Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. Vió framleióum KEDJUR G.Á. Pétursson hf snjókeðjumarkaðurinn Nútiðinni Faxafeni 14. sími 68 55 80 STÖÐVUM BÍLINN ef vi6 þurfum aö tala í farsímann! UHF0*" J\ /Jff Marlyn Kr. 17.770 Vadina reyr/króm Kr. 3.900 4 stk. m/borði Kr. 25.000 Fagurkerastólar Nýkomíð úrval ítalskra leður- stóla. Vönduö sígild vara. C§DNýborgT Skútuvogi 4, II. hæö Sími 812470 Sultana Kr. 37.840 PIZZA & TOAST LITLI SÆLKERAOFNINN FRÁ Splunkunýr sælkeraofn frá Dé Longhi. Peir kalla hann "Pizza & Toast". Lítill og nettur borð- ofn sem getur alla skapaða hluti. Steikir og grillar, ristar brauð oa bakar kokur. Og nú getur þu bakaö pizzu á hinn eina sanna ítalska máta. Ofninum fylgir sérhönnuð leirplata (pizzasteinn) sem jafnar hita og dregur í sig raka. Pú eldar, án fitu, pizzu og kökur, kjöt, fisk o.fI. PIZZA & TOAST kostar aðeins kr. 9.480,- stgr. TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA jFQnix HÁTÚNI 4A SÍMI (91)24420 Menning Töfrar upplýsinga „Töfrar íslands" er önnur ljósmyndabók Bjöms Rúrikssonar, ljósmyndara og altmúlíg- manns. Fyrri bók Bjöms hét „Yfir Islandi“ og innihélt kynstur af myndum sem hann hafði tekið á flugferðum sínum um landið. í báðum tilfellum em umbrot, hönnun og teiknivinna í höndum höfundar sjálfs sem ferst sú vinna mjög vel úr hendi. Báöar bækumar eru einnegin gefn- ar út á fjórum tungumálum, ensku, þýsku og frönsku. í flestum íslenskum ljósmyndabókum hefur textinn ekki sama vægi og myndirnar sem er ef til vill ofurskiljanlegt. Björn er í senn smekk- vís ljósmyndari og óforhetranlegur pedagóg, al- Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson þýðufræðari. Þetta kemur fram í samsetningu bóka hans sem skipt er niður í kafla eftir við- fangsefnum. Hverjum kafla er síðan fylgt úr hlaði með stuttri en yfírgripsmikilli hugleið- ingu. Gagnorður kafli um „vatnið“ byrjar til dæmis á lækjarsprænu og endar á örfáum orö- um um snjóbreiður jöklanna. Það þarf talsverða þjálfun til að koma svo miklum upplýsingum frá sér án þess að þær snúist upp í þurra upp- talningu. Verður ekki annað sagt en Björn kom- Björn Rúriksson. ist vel frá textaþætti bóka sinna. Á stundum nær frásögn hans meira að segja ljóðrænu flugi, sjá aðfararorð „Töfra íslands". Myndatextar í bók- um hans eru aukinheldur blessunarlega lausir við væmni og alþekktar staðreyndir. Sjaldan hrikalegar Þessi annars virðingarverða upplýsingastefna er þó ekki alltaf nógu pottþétt fyrir ljósmyndara því stundum fá undirmálsmyndir að fljóta með einvörðungu út á upplýsingagildi sitt. Þetta á til dæmis viö um nokkrar myndir Bjöms af gróðri. Ljósmyndir hans af landslagi leyna á sér. Þær eru sjaldan svo hrikalegar að þær falli undir þá hádramatík sem við þekkjum af bókum þeirra Páls Stefánssonar og Max Schmid; ekki heldur eins venjulegar og þær virðast við fyrstu sýn. Maður flettir bókum Bjöms og sér ljós- myndir með kunnuglegu landslagi, ef til vill sjálfri Esjunni, býr sig undir að fletta áfram, en verður þá allt í einu ljóst að svona birtu hefur maður aldrei séð fyrr á þessu gamalkunna íjalii. Sennilega er Björn móttækilegri fyrir blæbrigð- um birtunnar en formrænum eiginleikum landslags, að minnsta kosti staðnæmdist ég oft- ar og lengur við „birtumyndir" hans en form- rannsóknir. Þetta á einnig við um sérstakan kafla í bókinni sem er sérstaklega helgaður slík- um rannsóknum; þar var það birtan fremur en formið sem heillaði þann sem þetta ritar. „Yfir íslandi“ var vönduð ljósmyndabók, „Töfrar ís- lands“ er ekki síðri. Björn Rúriksson - Töfrar íslands, 96 bls. Jarösýn, 1992. íslandslax, sem var í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga, varö snarlega að stærsta gjaldþrotinu í íslensku fiskeldi. Leitin að sökudólgum Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarráðs ríkisins um íslenskt fiskeldi (september 1992) var íjárfest í þeirri grein fyrir um tíu milljaröa á fáein- um árum. Mest af þessu fé var fengið að láni gegnum opinbera lánasjóði og er glatað. Bókmenntir Elías Snæland Jónsson I þessari bók leitar höfundurinn, Hafldór Hafldórsson, aö sökudólg- unum - þeim sem hann telur bera mesta ábyrgð á þessari sóun. Fremst 1 bókinni eru myndir af þeim sem hann telur sýnilega ---------------------------------------- helstu skúrkana. Þeir eru alþingismennirnir Steingrímur Hermannsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Stefán Guömundsson, Stefán Valgeirsson, Steingrímur J. Sigfússon, Matthías Bjamason og Eyjólfur Konráö Jóns- son og embættismennimir Guðmundur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdasjóös, og Þórður Friðjónsson, stjórnarformaður. „Það á að kalla þessa menn til ábyrgðar svo að sama sagan endurtaki sig ekki,“ segir Halldór. Vissulega réðu þessir menn miklu um fyrirgreiðslu til fiskeldisfyrir- tækja aflt frá árinu 1984. Ábyrgð þeirra er mikil. En þeir voru ekki ein- ir. Lán sjóðanna til fiskeldis vom samkvæmt heimildum fjárlaga og láns- íjárlaga. Þingmenn allra ríkisstjómarflokka frá 1984 bera þar ábyrgð, en einn þeirra, Alþýðuflokkurinn, viröist reyndar stikkfrí í þessari bók. Aiþingi og ríkisstjórnir héldu áfram aö moka fé í fiskeldið löngu eftir að reynslan sýndi að dæmiö gekk ekki upp. Deila má um hvenær það átti að vera mönnum alveg ljóst, en það var afla vega eftir verulega svarta skýrslu Rannsóknarráðs áriö 1986. í tilefni hennar var til dæmis varaö við því að gríðarleg fjárfesting og íjárfestingaráform stefndu í nýtt „skut- togaraævintýri" og gífurlega sóun. (DV 4. 6.1986). Forstjóragengið Þá verður einnig að líta til rjómans af forstjórum íslenskra stórfyrir- tækja. Nægir þar aö nefna Fjárfestingafélagið, Eimskipafélagið, Sölu- miðstöðina, Johan Rönning og Sambandið sem tapaöi líklega meira á fifla- skapnum en nokkurt annað fyrirtæki. Og forstjóramir fengu í lið með sér þekkta lögfræðinga og norska og sænska peningamenn. Halldór Hafldórsson einbeitir sér hér að ábyrgð og mistökum stjórn- málamanna og embættismanna, enda eiga þeir að gæta fjármuna skatt- borgaranna í stað þess aö sóa þeim. Hann íjallar um hagsmunaárekstra þingmanna sem vora sjálfir í fiskeldinu og leggur mikla áherslu á gjörð- ir Steingríms Hermannssonar. Fer til dæmis rækilega ofan i þau „óeðli- legu áhrif ‘ á kaup Framkvæmdasjóðs á laxakynbótastöðinni að Kalman- stjöm sem Fortíðarvandanefnd Davíðs Oddssonar vakti athygli á í fyrra. Athygli vekur að í bókarlok segist höfundur hafa „beinlínis sneitt hjá því að ræða við einstaklinga sem vom mjög áberandi á „gullaldarárum" fiskeldisins." Er svo að sjá að hann hafi ekkert rætt við marga þá menn sem hér em bomir þungum sökum. Meö öllu er óskiijanlegt hvernig hægt er að halda því fram við slíkar aðstæður að fjaflað sé um þessa ein- staklinga „af vandaðri hlutlægni" eins og það heitir hér. Laxaveislan mikla. Höfundur: Halldór Halldórsson. Fjölvi, 1992. Árið sem heimur- inn splundraðist Er nokkuð haflærislegra en heita Þrándur Hreinn Ófeigsson og vera í tíunda bekk? Unglingsárin reynast mörgum erfiö. Á þessum árum styrk- ist sjálfsmyndin og þroskast en það gerist ekki án átaka. Tilveran sveifl- ast oft mifli dýpsta þunglyndis og alsælu. Þorsteinn Marelsson gefur le- sandanum innsýn í líf ósköp venjulegra unglinga og fjölskyldna þeirra í bók sinni Milli vita. Sagan er sögð frá sjónarhóli Þrándar Hreins. Hann er feiminn og óframfærinn, íhaldssamur auk þess sem hann hefur ekki útlitiö beint með sér, eöa það finnst honum sjálfum að minnsta kosti. Ekki einu sinni farin að spretta grön, horaður, vöðvarýr í meira lagi, með rassinn skagandi út í loftiö og með útistandandandi maga. Krakkamir í bekknum líta hann allt öðrum augum en hann sér sjálfan sig. Þennan vetur fær bekkurinn nýjan kennara, prentar- inn faðir Þrándar Hreins missir vinnuna en fær pláss á miflilanda- skipi. Elsta systir hans er komin með kærasta upp á arminn sem er smáglæpamaður og þau eiga í stöö- ugum útistöðum við foreldra henn- ar, lögregluna, og aðra eiturlyfja- sala. Þrándur verður ástfanginn af einni bekkjarsystur sinni og á end- anum er ástin endurgoldin. Besti vinur Þrándar Hreins lendir í margs konar erfiðleikum og hættir loks í skólanum og fer að vinna. Amma hans deyr og bernskuheim- ili Þrándar Hreins er smátt og smátt að leysast upp. Margir unglingabókahöfundar detta í þá gryfju að búa til persónur sem annaðhvort era góöar eða vond- ar. Góðum, faflegum og reglusömum unglingum, sem læra samviskusam- lega heima og vinna verkin sín af stakri samviskusemi, er stillt upp sem andstæðum viö unglingana sem em í senn samviskulausir og óreglusam- ir. Þorsteinn er aö mestu laus við að falla í þessa gryfju. í sögunni er tekist á við vandamál unglingsáranna, árin sem fólk er mifli vita, á nærfærinn og einlægan hátt. Höfundi tekst að bregða upp myndum af mismunandi persónum, ungum og gömlum, sem eiga flestar við einhver vandamál að glíma og hvernig þær bregðast við þeim. Sumum tekst aö fóta sig í lífinu, aðrar eru dæmd- ar til að tapa - persónum sem bæöi unglingar og fullorðnir ættu að þekkja. Þrándur Hreinn breytist og þroskast veturinn sem hann er í tíunda bekk og í sögulok ákveöur hann að hleypa heimdraganum og fara austur á land. „Kannski haíði allt þetta umrót haft góð áhrif á mig. Ég hlýt að þroskast eins og aðrir og það er sagt að erfiðleikar þroski mann. Þegar ég skrifaöi nafniö undir bréfið sá ég aö þar var engin ástæða fyrir mig að skammast mín fyrir þaö, Þrándur Hreinn Ófeigsson er ágætis nafn.“ (154) Þetta er góð og vel unnin saga frá hendi höfundar. Hún er skrifuð á góðu máli og vel uppbyggð. Hins vegar er kápan utan um bókina hræði- lega ljót og óaðlaöandi. Hana hefði svo sannarlega mátt vanda meira. Þorsteinn Marelsson: Milll vlta. 154 bls. Mál og menning. Þorsteinn Marelsson. Góð saga á góðu máli. Bókmenntir Jóhanna Margrét Einarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.