Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. Uflönd Hertogaynjan af Jórvík búin að finna sér nýja Jórvík: Fergie leið á Bretum og f lýr til New York - ætlar að taka sér bólfestu í húsakynnum Donalds Trump á Manhattan Færeyjar: Schluterkemur meðland- grunnssamning jens DaJsgaaid, DV, Færeyjum; Von er á Poul Schluter, forsæt- isráðherra Danmerkur, til Fær- eyja þann 21. desember. Erindi hans er að undirrita samning milli dönsku stjómarinnar og landstjórnarinnar um að Færey- ingar fái full yiirráö yfir land- grunninu. Grænlendingar áttu kost á sams konar samningi en töldu óskynsamlegt að taka hon- um. Sara Ferguson, hertogaynja af Jór- vík, er búin að fá nóg af illu umtali og óhróðri heima í Bretlandi og ætlar að flytja til Bandaríkjanna og setjast að í New York. Þar hefur hún fundið sér nýja Jór- vík og verður að öllum líkindum til húsa á Manhattan í lúxusbyggingu sem auðjöfurinn Donald Trump lét reisa meðan hann var og hét. í hús- inu eru íbúðir sem frægt og ríkt fólk hefur á leigu og getur vart glæsilegri húsakynni vestanhafs. Barry Landau, blaðafulltrúi Fergie, segir að von sé á henni vestur eftir áramótin og þá veröi væntan- lega gengið frá leigusamningi. Fergie var um tíma í New York síðasta vet- ur og kunni þá vel við sig þar. Það ræður mestu um staðarvalið. Með Fergie verða dætur hennar tvær, prinsessumar Beatrice og Eugiene. Skilnaðurinn við Andrés prins er ekki enn í höfn en að því líður aö formlega verði frá honum gengið. Enn er allt óvíst um hvort Fergie fær bandarískan ríkisborg- ararétt og þá dætur hennar líka. Víst er að hún glatar titli hertogaynju við skilnaðinn. Sara Ferguson er á leið til Nýju Jór- VÍkur. Simamynd Reuter Fergie fær álitlegan hfeyri frá kon- ungsijölskyldunni og stofnaður verð- ur sjóður til að kosta menntun dætr- anna. Hins vegar þykir sýnt að Elisa- bet drottning sætti sig illa við að tvö af barnabörnum hennar setjist að í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvort auðmaðurinn Johnny Bryan verður heimilisfastur hjá Fergie en mjög kært var með þeim í Frakklandi í sumar. Varð kel- erí þeirra orsök skilnaöarins við Andrés. Johnny býr í Texas og á þar álitlegar olíulindir. Reuter Með þessum samningi taka Færeyingar á sig ábyrgð á við- ræðum við Breta um eignarrétt á hafsvæðinu milli Færeyja og Hjaltlands en þar hafa fundist auðugar oliulindir sem Færey- ingar vilja eignast hlutdeild í. Þótt Færeyingar teljist nú hafa yfirráð yfir landgrunninu verða þeir að bera alla samninga undir dönsku ríkisstjórnina þvi eyjarn- ar eru eftir sem áöur hluti af danska ríkinu. Lísbet Petersen Tóku50tonn af illa lyktandi jólaskinku Heilbrigöisyfirvöld í Svíþjóö hafa stöövað sölu á um 50 tonnum af jólaskinku sem þegar var búiö að dreifa í verslanir víða um landið. Astæðan er að megna ólykt leggur af matnum þegar hann er tekinn úr umbúðunum. Hefur íjöldi fólks kvartað vegna þessa. Flest bendir tii aö skinkan sé hættuleg heilsu manna en enginn hefur þorað að leggja sér hana til munns. Svíar telja skinku ómiss- andi á jólaborðinu og selst raikiö af henni fyrir hver jóL Sonur J.Pauls Gettygjaldþrota Ronaid Getty, sonur J. Pauls Getty, hefur farið fram á greiðslustöövum og segir að gjaldþrot blasi viö takist honum ekki snarlega aö útvega fé til að friða lánardrottna sina. Gamli Getty var einn af ríkustu mönn- um heims og átti miklar olíuiind- ir í Texas. Getty gaf megniö af auði sínum skömmu fyrir andiát sitt árið 1976 en sonurinn var þá fallinn í ónáð. Hann hefur undanfarið búiö við fremur þröngan kost á Puerto Rico. Mozartvarsjúk- urmaðurmeð sitilligáfunni Bandarískur sálfræðingur hef- ur fundið út að tónskáidið Woif- gang Amadeus Mozart var sjúkur maöur og flest uppátæki hans má rekja til sjúkleikans. Rálfræðingurinn segir að Moz- art hafi erft svokallaðan Tou- rette-sjúkdóm sem veldur of- virkni og óstjómlegri löngun til að bölva og ragna, Mozart þótti áberandi orðjjótur. SáJfræöingurinn segir að ílest uppátæki tónskáldsins megi rekja til sjúkdómsins. Hann hafi engu aö síður búið yfir ótvíræðri snillígáfu en ekki verið s vo furðu- legur í háttum vegna hennar. Mozart var mjög umtalaður á sinni sköramu ævi í Vínarborg og þótö líferni hans oft með óiík- indum. Sömu sögu var að segja af afköstum viö tónsmíðar. TT og Reuter Skíðaferð í stof unni Japanska rafeindafyrirtækið NEC hefur kynnf skíðahermi sem gerir mönnum kleift að skiða heima i stofu rétt eins og þeir væru i bestu brekkum i Ölpun- um. Allar hreyfingar eru raunverulegar og útsýni gott. Simamynd Reuter Lífslíkur barna aukast um heim allan Fjöldi þeirra barna sem deyja fyrir fimm ára aldur á ári hverju um heim allan hefur minnkað úr um 14,7 millj- ónum áriö 1980 í um þaö bil 12,7 millj- ónir tíu árum síöar. Frá þessu var skýrt af hálfu Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, UNICEF. Hægt væri hins vegar aö koma í veg fyrir dauða átta milljóna barna á ári og mundi það ekki kosta um- heiminn nema 25 milljarða dollara. Það gerir tæplega tvö hundruð þús- und íslenskar krónur á barn. í skýrslu UNICEF, sem kynnt var í gær, kemur fram aö árið 1990 létust 35 þúsund börn í heiminum á dag. Tíu árum fyrr voru þau 40 þúsund. Rúm 60 prósent dauösfallanna má rekja til lungnabólgu, niðurgangs eða sjúkdóma sem hægt væri aö koma í veg fyrir með bólusetningu. Bretar stofna stórhappdrætti Bresk stjómvöld tilkynntu í gær aö þau ætluðu aö stofna ríkishapp- drætti til að fjármagna Ustir og tóm- stundastarfsemi. Hæsti vinningur í hverri viku gæti numið einni milljón sterhngspunda, eða nálægt eitt hundrað milljónum íslenskra króna. Áformað er aö leggja fram laga- frumvarp á næsta ári og gæti happ- drættið hafið starfsemi 1994. Reuter Sammngaviðræður Noregs og EB1 Brussel: Fiskveiðiráðherrar EB vilja norskan þorsk í pottinn Norsk stjómvöld hafa ekki fengið neinar vísbendingar um aö Evrópu- bandalagiö muni krefjast aukins kvóta í norskri lögsögu í kjölfar þess að Svisslendingar höfnuöu samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið, EES. Þetta upplýsti Stein Owe, aðalsamningamaður Norö- manna, þegar samningaviðræöur Noregs og EB um fiskveiðar hófust að nýju í Bmssel í gær. Mörg EFTA-landanna óttast aö óánægð lönd innan EB muni nota höfnun Svisslendinga sem tilefni til að setja ný skilyrði fyrir því að hleypa EFTA-löndunum inn á innri markað EB. Spánverjar hafa ekki enn staðfest EES-samninginn og þeir hafa aldrei legið á þeirri skoðun sinni að EFTA-löndin hafi greitt of lítið fyrir EES. Tvíhliöa viðræður Norömanna og EB um fiskveiðar tengjast EES- samningnum með svokölluðu „fiski- bréfi“ þar sem Norömenn lofa EB sex þúsund tonna aukakvóta af þorski. Ekki hefur verið gengið frá því hvort veiðamar megi hefjast í janúar eins og áformað var, þótt EES-samning- urinn verði ekki genginn i gildi. „Norðmenn eru ekki lagalega skuldbundnir til að láta veiðiheim- ildirnar af hendi fyrr en EES-samn- ingurinn tekur gildi. En við vinnum fyrst og fremst að heildarlausn sem er Noregi hagstæð, einnig þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Owe. Sjávarútvegsráðherrar EB hittast í Bmssel um helgina til að deila úr kvóta næsta árs og þeir vilja gjarna að samningurinn við Norðmenn verði tilbúinn svo þeir geti lagt hann í pottinn. NTB nýrborgarstjóri í Þórshöf n Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Nýr meirihluti er kominn til valda í Þórshöín í Færeyjum í kjölfar sveitarstjórnarkosning- anna fyrr í mánuöinum. Lísbet B. Petersen úr Sambandsflokkn- um veröur borgarstjóri. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti. Þar meö er lokið 22 ára forystu Fólkaflokksins í Þórshöfn. Aö nýja meirihlutanum standa jafn- aðarmenn og þjóðveldismenn auk Sambandsflokksins. í Klakksvík hafa fólkaflokks- menn hins vegar komist til valda með stuöningi þjóðveidismanna. Filippus drottningarmaður átti erfiða æsku. Bitnar þaö nú á fjöl- skyldunni? Simamynd Reuter Konungsfjöl- skyldanlíður fyriræskuraunir Filippusar Ein skýringin á upplausninni í bresku konungsfjölskyldunni er að Filippus drottningarmaöur átti erfiða og ástiausa æsku. Hann hefur að sögn alla tíð verið ófær um að sýna börnum sínum ástúð og utnhyggju. Þeir sem hafa kyimt sér uppvöxt Filippusar segja að til hans megi rekja hvað bömunum helst illa á mökum. Foreldrar Filippusar skildu þegar hann var á unga aldri. Hann var á flækingi milli ætt- menna og kynntist aldrei raun- verulegu fjölskyldulífi. Hannhef- ur þó verið trúr Elisabetu, konu sinni, alla ævi en meira af skyldu- rækni en ást. Þetta ástleysi í fjöl- skyldunni hefur sagt illa til sin á undanfórnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.