Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 4
4 hans unni honum mikið og lét hann nema margt sér til frama. Dætur Indriða liétu Ólöf og Halldóra. Jón fór í Hólshús og var þar vinnumáður í tvö ár. Hann fékk Guðfinnu Gottskálksdóttur, systur Odds í Hólshúsum 'og Jóns á Grísará. Oddur í Hólshús- um8) átti Ólöfu, systur ]óns, en Halldóru átti Olafur Þorláksson á Stekkjarflötum. Jón Indriðason bjó á Yxnafelli eftir föður sinn alla ævi. Hann átti eina dóttur, er Soffía hét. Hún var væn kona og vitur, stór vexti og hafði afl meðal karl- manns. Hún var gefin Halldóri Jónssyni frá Rúgs- stöðum. Halldór bjó á Yxnafelli eftir Jón. Hann var talinn einn hinn bezti bóndi hér í sveit á sinni tíð. Hann átti Yxnafell og Yxnafellskot. Hann var vel viti borinn og hinn bezti skrifari. Hann átti ekki barna. Þegar þau hjón brugðu búi, fluttu þau að Saurbæ og gáfu séra Einari Thorlaciusi próventu sína og entu þar lífdaga sína.4) Næstur bjó á Yxnafelli Magnús Árnason, sonur Árna prests Snorrasonar á Tjörn. Magnús fékk Hólm- fríðar Ólafsdóttur frá Möðruvöllum. Bjó hann lengi á Yxnafelli. Hann var talinn með helztu bændum hér í sveit, ríkur og gáfaður. Hann var hreppstjóri í mörg ár. Hann átti dætur tvær. Önnnr var gefin Sigurði Jóhannessyni á Jórunnarstöðum. Hún hét Ragnheið- ur.r>) Hin hét Guðrún. Ilana fékk Jón Jónsson frá Möðrufelli.0) Hann var lágur maður vexti, rammur að afli og liinn bezti drengur. Hann fer að búa að Yxnafelli móti tengdafciður sínum, Magnúsi. Ilann átti þrjá sonu með seinni konu sinni, Guðrún.u: Jón, Magnús og Árna. Fyrr átti hann danska konu og með henni þrjú börn, er náðu fullorðins aldri: Ágúst, . Þórn og Helgu Jóhönnu. Ágúst lékk Halldúru Magn- úsdóttur frá Möðrufelli. Þóru fékk Indriði Þorsteins- son gullsmiður, en Helgu Jóhönnu fékk bróðir hans, séra Hjáhnar prestur til Presthóla. Séra Jón og Magnús búa á Yxnafefli, en séra Jón er orðinn ekkjumaður. 1) Einar liospítalhalclari í Möðrufelli (d. 1771), faðir sZra Magii,- iisár á Tjörn, var sonnr Jóns bóntla í Ncsi í Éyjáíirði, ÞorkclsSoifar f Miðgerði, Steinssonar sterka i\ Arnarstöðura, ólafssonar, en maður Ingiríðar var Einar hospítalhaldari yngri í Möðrufelli, sonur Jóns ** ólafssonar, hónda A Steinsstöðum og Þorbjargar Sigfúsdóttur, presls í Glæsiba*. 2) Indriði Asmúndsson dó 1753, cn Jón sonur hans kvæntist ekki fyrr en 22. des. 1763 og hefir farið að biia í Öxnafelli vorið eftir. Á þessu tímabili bjuggu í öxnafelli Ólafur Þorláksson, tengdasonur Indriða, til 1760, og Halklór Grímsson lil 17G4. 3) Oddur Gottskálksson í Hólshiisuin var góóur smiður á tré og járn. Hann fluttist síðan að Dagverðareyri og drukknaði í Sýrdals- vogum 1783. Erá honum og ölöfu kouu hans Indriðadóttur eru niiklir ættleggir í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslura. 4) Halldór var sonur Jóns lögréttumánns á Rúgsstíiðtim, Odds- sonar, bónda þar, Jakobssonar. Ifann andaðist í Saurbæ 22. jan. 185i, en Soffla kona hans dó 1843. 5) Þeirra sonur var Magnús Sigúrðsson, kaupm. á Grund. Hólm- JÓLABLAÐ DAGS i fríður, fyrri kona Magnúsar í Öxnafelli og móðir Ragnheiðar, var dóttir'Jóns Björnssonar, bónda, Syðra-Holti í Svarfaðardal, bg’póítí,1 2 3 4 5 ’ systur Ölafs Sigurðssonar á Möðruvölluni. - ' ú : i t 1 G) Séra Jón í öxnafelli var sonur séra Jóns lærða í Moðrufelli. I-Iann er fæddur í Núpafelli 5. júlí 1787, dvaldi lengi við nám ogu,) kcnnsluslörf í Danmörku, og kvæntist þar 1813 Helene Johanne Cliri- stine, dóttúr Anders Olsens, kaupmanns í Khöfn. Þau fIuttust lil Is- lands 1824, og vígðist Jón aðstoðarprestur til föður síns 1830 og reisti þá bú á Einnastöðum í Grundarsókn. Fékk veitingu fyrir Grundar- jiingum 8. inaí 1839. Eyrri kona hans dó 15. júni 1844. Ári seinna kvænlist hann Guðrúnu Magnúsdóttur frá öxnafelli og hefir jiá farið jtangað. Hann andaðist á Hrísum 17. nóvember 1869, þá orðinn blindur. Urn tilberaléit Þegar Jón Tómasson bjó á Björk (í Sölvactal) og . kona hans Guðrún Jónsdóttir, en á móti honbm sá maður, er Kristján hét, dútturmaður hans, Olafsson Þorlákssonar á Stekkjarflötum, þá var Jón Jakobs- son á Espiholti enn sýslumaður. Voru þá nokkur brtigð að Jjví, að leignasmjör væru svikin. Þá voru sumar konur gruriáðar um að þær hefðu tilbera. Var Guð- ’1 rún Jónsdóttir á Bjcirk grunuð og fleiri. Bauð þá sýslumaður að láta skoða allar þær konur, er leigur höfðu frá komið grunaðar. Voru í þeirri leit Halldór Jónsson frá Yxnafelli, Jón bóndi að Samkomugerði og Guðríður Olafsdóttir kona Olafs Björnssonar í Melgérði. Þegar farið var að gcra leit þessa, strauk Þuríður Jónsdóttir, kona á Helgastöðum, út í dal og kom eigi aftur. Leitin gekk fram og var leitað að Guðrúnu á Björk og fannst ekki. Kveðið hefur Árni skáld á Sámsstöðum brag um þessa leit og hef eg numið úr honum tvær vísur, er hann átti að hafa kveðið í nafni Jóns, manris 'Gtíð- rúnar. Önnur er ]iessi: ■ : ,1 •, I • i \i : • i • •>: „Komi þeir í niíri liúsin heim, , , . j . hljóma jæt eg stirðari róm, , ,, i( ( hamast svo á gota geim, ; , . gróni ei hirði um kristíndónji." ■ ' ■ T j: • . , ‘ ' .. > í j j I ! ;:i • 1 i bii * i ■ Hin vísan er á þessa leið: „Kenrid þar lögin voru vönd vindagólfs um þankastrind, brennd skal aigis bála strönd, blind er fremur þessi synd. Athugasemd: — Koria Jóns Tómassonar sterka á Björk (f. 1735 — d. 23. ág. 1796) var Guðrún Jóns- dóttir bónda í Gullbrekku, Jónssonar og Snjólaugar Þórðardóttur. Börn þeirra, er lifðu voru: 1. Helga, f. 17. des. 1761, giftist Stefáni Jónssyni á Bringu 2. Guðný, f. 8. sept. 1763, átti Kristján Ólafs- son frá Stekkjarflötum. Það var að óskum Kristjáns, að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.