Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. Fréttir Héraðsdómur Reykjaness í máli byggingarverktaka sem stefndi tæknifræðingi: Dæmdur til f ébóta fyrir að leggja rangt saman Tæknifræðingur í Hafnarfirði hef- ur verið dæmdur til að greiða bygg- ingarverktaka tæpa eina milljón króna í bætur vegna samlagningar- skekkju í tilboði sem tæknifræðing- urinn tók að sér að gera fyrir hinn á árinu 1988. Upphæðin, sem hann var dæmdur til að greiða, nam þó ekki nema litlum hluta af upphaflegri kröfu byggingarverktakans. Málið kom upp eftir að verktakinn tók að sér aö byggja iðnaðarhúsnæði í Hafn- arfirði. Dóminn kváðu upp Már Pét- ursson, héraðsdómari á Reykjanesi, og meðdómsmennirnir dr. Ragnar Ingimarsson og dr. Maggi Jónsson arldtekt. Álit dómsins var að tæknifræðing- urinn hefði borið faglega ábyrgð á störfum sínum í þágu verktakans, þar á meðal því sem sneri að kostnað- aráætlun og að ráðgjöf við tilboðs- gerð hefði ekki verið áfátt. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að í kostnaðaráætlun tækni- fræðingsins hefði vantað óvissulið, „frágang og annan kostnað". Hin ranga samlagning hafði úrslitaþýð- ingu í málinu, að áliti dómsins, þar sem hún gaf verktakanum ranga hugmynd um hlutfall raunkostnað- ar, óvissuþáttar og hagnaðar. Þannig hefði tæknifræðingurinn gefið verk- takanum upp of lága kostnaöaráætl- un einstakra verkliða. „Varð sú raunin að með tilboðinu var hrundiö af stað atburðarás er leiddi til þess að stefnandi gerði verk- samning er fól í sér mjög verulega áhættu um tap.“ Að öðru leyti taldi dómurinn tæknifræðinginn hafa staðið vel að útreikningum sínum. Byggingarverktakinn fór fram á 4,8 milljónir króna í bætur. Eins og fyrr segir mat dómurinn það svo að tæknifræðingurinn bæri ekki ábyrgð á nema litlum hluta þeirrar upphæð- ar. Hann var dæmdur til að greiða 871 þúsund krónur í bætur og 300 þúsund krónur í málskostnað. -ÓTT Egilsstaðir: Bæjarbúi slökkti eldinn „Þetta heföi getaö farið mun verr og það var bara mínútu- spursmál hvenær meiri eldur heíði blossað upp,“ segir Haukur Kjerúlf sem ásamt konu sinni er eigandi Kramhússins, annarrar versiunarinnar sem stór- skemmdist i bruna á Egilsstöðum aðfaranótt fimmtudagsins. „Konan á efri hæðinni varð fyrst vör viö eldinn og hringdi í tengdason sinn sem var sofandi heima hjá sér en kom um leið. Hann vinnur á verkstæði hér bak við húsið og gjörþekkir aðstæður. Hann leiddi vatnsslöngu út úr verkstæðinu og var búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliðið komsegir Haukur. Tvær samliggjandi verslanir, Kramhúsið og Krummafótur, voru í húsnæöinu þar sem eldur- inn kom upp. Grunur leikur á að kviknað hafi i út frá kerti í jóla- skreytingu. „Þetta lítur illa út. Eldurinn náði ekki að breiðast mikið út en miklar skemmdir eru af völdum reyks, hita og vatns. Þetta er til- finnanlegt tjón þar sem við erum ótryggð. Við erum nýbúin að opna þessa versiun og höfum ver- ið að flytja inn í hana. Það er ekki enn búið að roeta tjóníð en þaö er ljóst að það skiptir nokkr- um milljónum." Rússneskur ráðherra skoðar hausingarvél Nú er stödd hér á landi sendinefnd sjávarútvegsráðs Rússlands undir forystu Vladimirs F. Korelskiy, formanns ráðsins, í boði Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Hann hefur rætt um möguleika á samstarfsverkefnum með islenskum fjárfestum með það fyrir augum að reisa í Rússlandi fiskvinnslufyrirtæki til fullvinnslu afla. Á myndinni sést Vladimir F. Korelskiy skoða hausingarvél hjá fyrirtækinu Baader hf. i Kópavogi. -Ari/DV-mynd BG Hótel Akra- nessettí sölu „Við treystum okkur ekki til að reka Hótel Akranes frá Reykjavík í gegnum síma. Það er illmögu- legt. Því höfum við auglýst hótel- ið til sölu en gangi það ekki eftir erum við staðráðnir í því að leigja reksturinn út. Eftir slíkum samn- ingum hafa margir leitað. Rekst- urinn mun því ekki leggjast af,“ segir Magnús Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Hótel Akraness. Síðastliðið haust eignaðist Hall- dór Júlíusson, veitingamaður í Glæsibæ í Reykjavík, Hótel Akra- nesá nauðungaruppboði. Halldór átti 20 milljóna króna kröfu í búið en við kaupin greiddi hann 7 milljónir aukalega. Eignin hefur verið auglýst til söiu. Vegna þessara áforma Halldórs óttast margir á Akranesi um framtíð skemmtanahalds á staðn- um. Þennan ótta segir Magnús hins vegar vera ástæðulausan. Þvert á móti sé nú verið að gera hótelið að ennbetri skemmtistað. í því sambandi sé fyrirmynda leitað í nýjustu straumum skemmtanalífs á meginlandinu. Aö sögn Selmu Sigurðardóttur hótelstjóra hefur reksturinn gengið vel undanfarnar vikur þrátt fyrir að hótelið hafi hætt að bjóöa ferðamönnum gistingu snemma síðastliöið haust. Vel hafi gengið að selja eldbakaöar pitsur og nú sé unniö að gagnger- um endurbótum á bar og sam- komusal. -kaa [gyl' Þjóðfélagslegur kostnaður vegna reykinga árið 1990 í milljónum króna Beinn kostnaður Annað 132 Beinn heilbrigðiskostn. 364 Alm. sjúkrahúskostn. 470 Framtíðarsp. í heilbrigðiskerfi 240 Óbeinn kostnaður Framl.tap fyrirt. v/ b. reyk. 806 Eldsvoðar 45 FramLtapfynit. Framleiðslutap v/ob. reyk. 250-yáC^_ f 1835 Annað framleiðslutap 440 Framl.tap örorkuþega 216 Ótímabær dauðsföll 1179 Ótímabær dauðsfóll vegna reykinga sögð spara ríkinu 240 milljónir: Fyrirtækin tapa millj- arði á reykingum - þjóðfélagslegur kostnaður vegna reykinga á bilinu 200 til 712 miUjónir. Beinn kostnaður þjóðfélagsins vegna tóbaksreykinga var hátt í 400 milljónír á árinu 1990. Að teknu til- hti til óbeins kostnaöar hækkar þessi kostnaður um 2,9 til 3,4 milljarða. Tekjur ríkissjóös vegna tóbakssölu námu á sama tíma ríflega 3,1 millj- arði. Þjóðfélagslegur kostnaður er því á bilinu 200 til 712 milljónir. Þess- ar upplýsingar koma fram í úttekt sem Hagfræöistofnun Háskólans hef- ur unnið fyrir Tóbaksvamanefnd. Samkvæmt úttekt Hagfræðistofn- unar spömðust ríkinu 240 milljónir í heilbrigðisútgjöld vegna ótíma- bærra dauðsfalla reykingafólks á árinu 1990. Á sama tíma leiddu reyk- ingar til 470 milljóna króna sjúkra- húskostnaðar, 71 milljónar lyfja- kostnaöar, 25 til 50 milljóna sérfræði- kostnaðar og 38 milljóna heilsu- gæslukostnaðar. Að auki fóru 8 millj- ónir í þennan beina kostnað vegna tóbaksvama. Samkvæmt útreikningum Hag- fræðistofnunar ollu reykingar um- talsverðu framleiðslutapi á árinu 1990. Vegna ótímabærra dauösfalla er framleiðslutapið áætlað milli 1,2 og 1,4 milljarðar og vegna örorku er það áætlað allt að 242 milljónir. Ann- aö framleiðslutap er áætlað á milli 440 og 550 milljónir. Tapiö er því meira sem fleiri karlmenn reykja þar sem tekjur þeirra eru hærri. Alls er talið að 45 til 122 milljónir fuðri upp í eldsvoðum sem rekja megi til reykinga. Þá leiðir Hagfræði- stofnun að því rök að framleiðslutap fyrirtækja vegna beinna og óbeinna reykingar hafi numið rúmlega millj- arðiáárinul990. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.