Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 32
40 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. Smáauglýsingar ■ Ýmislegt Kjarabót heimilanna 991313 TILBOÐALÍNAN Hringdu og sparaöu þúsundir • Frábær sértilboð til jóla á •jólatrjám, •dömuundirfatnaði, •bílaviðgerðum, •skartgripum, •kaffivélum og • gæða-ferðatækjum. 15-50% afslátt- ur. Hringdu í síma 99-13-13 og fáðu nánari uppl. Mínútugjald er kr. 39.90. ■ Líkamsrækt Þær tala sinu máli! Ótrúlegt en satt. Heilsustúdíó Maríu býður upp á Trim-Form, sogæða/cellónudd, fitu- brennslu, vöðvaþjálfun og GERnétic- meðferðir. Gerðu þig glæsilega(n), þú átt það skilið. Tímapant. í síma 36677. r á nœsta sölustað • Askriftarsfroi 63-27-00 Merming Bókmenntir Jóhanna Margrét Einarsdóttir Robbi grallari Ármann Kr. Einarsson sendir frá sér nýja bók fyrir þessi jól og er hún ætluð yngstu lesendun- um. Bókin segir frá grallaranum honum Rohba, Kalla vini hans og systurinni Litlu Ló, kisunni Soffíu frænku, hundinum Keisaranum og svo auðvitað ömmu hans og pabba og mömmu eins og segir á bókarkápu. Sagan fer dálítið bratt af stað. Á fyrstu síð- unni er greint frá fæðingu Robba, útliti hans og skapgerð en allt í einu er drengurinn orðinn sex ára og á leið í skóla. Stráksa líkar ekki alls kostar í skólanum og á fjórum síðum er greint frá veru Robba í sex ára bekk. Þá er skyndilega komið sumar, Robbi fer í heimsókn til afa og ömmu og er þar meðan foreldrar hans fara í sumarfrí. Þeir snúa heim aftur og þá fær Robbi fregnir af því að móðir hans sé barnshafandi. Innan skamms eignast hann litla systur og tíminn líður sem fyrr á ógnarhraða. Pabbi og mamma fylgjast með þroskaferli dótturinnar og aftur er komið sumar. Það er ekki fyrr en á blaðsíðu 26 sem hin eiginlega saga hefst - það sem á undan er komið virkar eins og nokkurs konar formáli. Afi Robba deyr, hann flytur til ömmu og á að vera henni til skemmtunar í ein- verunni. Drengurinn unir sér afbragðsvel í vist- inni hjá ömmu og vill helst ekki flylja heim aft- ur og hann kynnist fyrsta vini sínum, honum Lalla. Sagan er á stöku stað bráöskemmtileg aflestr- ar þrátt fyrir að uppbygging hennar sé slæm. Það eru fyndnar lýsingar á prakkarastrikum Robba sem halda henni uppi. Þetta er sakleysis- leg frásögn sem höfðar til ungra lesenda enda Ármann Kr. Einarsson. Skrifar fyrir yngsu lesendurna að þessu sinni. söguhetjan inn við beinið góður drengur. Það sést best á því þegar hann býður Lalla vini sín- um með sér ferðalag með fjölskyldunni til landa morgunroðans. Móðir Lalla er einstæð og fötluð og því ekki miklir peningar til á því heimili. En eins og sannri hetju sæmir tekst Robba að fá foreldra sína til að samþykkja að Lalli fari með enda ekki mikið mál þar sem pabbi er flugmað- ur og getur flogið næstum því frítt með alla fjöl- skylduna. Sagan skilur ekki mikið eftir. Eins áður sagði er hún fyndin á köflum og þaö er helsti kostur hennar. Það hefði kannski bara farið betur á því að búa til smásagnasafn um Robba í stað þess aö vera að skrifa heila sögu um piltinn. Ármann Kr. Einarsson: Grallararlíf i Grænagerði. 107 bls. Vaka-Helgafell ilúbbsfélagar, sem hringja fyrstir inn mánudaginn 21. |r nk. og svara laufléttri spurningu, fá tvo miöa á Ronju ittottur í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 30. desember nk. kl. 14.00. W' %■{ : * v. : Hringið í síma 632799 kl. 10.00-14.00 á mánudaginn. 25 krakkar, sem hringja fyrstir inn rétt svör, fá miða fyrir tvo. Hver leikur Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu? Krakk ; deseii Á rænirij Frumsýmng á RoAju ræn- intjjadóttur yerður ánnan ciag jóla kl.14.6o, uppse.lt, sunnu- daginn 27. des., uppSelt, þriðjudaginn 29. des., upp-, selt. KFELAG Blásaratónlist í Kristskirkju Blásarakvintett Reykjavíkur stóð fyrir tónleikum í Landakotskirkju miðvikudagskvöld undir yfirskriftinni „Kvöldlokkur á Jólaföstu". Blás- arakvintettinn skipa þeir Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarínett, Jósef Ognibene, horn, og Hafsteinn Guðmundsson, fagott. Að þessu sinni var flautuleikarinn Bernharður Wilkinsson ekki með en hóp- urinn að öðru leyti tvöfaldur að stærð. Bættust við þeir Peter Tompkins, óbó, Sigurður Snorrason, klarínett, Þorkell Jóelsson, hom, og Rúnar Vil- bergsson, fagott og kontrafagott. Á efnisskránni voru verk eftir Jóseph Haydn og Wolfgang Amadeus Mozart. Oft er tilhneiging til þess að skipta tónlist klassíska tímans í flokka eins og t.d. kammertónlist, sinfóníur, konserta o.s.frv. Verk með yfirskriftina Divertimenti og Serenade falla þama einhvers staðar utan við og eru þau heiti oft notuð um tónlist sem ætlast var til að yrði leikin utanhúss. Mátti því við búast að hún væri af grófari gerð. Staðreyndin er samt sú að klassískir höfundar tóku þessi heiti mátulega alvarlega. Þannig vora vinnubrögð Haydns ekki alltaf frábrugðin í sinfóníu og strengjakvartett og til eru serenöður eftir Mozart sem gefa sumum sinfóníum hans ekki eftir í dýpt og snilldarhandbragði. Serenadan nr. 11 í Es dúr er ein slík. Svo vill til að vitað er hvers vegna Mozart samdi hana. Það geröi hann fyrir unga mágkonu hirðmálarans herra von Hickel, ekki þó til að heilla ungfrúna, heldur í þeirri von að einn ágætur herra von Strack mundi heyra hana. Von Strack var heimilisvinur og tíður gestur á heimili von Hickeis og það sem meira var herbergisþjónn sjálfs keisarans. Mozart tekur fram í einu bréfa sinna að hann hafi frekar vandað sig við þessa Tónlist Finnur Torfi Stefánsson tónsmíð. Það fer heldur ekki fram hjá neinum sem heyrir þessa frábæru tónsmíð að ekki er þar kastað til höndum. Upphaflega var hún skrifuð fyrir sex tréblásara. Síðar var tveimur óbóum bætt við. Því miður er ekki vitað til að herra von Strack hafi séð ástæðu til þess að gera neitt til þess að hjálpa Mozart eða koma honum fram við hirðina. Það fór hér sem oftar að verðleikar dugðu ekki til vegsemdar. Á tímum Mozarts var í tísku að útsetja vinsælar óperuaríur fyrir blás- arasveitir og er til mikið af slíku efni. Það kemur skemmtilega á óvart hve aríurnar úr Töfraflautunni njóta sín vel 1 útsetningu Heidenreichs. Er ekki unnt að sjá hvort má sín meira fæmi útsetjarans eða aðdráttar- afl efniviðarins, sem virðist halda seiðmagni sínu í hvaða búningi sem er. Hér hefur verið dvalið við Mozart er Divertimenti Haydns no. 1 er jafngott dæmi um auðugt snilldarverk í dulargervi útitónlistar. Flutningur þessa vaska hóps blásara var með miklum ágætum eins og við máti búast. Jón kollega Ásgeirsson á Mogganum kallar Blásarakvint- ettsmenn gulldrengi og má taka undir þá nafngift. Þeir félagamir sem bættust við mega meö sömu formerkjum kallast silfurdrengir og er þá við góðu að búast er slíkum góðmálmum lýstur saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.