Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 21

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 21
JÖLABLAÐ DAGS 21 ar hyldýpi úthafsins augum sínum. Það varð brátt vani minn, að koma við á hverjum degi í hvíta húsinu. Það gat varla heitið, að gamla fröken Le Goaziou hefði nokkru sinni frá því hún fæddist verið nótt að heiman. Hún var síðasti sproti af miklum stofni heillar kynslóðar bræðra og systra. Dag nokkurn spurði eg hana: ,,En hvernig gat allt þetta fólk rúmast í þessum þröngu húsakynn- um?" ,,0, sei, sei, það er ofboð einfalt. Dæturnar ýmist giftust burtu eða gengu í klaustur. Hafið sá fyrir mörg- um piltinum. Já, það skilaði þeim ekki nærri alltaf. Svo fór um bróður- son minn, föður Yvonne litlu. Tíu mánuðum eftir brúðkaup sitt kom hann til Le Havre sem fyrsti stýri- maður á Ameríkufari. Þar varpaði hann sér í sjóinn til þess að bjarga manni, sem fallið hafði útbyrðis. Konan hans, sem beið hans á bryggjunni, sá þá drukkna báða fyr- ir augum sínum. Þá, eins og þér skiljið, vinur minn, þá gekk fjöl- skyldan til skírnar og greftrunar næstum sama daginn. Og nú er svo komið, að engum finnst húsið of lítið." Með gamanhreimi í röddinni sagði ég við gömlu konuna: ,,Engin regla er án- undantekn- ingar. Ein dætranna hefur þó að minnsta kosti hvorki gengið í klaust- ur né hjónaband." ,,Það er satt," svaraði hún. ,,Eg hef piprað. En það var ekki mér að kenna." Hún hefur án efa lesið hugsanir mínar, því að hún bætti við með nokkurri ákefð: ,,Guð veit, að það var engum að kenna." Eg sá, að meira vildi hún ekki segja í þetta skipti. Samt var aug- ljóst, að hana lángaði til þess að segja mér sögu sína. En í þess stað trúði hún mér fyrir því, að áhyggj- urnar vegna framtíðar frænku henn- ar hvíldu á henni eins og mara. „Eg hef," sagði hún, „örlítil eftir- laun frá siglingamálastjórninni. En Yvonne hefur jafnvel ekki það að styðjast við. Hvað verður um hana?" Dálítið hikandi gaf eg í skyn, að viss ungur maður hefði méð kirkju- rækni sinni á. sunnudögum gefið fólki nokkra átyllu til þess að halda, að einnig hann hugsaði um framtíð ung- frú Yvonne. „Sannarlega óskar hann einskis fremur," svaraði gamla konan. „Örð- ugleikarnir stafa allir frá föður hans. Gamli maðurinn á síldarniðursuðu í Lannon. Þetta fyrirtæki hans hefur átt við fjárhagslega erfiðleika að stríða, því að stóru verksmiðjurnar hérna í héraðinu eru að koma þeim smáu fyrir kattarnef. Kerenflech ætl- ar því syni sínum, er starfar hjá hon- um, ríkt kvonfang, sem færir honum að minnsta kosti tuttugu þúsund franka í heimanfylgju. Þess vegna mun Yvonne búa áfram við fátækt- ina, nema að Guð- láti gerast krafta- verkið, sem eg hef beðið Hann um, að verða gömul piparmey — eins og frænka hennarl" í bláum augum hennar vakti enn þá mildur bjarmi minninganna, svo að eg hætti á að segja: „Að því er yður varðar, kæra fröken Le Goaziou, fæ eg ómögulega skilið, að Drottinn hefði þurft á kraftaverki að halda til þess að sjá yður fyrir eiginmanni." „Jú, svo sannarlega,' svaraði gamla konan og deplaði voium hvörmum. „Því að þá hefði Hann orðið að reisa mann frá dauðum." Fyrir fullum fimmtíu árum hafði fröken Le Goaziou, sem þá var ung og fögur — enn þá var auðvelt að ganga úr skugga um, að svo hafði verið — gefið ást sína ungum sjó- manni úr nágrenninu. Hervé Keri- souet, sem var öllum kostum búinn til munns og handa, sigldi sem fyrsti stýrimaður á þrímöstrungi frá Nan- tes. Skipstjórinn, sem var gamall maður og slitinn, sigldi nú síðustu ferð sína til Indlands, en Kerisouet hafði verið heitið skip<etjórninni, að þeirri för farinni. Og þá myndu klukkur krkjunnar í Ploumanach hringja til brúðkaups hjónaefnanna. Þau unnust af einlægni og innileik og töldu daga. Eftir margra mánaða flæking á höfungm, þar sem stund- víst og hraðskreitt gufuskipið var enn með öllu óþekkt, tók nú ungu kon- unni heima í Bretagne að berast ást- arbréfin frá hverjum stað, þar sem langfarinn hafnaði sig. í svolitlum kufungsskreyttum kistli, sem var gjöf frá ástvini hennar, varðveitti hún þau af órofa ástúð. Eg fékk talið þðu, þótt mér væru ekki fengin þau til lestrar. Frímerki þeirra blikuðu við augum í öllum regnbogans lit- um. Þarf eg að taka það fram, að margbreyttni þeirra og skraut beindi athygli minni andartak annan veg en að frásögn gömlu konunnar, sem hún þó flutti af heitum varma hjarta síns. Fyrr á dögum hafði eg verið, líkt og ýmsir aðrir, ákafur frímerkja- safnari. Fröken Le Goaziou hélt frásögn sinni samt sem áður áfram. Við höfð- um komið við á Madeiru, á Tene- riffaeyjunum, Guineuströndinni og við Góðrarvonarhöfða. Við höfðum orðið að bíða af okkur stillur, bjóða byrginn ofsatrylltum leik votra vinda, ferma og affenna alls kyns varning. Og loks höfðum við náð eynni Mau- ritius, sem var síðasta viðkomuhöfn utan Indlands, en þar áttum við að ferma pipar og kakaó. Vegna þess að mig langaði til þess að ná sem fyrst til Chandernago við Ganges- ósa, lét eg í ljós þá skoðun. að á Mauritius myndum við víst varla rekast á margt merkilegra hluta. Gamla fröken Le Goaziou tók síð- asta bréfið upp úr kislinum og mælti, svolítið skjálfrödduð: „Jú, þar rekumst við á gulu sótt- ina. Og þess vegna hef eg lifað þrjá fjórðu hluta ævi minnar einmana í þessu litla húsi. Og hér mun hönd fósturdóttur minnar loka augum mín um hinzta sinni." Meðan hún talaði, hafði hún opn- að .umslag síðasta bréfsins, sem var mun léttara en hin fyrri. Með nær- gætinni hægð, því að þunnur, guln- aður pappírinn var tekinn að láta mikið á sjá, tró hún fram eitt ein- asta blað, sem hún las fyrir mig með i V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.