Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 20

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ DA'GS Kraftaverkið Smdsaga eftir Léon de Tinseau SAGA ÞESSI gerðist á strönd Bret- agneskagans löngu áður en bílstjór- amir brutust þar til valda á hverjum vegi. Eg var þarna heilt suraar, ná- granni tveggja kvenna, sem ég hugði lengi vera ömmu og barnabarn hennar. Á gönguferðum mínum sá eg ætíð gömlu konuna — hún var komin á áttræðisaldur — sitja fram- an við hús sitt, er reist hafði verið milli tveggja gríðarmikilla granít- klétta í útjaðri Plomanach-þorpsins. Milli þessa litla lágrétta húss og göt- unnar fram með sjónum var garð- blettur, að sönnu lítill, en í ágætri rækt, vegna þess hve unga stúlk- an hlúði að honum með óþreytandi elju. Eg hlýt að játa, að ungmærin virtist skeyta því sáralitlu, þótt píp- an mín, en oftast var dautt í henni, er eg gekk þarna hjá garði, neyddi mig til þess að nema staðar and- spænis hinni töfrandi garðyrkju- konu. Allt slíkt reyndist einskisverð tímasóun. Aftur á móti virtist mærin afar næm fyrir athygli pilts nokkurs, lag- legasta stráks, sem aldrei sást öðru vísi klæddur en á herramannavísu. Hann virtist fjarska kirkjurækinn og sleppti ekki messu í kirkju Heilagr- ar Guðsmóður í Ljómanum einn ein- asta sunnudag, en að því búnu fylgdi hann meynni ætíð alla leið .heim til hennar. Þegar eg tók eftir, að piltinum leyfðist að líta inn til gömlu konunnar og sitja á tali við hana stundarlengi, dró eg þær á- lyktanir, að ástfangnir unglingamir myndu vera heitbundin, svo að bezt væri að hætta allri óþarfri eldspýtna- sóun. En samt sem áður hurfu þess- ar ókunnu konur mér ekki úr huga. Hinn tandurhreini þjóðbúningur fór ungu stúlkunni líkt og eihver ævintraklæði. Svo var að sjá sem hún bæri alltaf spariglófa, og fótur hennar fagur og smár forðaðist tré- klossa fiskistúlknanna, en í þeirra hópi virtust konurnar tvær vart eiga heima. Það leit út fyrir, að þær hefðu sáralítil mök við granna sína, hvorki kvenfólk né — því miður -—• karl- menm Annars virtust þær vera fá- tækar og höfðu ekkert þjónustufólk, ef undan er skilin kona úr kauptún- inu, er á. hverjum morgni vann þeim eina klukkustund að heimilisstörf- um, en þau hugði eg hvorki mörg né margbrotin, heldur einföld cg við- hafnarlaus með öllu. Ekki gat eg alltaf verið önnum kafinn, jafnvel þótt eg hefði til Plou- manac'h komið þeirra erinda einna að vinna. Eg hlaut því að eiga iðju- lausar stundir, sem eg notaði ekki til annars betra en að svala forvitni minni. Eg ákvað að reyna með nýj- um hætti að komast í kynni við konurnar, sem báru nafnið Le Goaz- iou, að því er mér hafði verið sagt. Þegar eg hafði þaulhugsað ráð mitt, hvarf ég einn góðan veðurdag frá handritinu á skrifborði mínu, sett- ist á kjaftastól minn, beint andspæn- is húsi grannkvenna minna, með teiknibókina mína að vopni. Ung- mærin var önnum kafin við snyrt- ingu rósarunna sinna, en eg lét sem mig grunaði ekki, að hún drægi and- ann á þessari jörð, sneri við henni baki, einbeitti athygli minni að sjón- um og teiknaði og teiknaði og teikn- aði. Mér var tekin að finnast setan helzti löng, þegar eg heyrði hálf- kæfðan hósta á .bak við mig, ein- hvers staðar á lóðamörkum. Eg sneri mér snöggt við og reyndi að stæla blygðunarleysi það, sem málurunum er svo tamt: ,,Lízt yður á teikninguna mína, ungfrú?" Jjlft „Fjarska mikið," svaraði mærin, er greinilega hafði hlotið aðdáunar- vert uppeldi. ,,En þegar þér hafið málað það með litum, verður það ennþá fallegra." „Það er eg nú alls ekki viss um," sagði eg með sannfæringu. „Sem málverk yrði það hálfvegis ömur- legt. Klettarnir eru gráir, sandarnir gráir, hafið grátt, htimininn grár.. „Óh!" andvarpaði mærin, „eg veit, að það er ekkert gaman hérna, svo sjaldan glatt og kátt. Það er bara stundum, þegar skipin sigla fram hjá, að mér finnst eins og létta yfir öllu." „Fyrirtaks hugmynd! Við setjum skip þarna. Ekki nokkur minnsti vandi. Sko! Ef þér vilduð nú gjöra svo vel að koma hérna yfir um og styðja yður við stóra steininn þarna augnablik, þá mundi það gera myndina miklu...." „Eg héf verið beðin þess áður. En frænku fellur ekki við málarana." Eg óskaði sjálfum mér í hljóði .til hamingju með ágætan árangur lægni minnar. „Æ, mér er nú dráttarlistin aðeins svolítið tómstundaföndur," sagði eg og stakk teiknibókinni í vasann. „Hið raunverulega starf mitt er að semja bækur." „Skáldsögur vona eg. Þær eru yndi og eftirlæti frænku minriar. Þeg- ar hún er sokkin í léstur, gl'éymir hún hörmum sínum. En hún verður að fá þær að láni. Við höfum ekki ráð á að kaupa þær." „Ef eg hefði haft hina mliinstu hugmynd um þetta fyrr, þá.... Eg skrepp inn til mín og sæki svo sem hálfa tylft." Varla klukkustund síðar var eg kominn talsvert hátt í hylli þéirrar góðu, gömlu konu, fröken Le Goa- ziou. Hún var afasystir ungfrá Yvonna Le Goaziou. En þær voru hinir einu kvistir, sem enn lifðu ætt- arinnar, er forðum hafði svo fjölmenn verið. Undir grænum grassverðinum umhverfis kapelluna hvíldu mæður, systur og frænkur hlið við hlið. En sá, er þekkja vildi síðasta hvílurúm meiri hluta karlleggsins, hefði þurft að vera gæddur sjón Hans, er kann-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.