7 til 8 milljarð- ar króna á næsta ári. Það er um það bil 2 prósent af þjóðarútgjöld- um eða heildareyðslu þjóöarinnar. Þetta veldur tekjutapi ríkissjóðs upp á tæpa tvo milljarða króna. Þá gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyr- ir meira en 4 prósenta atvinnuleysi á næsta ári en það var atvinnuleys- isspáin í síðustu þjóðhagsspá. Þeir nefndarmenn sem DV ræddi við í gærkvöldi töldu að í raun væri Þjóöhagsstofnun að tala um 6 til 7 prósenta atvinnuleysi á næsta ári. Þórður Friðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, kom í gær á fund efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis og greindi nefndarmönnum frá helstu stærðum í spánni. Þó með þeim fyrirvara að hún væri ekki alveg fullunnin. „Gangi þetta eftir þýðir það að sjáifsögðu að öll umsvif í landinu verða minni og ekki lagar það stöð- una hjá ríkissjóði," sagði Vilhjálm- ur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í sam- tali við DV í gærkvöldi. Hann var spurður hvemig þessu tekjutapi ríkissjóðs yrði mætt? „Það sem skiptir öllu máh og verður að gerast er að atvinnulífið komist aftur í gang. Það er þaö eina sem getur rétt okkar efnahag við. Einstaklingar og fyrirtæki verða að fara að hleypa í sig bjartsýni og fara í framkvæmdir þannig að fleiri hjól fari aö snúast en nú er. Stjórn- endur fyrirtælya horfa allir inn á við í dag. Hvemig þeir geti skorið niður og sparað. Það þarf með öll- um ráðum að hafa áhrif á það að menn fari að horfa út úr fyrirtækj- unum og hugsi um hvemig þeir geti stækkað fyrirtækin og sótt fram,“ sagði Vilhjálmur. -S.dór Alþingi: Ennalltí óvissu um af- greiðslu mála Þrátt íyrir miklar tilraunir for- manna þingflokkanna til samkomu- lags um hvemig afgreiðslu hinna fjölmörgu mála, sem afgreiöa verður fyrir jólaleyfi þingmanna, verður háttaö hafa samningar enn ekki tek- ist. í gærkvöldi og fram á nótt sátu Davíð Oddsson og Salome Þorkels- dóttir á fundi um þetta mál. Óska-málalisti ríkisstjómarinnar kom fram í fyrrinótt og em á honum mifli 20 og 30 mál. Fullvíst er að ekki verður nema hluti þeirra afgreiddur sökum tímaskorts. Þegar fundahlé var gert nokkra eftir miðnætti vor enn 5 menn á mælendaskrá í 2. umræðu um EES- samninginn. Óvíst þykir aö EES- samningurinn verði afgreiddur fyrir áramót. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar segja að verði það reynt verði afgreiðsla fjárlagafrumvarpsins að bíða fram yfir áramót. Það sé einfald- lega ekki tími til að afgreiða bæði þessi stóra mál. Aftur á móti verður að koma skattafrumvörpum ríkisstjórnarinn- ar í gegn fyrir áramót. í dag verður mælt fyrir skatta- framvörpunum og á morgun veröur fjárlagafrumvarpið til umræðu. Flestir telja að samkomulag muni nást milli stjómar og stjórnarand- stöðuumafgreiðslumála. -S.dór I jólakaffi hjá lögreglunni Nokkrir krakkar úr leikskólanum Nóaborg í Stangarholti fóru í vikunni í heimsókn i húsnæði Umferðarráðs. Þeim var þar boðið i jólakaffi og hittu fyrir tvo lögreglumenn og tvo jólasveina. Lögreglumennirnir gáfu þeim endursk- insmerki og krakkarnir voru duglegir að kenna jólasveinunum hvernig þeir eiga að haga sér i umferðinni þegar þeir eru á leið milli húsa með gjafir í skóinn. DV-mynd BG Sigtryggur Helgason, framkvæmdastjóri Brimborgar: Þetta er valdníðsla og lögbanns verður krafist - eftir að borgarstjóm ákvað að Macdonald’s fái „Brimborgarlóðina“ „Þetta er valdníðsla og við munum krefiast lögbanns strax. Ég og mitt fyrirtæki erum þekkt að því að greiöa alla okkar reikninga og við höfum greitt borginni það sem okkur ber. Eg er særður yfir þessari afgreiðslu og finnst okkur gert rangt til,“ sagði Sigtryggur Helgason, annar eigenda og annar framkvæmdastjóra Brim- borgar, eftir að meirihluti sjálfstæð- ismanna í borgarstjóm samþykkti að úthluta Kjartani Emi Kjartans- syni, sem hyggst byggja veitingahús undir MacDonald’s hamborgara, lóð- inni að Suðurlandsbraut 56. Brim- borg hafði áður fengið lóöina en var svipt henni þar sem talið var að fyrir- tækið hefði staöið ólöglega að samn- ingum við byggingameistara með þvi að ætla að greiða honum með hluta þess hús sem til stóð að byggja á lóð- inni. Brimborgarmenn segja mörg for- dæmi fyrir slíku, það er að bygginga- meisturum sé borgað með hluta húsa. Sigtryggur sagðist ekki una því að vera kallaður lóðabraskari vegna þessa samnings. „Ég hef fyrir satt að MacDonald’s hafi fyrir löngu verið búið að fá auga- stað á þessari lóö og að sérfræðingar MacDonald’s hafi gert sér ferð alla leið hingað til Reykjavíkur til að skoða lóðina áður en borgarráð stað- festi að svipta Brimborg henni. Af því tilefni fengu þeir veglegar mót- tökur í ráðhúsi Reykvíkinga og fór vel á með mönnum. Þá spyr maður náttúrlega. Hvað fær þessa aðila til að takast á hendur langa ferð til ís- lands, vestan frá Bandaríkjunum, til að skoða lóð sem þó er ekki laus til úthlutunar. Það hlýtur að hafa verið staðfest fullvissa þeirra að lóðin hafi verið laus,“ sagði Óflna Þorvarðar- dóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, í ræðu í borgarstjóm í gærkvöld. Enginn af borgarfulltrúum sá ástæðu til að mótmæla fullyrðingum Ólínu. Ólína vildi að lóðin yrði aug- lýst og seld hæstbjóðanda. Hún sagði að með því að fella þá tillögu hefði meirihlutinn í borgarstjóm haft um 11 milljónir af borginni, þar sem gatnagerðargjöldin, sem MacDon- ald’s greiði, séu því lægri en mat lóð- arinnar, en matiö er 19 milljónir. Reyndar sagði Ólína aö talað hefði verið um að markaðsverö lóðarinnar værialltað35milljónirkróna. -sme ísafjörður: strandaði Varðskipiö Óðinn strandaði við innsiglinguna á ísafirði í gær. Svo virðist sem varöskipið hafi farið aðeins of austarlega i svo- kölluðum Sundum og tekið niðri á mjúkum malarbotni. Djúpbáturinn Fagranes var fenginn til að draga varðskipið á flot en þá vildi ekki betur til en svo að dráttartaugin á milli skip- anna sfltnaði og fór í skrúfu Fagraness. Varðskípið var þá oröið laust og dró Fagranesið aö lokumtilhafnar. -ból Vestfirðir: Hættuástandi aflýstíHnífsdal -vegiraöopnast Hættuástandi hefúr verið aflýst 1 Hnífsdal og íbúar þeirra fimm húsa sem þurftu að yfirgefa þau vegna snjóflóðahættu fengu aö flytja heim aftur i gærdag. Að sögn Ólafs Helga Kjartans- sonar, stjómanda almanna- varnanefhdar ísafjarðar, hefur snjórinn sest ágætlega sam- kvæmt snjómælingum og ekki er mikinn snjó að sjá í giljunum fyr- ir ofan Hnffsdal. Þokkalegasta veður er nú á Vestfjörðum, bjart, kalt og ágætt skyggni. Flogið var til ísafjarðar í gær og untúð var að þvi að opna Steingrímsfjarðarheiði fram á kvöld. Breiöadalsheiði og Botns- heiöi eru ennþá ófærar en óhemju mikið magn af snjó hefur falflöþar. -ból Lá viðstórslysi vegna snjóf lóðs Jón Sguiðason, DV, Garði: Snjóflóð féll í Auðbjargarstaða- brekku eftir hádegið í gær, fimmtudag, og er það 3 metrar á dýpt og 40 metrar að breidd. Lá við stórslysi, 4 bílar voru í brekk- unni ásamt vélsleðamanni og 2 bílanna voru rétt komnir upp brekkuna þegar ósköpin riðu yf- ir. Jeppi, sem var fastur í brekk- unni, lenti í snjóflóðinu. Flóðið lenti aftan á bíinurn og færði hann talsvert til og var mikil mildi að ekki fór verr. Tveir stór- ir framdrifsbflar vora komnir upp brekkuna og gátu þeir dregið jeppann úr flóðinu. Versta veöur hefur verið hér undanfarna daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.