Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar. blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SÍMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Órói launþega Mörg verkalýðsfélög hafa verið að segja upp samning- um að undanförnu. Alvarlegustu tíðindin í því sam- bandi eru uppsagnir Dagsbrúnar og Iðju í Reykjavík. Fundurinn hjá Dagsbrún var óvanalega fjölsóttur og heitur og minnti í ýmsu á ástand fyrri ára, þegar verka- lýðsbaráttan var hörð og óvægin. Tónninn í Dagsbrún- arfundinum var ekki ósvipaður. Til skamms tíma hefur óróinn á vinnumarkaðnum og í verkalýðsfélögunum stafað fyrst og fremst af ótryggu atvinnuástandi. Menn hafa verið sammála um að tryggja þurfi fólki vinnu en minna hefur verið lagt upp úr launahækkunum og hefur þá verið tekið tillit til erfiðleika atvinnurekstrarins. Kjarasamningar und- anfarinna ára hafa dregið dám af þessum viðhorfum. Launakröfum hefur verið stillt í hóf en mest lagt upp úr stöðugleika í efnahagsmálum og peningamálum. Ef htið er til atvinnuöryggisins skýtur það nokkuð skökku við að félög opinberra starfsmanna hafa gengið á undan í uppsögnum á samningum en opinberir starfs- menn njóta meira atvinnuöryggis en aðrir launþegar. Sú forganga er ekki sprottin af sömu ástæðum og þeim sem nú eru að reka hin almennu verkalýðsfélög í skot- grafirnar. Undirtónn þeirra viðbragða verkalýðsfélaga sem nú segja upp samningum kom vel fram á Dagsbrúnarfund- inum. Launafólk telur að sér vegið. Launafólk finnur ekki aðeins fyrir skertum kjörum í launum tahð, heldur einnig og ekki síður finnur það fyrir þeim aðgerðum sem ýmist hafa verið samþykktar eða eru yfirvofandi í skattamálum, bótaskerðingum, orlofsmálum, gengisfeh- ingu og vaxtamálum. Reiðin gagnvart skerðingu á fé- lagslegum réttindum er að verða meiri en hræðslan við atvinnuleysið. Þessi reiði beinist að stjórnvöldum og er ekki mót- mæh gagnvart vinnuveitendum. Það er ríkisstjórnin sem verður blórabögguh eins og heyra mátti úr umræð- unum og ræðunum sem fluttar voruá Dagsbrúnarfund- inum. Ríkisstjórnin hefur vissulega kahað yfir sig andúð og óvild en það verður ekki með sanngimi sagt að aht það sem aflaga fer í kjaramálum og Qármálum heimil- anna sé sök ríkisstjómarinnar. Ekki má gleyma því að efnahagsvandinn er ekki ríkisstjóminni að kenna. Hún verður ekki sökuð um aflabrest, frestun á byggingu ál- vers eða almennan samdrátt í efnahagsmálum sem hrjá- ir Vesturlönd öh. Ríkisstjómin hefur hins vegar verið seinheppin með sín úrræði og síðasthðinn mánudag var hér í leiðara varað við þeirri stefnu að hrófla um of við velferðarkerf- inu og hinum félagslegu réttindum. Það styggir verka- lýðshreyfmguna og allan almenning og er griðrof gagn- vart þeirri þegjandi sátt sem nú hefur varað um nokkur misseri að launakjör haldist nánast óbreytt. Það em heldur ekki launin sem nú em ásteytingar- steinn eða orsök óróans í verkalýðsfélögunum. Það em aðrar skerðingar sem koma við heimihn í landinu og ögra. Við skulum vona að uppsagnir Dagsbrúnar og ann- arra verkalýðsfélaga séu aðvörunarskot. Við skulum vona að þeim verði ekki fylgt eftir með kröfum um launahækkanir og verkfóhum því þá er voði á ferðum og sígur enn á ógæfuhhðina. Nóg er nú samt þótt þjóðfé- lagið logi ekki aht í hatrömmum kjaradehum þar sem vinnuveitendur em kraföir um hærri greiðslur úr gal- tómum sjóðum. Ellert B. Schram Þaö viröist nú liggja ljóst fyrir aö leiftursókn Borís Jeltsín til að einkavæöa rússneskt samfélag hef- ur beðið mikinn hnekki. Enda þótt hann hafi í þinginu komið í veg fyrir að gjörbreytt yrði um stefnu er það nú komið í ljós að skæðasti andstæðingur hans í einkavæðing- armálum er Arkadí Volskí, leiðtogi samtaka iðnrekenda og fram- kvæmdamanna, sem hefur unnið að því leynt og ljóst að koma til helstu áhrifaembætta í iðnaði gömlum stjómendum og mönnum með gamaldags hugmyndir um eðh og stjóm fyrirtækja inn í æðstu stjómunarstofnanir Rússlands. Það voru Volskí og hans menn sem felldu Geidar og þá stefnu sem hann stóð fyrir, sem var róttæk „menningarbylting“ í iðnaði. Enda þótt Jeltsín hafi lifað þetta af má ljóst vera að stefnan hér eftir verð- ur mun meira hægfara en áður og menn úr hinni gömlu „nomen klat- úra“ munu fá aukin völd, með stuðningi þess sem eftir er af gamla Kommúnistaflokknum, enda þótt sjálft grandvallaratriðið, stefnan í átt til einkavæðingar, sé óbreytt, meö breyttum áherslum þó. Eignarréttur Vegna verðhækkana og hrans rúblunnar lagði Jeltsín meginá- herslu á að hraða einkavæðingu sem mest. En áratuga stöðnun hreytist ekki á einni nóttu í dug- Borís Jeltsín. -....ræður nú ekki lengur með tilskipunum ... “, segir m.a. í greininni. Að lækka risið á Jeltsín mikið framtak, auk þess sem fjöldi Rússa hafði miklar efasemdir um einkaeignarhugtakið sjálft og var tregur til að falla frá ríkinu sem eiganda alls, eða næstinn alls. Það voru ekki aðeins kommúnistar sem vora andvígir. Ákafir stuðningsmenn hins óskoraða fijálsa markaðar vora óánægðir líka og þeir höfðu ýmis þungvæg rök fram að færa. Til dæmis var stór hluti af þjóðarauði Rússlands undanþeginn einkavæð- ingu. í upphafi var sjálfur Kíami málsins, réttur einstaklinga til eignarhalds á landi, undanþeginn einkavæðingunni, auk þess sem eignarréttur á fasteignum var háð- ur geðþótta embættismanna í hverju lögsagnarumdæmi. Enn mun ríkið halda eignarrétti og einkarétti á stofnunum á borð við rafveitur og tryggingar en til- raunir era 1 gangi tÍL að rjúfa einok- un ríkisins á hefðbundnum svið- um, svo sem í samgöngum. Það sem gremst frjálshyggjumönnum mest er að lýðræðisleg einkavæðing, það er sala á hlutabréfum í ýmsum fyr- irtækjum til almennings, hefst ekki fyrr en eftir áramót, en einka- einkavæðing, þar sem nomenklat- úran gamla hefur tryggt sér hluta- bréf fyrirfram, og jafnvel meiri- hluta, hefur verið í gangi allt þetta ár. Leynimakk Þetta var baksviðið að því upp- Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður gjöri sem átti sér stað á rússneska þinginu í síöustu viku. Þingið und- ir leiðsögn Kasbúlatofs forseta og með góð ráð í báðum eyram frá Volski og hans mönnum, ætlaði að hrifsa til sín völdin og gera Jeltsín í raun að verkfæri sínu. Það mis- tókst en atkvæðagreiðslan var svo tæp að öll framtíð umbóta Jeltsíns í frjálsræðis- og efnahagsumbótaátt er nú hvergi nærri eins trúverðug og fyrr. Jeltsín ræður nú ekki lengur með tilskipunum, hann verður hér eftir að fara að vilja meirihluta þings- ins. Þetta er viss sigur fyrir lýðræö- ið í Rússlandi sem stendur og hefur alltaf staðið mjög höllum fæti. Hitt er líka merkilegt aö meginstefnan, að halda áfram á sömu braut, að vísu með minni hraða, var sam- þykkt. Það gefur góð fyrirheit um að lýð- ræði sé að festa rætur í Rússlandi með öllu því undirferli, leynimakki og málamiðlunum sem því fylgja. Þótt Jeltsín kunni að vera óánægð- ur með skert völd sín, eru þó breyt- ingar þingsins ótvdrætt brotthvarf frá alræði og í átt til lýðræðis. Gunnar Eyþórsson „Enn mun ríkið halda eignarrétti og einkarétti á stofnunum á borð við raf- veitur og tryggingar en tilraunir eru í gangi til að rjufa einokun ríkisins á heföbundnum sviðum, svo sem í sam- göngum.“ Skoðanir annarra Skylduaðild að lífeyrissjóðum „Það er dapurleg staðreynd að þorri launþega lætur sig htlu skipta hvort vdðkomandi lífeyrissjóður er fjárhagslega traustur eða ekki. Margir hta á ið- gjöldin sem illnauðsynlegan skatt, en gleyma því gjaman að auk þess sem launþeginn greiðir 4% þarf atvdnnurekandinn að greiöa 6%, þannig að 10% af öhum launum í landinu renna til þessa kerfis. Lík- lega á skylduaðhd að lífeyrissjóðum hér hlut aö máh, en hún hefur verið talin standa lífeyrissjóða- kerfinu mjög fyrir þrifum.... Að mati hankaeftirhts- ins er nauösynlegt aö öðru óbreyttu að setja sam- ræmda löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða, a.m.k. um nánar tilgreind skilyrði sem lífeyrissjóðir verða að uppfyha, ef ekki reynist unnt að ná samstöðu um hehdarlöggjöf á þessu svdði.“ KB í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 17. des. Engin óvissuatriði um EES „Hér á landi var Alþingi kahað saman þegar í ágúst í þeim eina thgangi að ræða um Evrópska efna- hagssvæðið. Það reyndist aftur á móti nauðsynlegt aö fresta annarri umræðu vegna þess að tvdhhða samningur íslands og EB í sjávarútvegsmálum lá ekki fyrir fyrr en 27. nóvember. Þremur dögum síðar skhaði utanríkismálanefnd málinu af sér.... Það era engin óvdssuatriði lengur um EES. Öh efnisatriði hggja fyrir. Öh vafamál hafa verið útkljáð. Samt masa menn áfram, klukkustundum saman, að því er vdrðist í þeim eina thgangj að teíja framgang málsins tafarinnar vegna. Sérhver kjósandi, sama hvaöa skoöun hann kann aö hafa á EES, hlýtur að sjá í gegnum þessi vdnnubrögð stjórnarandstöðunn- ar.“ Úr forystugrein Mbl. 17. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.