Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 14

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ DAGS sunnar eru Ólriðarstaðir. Þar sést greinilega túngarður á þrjá vegu kringunr túnið, og hefur þar verið stærra tún, en á flestum öðrum eyðibýlum í dalnum. Við Ófriðarstaði er tengd þjóð- sagan um Ófriðarstaðabardaga, þar sem Austdælir og Eyfirðingar átt- ust við vegna þess, að báðir vildu eiga Galtártungur í Villingadöl- um. Ilvort sem þessi þjóðsaga hef- ur við nokkuð að styðjazt eða ekki, þá er það víst, að nálægt Ófriðar- stöðum hafa fundizt mannabein oftar en einu sinni. Skömmu eftir síðustu aldamót fann Ólafur Krist- jánsson á Ábæ þar mannabein, sem blásið hafði af í moldarbakka. í landi Miðhúsa eru eyðibýlin Kolgrímastaðir og Þverá eða Þver- árkot. Kolgrímastaðir eru nokkuð hátt uppi í hlíðinni, í hólum þeim, sem taka við fyrir framan Brenni- gil, gegnt Skatastöðum. Þar er túngarður kringum túnið og tvö eða þrjú tóftarbrot. Elztu menn, sem nú lifa, hafa heyrt getið um eyðibílið Þverá á Miðhúsadal, en vita ekki með vissu, hvar það hefur verið. Líkur henda til, að það hafi verið í svonefndum Tungum á Miðhúsadal, fyrir framan Grjótá. Ekki er sérlega byggilegt þar nú, hvernig sem það hefur verið 1 forn- öld. í landi Merkigils er eyðibýlið Öxl lit við merkigilið ofan við göt- una, þar sem hún liggur upp úr gilinu, og sést þar túftaíbrot. Þess er ekki getið í Jarðabókinni. All- langt fyrir framan Merkigil, lítið eitt framar en á móti Skuggabjörg- um, eru Fitjar. Um þær er svo sagt í Jarðabókinni: „Fitjar heita hér fjárhússtæði. Þar eru fornar girð- ingar, og segja menn ]>ar hafi byggð verið í gamalli tíð; aldrei byggt í manna minni, nema 1 ár. Ern nú 17. ár síðan.“ Og ennfremur segir: „Leitisstekkur og Selgrundir heit- ir hér, og sjást girðingar í hvoru- tveggja stað, sem verið muni liafa þrælsgerði, en byggð aldrei, getur og ekki verið.“ Örnefnin Leitisstekkur og Sel- grundir eru ekki notuð nú, en þau munu hafa breytzt þannig, að Leit- isstekkur liafi verið, Jjar sem nú lieita Væthús, ‘en Selgrundir, þar sem nú eru kallaðar Fjósalækjar- grundir. Væthús eru mitt á milli Fitja og Merkigils, en Fjósalækjar- grundir lítið eitt framar. Vætliús standa sunnanvert á dálítilli Iiæð og-er þar sveigja á dalnum. Þar var sauðahús lrá Merkigili á fyrstu bú- skaparárum Egils Steingrímssonar. Austdadir á nitjándu öld. í Austurdal eru kjarnmikil beiti- lönd og víðlend. Þar liehir jafnan verið margt sauðfjár og mikii bú- sæld. Á nítjándu öld voru eftirtald- ir bændur í Ábæjarsókn meðal hinna tíundarhæstu í Akrahreppi, hver á sinni tíð: Jón Höskuldsson og Egill Steingrímsson bændur á Merkigili, Guðmundur Guðmunds- son bóndi á Ábæ og Jóhannes Jóns- son bóndi á Skatastöðum. Jún Höskuldsson keypti Merki- gil, þegar stólsjarðir voru seldar ár- ið 1802 og flutti Jrangað árið eftir. Höskuldur faðir hans var vinnu- maður hjá Skúla fúgcta, en bjó síð- an á Höskuldsstöðum í Blöndu- hlíð. Að móðurkyni var Jón kom- inn af Steingrímsætt í Skagafirði. Fyrri kona hans var Inga Þorfinns- dóttir. Hún var tvígift áður og nokkuð við aldur, þegar hún giftist Jóni Höskuldssyni. Þau áttu ekki börn. Inga var móðir Jóns Jóns- sonar prests á Miklabæ, en lang- annna Stefáns bónda á Heiði, föð- ur Stefáns skólameistara. Hún and- aðist árið 1817. Árið 1820 kvæntist Jón aftur Ingibjörgu Einarsdóttur. Henni er Jrannig lýst, að hún hafi verið fríð kona og góð kona. Jón Höskuldsson bjó stórbúi á Merkigilí tæp 30 ár eða til Jress er hann lézt árið 1831. Sagt. er 'að hann hafi stnndum átt þúsund fjár á ljalli. Hann var vel fjáður, þegar liann flutti að Merkigili. Tíund lians var á næsta ári 24 lausafjár- hundruð, og var þá einn bóndi í Akrahreppi með liærri tíund, Þor- lákur ríki á Stóru-Ökrum. En tí- und Jóns hækkaði fljótt og var komin upp í 36 lmndruð árið 1806 og var hann Jrá hæstur í hreppn- um og alltaf eftir Jsað til ársins 1816, að Pétur prófastur á Víðivöll- um tíundaði jafnmikið. Hæst var tíund Jóns árið 1811, 41 hundrað. Við fjárskipti eftir Ingu Þorfinns- dóttur lækkaði tíund Jóns ofan í 21 lnmdrað, en fjórum árum síðar var hann aftur orðinn hæstur með 33 hundruð. Síðustu búskaparárin urðu þeir honum oljarlar með tí- undina, Eiríkur prestur Bjarnason í Djúpadal og Jón Esphólín sýslu- maður. Ymsum samtíðarmönnum Jóns Höskuldssonar Jxitti hann harð- drægur í viðskiptum og fégjarn. í B<)lu-Hjálmarssögu er sagt l'rá ill- deiluin ]>eirra Hjáhnars. Ingibjörg Einarsdóttir* bjó á Merkigili eftir lát manns síns. Elzti sonur hennar, Jón, var fyrir btii hjá lienni til ársins 1845, en Jsá kvæntist hann og bjó eftir Jrað í tví- býli við móðúr sína til 1.859, að Jóhann Höskuldur bróðir hans uik við búi móður þeirra. Þeir bræðtir bjuggu síðan báðir á jörðinni þang- að til Jón. andaðist. árið. 1866. Árið 1868 kvæntist Jóliann Sigurbjörgu Jónatansdóttur bónda á U.ppsöhun í Blönduhlíð. Þau voru stutt sam- an, aðeins tæp tvö ár, því Jóhann lézt 1870. Þau áttu einn son, Snorra, er síðar varð málaflutnings- maður í Reykjavík. Árið 1872 gift- ist Sigurbjörg Agli Steingrímssyni, og bjuggu þau síðan stórbúi á Merkigili um fimmtíu ára skeið. í Jieirra tíð var Merkigilsheimilið eitt mesta myndarheimili í Skaga- *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.