Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 10

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 10
10 JÓIABLAÐ DAGS Hringurinn Smásctga eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum Það var drungalegt kafaldsþykkni í loftinu, hálfrokkið um hádaginn, úrsvalir regndropar koma á tætingi utan úr himinhvolfinu. Gatan er hráslagaleg, ísingin vefur sig um möl og steina, rennur saman í sam- felldan glerung. En í verzluninni er bjart og hlýtt; — jólin eru að koma* Afgreiðslumaðurinn, ungur pilt- ur, er á þönum innan við búðar- borði, vegur, mælir og telur: Einn, tveir, þrír. . . . Hún stendur framan við borð- ið, kornung stúlka, í upplitaðri kápu og slitnum skóm, bíður eftir afgreiðslu, dundar víð að skóða ýmislegt glingur í sýningarhólfum. Hann snýr sér að henni, reynir að uppfylla óskir hennar eftir beztu getu. Hann er hjólliðugur og stimamjúkur, eins og hann gangi á títuprjónum, — laumast til þess að líta í Spegilinn í snyrtikróknum, sér að hálsbindið er óaðfinnanlegt og liðirnir í dökku hárinu áber- andi. Hún hlær. Hlátur hennar fer um eyru hans, eins og súðrænan, sem bræðir fönn og klaka. Og í augum hennar eru bjáftir glampar, tærir'/ eins og skannndegisheiðríkj- an. Hún skoðar ýmsa gripi, flettir dúkum, spyr um verð, kaupir ekk- ert, lætur sem sér líki ekki varn ingurinn. Hann verður oft annars liugar, svarar út í hött, roðnar í hársrætur, þegar liann gerir einhverjar vit- leysur. Hún hlær. Og viðskiptunum er lokið. En hún stendur kyrr, fitlar við glófann sinn, skintar um borð og liillur. ..Hvað hefurðu þarna?“ Látlaus bending. „Dömuhringí, . Nýkomna dörnu- hringi.“ v Þeir eru fluttir fram á borðið og hún rannsakar þá gaumgæ'filega. Hann fylgir hvefri hreyfiiigu hennar í þögulli aðdáun. „Þessi er fallegastur — og mátu- legur mér.“ Dökkur, leyndardómsfúll ur steinn. Hún rennir hringnum kærtdeys- islega af mjóum fingri, leggur hann aftur í öskjuna. „Þú kaupir hringinn," segir hann brosandi. „Nei, þú gefur mér hann í jóla- «jöf.“ Hljómfagur hlátur. Vandræðaleg þögn. Svo hverfur lnin út í rökkrið. Hann horfir dreymandi á eftir henni, tekur hringinn lir öskjunni, leggur liann til hliðar. Uti á gangstéttinni glitra hrím- perlur í ljósrákinni frá lýstum gluggunum. I.oftið er hrákalt, þungt bárugjálfur niðri í fjörunni. Og hálkan á götunni er lúixisk og illkvitnisleg, eins og falskur hálf- kunningi. En inni í verzhminni er bjart og hlýtt. Og bráðum koma jólin. Þá fær b'til stúlka, í upplitaðri kápu og slitnum skóm, jólagjöf: hring með svörtum steini, sem er leyndardómsfullur, eins og fram- tíðin.... Bráðurn koma blessuð, jólin Það er alltaí hátíðleé stund, þe£ar börnin tá að líta ljós- um prýtt jóla- tréð i fyrsta sinn á aðfanga dagskvöld. A þessum jólum verða jólatréá mörgum ís- lenzkum heim- ilum, en því miður ekki á öllum. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.