Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 26

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ DAGS Hvað eigum við að gela börnunum? JÓLIN eru hátíð barnanna og jólagleði hinna fullorðnu er meira og minna mótuð af bcirnunum og af því að gleðja þau og sjá þau ham- ingjusöm. Einn þátturinn í því að gleðja börnin eru jólagjafirnar. Flest börn fá rnargar gjafir á jólun- um og nuirg alltof margar, svo að þau vita ekki sitt rjúkandi ráð. I lvcr gaf mér þetta? Hver á þetta? Er þetta minn bíll? Hvar eru allir hinir pakkarnir? Frá hverjum? Mat barnanna á hinum ýnrsu gjöf- um verður ruglingslegt og þakklæt- ið takmarkað. ÞAÐ ER VANDI að gefa gjaíir, og ekki síður börnunum en (iðr- um. Það er að vísu enginn vandi að fara inn í bókabúð og velja bók í safnið, eða leikfangaverzlun og kaupa Jrar trébíl eða skip til við- bótar öllu Jrví, sem áður er til af slíku. En bæði er það kostnaðar- samt, ef um mörg börn er að ræða, og’ vafasöm gleðin hjá barninu, a. m. k. því barninu, sem á mikið lyr- ir. Góð bók er að sjálfsögðu alltaf góð gjöf, sem barnið mun kunna að nreta fyrr eða síðar, en sum af leikföngum þeim, sem keypt eru dýru verði nú til dags, veita ekki J>á gleði, sem til var ætlazt. Sum þeirra, meira að segja, valda fljót- lega hinum sárustu vonbrigðum hjá barninu. Senr betur fer er nokkuð til af. góðum leikföngum Iíka, en það er vandinn að Jrekkja Jrau úr og velja við liæfi barnsins. Fingurbjörg handa eins drs telpu. Ég Jrykist vita, að Jrið munið brosa í kampinn að Jressari fyrir- sögn og segja sem svo: ,,Ekki kem- ur Jretta ireim og saman við það, sem var verið að tala um, að gjöfin eigi að vera við hæfi barnsins." En nú ætla ég að segja ykkur sögu. Fyr- ir átta árum síðan átti lítil telpa eins árs afmæli. Mig vantaði handa henni afmælisgjöf, og það átti lielzt að vera eitthvað nothælt. Ég fór á stúfana og keypti litla fingurbjörg úr silfri, með rauðum steini í end- anum. Þegar ég kom í afmæliskaíf- ið, flóði allt í leikföngum, og ég held að flestum hafi fundizt gjöfin mín a. m. k. smáskrýtin. Síðan þetta var eru liðin átta ár og litl-a stúlkan er orðin stór og far- in að ganga í skóla. I liaust kom hún eitt sinn hlaupandi lieim úf skólanum með þessum orðtim: „Mámina, kennslukonan segir, að við verðum að hafa fingurbjörg, Jicgar við saumuin." Það hýrnáði heldur en ekki yfir litlú stúlkunni, þegar mamma dró frgin í dagsljósið litla öskju, sem á var ritað: Ham- ingjuósk á afmælisdaginn. Og nú er hæ*gt að sauma með fína íingur- björg á löngu töng, og Jiað er hægt að segja: „Eg fékk hana, þegar ég var eins árs.“ * Sagan er ekki lengri, en riú er ég einmitt komin að Jrví, sem átti að vera tilgangurinn með þessum lín- um. Ef við viljum og getum lagt pen- inga í gjafir lianda börnununr, er skynsamlegt að gefa Jieim einhvern gagnlegan hl.ut, jafnvel þótt þeirn komi liann ekki að noturn fyrr cn mörgum árum síðar. Undantekn- ingar frá Jressu eru að sjálfsögðu margar, bæði ef barnið á lítið af lcikföngum og eins, ef hægt er að fá góð leikföng, sem í senn Jrroska barnið og skemmta því, m. ö. o. svala leikjrörf barnsins. í bók sinni „Leikir og leikföng“ segir dr. Sí- mon Jóh. Agústsson á einum stað: „Hlutverk leikfanga er að örva leik- starfsemi hjá barninu. Leikurinn er þess vegna meira virði en leik- fangið, gildi Jress miðast við leik- inn. Því minni peningum, sem for- eldrar geta varið í leikfangakáup, Jrví minna skal kaupa af fullgerð- um leikföngum. Fullgerð leikföng, einkum vélgeng leikföng, valda barninu venjulega skammrar á- nægjú, Jrað leggur Jrau fljótt til hliðar eða eyðileggur Jrau, — og auk jjess eru þau dýr. Foreldrar, sem liafa lítil peningaráð, ættu Jrví að lorðast að kaupa Jress háttar leikföng. Leikföngin eru fyrst og fremst efniviður, sem barnið gerir tilraunir með og gefur Jrví tilefni til starfs. Þau leikföng eru því yfir- leitt bezt, sem barnið getur breytt í ljitt og Jrctta eftir vild og not^ð í margs konar tilgangi. Þessa tvo kosti: gæði og ódýrleika er þVíjvel hifcgt að sameina. Góð leikföng eru sjaldan dýr.“ í lramhaldi af Jressu má minna á það, að rriargt leikfanga er hægt að útbúa heima, sérstaklega handa yngri börrium og, að heimagerð leikföng geta verið gagnlegri og endingarbetri heldur en margt af Jiví, sem keypt er fyrir mikla, pen- inga. Það er því skoðun mín, að viljum við gefa börnunum dýra gjöf, eig- um við að gefa jreim eitthvað not- hæft, annað en leikföng, en viljum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.