Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 25

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ D AGS 25 W. O. Godwin: Trú, ást og friÖur letri. Hér á eftir er lausleg þýðing þess kafla: „Maður, fremur litill vexti, há- vaxinn, með alvarlegt andlit, hár- inu skiþt i rriiðju að sið nazare- anna, liárið ljósleitt, með lit liassel- hnetanna, og féll niður með eyrun- um og í lokkum niður á iierðarn- ar, andlitssvipurinn bjartur, stutt skegg, með mikið mikið fagurlag- að skegg, útlit almennt, á fullorð- ins aldri, augun blá og skær og með breytilegu tilliti." Þetta er einkennilegt sambland. Ofan í mynd Jósephusar er málað æ ofan í æ með þeirn dráttum og litum, sem með tímanum skap- aði hina „tradisjónellu" Jesúmynd' sem myndlist aldanna gei'ði af hon- um. Þá má bæta því við, að Eisler | 1 telur sig hafa fundið brot Jósephus- írumtextans í liandriti gamals kirkjuföðurs, sem hafði lesið hann og trúði lýsingu Jósephusar. Út- koman á rannsókn Eislers er þessi, í stuttu máli: „Hann var að útliti ekki sérstæður, á fullorðinsárum (30—40 ára), dökkur yfirlitum, fremur lítill vexti, andlitið var tog- inleitt, nefið langt, augabrýnnar samvaxnar, hárið ekki mikið og því skipt í.miðju að sið nazarea'nna, skeggvöxtur fremur lítill.“ Er þetta karríkatúr-mynd, eða býr hér á bak við andúð Jóseplmsar . á Jesú? Eisler svarar því neitandi. llér er úthtslýsing, ekki karríkatúr. Eða er nauðsynlegt að útlit manna sé sérstaklega eftirtektarvert til þejss að þeir séu betri og meiri menn í reyndinni en náungar þeirra- Eisler svarar þessari spurn- ingu líka neitandi. Rétta svarið er, segir liann, að hinir forn kirkju- feður töldu þessa lýsingu á Jesú ekki samrýmast þeim guðdómlega krafLí, sem með honum bjó. Kann- ske eru þeir heldur ekki einir um þá skoðun. Lausl. endursögn á grein eftir G, Westin-Silverstolpe.) Einu sinni var lisunálari, sem hafði málað margar undurfagrar rnyndir, en taldi sig samt ekki hafa málað „hina einit“ ennþá. Hann fór því um landið í leit að fegurstu fyrirmyndinni, sem hægt væri að finna. Á leið sinni rakst hann á gamlan prest, sem spurði hvert hann væri að fara. „Eg veit það ekki,“ svaraði mál- arinn. „Mig langar að mála það, sem fegurst er á jörðinni. Getur þú sagt mér, livar það er að finna?" „Það er einfalt," svaraði prestur. „Þú getur fundið það í hvaða kirkju eða trúarsöfnuði sem er. Trúin er það fegursta í jarðn'ki.“ Listamaðurinn hélt ferð sinni á- fram og hitti síðar nýgifta unga konu. Hann spurði, hvort hún gæti sagt sér, hvað fegurst væri á jörðu hér? „Ástin,“ svaraði llún. „Ástin breytir fátækt í ríkidóm, gerir tár- in sæt og skapar mikið úr litlu. Án ástar er engin fegurð.“ Enn hélt málarinn áfram göngu sinni. llrátt mætti liann þreyttum og þjökuðum hermanni og lagði sömu spurningu fyrir hann. „Friður er það fegursta á Jörð- inni, en stríð það Ijótasta," svaraði hermaðurinn. „Hvar sem þú finn- ur lrið, þar muntu finna fegurð.“ „Trú, ást og friður! Hvernig get ég málað þetta þrennt?“ spurði mál- arinn sjálfan sig, vélti vöngum og sneri heim á leið. Þegar hann gekk inn um dyrnar á heimili sínu fann liann það, sem fegurst er á jörðinni. 1 augum barna hans brann trúin, ástin skein í augum konu hans, óg hér heima var friður sá, sem hermaðurinn hafði þráð. Og málarinn setlist við að mála myndina, „Það, sem fegurst er á jörðu“, og þegar hann lauk við hana, kallaði hann myndina: „1 leimilið".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.